Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						28
FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002
Tilvera
I>V
Heimur rúmenskra
barna hræðilegur
- segir Kristján Friðbergsson sem byggir yfir munaðarleysingja
„Mitt hjartans mál er að koma
upp heimili í Rúmeníu fyrir tíu
munaðarlaus börn og fósturforeldra
þeirra. Það kostar fimm milljónir
og ég þarf að fá fieiri íslendinga í
lið með mér til að fjármagna efnis-
kaup," segir Kristján Friðbergsson,
fyrrverandi forstöðumaður Kumb-
aravogs á Stokkseyri. Hann og
kona hans, Unnur Halldórsdóttir,
hafa fylgst með uppbyggingu í
Rúmeníu á vegum alþjóðlegu
barnabjálparinnar (ICC). Heimili er
risið fyrir 40 börn sem vita ekki
hverjir foreldrar þeirra eru. Flest
hafa fundist á tröppum lögreglu-
stöðva og sjúkrahúsa eða við rusla-
tunnur en einnig hafa foreldrar
sjálfir komið með þau vegna erfiðra
aðstæðna. Skólabygging er langt
komin á sömu lóð og í kringum
þessar stofnanir segir Kristján að
eigi að rísa barnaþorp með tíu hús-
um, hvert ætlað tíu börnum og fóst-
urforeldrum. Þar eiga þeir að dvelja
þar til þeir eru búnir með stúdents-
próf, þá tekur bandarískur sjóður
við þeim og kostar háskólanám
hvar sem er í heiminum. Hollend-
Láttu okkur
yfirfara
videótækið
tímanlega fyrir
jólin
ífJ
^^m ^ Radioverkstæðið
Sovm**
Einholti2.sími552 3150
Panasonic
DV-MYND SIG. JÖKULL
Samherjar
Þau berjast fyrir byggingu heimilisins, Kristján og Kolbrún. Hann meö stofnun samtaka, hún meö hátíðanámskeiði.
ingar hafa þegar látið byggja og
merkja sér eitt hús. íslenska húsið
verður merkt íslandi.
Hátíðanámskeiö
Kolbrún Karlsdóttir, formaður
líknar-og vinafélagsins Bergmáls er
bandamaður Kristjáns og Unnar í
baráttunni fyrir betri högum þess-
ara munaðarlausu barna. Hún ætl-
ar að halda námskeið til ágóða fyr-
ir málefnið.
„Mér þykir þetta afskaplega
áhugavert verkefni og er svo gæfu-
söm að eiga átta barnabörn sem öll
eiga heimili, eru heilbrigð og hafa
nóg að borða og mér finnst ég ekk-
ert of góð til að leggja þeim lið sem
eru ekki jafn lánssamir. Mér datt í
hug að halda nokkur námskeið til
að styrkja þetta þarfa mál. Ég hef
oft haldið slik námskeið áður, með-
al annars til ágóða fyrir Bergmál.
Þar leiðbeini ég fólki við að búa til
ýmislegt til skreytinga og gjafa, eig-
inlega úr engu og fyrir afskaplega
litla peninga. Sker út ávexti og
grænmeti, kenni fólki að borða jóla-
tréð sitt og nýta ýmsar töfrajurtir
sem landið gefur. Þetta eru þriggja
tíma námskeið, kosta þúsund kall
og ég get tekið þrjátíu manns í einu.
Þar er líka selt rúmenskt, handmál-
að postulín.
Boraði fyrir vatni
Krisrján kveðst hafa tekið þátt í
að bora eftir vatni á svæði barna-
hjálparinnar í Rúmeníu. „Heima-
menn voru á móti samtökunum
fyrst í stað og þegar einungis var yf-
irborðsvatn í brunninum átti að
nota það gegn þeim. En þegar okk-
ur tókst að finna gott vatn var hægt
að bjóða næsta þorpi það líka og
þar með var björninn unninn," seg-
ir hann.
Kristján nefnir annað happ.
Belgískur prestur byggði sér hús á
næstu lóð og gaf samtökunum leyfi
til að nota það þegar hann væri
ekki í því og eiga það eftir hans
dag. Þau þrjú ár sem liðin eru frá
húsbyggingunni hefur hann ein-
ungis dvalið í því í þrjá daga svo
það hefur nýst starfsfólki barna-
heimilisins.
Krabbameinslyfjunum
stolið
Eitt af því sem ICC safnar fyrir er
krabbameinslyf fyrir börn. Lyfin
eru framleidd í Bandaríkjunum og
sendur er maður með þau á áfanga-
stað svo þeim verði ekki stolið.
„Heimur barna í Rúmeníu er
hræðilegur," segir Krisrján og nefn-
ir dæmi. „Sjö ára strákur bað mig
um peninga fyrir mat. Ég tók hann
með mér á veitingahús og spurði
hann síðan hvað hann hefði gert
við aurinn ef hann hefði fengið
hann. Þá sýndi hann mér undarlegt
efni og sagði. „Ég hefði keypt mér
svona. Það er ódýrara en matur og
ef ég tek það inn finn ég ekki fyrir
svengd í þrjá daga." Þetta efni er
framleitt í einhverjum skúr og geta
má nærri hvernig líkami barns
verður við neyslu þess," segir Krist-
ján. Greinilegt er að honum rennur
neyðin í Rúmeníu til rifja. Sjálfur
hlúði hann að mörgum íslenskum
börnum í Kumbaravogi á árum
áður og síðan að eldra fólki sem
þangað leitaði. Nú berst hann fyrir
stofnun íslandsdeildar alþjóðlegu
barnahjálparinnar (ICC) og fjár-
söfnun fyrir foreldralaus börn.
-Gun.
<
Verð f rá
68.500
m. grind
Queen 153 x 203
Refefejan
Skipholti 35 • Sími 588 1955
Hollenska húsið að rísa
Rúmensk börn sem foreldrar hafa yfirgefið ásamt starfsfólki alþjóðlegu
barnahjálparinnar.
Sýníngar
Landslag
í sundlaug
Það er ekki á hverjum degi sem
málverk eru sett upp í sundlaug en
í anddyri Laugardalslaugarinnar
hefur Ólafur Elíasson hengt upp
landslagsmyndir sem hann hefur
málað.
Grjót
Elva Hreiðarsdóttir sýnir graf-
íkverk í Listhúsi Ófeigs á Skóla-
vörðustíg 5. Sýninguna nefnir Elva
„Grjót" og sækir hún efnivið mynd-
verka sinna til náttúrunnar eins og
nafn sýningarinnar gefur til kynna.
Elva útskrifaðist úr Listaháskóla ís-
lands vorið 2000. Sýningin verður
opin á verslunartíma og stendur til
18. desember.
Olíumálverk á
Mílanó
Ingvar Þorvaldsson er með mál-
verkasýningu á Kaffl Milanó í Faxa-
feni. Ingvar er Húsvíkingur að upp-
runa og sækir myndefni sitt fyrst og
fremst í náttúruna. Hann notar olíu-
liti og hefur gaman af að spreyta sig
á þröngum mótífum, að eigin sögn.
Hann hefur málað frá því upp úr
1970 og haldið margar sýningar.
Þessi stendur út desember og allar
myndirnar eru til sölu.
Nýtt gallerí
Álfheiður Ólafsdóttir og Helga
Sigurðardóttir eru með landslags-
og náttúrulífsmyndir á samsýningu
í tilefni af opnun Gallerýs nr. 5, sem
er á Skólavörðustíg 5. Álfheiður
málar meö olíu á striga en vatnslit-
ir hafa verið aðalviðfangsefni
Helgu. Opnunin er á morgun, 14.
desember, kl. 17-20 og sýningin
stendur út mánuðinn. Að Gallerý
nr. 5 standa 6 listakonur auk Álf-
heiðar og Helgu. Ástrós Þorsteins-
dóttir og Auður Inga Ingvarsdóttir
eru með leir, Matthildur Skúladótt-
ir með steint gler og Ingunn Eydal
með gler.
List starf sf ólks
SHA
1 Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akra-
nesi, stendur yfir listsýning í tilefni
50 ára afmælis sjúkrahússins og
heilsugæslustöðvarinnar á staðn-
um. Þar sýnir 21 starfsmaður þess-
ara stofnana ýmiss konar verk, svo
sem leir- og glerverk, postulínsmál-
un, bútasaum, prjónles, olíu- og
akrýlverk, tiffany-lampagerð, körfu-
gerð, útsaum o.fl. Sýningin stendur
til 22. desember og er Listasetrið
opið alla daga nema mánudaga, frá
kl. 15-18. Kaffl er á boðstólum fyrir
sýningargesti.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
20-21
20-21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40