Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2002, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2002, Blaðsíða 29
29 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002____________________ I>V Tilvera DV-MYND HARI Nemendur 7. V í Alftanesskóla í heimsókn á DV A/dfe Hulda Zoéga, Anna Gyöa Sigurgísladóttir, Anna Lilja Atladóttir, Arnór Bjarki Arnarsson, Bjarni Hólm Þórhallsson, Eggert Aron Magnússon, Gísli Viöar Gíslason, Guörún Eydís Jónsdóttir, Hera Dögg Hjaltadóttir, Hera Lind Bjarnadóttir, Hrefna Hrund Ólafsdóttir, Hugrún Björk Jörundardóttir, Jóhanna Mjöll Jóhannsdóttir, Jón Friögeir Sigurösson, Krisín Karlsdóttir, Magnús Ár- sælsson, Sólveig Birna Júlíusdóttir, Stefán Brynjólfsson, Tómas Karl Kjart- ansson, Vífill Valdimarsson. Kennari Valdimar Víöisson. Sam-bíóin/Háskólabíó - Santa Ciause 2 -*-i Hilmar Karlsson skrifar gagnrýni Jólasveinn í eiginkonuleit Jólasveinn og aðstoðarfólk Listinn yfir óþekktu börnin skoöaöur. Tim Allen, sem eitt sinn var handlaginn heimilisfaðir, er nú orðinn handlaginn jólasveinn og er þetta í annað sinn sem hann leikur sjálfan jólasvein- inn, Það er að segja þann amer- íska. Ég efast um að honum fyndist það fysilegur kostur að leika íslenska jólasveininn, enda sá eða þeir með frekar vafasama fortíð. Santa Clause 2 hefur notið mikiila vinsælda vestan hafs og þykir þar góður jólakostur fyrir böm. Ekki sé ég í fljótu bragði að hún eigi mikið er- indi við íslensk böm fyrir jólin því fyrst og fremst er hún séramerísk og sagan langt frá því að hafa þann æv- intýrablæ sem jólasögur um jólasvein- inn þurfa að hafa. í staðinn er verið að fjalla um eiginkonuvandræði jóla- sveinsins og leit hans að hinni full- komnu jólasveinakonu. Þetta er svo kryddað með tæknibrellum, sem eru eins og vera ber í dýrum amerískum kvikmyndum, vel unnar og ágæt til- breyting í sykursæta sögu. Þegar myndin hefst hefur Scott Cal- vin (Tim Allen) verið jólasveinn í átta ár og nýtur mikilla vinsælda hjá álf- unum, sem vinna í jólagjafaverk- smiðjunni. Einn dag taka samstarfs- menn hans eftir því að ístran er farin að rýma og skeggið að minnka. Ástæðan er sú að til að geta haldið jólasveinahlutverkinu þarf jóla- sveinninn að eiga eiginkonu. Þegar við það bætist að sonur Calvins er kominn á lista yfir óþekku bömin þá er ekki til setunnar boðið. Jólasveinn- in verður aftur timabundið Scott Cal- vin sem er ekki aðeins í eiginkonuleit heldur einnig að bjarga syninum. Það verður að segjast eins og er að Santa Clause 2 er ekkert annað en fal- legar umbúðir utan um froðu. Mynd- in er gjörsneydd öllu sem heitir jólastemning, fyrst og fremst vegna þess að glansmyndin er gegnsæ. Það verður að segja Tim Allen til hróss að hann nær góðum tökum á jólasveina- gervinu. Á móti kemur að hann er stundum að slá um sig með bröndur- um sem eiga heima í allt öðru um- hverfi. Aðrir leikarar eru aðeins að gera skyldu sína. Hallærislegust er myndin í jólasveinalandinu á norður- pólnum þar sem álfarnir líkjast tólf ára krökkum að leika sér, krökkum sem spila amerískan fótbolta í frítím- um. Þetta er aðeins til að skemma ímyndina fyrir trúgjömum börnum. Sem jólamynd er Santa Clause 2 mis- heppnuð. Það má svo á móti líta á hana sem ágæta fjölskylduskemmtun i skammdeginu, það er að segja fyrir þá sem ekki trúa á jólasveininn. Hilmar Karlsson Leikstjóri: Michael Lembeck. Handrit: Don Rhymer, Cinco Paul og Ken Daurio. Kvikmyndataka: Adam Greenberg. Tón- list: George S. Clinton. Aðalhlutverk: Tim Allen, Elizabeth Mitchell, Judge Rein- hold, Eric lloyd og Wendy Crewson. Umhverfis- auglýsingar Alltaf á ferðinni Auglýstu þar sem fólk er flest Eigum nokkra daga lausa í Desember Ferðaauglýsingarehf Sími: 896 5551 Heitasta búðin í bænum ! 20% afsláttur af öllum Ijósum. Fjöldijólatilboda ígangi. Oóruvísi Ijós, styttur, myndir, rúmteppi, diskar, púðar, ekta mokkaskin nsjakkar. Sigurstjarnan í bláu húsi við Fákafen, sími 588 4545. Opið um helgar og öll kvöld til jóla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.