Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						36
FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002
'* Sport

$
NBÁ-DEiLDIN
Úrslit í nótt:
Chicago-Detroit .........76-86
Rose 15, Marshall 14 (7 frák.), Fizer
13, Curry 11 - Billups 21, HamUton 20
(6 frak., 9 stoðs.), Williamson 14 (6
frák.), Robinson 11.
Minnesota-Atlanta......113-95
Garnett 21 (8 frák., 9 stoös.), Hudson
18, Nesterovic 18, Smith 15 -
Robinson 21, Abdur Rahim 16 (7
frák.), Davis 14, Terry 12 (7 stoðs.).
Utah-New Orleans .......88-93
Harpring 21 (10 frák.), Malone 18 (13
frák.), Cheaney 16 - Wesley 33,
Mashburn 19 (7 frák.), Maglorie 13 (7
frák.), Davis 10 (7 stoðs.).
-EK
w 31
UEFA-BIKARINN
3. umferð - seinni leikir
Panathinaikos-Slovan Liberec 1-0
1-0 Panagiotis Fyssas (2.).
Panathinaikos vann samanlagt, 3-2.
Fulham-Hertha Berlin......0-0
Hertha Berlin vann samanlagt, 2-1.
Lyon-Denizlispor..........0-1
0-1 Mustafa Ozkan (3.).
Denizlispor vann samanlagt, 1-0.
Dynamo Kiev-Besiktas......0-0
Besiktas vann samanlagt, 3-1.
Auxerre-Real Betis ........2-0
1-0 Teemu Tainio (18.), 2-0 Yann
Lachuer (48.).
Auxerre vann samanlagt, 2-1.
Anderlecht-Bordeaux  ......2-2
1-0 Aruna Dindane (28.), 2-0 Nenad
Jestrovic  (67.),  2-1  Jean  Claude
Darcheville (83.), 2-2 Jean Claude
DarchevUle (89.).
Anderlecht vann samanlagt, 4-2.
Lazio Stuiin Graz .........0-1
0-1 Imre Szabícs (86.)
Lazio vann samanlagt, 3-2.
Maccabi Haifa-AEK Aþena  .. 1-4
1-0 Walid Badir, víti (5.), 1-1 Kostas
Katsouranis (66.), 1-2 VassUis Lakis
(79.), 1-3 VassUis Lakis (90.), 1-4
Dimitris Nalitzis (90.).
AEKAþena vann samanlagt, 8-1.
Slavia Prag-PAOK.........4-0
1-0 Rudolf Skacel (13.), 2-0 Stepan
Vachousek (51.), 3-0 Pavel Kuka (89.),
4-0 Pavel Kuka (90.).
Slavia Prag vann samanlagt, 4-1.
Stuttgart-Club Brugge......1-0
1-0 Aleksander Hleb (90.).
Stuttgart vann samanlagt, 3-1
Liverpool-Vitesse..........1-0
1-0 Michael Owen (20.).
Liverpool vann samanlagt, 2-0.
Leeds-Malaga.............1-2
0-1 Julio Cesar Dely Valdes (14.), 1-1
Eirik Bakke (23.), 1-2 Julio Cesar
Dely Valdes (80.).
Malaga vann samanlagt, 2-1.
Celta Vigo-Celtic..........2-2
1-0 Mora Nieto Jesuli (24.), 1-1 John
Hartson (37.), 2-1 Benny McCarthy
(54.).
Samanlagt, 2-2. Celtic fór áfram á
tnörkum skoruoum á útivelli.
Lens-Porto...............1-0
1-0 Rigobert Song (28.).
Porto vann samanlagt, 3-1.
Boavista-Paris St. Germain .. 1-0
1-0 Elpidio SUva, víti (55.).
Samanlagt, 2-2, en Boavistafór afram
á mörkum skoruöum á útivelli.  -ósk
Ronaldo:
Leikmaður ársins
hjá World Soccer
Brasilíski framherjinn Ron-
aldo, sem leikur meö spænska
liðinu Real Madrid, var á dögun-
um valinn leikmaður ársins af
lesendum knattspyrnutímarits-
ins World Soccer. Meginástæðan
fyrir valinu er frammistaða þess
snjalla leikmanns í heimsmeist-
arakeppninni en þar var hann
* markahæstur með átta mörk.
Þjóðverjinn Michael Ballack, sem
var lykilmaður í þýska landslið-
inu og Bayer Leverkusen, varð
annar og brasilíski bakvörðurinn
Roberto Carlos, sem leíkur með
Real Madrid, varð þriðji.   -ósk
Gestgjafar Evrópukeppninnar 2008 ákveðnir:
Austurríki og Sviss
- urðu fyrir valinu eftir harða baráttu við umsókn Ungverjalands
Það verða Austurríkismenn og
Svisslendingar sem halda Evrópu-
keppnina í knattspyrnu árið 2008 en
Framkvæmdastjórn Knattspyrnusam-
bands Evrópu, hverri Eggert Magnús-
son, formaður KSÍ, situr í, valdi gest-
gjafana í fundi í Genf í Sviss í gær.
Umsókn Austurríkis og Sviss, sem
talin var sigurstranglegust frá upphafi,
stóð mestur stuggur af umsókn Ung-
verja, sem komu mjög sterkir inn á
lokasprettinum en hafði þó betur í
lokakosningunni.
Fjórar umsóknir, frá Austurríki og
Sviss, Norðurlöndunum fjórum, Grikk-
landi og Tyrklandi og Ungverjalandi,
voru valdar í lokakosninguna þar sem
Austurríki og Sviss fóru með sigur af
hólmi.
Lennart Johannsson, forseti Knatt-
spyrnusambands Evrópu, gat þess í
ræðu þegar hann tilkynnti hverjir
hrepptu hnossið og allar sjö umsókn-
irnar hefðu verið í hæsta gæðaflokki
og sá heiðarleiki og sú vinátta sem
ríkti meðal umsækjendanna hefði
sannfært hann um að knattspyrnan í
Evrópu væri í góðum höndum.
Keppt verður í fjórum borgum,
Bern, Basel, Ziirich og Genf, í Sviss, og
fjórum borgum, Salzburg, Klagenfurt,
Innsbruck og Vín, í Austurríki.
Forráðamenn knattspyrnumála i
Sviss og Austurríki voru hrærðir yfir
sigri sinnar umsóknar og lofuðu að
gera sitt besta til að þessi keppni yrði
ein samfelld sigurganga.
Eggert Magnússon sagði í samtali
við DV-Sport i gær að hann væri ekki
í nokkrum vafa um að Austurríkis-
menn og Svisslendingar myndu halda
glæsilega keppni.
„Þeir hafa fjármagnið til að gera
þetta almennilega en ég set spurn-
ingarmerki við það hvernig stemning-
in verður á völlunum þar sem lítil
knattspyrnumenning er hjá þessum
þjóðum. Að því leytinu til hefði keppn-
in verið betur komin hjá Skotum og Ir-
um sem bókstaflega lifa fyrir knatt-
spyrnu.
Eggert sagði einnig að Norðurlanda-
umsóknin hefði liðið fyrir fjölda aðila
sem stóðu að umsókninni.
„Það er klárt að umsóknin sem slík
var mjög góð en menn virtust ekki al-
veg geta séð fyrir sér fjórar þjóðir sem
allar væru gestgjafar. Auk þess þykir
mörgum Norðurlandaþjóðirnar vera
ansi áhrifamiklar innan knattspyrn-
unnar í Evrópu og það var notað gegn
umsókninni. Ég held samt að þetta sé
framtíðin því að það eru ekki mörg
lönd í Evrópu sem hafa bolmagn til að
halda slíka keppni eins síns liðs,"
sagði Eggert.
Hann sagði jafnframt að umsóknirn-
ar hefðu verið mjög misjafnar og mik-
ill munur verið á þeim bestu og þeim
lélegustu.
„Það tók hins vegar langan tíma fyr-
ir framkvæmdastjórnina að komast að
því hvaða umsóknum ætti að hafha
strax. Þegar það var búið var ljóst að
lýðræðið myndi ráða og þó að ein-
hverjir séu fúlir þá þýðir það ekkert.
Menn læra að sætta sig við þetta með
tíð og tíma," sagði Eggert Magnússon
að lokum í samtali við DV-Sport. -ósk
3. umferð Evrópukeppni félagsliöa:
Versti óvinur
Venables
- Dely Valdes geröi út af við Leeds
Hafi vandræði Terry Venables,
knattspyrnustjóra Leeds, ekki ver-
ið næg fyrir gærkvöldið þá jukust
þau til mikilla muna þegar liðið
datt úr úr Evrópukeppni félagsliða
eftir tap gegn Malaga á Elland
Road, 2-1.
Það var Panama-búinn Julio
Cesar Dely Valdes sem gerði bæði
mörk Malaga í leiknum og rak,
kannski ekki þann síðasta en í það
minnsta einn nagla í stjóralíkkistu
Terry Venables.
Owen skoraöi aftur
Tvö mörk frá Michael Owen,
eitt í hvorum leik gegn hollenska
liðinu Vitesse, dugðu til að koma
liðinu áfram í fjórðu urnferð Evr-
ópukeppninnar.
Gerard Houllier, knattspyrnu-
stjóri Liverpool, viðurkenndi að
knattspyrnan sem spiluð hefði ver-
ið í gær hefði ekki verið glæsileg
en það væri mikilvægast að kom-
ast áfram í næstu umferð.
„Þegar gengið hefur illa þá þigg-
ur maður alla sigra, hvernig sem
þeir koma," sagði Míchael Owen
eftir leikinn.
Hartson hetja Celtic
Celtic komst áfram á mörkum
skoruðum á útivelli þrátt fyrir tap
gegn spænska liðinu Celta Vigo,
2-1, á útivelli. Framherjinn rauð-
birkni, John Hartson, var hetja
Celtic en hann skoraði markið
mikilvæga fyrir skoska liðið seint
í fyrri hálfleik. Frábær árangur
hjá Celtic og sönnun þess að Mart-
in O'NeilL knattspyrnustjóri liðs-
ins, er að gera frábæra Muti með
þetta lið.                -ósk
50,000
*40,000
*32,700
»32,000
*30,000
33,000
40,000
*30,000
WAEUR02008
Leikvangar:
3 Ernst Happel-leikvangurinn
3 Nýi Waidmannsdorf-leikv.
O Salzburg-leikvangurinn
Q Nýi Tívolí-leikvangurinn
0 Zúrich-leikvangurinn
0 Leikvangur Heilags Jakobs
Q Wankdorf-leikvangurinn
Q Genfar-leikvangur
Áætlao   Basd
áhorfendarými j        /'uiirh
QBem
Genf
Félög:
Austurrikl: Efsta deildin samanstendur af
10 atvinnumannali&um.
Sagan:
¦ Austurríki og Sviss halda bæöi reglulega
stór vetraríþróttamót.
Knattspyrnusamband Evrópu hefur útnefnt Austurríki og
Svlss sem gestgjafa 11. Evrópukeppnlnnar í knattspyrnu
sem fram fer í júní 2008.
Í2£  Kostnaður:
Þegar formleg umsókn var kynnt hljóðaði heildar-
kostnaður keppninnar upp á meira en 110 milljón-
ir evra sem samsvarar meira eji9,3 milljörðum
íslenskra króna.
1 Sviss hélt fimmtu heimsmeistara-
keppnina 1 knattspymu árið 1954.
Svlss: Efsta deildin samanstendur af 12
atvinnumannaliðum auk þess sem önnur
tólf liö, bæ&i atvinnu- og áhugamannaliö,
skipa aðra deildina.
¦Heimkynni Knattspymusambands
Evrópu og Alþjóða knattspyrnusam-
bandsins eru í Sviss.
' Sviss hélt úrslitakeppni evrópumóts
U-21 árs landsliöa a þessu ári.
¦ Austurriki og Sviss höf&u betur gegn umsókn-
um fra Nor&urlöndunum fjérum, Skotlandi og
Irlandi, Tyrklandi og Grikklandí, Króatíu og
Bosníu, Ungven'alandi og Rússlandi.
___________________REUTERS#
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
20-21
20-21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40