Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						34    h~lfe? lCjG t~fc> lCi CJ  JJ  lf    LAUOARDACUR 14. DESEMB6R
Meira af því
sem mér
þykir
skemmtilegt
- segir Hera Hjartardóttir tónlistarmaður
Tónlistarmaðurinn Hera Hjartardóttir hefur vakið grlðar-
lega athygli á síðustu mánuðum, hún fór hringinn með
Bubba Morthens, syngur titillagið í Hafmu og plata hennar
Not Your Type! hefur selst í rúmlega tvö þúsund eintökum.
Hún er tilnefhd til islensku tónlistarverðlaunanna sem besta
söngkonan og efhilegasti nýliðinn. Megas lofar hana: „Hera
er komin til að vera og þeir sem ekki vilja missa af eigin lífi,
tilfinningum og mennsku gefa sér góðan séns er þeir byrja
strax að fylgjast með ferðalaginu. Öll list sem einhvers er
virði dansar blinddans á hengiflugsbrún." Og hún hitaði upp
fyrir Nick Cave á tónleikum hans á Hótel íslandi fyrir
skömmu.
Hera er nítián ára og hefur gefið út þrjá diska, en aldurinn
er afstæður því eins og hún segir sjálf þá ræður líðanin
mestu um aldur manna.
Ævintýri líkast
Hera kom til landsins um miðjan ágúst síðastliðinn og hef-
ur verið í vinnu sleitulaust síðan. „Ég hef annaðhvort verið
í stúdíói eða að spila á tónleikum. Túrinn með Bubba var æð-
islegur, ég hef aldrei ferðast um ísland áður og fannst það æv-
intýri likast. Það var alls staðar tekið vel á móti okkur og ég
hef ekki kynnst félagsheimilamenningunni áður." Hera seg-
ist aldrei hafa átt stóran bróður en nú viti hún hvernig það
sé aö vera litla systir. „Það er búið að stríða mér mikið á
túrnum og kalla mig litla Bubba og hornsílið en Bubbi tók
mig undir sinn verndarvæng og kenndi mér margt. Megas
hefur líka haft mikil áhrif á mig i gegnum tíðina og hjálpað
mér mikið."
Að sögn viðstaddra hreifst Nick Cave svo af Heru að hann
fékk hjá henni áritaðan disk og sagði um leið: You have a
beautiful voice. „Ég er mikill aðdáandi Caves og lagið For-
bidden Fruit er innblásið af Murder ballads þannig að það
var mjög gaman að hita upp fyrir hann."
Þóttist vera Bubbi
„Ég fæddist í Reykjavík og ólst upp i vesturbænum þar til
ég var eEefu ára en þá fór ég með foreldrum mínum í tíu
mánaða frí til Nýja-Sjálands. Við urðum ástfangin af landinu
og ákváðum að fLytja þangað nokkrum árum seinna. Þetta er
æðislegur staður til að alast upp á og vatnið þar er alveg eins
gott og hér."
Hera segist hafa lært að lesa nótur áður en hun lærði að
lesa bókstafi. „Mamma, Dagný Emma Magnúsdóttir, vildi
ekki að ég lærði að lesa áður en ég byrjaði í skóla, hún var
hrædd um að mér myndi leiðast, þannig að hún sendi mig í
tónlistarnám þar sem ég lærði að lesa nótur og spila á blokk-
flautu. Seinna langaði mig að læra á píanó en foreldrar mín-
ir treystu sér ekki í það eftir reynsluna með blokkflautuna,
það var aldrei friður á heimninu. Mamma gaf mér því gítar
og ég man vel eftir því þegar ég sat fyrir framan spegil og
söng Stúlkan sem starir á hafið og þóttist vera Bubbi. Fyrsta
skiptið sem ég kom fram opinberlega var í Kaplakrika þegar
fjórar fimleikastúlkur dónsuðu við lag sem ég spilaði á klass-
ískan gítar."
Lítil stelpa að lesa ljóð fyrir rússneska sjómenn
Að sögn Heru byrjað hún að semja ljóð ellefu ára. „í fyrstu
voru þau á íslensku en eftir að við fluttum út fór ég að semja
á ensku. Ég las fyrst upp h'óð á pöbb á Nýja-Sjálandi þegar ég
var fjórtán ára. Lítil stelpa að lesa Ijóð fyrir rússneska sjó-
menn. í framhaldi af því fór ég að spila undir textana á kab-
arettkvöldum sem gátu orðið ansi skrautleg þvi þar komu
fram magadansmeyjar, Elvis-eftirhermur og dragdrottningar.
Stundum átti ég það til að syngja Stál og hnifur eins og brjál-
æðingur á pöbbnum og þá datt allt í dúnalogn því fólk hafði
ekki hugmynd um hvað var að gerast. Vinir foreldra minna
voru mjög hneykslaðir á því að þeir skyldu leyfa mér að
koma fram á pöbbnum en þetta var æðislegur skóli og
skemmtilegur tími."
Textarnir byggja á reynslu
Textarnir á Not Your Type! eru allir á ensku og óvenju
þroskaðir fyrir svo ungt skáld.
No. I'm not a nice girl no I'm not,
as great as you believe.
I kaven't been waitingfor mister right,
I'm not that easy to decieve.
DV-mynd Sigurður Jökull
Hera Hjartardóttir tónlistarmaður kom til landsins um miðjan ágúst síðastliðinn og hefur veríð í vinnu sleitu-
laust síðan. Hún hefur annaðhvort verið í stúdíói eða að spila á tónleikum. Hera er tilnefnd til íslensku tónlist-
arverðlaunanna sem besta söngkonan og efnilegasti nýliðinn.
Hera brosir feimnislega þegar hún er spurð hvernig text-
arnir verða til. „Æ, þeir koma bara. Þegar lagið kemur, kem-
ur það í heild, lag og texti. Og stundum les ég þá ekki einu
sinni yfir. Textarnir byggja allir á persónulegri reynslu,
stundum er hún góð en stundum slæm. Ég byrjaði fremur
ung að lenda í ýmsum dæmum og var búin að fá nóg af næs
strákum. Stundum fjalla textarnir um ástarsorg eða aðra lífs-
reynslu sem veitir innblástur." Hera segist hafa verið fimmt-
án ára þegar hún samdi titillagið á disknum. „Þá var ég búin
að ákveða að ég væri ekkert hrifin af næs strákum sem voru
uppfullir af rembingsrómantík og færðu mér silfraðar gervi-
rósir, ohhhh. Ég er eins og svo margar aðrar stelpur, veik fyr-
ir óþekkum strákum og hef brennt mig á því, en það er líka
gott því ástarsorg getur verið mjög holl og „inspirandi". Hún
er besta leiðin til að fá mig til að tjá mig, ég sem mig frá leið-
inlegri lífsreynslu.
Lagið Chameleon Girl fjallar um tímabil í lífi mínu þegar
ég var mikið að reyna að breyta mér og í uppreisn. Mig lang-
aði að lita hárið á mér blátt en mamma vildi ekki leyfa mér
það, þannig að ég fór til vinar míns og litaði hárið þar, svaf
með litinn í hárinu og plastpoka yfir. Það var ógeðslegt þeg-
ar ég vaknaði og þá reyndi ég að þvo litinn úr með uppþvotta-
legi. Þannig gekk þetta lengi, hárið var gulgrænt, grátt, skær
appelsínugult og rautt eins og slökkviliðsbíll alveg eins og
kameljón sem skiptir litum. Ég gerði þetta að sjálfsögðu fyr-
ir strák sem ég var bálskotin í en lærði að lokum að maður
á ekki að breyta sér fyrir aðra.
John fjallar um hræðilega reynslu sem ég lenti i sem ung-
lingur í skóla. John var samói, stór og góður strákur sem
sagði alltaf svo skemmtilega halló við mig á morgnana. Hann
steig á nagla og nokkrum dögum seinna var hann dáinn því
foreldrar hans trúðu því ekki að hægt væri að lækna hann og
lágu á bæn."
Maybe heavenjust wantedyou home...
Maybe god, accidentally sent us an angel on earth...
„Lagið Suffer from You er byggt á gamalli ástarsorg en í I
Wanna Run er ég að syngja um strák sem mig langaði til að
losna við. Naughts and Crosses er sungið til fyrrverandi vin-
konu sem var að reyna að sofa hjá kærastanum mínum, ég
sá okkur sem tvær skákdrottningar. Sorglegasta lagið og jafh-
framt það nýjasta heitir Sleepyhead og fjallar um góðan vin
minn. Þremur vikum áður en ég fór frá Nýja-Sjálandi féll
hann í dá og nú tæpum fjórum mánuðum síðar er hann enn
í kóma og enginn veit hvað er að. Ég er að biðja hann um að
vakna."
rflutirnir gerast hratt
Fyrsti diskurinn sem Hera gaf út heitir Homemade og kom
út í litlu upplagi á Nýja-Sjálandi 1999. „Ég var fimmtán ára
og ég vann hann með pabba, Hirti Kristinssyni. Salan gekk
satt best að segja ótrúlega vel og fólk er enn að biðja um
hann," segir Hera og hlær, „en hann er alveg búinn." Það eru
þjú lög af fyrsta disknum á Not Your Type! og nú eru þau orð-
in eins og ég vil hafa þau."
Hera gaf út diskinn Not So Sweet þegar hún var sautián
ára. „Ég tók hann upp sjálf, pródúseraði og gaf út en ég fékk
til liðs við mig hljóðfæraleikara og seldi hann mest þar sem
ég var að spila. Diskurinn barst meira að segja til íslands í
litlum skömmtum. Baltasar Kormákur heyrði í mér í útvarp-
inu einhvern tíma þegar hann var á leið út í bakarí til að
kaupa með morgunkaffinu. Það var verið að taka við mig
símaviðtal frá Nýja-Sjálandi, seint um kvöld þar en morgun
hér. Honum leist vel á lagið sem var spilað eftir viðtalið og
kom sér í samband við ömmu mína sem útvegaði honum
diskinn og í framhaldi af því spurði hann hvort hann mætti
nota lagið Itchy Palms í kvikmyndinni Hafið.
Það hefur allt gerst svo hratt undanfarið að stundum er ég
hálfrugluð á þessu öllu saman. Ég var svo heppin að vera ung
þegar ég áttaði mig á því að mig langaði að helga líf mitt tón-
list. Ég er enn sama manneskjan en bara að gera meira að
því sem mér þykir skemmtilegast."               -Klp
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
44-45
44-45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84
Blašsķša 85
Blašsķša 85
Blašsķša 86
Blašsķša 86
Blašsķša 87
Blašsķša 87
Blašsķša 88
Blašsķša 88