Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002
Fréttir
ttMjl""'\|fc "Wt' *W*
Skoðanakönnun DV um fylgi stjórnmálaflokkanna í Reykjavík:
Framsókn mannlaus
- Sjálfstæðisflokkur og Samfylking með jafn mikið fylgi
Framsóknaiflokkurinn fengi engan
mann kjörinn í Reykjavíkurkjördæm-
unum sem þýðir að Halldór Ásgríms-
son, formaður flokksins, er úti í kuld-
anum ef kosið væri nú. Framsókn
geldur mikið afhroð frá sams konar
könnun DV í júlí. Fylgi Sjálfstæðis-
flokks og Samfylkingar er jafn mikið
sem einnig verða að teljast stórpólitísk
tíðindi í höfuðborgarkjördæmunum.
Borgarstjóri, taki hún 5. sætið í
Reykjavík-norður, er inni. Stjórnar-
fiokkarnir tapa samanlagt 16,8 pró-
sentustigum frá því í könnun DV í júlí.
Þetta eru helstu niðurstöður skoð-
anakönnunar DV sem gerð var á mið-
vikudagskvöld.
Úrtakið var 600 manns, jafnt skipt á
milli norður- og suðurkjördæmis, sem
og kynja. Óákveðnir í báðum kjör-
dæmum samanlagt reyndust 25,3 pró-
sent og 7,3 prósent neituðu að svara
eöa samtals 32,6 prósent. Ekki er mark-
tækur munur á kjördæmunum hvað
þetta varðar.
Þegar litið er til samanlagðs fylgis
úr báðum kjördæmum og þeirra sem
afstöðu tóku sögðust 5,7 prósent ætla
að kjósa Framsóknarflokkinn, 38,9 pró-
sent Sjálfstæðisflokkinn, 1,2 prósent
Frjálslynda flokkinn, 37,6 prósent Sam-
fylkinguna og 15,6 prósent Vinstri-
hreyfinguna - grænt framboð. Tölurn-
Fylgi flokkanna í Reykjavík
50%
40%
30%
20%
10%
0%
Bœöi kjördæmln samanlagt
ELLL
50%
40%
30%
20%
10%
0%
Reykjavík-noröur
m	ru	rfl
60%
50%
40%
30%
20%
10%
0%
Reykjavík-suður
fín		r—i. .	"		n	
BDFSU        BDFS
| Mars2002  [Zj Júfi 2002  EH Desember 2002
ar má sjá í meðfylgjandi grafi og sam-
anburðartölur úr fyrri könnunum að
auki
Samanlagt hefur fylgi stjórnarflokk-
anna hrapað um 16,8 prósentustig frá
því í könnun DV í júli.
Reykjavík-noröur
í Reykjavíkurkjördæmi-norður
sögðust 7,1 prósent ætla að kjósa Fram-
sókn, 39,3 prósent Sjálfstæðisflokkinn,
2 prósent Frjálslynda, 36,2 prósent
Samfylkinguna og 14,3 prósent Vinstri-
græna. Miðað við könnun DV í kjör-
dæminu í júlí hefur fylgi Framsóknar
hrapað um 2,7 prósentustig, fylgi Sjálf-
stæðisflokks um 9,8 prósentustig og
fylgi Frjálslyndra um 5 prósentustig.
Fylgi Samfylkingar hefur hins vegar
vaxið um 11,9 prósentustig og fylgi
Vinstri-grænna um 5,9 prósentustig.
Miðað við fjölda atkvæða í könnun-
inni fengi Framsókn engan mann kjör-
inn í Reykjavíkurkjördæmi-norður,
Sjálfstæðisflokkur 5 menn, Samfylking
5 menn og Vinstri-grænir einn mann
kjörinn. Fyrsti maður Framsóknar og
2. maður Vinstri-grænna eru jafnir og
næstir inn.
Reykjavík-suöur
I Reykjavíkurkjördæmi-suður sögð-
ust 4,3 prósent ætla að kjósa Fram-
sókn, 38,5 prósent Sjálfstæðisflokkinn,
0,5 prósent Frjálslynda, 38,9 prósent
Samfylkinguna og 16,8 prósent Vinstri-
græna. Miðað við könnun DV í kjör-
dæminu í júli hefur fylgi Framsóknar
hrapað um 7,4 prósentustig, fylgi Sjálf-
stæðisflokks um 11,7 prósentustig og
fylgi Frjálslyndra um 2,3 prósentustig.
Fylgi Samfylkingar hefur hins vegar
vaxið um 12,1 prósentustig og fylgi
Vinstri-grænna um 10,2 prósentustig.
Miðað við fjölda atkvæða i könnun-
inni fengi Framsókn engan mann kjör-
inn í Reykjavíkurkjördæmi-suður,
Sjálfstæðisflokkur 4 menn, Samfylking
5 menn og Vinstri-grænir 2 menn
kjörna. Fimmti maður Sjálfstæðis-
flokks er næstur inn.         -hlh
Jólaveðrið:
Rauðleitt í borg
en snjór vestra
„Veðurspáin fyrir höfuðborgarsvæð-
ið er frekar rauðleit," sagði Þorsteinn
Jónsson veðurfræðingur í samtali við
DV í morgun. Jólaspáin liggur fyrir og
næstu daga er gert ráð fyrir austlæg-
um áttum og víðast vætu á landinu.
Vestfirðingar eru þeir sem helst geta
gert sér vonir um jólasnjó og ekki er
loku fyrir skotið að snjóa fari á Norð-
urlandi á annan í jólum.
Á Þorláksmessu er spáir Veðurstof-
an suðlægri átt og rigningu víðast, en
NA-átt með slyddu eða snjókomu á
Vestfjörðum. Hiti verður frá frost-
marki og upp í sex stig. Á aðfangadag
er gert ráð fyrir austlægum áttum og
vætu og mildu veðri.
Á jóladag verður NA-átt með slyddu
eða snjókoma á Norðurlandi vestra.
Rigning og austlægar áttir verða ríkj-
andi í öðrum landshlutum með kóln-
andí veðri.
Á annan í jólum má búast við snjó-
komu norðanlands, en bjartviðri annars
staðar með fremur svölu veðri.   -sbs
Árekstur í nótt:
Tveir slösuðust
Harður árekstur fólksbfls og jeppa
varð á mótum Hringbrautar og Hofs-
vallagötu um hálftvöleytið í nótt. Tveir
farþegar voru í báðum bílum og slös-
uðust farþegar fólksbílsins en tækjabfl
þurfti til að klippa annan þeirra út og
var hann fluttur á spítala með sjúkra-
bíl. Farþegi fólksbifreiðarinnar var
einnig fluttur á sjúkrahús til athugun-
ar en með lögreglubíl. Meiðsl fólksins
eru þó talin minni háttar að sögn lög-
reglunnar í Reykjavík. Farþega jeppa-
bifreiðarinnar sakaði þó ekki. Fólks-
bifreiðin er talin ónýt.          -ss
FYRIR GRAFFARANN
Mest seldu plöturnar í Hagkaupum:
Yfirburðir írafárs
Peysur
T-bolir
Beanies
Litir
Tappar
Gjafabréf
Grettisgata 64
Sími 551-2874
írafári ógnar enginn þessa dag-
ana. Yfirburðir Aflt sem ég sé eru
miklir og er hún með næstum tvö-
falt meiri sölu i vikunni heldur en
Sól að morgni með Bubba
Morthens, sem situr í öðru sæti
sölulistans frá Hagkaupum. Það er'
kunnuglegur hópur á toppnum. Auk
írafárs og Bubba þá eru það KK,
XXX Rottweiler, Páll Rósinkrans og
Ríó tríó sem selja plötur sínar í stór-
um upplögum. Ungstirnið Jóhanna
Guðrún tekur stærsta stökkið niður
á við - lækkar sig um fjórtán sæti.
Það hefur komið fram í fréttum
að plötusala er mjög mikil í desem-
ber og sjálfsagt á salan eftir að
aukast þessa síðustu daga fyrir jól.
Fjöldinn af nýjum út-
gefnum plötum er mik-
ill og það eru aðeins
nokkrar sem standa
upp úr hvaö varðar
sölu. Margar aðrar
standa þó undir útgáf-
unni og vel það. Þaö
vekur athygli að aðeins
ein klassísk plata og
engin djassplata kom-
ast inn á topp tuttugu,
en margt er um nýjar
athyglisverðar plötur í
þessum flokkum sem
fengið hafa góða gagn-
rýni.           -HK
Metsölulisti — E Sala geisladiska 12. -18. des. 0	
© írafár - Allt sem ég sé	®
O Bubbl - Sól að morgnl	A©
O Ríö tríó - Þaö skánar varla úr þessu O XXX Rottweiler - Þú skuldar O Páll Rósinkranz - Nobody Knows	A0 ö
0 KK - Paradís__ O í svörtum fötum - í svörtum fötum O Björgvln - Ég tala um þlg	Áo A©
O íslensku dívurnar - Frostrósirnar	A@
© Papar - Riggarobb	A©
Q Nirvana - Nirvana: Best of	A©
© Daysleeper - EveAllce	A©
© Pottþétt 30	^. Ví
G Kristinn Sigmundsson - Uppáhalds lögi	to
O Jóhanna Guörún - Jól með Jóhönnu	
O Sigur Rós - ( )	y®
© Stuömenn: Á stóra sviolnu	Y@
© Jennlfer Lopez - Thls Is Me...	A.'ó''
© Megas -1972-2002	
© Hera - Not Your Typel	
	
Stuttar fréttii-
Forseti gegn fátækt
Ólafur
t
w
?¦ .v
Ragnar
Grímsson, forseti
íslands, sagði i gær
að hann ætlaði að
hugleiða það hvern-
ig hann geti orðið
að liði í baráttu
hjálparsamtaka
gegn fátækt á ís-
landi. Forsetinn heimsótti Mæðra-
styrksnefnd sem í gær lauk jólaút-
hlutun sinni á matvælum, fatnaði
og leikföngum.
Launahækkanir
Kjaradómur hefur ákveðið að
laun þeirra sem undir hann heyra,
annarra en forseta íslands, hækki
um 7% um áramótin. Laun forset-
ans hækka um 3%.
Vilja frestun virkjunar
Alþjóða fuglaverndarsamtökin
Bird Life International skora á ís-
lensk stjórnvöld að fresta fram-
kvæmdum við fyrirhugaða Kára-
hnjúkavirkjun.
Kvennaspaugstofa
Edda Björgvinsdóttir leikkona og
nokkrar þekktar grínleikkonur eru
farnar að vinna að grínþáttum fyrir
sjónvarp. Horfur eru á því að sjón-
varpsáhorfendur fái notið eins kon-
ar kvennaspaugstofu á skjánum
næsta haust.
90 bílainnbrot
Brotist hefur verið inn í 90 bila í
Reykjavík það sem af er desember.
Sumir hlutir sem stolið hefur verið
úr bilum hafa verið að verðmæti
allt að ein milljón króna.
Borgin hafni Kárahnjúkavirkjun
Ólafur F. Magnússon, borgarfull-
trúi F-listans, telur raforkuverðið
sem Landsvirkjun samdi um við
Alcoa vera of lágt. Hann vfll að
borgin hafni þátttöku í Kárahnjúka-
verkefninu.
Vilja skýringar
Jón     Steinar
Gunnlaugsson hrl.
hefur sent Fjár-
málaeftirlitinu bréf
í umboði fimm
stofnfjáreigenda í
SPRON þar sem
hann óskar eftir
upplýsingum um
hvort leitað hafi verið samþykkis
Fjármálaeftirlitsins við kaupum
SPRON á öUu hlutafé Kaupþings hf.
í Frjálsa fjárfestingarbankanum hf.
og hvaða afgreiðslu erindið hafi
fengið.
Aukin kjúklingaframleiösla
Framleiðsla á kjúklingum í nóv-
ember nam 511 tonnum sem er
89,7% meira en í nóvember i fyrra.
Salan nam 414 tonnum þannig að
um 19% framleiðslunnar fóru beint
í frystigeymslur. Á síðustu 12 mán-
uðum hefur sala á kjúklingum auk-
ist um 15,1%, en framleiðslan hefur
aukist um 54,6%.          -HKr.
helgarblað
Viðskipti Og
ofbeldi
í Helgarblaði DV er rætt við
Björgólf Thor Björgólfsson sem er
einn þeirra sem fengu viðskipta-
verðlaun DV og
Stöðvar 2 á dögun-
um. Björgólfur tal-
ar um fórnir, sam-
starf Samsonar-
hópsins og aflvaka
sina í baráttu við-
skiptanna.
I blaðinu er
einnig rætt við Ragnhildi Gísladótt-
ur, tónskáld og söngkonu, um gald-
urinn við að semja smelli og Hrafh-
hildur Víglundsdóttir segir átakan-
lega sögu sína af ofbeldi og barátt-
unni við að losna úr klóm þess.
í blaðinu er einnig rætt við Gerði
Kristnýju um Tyrkjarán og þjóðhá-
tiðir og fjallað ítarlega um jólasiði
og jólastemningu nær og fjær.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
20-21
20-21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40