Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2002, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2002, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002 Fréttir ÐV _ ................. DV-MYND ÞÓK Borgarstjori umkringdur Um tugur fréttamanna hópaöist um borgarstjóra nokkrum mínútum eftir aö fjórir borgarfulltrúar R-listans höföu afhent henni yfirlýsingu þess efnis aö þaö færi ekki saman aö þeirra mati aö vera borg- arstjóri R-listans og um leiö í framboöi til Alþingis. Borgarstjóri lítur ekki á þetta sem afarkosti. Hver eru viðbrögð þín við þess- ari yflrlýsingu? „Ja, ég tók bara við þessari yfir- lýsingu og ég tel eðlilegt að við för- um yflr þessa samstarfsyfirlýsingu sem viö gerðum á sínum tíma og ræðum hana. Það er alveg sjálfsagt. Ég hef hins vegar sagt það að það er engan bilbug á mér að flnna. Ég bauð mig fram til þess að vera borg- arstjóri Reykvíkinga, gæta hags- muna borgarinnar í hvívetna og vera reyndar borgarstjóri allra Reykvíkinga, ekki bara þeirra sem kusu Reykjavíkurlistann, og það er engan bÚbug á mér að finna. Ég tel mig geta gegnt því starfi áfram.“ En þeir segja að þetta geti ekki farið saman. Ertu til í að hætta við þetta þingframboð? „Nei, ég er ekki til í að hætta við þetta þingframboð og ég er ekki til í að hætta sem borgarstjóri.“ En er þá ekki Ijóst að þetta samstarf er bara búið? „Nei, nei, þetta samstarf er ekkert búið. Nú setjumst við niður og ræð- um málið og menn anda með nefinu í nokkra daga.“ Þeir segjast líta svo á að þú haf- ir í raun horfið úr stól borgar- stjóra með því að bjóða þig fram. „Ég hef ekki horfið úr stól borgar- stjóra." Úrslitakostir? En hvað flnnst þér um að fá svona úrslitakosti frá samstarfs- flokkunum? „Ég lít nú ekki á þetta sem neina úrslitakosti." Hvemig er annað hægt? Þeir sögðu við okkur áðan: Annað- hvort verður Ingibjörg Sólrún borgarstjóri eða fer í framboð. „Já, við skulum bara taka einn dag í einu. Eins og ég segi: Þetta er yfirlýsing um að þeir vilji ræða þessi mál. Það finnst mér sjálfsagt og eðlilegt. Það segir í yfírlýsing- unni að með þessu sé ég að gefa frá mér það að vera borgarstjóri og ég hef margsagt að ég er ekki að því. Ég er tilbúin til þess að vera hér áfram sem borgarstjóri. Ég var kos- in til þess í upphafi þessa kjörtíma- bils og það stendur af minni hálfu.“ Ef þú þarft að velja, hvort vel- urðu? „Ég ætla ekkert að velja þama á miili. Ég er kosin borgarstjóri og ég er það meðan ég nýt til þess trausts." Þú nýtur ekki lengur til þess trausts. „Jú jú jú jú.“ [Spuming heyrist ekki.] „Borgarstjóm Reykjavíkur kaus mig. Á því hefur ekki orðið nein breyting." Er þetta ekki orðin mjög óþægileg staða sem upp er kom- in? „Ef þú ætlar að reyna að forðast óþægindi þá áttu ekki að vera í póli- tík.“ Það er mitt mat og held ég allra sem héma em inni, að ef þú ferð í framboð fyrir Samfylkinguna njótirðu ekki lengur trausts í borgarstjóm til þess að sitja áfram sem borgarstjóri. „Það er ekki þitt að meta það. Það er mál sem við förum sameiginlega í gegnum og sjáum niðurstöðuna þegar þar að kemur.“ Komu þessir afarkostir fram á fundi meirihlutans í gær? „Nei nei. Þetta eru heldur ekki neinir afarkostir og ég lít ekki svo á <( Þetta eru afarkostir: Annað hvort... „Ég ætla ekkert að láta ykkur um að túlka það..." Það stendur í yfirlýsingunni. „Nei. Það stendur í yfirlýsing- unni að þeir líti svo á að með þessu hafi ég tekið þá ákvörðun að hætta sem borgarstjóri. Það er ekki þannig." Ég spurði þá áðan: Er það kristaltært að þú verðir ekki áfram borgarstjóri ef þú ferð í framboð. Alfreð sagði: Já. „Ja, nú veit ég ekki hvað ykkur Alfreð fór á milli. Ég er búin að tala við þetta fólk héma og við erum bara ákveðin í því að setjast niöur og fara yfir samstarfsyfirlýsinguna. Ég sagði þeim frá því að ég treysti mér fyllilega til þess að gæta hags- muna okkar í borgarstjóm Reykja- vikur, vera borgarstjóri í Reykjavík áfram þrátt fyrir þetta. Þetta hef ég lika sagt við borgarbúa. Ég tel mig vera borgarstjóra allra Reykvík- inga. Og þetta stendur af minni hálfu.“ Ekki rétt En hvað telurðu um þá afstöðu þeirra, að þú gedr ekki verið borgarstjóri áfram? „Ég tel að hún sé bara ekki rétt. Ég tók sætið sem borgarstjóraefni Reykjavíkurlistans og ekki á kvóta neins flokks. Ástæðan fyrir því var sú, að ég vildi ekki vera undir flokksaga hjá einum eða neinum flokki í minu starfi. Og ég er ekki undir flokksaga eins eða neins flokks þegar ég starfa hér sem borg- arstjóri í Reykjavík fyrir alla Reyk- víkinga." -ÓTG Framsókn og Vinstri-grænir taka af öll tvímæli: Getur ekki bæði sleppt og haldið Kristaltært Borgarfulltrúar Framsóknarfiokks og Vinstri-grænna sögöu kristaltært aö borgarstjóri nyti ekki stuönings þeirra í stóli borgarstjóra væri hún um leiö í framboöi fyrir Samfylkinguna. „Með hliðsjón af því hvemig til Reykjavíkurlistans var stofnað er ljóst að það er ekki samrýmanlegt að vera borgarstjóri i umboði kosningabanda- lags þriggja flokka og fara á sama tíma í þingframboð fyrir einn þeirra og ger- ast þannig keppinautur tveggja sam- starfsflokka í borgarstjórn. Með ákvörðun sinni um aö taka sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur borgarstjóri því í raun ákveðið að hverfa úr stóli borg- arstjóra. Þetta segir í yfirlýsingu borgarfull- trúa Framsóknarflokksins og Vinstri- hreyfingarinnar - græns framboðs sem þeir afhentu Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur laust eftir hádegi í gær. Á blaðamannafundi í gær var hins vegar staðfest að þessi afstaða hefði í raun veriö kynnt borgarstjóra á fundi meirihlutans í borgarstjóm síðdegis í fyrradag. Svik Árni Þór Sigurðsson, forseti borgar- stjómar, segist telja að með ákvörðun um framboð standi Ingibjörg Sólrún ekki við sinn hluta af því samkomu- lagi sem efnt var til fyrir síðustu kosn- ingar. Alfreð Þorsteinsson segist harma að borgarstjóri hafi tekið þessa ákvörð- un. Hún sé frjáls að því, en hlutverk borgarstjóra og frambjóðanda Sam- fylkingarinnar séu ósamrýmanleg. Óskað hefur verið eftir viðræðum við Samfylkinguna um endurskoðun á samstarfsyfirlýsingu flokkanna sem standa að R-listanum. Við blasir að þær umræður eigi að snúast um nýtt borgarstjóraefni Reykjavíkurlistans. Ráðinn af borgarstjórn „Borgarstjóri er ráðinn af borgar- stjóm til loka kjörtímabilsins," segir Ámi Þór, aðspurður um hina form- legu hlið á því hvemig borgarstjóra yröi hugsanlega gert að hverfa úr stóli. Þýðir það að vantrauststillaga yrði að koma fram í borgarstjóm? „Ja, ég treysti því nú að borgarstjóri fari yfir þessa yfirlýsingu okkar og komist að þeirri niðurstöðu sem við höfum komist að - að þetta sé ekki samrým- anlegt,“ segir Ámi Þór. Nú er orðið ljóst að Ingibjörg Sólrún kemst einmitt að þveröfugri niður- stöðu, eins og fram kemur í viðtali við hana annars staðar í blaðinu. -ÓTG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.