Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002
Fréttir
'M ' ^W SL" "W
Falleg jólasaga varð að veruleika í kjölfar viðtals í DV:
Fötluð, einstæö móðir
fékk milljónagjafir
- eftir að starfsmenn í Eignanausti hófust handa
Falleg jólasaga varð að raunveru-
leika í gær þegar Hjörtur Aðalsteins-
son, fasteignasali í Eignanausti, afhenti
Kristínu Ingu Brynjarsdóttur, sem er
einstæð móðir þriggja barna og mikið
lömuð eftir bílslys, gjafabréf fyrir millj-
ónir króna. „Ég veit ekkert hvað ég á
að segja," sagði hún þegar henni voru
afhent gjafabréfm þar sem hún dvelur
á endurhæfingardeildinni á Grensási.
„Þetta er albesta jólagjöfin sem hægt
var að fá fyrir utan að börnin mín
skyldu komast heil úr slysinu."
Hugmynd Hjartar að söfnun fyrir
hina einstæðu móður kviknaði eftir að
hann las viðtal helgarblaðs DV við
hana í byrjun nóvember sl. Hún hafði
lenti í alvarlegu bílslysi undir Hafnar-
fjalli í ágúst sl. og lamaðist nær alveg
upp að öxlum. í viðtalinu kom glögg-
lega fram að Kristín Inga býr yfir ótrú-
legri hugarró og kjarki. Þá kom enn
fremur fram, aö íbúðin sem hún var
nýbúin að festa kaup á þegar hún lenti
í slysinu, hentaði alls ekki fyrir fólk i
hjólastól, þvi í honum kæmist Kristín
Inga hvorki irm í svefnherbergið sitt né
baðherbergið.
Þegar Hjörtur las greinina ákvað
hann að hann skyldi leggja sitt af
mörkum til að auðvelda þessari ungu,
hugrökku konu tilveruna. Hann ákvað
að búa tO fallega jólasögu. Hann lét
ekki sitja við orðin tóm en fékk félaga
sína á fasteignasölunni til liðs við sig.
Þeir hófust þegar handa við leit að
nýrri ibúð. Sl. föstudag fyrir viku hóf
hann svo söfnun hjá byggingavörufyr-
irtækjum. „Við náðum svo miklum ár-
angri á skömmum tíma að við erum
eiginlega alveg orðlausir," sagði Hjört-
ur. „Við vorum með fjögurra her-
bergja, stóra og bjarta íbúð til sölu hér
á fasteignasölunni Eignanausti, sem
Sparisjóður Hafnarfjarðar átti. Hún er
Mér þóttf g«man að dínisii
Urkllppa úr DV.
DV-MYNDIR ÞOK
Jólagjöf Kristínar
Þaö var sérstök stund þegar Hjörtur Aöalsteinsson afhenti Kristínu Ingu
Brynjarsdóttur jólagjóf fré fjölmörgum fyrirtækjum ígær. Kristín Inga erlöm-
uö upp aö öxlum eftir bílslys sem hún lenti í í sumar. Meö myndarlegu fram-
lagi vildu Hjörtur og félagar létta henni og þremur börnum hennar tilveruna.
Breyttar aöstæöur
Aöstæöur Kristínar Ingu og barna hennar gjörbreytast viö aö eignast hús-
næöi sem hentar. Myndin var tekin eftir afhendinguna ígær. F.v.: HjörturAö-
alsteinsson fasteignasali í Eignanausti, Birgir Þórarinsson: forstjóri Egils
Árnasonar ehf., Bragi Fannbergsson ogJóna Benediktsdóttir, foreldrar Krist-
ínar Ingu. Fremst á myndinni er Kristín Inga með börnin sín þrjú, þau Kristínu
Unni, Svein Braga og Brynju Björk (t.h.).
hálfinnréttuð, með tveimur bflastæð-
um. Við náðum góðum samningi við
sparisjóðinn. Þessi íbúð verður að öllu
leyti eins og klæðskerasniðin fyrir
Kristínu Ingu. Þá munum við í Eigna-
nausti seh'a íbúð Kristínar Ingu án
söluþóknunar. Hún flytur ásamt börn-
um sínum inn í nýju íbúðina í vor þeg-
ar skóla lýkur.
Ég vann við að selja byggingavörur
áður en ég gerðist fasteignasali. Ég
gekk á röðina hjá byggingavörusölun-
um með erindi mitt og fékk frábærar
undirtektir."
Þau fyrirtæki sem tóku þátt í þessari
fallegu jólasögu Hjartar og félaga og
styrktu málefnið voru Egfll Árnason
ehf., Tengi ehf., Pípulagnaverktakar
Jólatónleikar í kvöld
- aðgangseyrir rennur til Hjálparstarfs kirkjunnar
Styrktartónleikar til stuðnings inn-
anlandsdeild Hjálparstarfs kirkjunnar
verða í kvöld, föstudag. Tónleikarnir
fara fram í Fríkirkjunni og hefjast
klukkan 20.00. I tilkynningu frá Frí-
kirkjunni kemur fram að mikil eftir-
spurn sé eftir aðstoð þessi jól sem og
önnur og var þessi leið valin til að
styrkja gott málefni en aðgangseyrir
er 1000 krónur fyrir fullorðna og 500
fyrir börn. Allur aðgangseyrir rennur
óskiptur til Hjálparstarfs kirkjunnar.
Tónlistarfólkið sem hefur ákveðið
að styrkja þetta málefni með því að
taka þátt í þessum tónleikum með
söng og tónlistarflutningi eru Egill
Ólafsson, Bergþór Pálsson, Páll Rósin-
kranz, Anna Sigríður Helgadóttir, Sig-
rún Hjálmtýsdóttir (Diddú), Sigrún
Harðardóttir, Margrét Árnadóttir,
ívar Helgason, Skólakór Varmár-
skóla, Kirkjukór Lágafellskirkju og
vinir Jónasar ásamt hljóðfæraleikur-
um.                       -ss
Akureyringar styðja
Kárahnjúkavirkjun
Bæjarráð Akureyrar samþykkti á
fundi á fimmtudagsmorgun að
styðja fyrirhugaðar framkvæmdir
Landsvirkjunar við Kárahnjúka. Á
fund ráðsins mættu til viðræðna
Friðrik Sophusson, forstjóri Lands-
virkjunar, Stefán Pétursson, fram-
kvæmdastjóri fjármálasviðs, og
Bjarni Bjarnason, framkvæmda-
stjóri orkusviðs. Þeir gerðu grein
fyrir stöðu mála og lýstu fyrirhug-
ehf., Húsasmiðjan hf., Öndvegi ehf.,
Slippfélagið ehf., Litagleði ehf., Reykja-
fell ehf., Rafkaup ehf., Brúnás ehf., Eg-
ilsstöðum, Bræðurnir Ormsson ehf.,
Galíleo, sólargardínur og Rafsetning
ehf. Með aðstoð þessara aðila verður
hin nýja íbúð Kristínar Ingu sérhönn-
uð fyrir hjólastól, bæði hvað varðar
rými, innréttingar og hreinlætisað-
stöðu.
„Þetta skiptir sköpum fyrir mig,"
sagði Kristín Inga í gær. „Ég býst við
að verða dagsjuklingur á Grensási í
vor en fæ ekki að fara heim nema ég
hafi fullnægjandi húsnæði. Nú hef ég
fengið það, þökk sé þeim sem hafa stutt
mig."                    -JSS
uðum framkvæmdum. Að loknum
umræðum gerði bæjarráð eftirfar-
andi samhJjóða samþykkt:
„Bæjarráð Akureyrar er samþykkt
því að Landsvirkjun hrindi áformum
um Kárahnjúkavirkjun í framkvæmd
að uppfylltum þeim markmiðum sem
fram hafa verið sett af eigendum um
arðsemi af starfsemi Landsvirkjunar.
Aðkoma eignaraðila verði samkvæmt
lögum um Landsvirkjun."      -GG
ÍÍJ/iiiSjíiTarÆJJ
REYKJAVÍK  AKUREYRI
Sólatlag í kvöld       15.30     15.15
Sólarupprás á morgun  11.21     11.06
SíMegisflóo         18.59     23.32
Árdegisfióö á morgun   07.15     11.48
MBEB&zm
^W*
V 1
*
V
<0>
Slydda eöa snjóél
Austlæg átt, víða 3-8 m/s, en 8-13
með suðurströndinni og á Vestfjörð-
um. Slyddu- eða snjóél, einkum
sunnan- og vestanlands í dag.
3Q«

Rigning
Suðaustan 10-15 og slydda eða
rigning sunnan- og vestanlands á
morgun, en hægari og úrkomuminna
norðaustan til.
Sunnudagur    Mánudagur
Þriðjudagur
\*?  \s*/  \&
'AA
HrtiO"
«14°
Víndur:
3-8 ¦"/*
»8
HitiO''
«14°
Vindur:
3-8 m/»
HftiO"
«14°
Vindur:
3-8 ">•¦-
Vætusamt.
Vmdhraði		
		m/s
Logn		0-0,2
Andvarl		0,3-1,5
Kul		1,6-3,3
Gola		3,4-5,4
Stlnnlngsgola		5,5-7,9
Kaldi		8,0-^10,7
Stinningskaidi		10,8-13,8
Allhvasst		13,9-17,1
Hvassvlfiri		17,2-20,7
Stormur		20,8-24,4
Rok		24,5-28,4
Ofsaveöur		28,5-32,6
Fárvi&ri		>= 32,7
Veðríð kl. 6		
AKUREYRI	snjóél	-2
BERGSSTAÐIR	skýjað	-1
BOLUNGARVÍK	úrkoma f	gr-    1
EGILSSTAÐiR	skýjað	-3
KEFLAVÍK	skýjað	2
KIRKJUBÆJARKL.	alskýjað	2
RAUFARHÖFN	alskýjaö	-2
REYKJAVÍK	skúr	2
STÓRHÖFÐI	súld	3
BERGEN	rigning	6
HELSINKI	alskýjað	1
KAUPMANNAHÖFN	þokumóöa      í	
ÓSLÓ	skýjaö	-2
STOKKHÓLMUR		2
ÞÓRSHÖFN	skýjaö	3
ÞRÁNDHEIMUR	rigning	4
ALGARVE	skýjaö	13
AMSTERDAM	léttskýjað     -2	
BARCELONA	rigning	11
BERLÍN		
CHICAGO	alskýjaö	2
DUBUN	rigning og súld  6	
HALIFAX	alskýjað	1
HAMBORG	þokumóða     -3	
FRANKFURT	skýjað	-3
JAN MAYEN	snjóél mistur	-10
LONDON		3
LÚXEMBORG	heiöskírt	-3
MALLORCA	rigning	14
MONTREAL	alskýjað	-1
NARSSARSSUAQ	skýjað	8
NEW YORK	rigning	5
ORLANDO	léttskýjað     18	
PARÍS	rigning	3
VÍN	heiðskírt	-8
WASHINGTON	súld	10
WINNIPEG	alskýjaö	-4
¦diMMUdHHMÍH*		

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
20-21
20-21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40