Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						14
FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002
Utlönd
xyv
Tayyip Erdogan
Tyrklandsforseti hefur í bili komiö í
veg fyrir að leiðtogi stjórnarflokksins
geti oröiö forsætisráöherra.
Erdogan ekki for-
sætisráðherra
Til átaka gæti komið milli nýrrar
ríkisstjórnar Réttlætis- og þróunar-
flokksins í Tyrklandi við veraldlegt
valdakerfi landsins eftir að forset-
inn beitti neitunarvaldi sínu á lög
sem hefðu heimilað Tayyip Erdog-
an, leiðtoga flokksins, að verða for-
sætisráðherra.
Ahmet Necdet Sezer forseti hafn-
aði breytingum sem gera áttu á
stjórnarskrá Tyrklands sem meinar
Erdogan að setjast á forsætisráð-
herrastólinn þar sem hann hlaut
dóm árið 1999 fyrir islamskan und-
irróður. Flokkur Erdogans fékk
hreinan meirihluta á þingi i kosn-
ingunum fyrir skömmu.
Líklegt er talið að baráttan milli
stjórnarflokksins og forsetans gæti
orðið til að spilla fyrir pólitískum
stöðugleika í Tyrklandi sem hefur
sótt um inngöngu í Evrópusam-
bandið.
Réttlætis- og þróunarflokkurinn
hefur heitið því að nota þingmeiri-
hluta sinn til að fá breytingarnar á
stjórnarskránni aftur samþykktar.
Bandaríkjamenn segja íraka brotlega við ályktanir SÞ:
Fá ekki stuöning
frá
^    ••
• ii
rum ríkjum
George W. Bush Bandaríkjafor-
seti ætlar að tjá sig opinberlega um
vopnaskýrslu íraka i dag, i fyrsta
sinn síðan stjórn hans tilkynnti að
írösk stjórnvöld hefðu gerst brotleg
við ályktanir Öryggisráðs Samein-
uðu þjóðanna sem skylduðu þau að
greina frá gjöreyðingarvopnaáform-
um sínum og draga ekkert undan.
Bandarískjamenn voru hinir einu
sem gengu svona langt. Meira að
segja Bretar, sem hafa verið dygg-
ustu bandamenn þeirra í undirbún-
ingi stríðsaðgerða gegn írk, vildu
ekki túlka nærri tólf þúsund síðna
skýrslu íraka sem brot á ályktunun-
um. Brot af þessu tagi gæti verið
notað sem átylla til að fara í stríð.
Stjórnvöld i Bagdad vísuðu full-
yrðingum Bandaríkjamanna þegar í
stað á bug.
Colin Powell, utanríkisráðherra
Bandarikjanna, sagði í gær að á
næstu vikum yrði skorið úr um
hvort írakar ætli að fara að ályktun-
um SÞ sem miða að því að losa þá
viö öll gjöreyðmgarvopn sem þeir
kunna að eiga í fórum sínum. Hann
sagði að ef írakar héldu áfram að
vera ósamvinnuþýðir myndi það
leiða til þess að ekki fyndist frið-
samleg leið út úr deilunni.
John Negroponte, sendiherra
Bandaríkjanna hjá SÞ, varð fyrstur
manna í gær til að lýsa því yfir að
írakar hefðu brotið gegn ályktunun-
um. Hann sagði að írakar væru að
1 4»		m	W
	.//:-í V	S	? m.  Sl*%„ ¦¦
'       . . !			
mm«tG0$-	MBW-fn*.-.ri	L<	
'-	M		
			
REUTERSMYND
Stríðsundirbúningur í fullum gangl
Liösmenn bandaríska flughersins gæta að flugvél sinni í herstób í Tyrklandi.
Allt verður að vera klárt fyrir hugsanlegt stríð gegn írak.
ljúga þegar þeir segðust ekki vera
að reyna að komast yfir gjöreyöing-
arvopn.
Hans Blix, yfirmaður vopnaeftir-
lits SÞ, sagði að í skýrslu íraka
vantaði gögn um sýkla- og efna-
vopn, svo sem miltisbrand. Orð
hans renndu stoðum undir grein-
ingu Negropontes á skýrslunni.
Blix sagðist hins vegar ekki hafa
neinar sannanir fyrir því að írakar
ættu enn gjöreyðingarvopn og skor-
aði á önnur ríki, einkum þó Banda-
rikin, að leggja fram sannanir fyrir
fullyrðingum sínum.
Undirbúningur fyrir hugsanlegar
hernaðaraðgerðir er í fullum gangi.
Um hundrað þúsund hermenn geta
verið komnir til Persaflóans í febrú-
ar og tugum þúsunda hefur veriö
sagt að vera viðbúnir því að fara
fljótlega eftir áramót.
Stuttar fréttir
Vill keppa við Lott
Trent Lott, sem á í
vök að verjast vegna
kynþáttahyggjuum-
mæla sinna á dögun-
um, hefur nú fengið
keppinaut um leið-
togaembætti repúblik-
ana í öldungadeild
Bandaríkjaþings. Sá
heitir Bill Frist og er frá Tennessee.
Píkusögur gera usla
Fjórir þingmenn á landsþingi
Færeyja gerðu árangurslausa til-
raun við afgreiðslu fjárlaga að fá
minnkað framlag til leikfélags sem
hefur sett hið vinsæla leikrit Píku-
sögur á svið i Þórshöfn.
Kvartettinn hittist í dag
Svokallaður kvartett friðflytjenda
í Mið-Austurlöndum, ESB, Rúss-
land, SÞ og Bandaríkin, hittist í
Washington í dag til að ræða friðar-
viðleitni fyrir botni Miðjarðarhafs.
Bandaríkjamenn vilja einir slá öllu
á frest um sinn.
Versnandi ástand
Rúmlega tvær milljónir Angóla-
manna munu þurfa á matvælaað-
stoð að halda á næsta ári til að kom-
ast af, að því er starfsmenn mat-
vælahjálpar SÞ segja.
Saumaö að Chavez
Stjórnarand-
stæðingar í Venes-
úela ætla ekki að
fara að úrskurði
hæstaréttar og
hefja aftur vinnu í
olíuiðnaðinum,
heldur ætla þeir að
herða baráttu sína
á götum úti fyrir
því að Hugo Chavez forseti segi af
sér embætti.

Þorláksmessuskata!
Verið velkomin
Verslum í fiskbúðunum
- Ferskari • Hollari • Odýrari -
Fiskbúðin
Fiskbúðin
Fiskbúðin
Fiskbúðin
Fiskbúðin
Fiskbúðin
Arbjörg, Hringbraut 119
Vör, Höfðabakka 1
Gallerý Fiskur, Nethyl 2
Sundlaugaveqi 12
Hafberg, Gnoðarvogi 44
Reykjavíkurvegi 3f Hafnarfirði
Fiskbúðin Hófgerði 30, Kópavogi
Fiskbúðin Freyjugötu 1
Fiskbúðin Vegamót, Nesvegi 100
Fiskbúðin Sjávargallerý, Háaleitisbraut 58-60
Fiskbúð Einars, Háteigsvegi 2
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
20-21
20-21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40