Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						ifc
I
FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002
15
z>v
Utlönd
i
I
t ::íT;gí||
Huggulegt í Danmörku
Danir lifa óheilbrigðara lífi en aðrar
þjóðir á Norðurlöndunum.
Danir eru svartir
sauðir norðursins
Þótt Danir kunni Norðurlanda-
þjóða best að hafa það huggulegt,
verður ekki sama sagt um heilsufar
frænda okkar. Þegar heilbrigðir
lifnaðarhættir eru annars vegar eru
þeir svo sannarlega svarti sauður-
inn meðal Norðurlandaþjóðanna.
Danir reykja meira og drekka en
aðrir, þeir lifa skemur, deyja meira
af völdum alnæmis. Þá er tölvueign
í Danmörku minni en annars stað-
ar, hjónaskilnaðir eru fleiri og Dan-
ir eru verr menntaðir en bæði Norð-
menn, Svíar og Finnar. Það eru
bara Grænlendingar sem slá þeim
við í óheilbrigði.
Þetta kemur fram í tölfræðihand-
bók Norðurlanda fyrir árið 2002 sem
nýkomin er út á vegum Norður-
landaráðs. í bókinni er dregin upp
nærgöngul mynd af þeim liölega 24
miUjónum manna sem búa á Norð-
urlöndum. Þar kemur meðal annars
fram að öldungar eru fiestir í Sví-
þjóð þar sem rúm fimm prósent íbú-
anna eru yfir áttrætt.
Roh Moo-hyun kjörinn forseti Norður-Kóreu:
Vill breyta sam-
bandinu við BNA
Roh Moo-hyun, nýkjörinn forseti
Suður-Kóreu, hvatti í morgun til
þess að breytingar yrðu gerðar á
hálfrar aldar gömlu bandalagi við
Bandaríkin. Hann hét þó að vinna
með ráðamönnum í Washington að
því að hafa hemil á kjarnorku-
vopnaáformum Norður-Kóreu.
Roh, sem er 56 ára gamall mann-
réttindalögfræðingur, sigraði í for-
setakosningunum í gær. í kosninga-
baráttunni lagðí hann áherslu á
aukið sjálfstæði frá Bandarikjun-
um. Hann sagðist í morgun myndu
leggja fram tillögur að breytingum á
samningi um veru bandarískra her-
sveita í landinu þar sem þær hafa
verið frá lokum Kóreustríðsins.
„Hefðbundin vinátta og bandalag
Suður-Kóreu og Bandaríkjanna
verður að þróast og ho/fa fram á
veginn á 21. öld," sagöi Roh á fundi
með fréttamönnum.
Sigur Rohs er einnig talinn vera
traustsyfirlýsing á þá stefnu fráfar-
andi forseta að leita eftir samskipt-
um við grannann í norðri sem Geor-
ge W. Bush Bandaríkjaforseti hefur
lýst sem einu þriggja „öxulvelda
hins illa". Roh hefur heitið að halda
áfram á sömu braut.
Stjórnvöld í Washington reyndu
að bera sig mannalega þegar úrslit-
in lágu fyrir, enda eru þau enn ein
vísbendingin um þverrandi vin-
sældir Bandaríkjanna meðal ann-
arra þjóða. Talsmaður bandaríska
utanríkisráðuneytisins sagði að nú
REUTERSMYND
Glaöbeittur sigurvegarl
Roh Moo-hyun heldur brosandi á hefðbundinni kóreskri grímu eftir að Ijóst
varð ígær að hann hefði borið sigur úr býtum í forsetakosningunum í Suður-
Kóreu. Roo þykir frjálslyndur og vill gera breytingar á samskiptunum við BNA.
væri tækifæri að endurnýja sam-
skiptin við gamlan bandamann.
Junichiro Koizumi, forsætisráð-
herra Japans, óskaði Roh til ham-
ingju með sigurinn og sagðíst
hlakka til að vinna með honum að
því að koma á friði og hagsæld í
norðaustanverðri Asíu.
Roh sótti fylgi til svokallaðrar
nefkynslóðar til að sigra íhaldssam-
an andstæðing sinn, Lee Hoi-chang,
sem viil hörkulegri stefnu gagnvart
Norður-Kóreu og stendur þess
vegna nær Bandaríkjunum.
Færeyingar brátt
í Norðurlandaráð
Hogni Hoydal,
ráðherra í fær-
eysku landstjórn-
inni, sagði eftir
fund samstarfs-
ráðherra Norður-
landanna í Stokk-
hólmi í vikunni
að Norðurlanda-
ráð ætlaði að setja
á laggirnar sérstaka nefnd þar sem
fjalla á um fulla aðild Færeyja að
ráðinu. Færeyska stjórnin hefur
sett sér þaö markmið að eyjarnar
fái sjálfstæða aðild.
Á 50 ára afmælisfundi Norður-
landaráðs í Helsinki í haust var vel
tekið i óskir sjálfstjórnarhéraðanna
um fulla aðild.
Slæmur aðbúnað-
ur fyrir múslíma
Yfirvöld i Bandaríkjunum halda
allt að hálfu þriðja þúsundi ís-
lamskra karla og pilta i ísköldum og
þéttsetnum varðhaldsfangelsum í
sunnanverðri Kaliforníu þar sem
þeim er gert að afklæða sig svo leita
megi á þeim. Mennirnir voru hand-
teknir eftir að þeir gáfu sig fram til
að láta skrá sig, í samræmi við nýj-
ar reglur um baráttu gegn hryðju-
verkum. Mennirnir reyndust ekki
vera með löglega pappíra.
Mannréttindalögfræðingar segja
að mönnunum, sem flestir eru
íranskir, sé haldið við ómannúðleg-
ar aðstæður.
Embættismenn dómsmálaráðu-
neytisins í Washington, sem þögðu
um málið í heila viku, sögðu að 227
menn hefðu verið handteknir i Kali-
forníu fyrir að vera lengur í landinu
en vegabréfsáritun þeirra leyfði.
Handtökurnar hafa verið harð-
lega gagnrýndar.
I
I
+^

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
20-21
20-21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40