Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002
17
I>V
Menning
Á réttri braut
I  b
ð  !
Nennekkja
feisaða er sjálf-
stætt  framhald
af unglingabók-
inni     Seinna
lúkkiö sem kom
út fyrir tveimur
árum. Hér segir
frá Sigrúnu og
Grétari, sögu-
hetjum fyrri bókarinnar, og sam-
bandi þeirra. Sigrún er nýkomin
úr ruglinu og hefur því annan bak-
grunn en flestir félaga Grétars
sem eru i framhaldsskóla. Þetta
veldur spennu þeirra á milli. Þá
blandast Sólborg, vinkona Sigrún-
ar, í málið en hún er flutt norður
á Akureyri með Þorgeiri kærast-
anum sínum og eru þau enn háð
vímuefnum.
Valgeir Magnússon, sem er
einnig þekktur undir nafninu Valli
sport, leitast við að sýna „raunveru-
legan" heim unglinga í sögum sín-
um. í fyrri bókinni virtist „raun-
verulegur" heimur unglinga nánast
einungis snúast um kynlíf; stinna
limi og blautar píkur. í Nennekkja
feisaða er hins vegar umtalsvert
minna um kynlíf, lesanda til mikils
léttis, og meira um önnur mál sem
hvíla á ungu fólki.
Sigrún og Grétar þroskast saman
og hvort í sínu lagi. Grétar þarf að
horfast í augu við að vinir breytast
og geta vaxið frá manni. Sigrún
kynnist föður sínum upp á nýtt en
hann hefur átt við áfengisvandamál
að stríða. Saman læra þau að það er
nauðsynlegt að tala um málin þegar
maður er í sambandi. Höfundi virð-
ist hafa farið nokkuð fram og per-
sónurnar eru orðnar áhugaverðari.
Sigrún er m.a.s farin að lesa Píku-
Hljómdiskar
Valgeir Magnússon
Öðru nafni Valli sport.
Bókmenntir
torfuna og velta fyrir sér stöðu
sinni sem konu.
Samhliða þessari almennu
þroskasögu er vísað til atburða í
fyrri bókinni. Sagan af handrukkur-
unum er klisjukennd og lokaupp-
gjörið verður hálfspaugilegt þó að
það sé ekki ætlunin. Lýsingin á
neyslu Sólborgar og
Þorgeirs er trúveröugri
þó að hún sé öfgakennd.
Persóna Sigrúnar er
sú áhugaverðasta í sög-
unni og Valgeiri tekst
ágætlega að segja frá
þversagnakenndum til-
finningum hennar og
hvernig hún vinnur úr
fortíðinni. Á móti virð-
ist Grétar vera alveg
ferkantaður í hugsun og
hefur ekki mikið að-
dráttarafl sem aðalper-
sóna í sögu. Aukaper-
sónur eru flestar litlaus-
ar; Sólborg og Þorgeir
eru staðlaðir vímuefna-
neytendur       (enda
kannski erfitt að draga
upp margbrotna mynd
af fólki sem hugsar bara
um næsta skammt). For-
eldrar Sigrúnar og Jó-
hanna, sem er kona fóð-
urins, eru geðþekkar en
átakalitlar persónur og
sama má segja um for-
eldra Grétars. Svenni
kemur sterkur inn úr
fyrri bókinni en Jói nær
ekki að lifna við.
Nennekkja feisaða er
betri saga en Seinna
lúkkið og augljóslega er Valgeir
Magnússon á réttri braut. Sagan er
ekki hnökralaus en höfundi hefur
farið nokkuð fram og sagan nær að
halda athygli lesanda alla leið.
Katrín Jakobsdóttir
Valgeir Magnússon: Nennekkja feisaöa.
Þyrnirós 2002.
Astarjatningar
Alda Ingi-
bergsdóttir
söngkona hefur
sent frá sér
geisladisk sem
ber heitið Ég
elska þig og er
titillinn dreg-
inn af fyrsta laginu á diskinum, sem
er eftir Jón Þórarinsson. Mörg önn-
ur laganna eru líka hálfgerðar ást-
arjátningar, ef ekki til hjarðmeyjar
eða litils fugls þá bara til náttúrunn-
ar í allri sinni dýrð.
Megnið af geisladiskinum er ís-
lenskt. Þarna eru lög eftir Svein-
björn Sveinbjörnsson, Jón Ásgeirs-
son, Sigfús Halldórsson og aðra, en
einnig smávegis útlent efni, þar á
meðal Summertime eftir Gershwin.
Allt er það ágætlega flutt af Öldu,
sem með sinni skæru sópranrödd
syngur af mikHli innlifun án þess
að ofgera neitt í túlkun sinni. Enda
tekst henni víða, í samvinnu við
meðleikara sinn, Olaf Vigni Alberts-
son píanóleikara, að skapa tölu-
verða stemningu. Það er aldeilis
ekki sjálfsagt eins og mýmargir
áþekkir geisladiskar bera vitni um.
Er auðheyrt að Alda syngur af innri
þörf og henni tekst yfirleitt að miðla
listrænni sýn sinni til hlustandans.
Upptakan var gerð af Halldóri
Víkingssyni og hefur hann unnið
prýðilegt starf að vanda. Þetta er
frambærilegur geisladiskur og án
efa kærkomin jólagjöf.
Jónas Sen
Alda Ingibergsdóttir sópran og Ólafur
Vignir Albertsson píanóleikari: Ég elska
þig - lög eftir ýmis tónskáld. FERMATA
2002.
Bókmenntir
Ljúfar smásögur
SÖCURNARUM
£V.U KJ/')í<U
í Sögunum um
Evu Klöru eru
fimm smáþættir
þar sem sögu-
maður, eldri
kona sem á skart-
gripabúð, segir
frá kynnum sín-
um af lítilli ljós-
hærðri stúlku
sem heitir Eva
Klara og býr í sömu blokk og hún.
Eva Klara er uppátækjasöm en
heillandi lítil stelpa sem finnur upp
á jafn ólíkum hlutum og að reyna að
gefa ketti rottu að borða og svo að
neita að borða svið því að þá væri
hún að borða dauð dýr! Þannig end-
urspegla sögurnar þversagnakennd-
an hugsunarhátt Evu Klöru sem er
að mörgu leyti dæmigerður fyrir
börn sem eru enn að fræðast um
heiminn og mynda sér skoðanir.
Sögumaður er einkar geðþekk og
umburðarlynd kona. Samskiptum
hennar og Evu Klöru er lýst á
skemmtilegan hátt þar sem smáir
hlutir lifna við og verða eftirminni-
legir. Skemmtilegt er t.a.m. þegar
sögumaður segir Evu Klöru að hún
megi ekki stríða. Eva Klara svarar
um hæl: „Víst! Annars væri ég ekki
krakki, bara fullorðm." (6)
Að sama
skapi getur
frásögnin
orðið grát-
brosleg, t.d.
þegar sögu-
maður gefur
Evu Klöru
óskastein
sem henni
finnst bara
asnalegur
þvi að sama
hversu mik-
ið hún ósk-
ar sér, bux-
urnar henn-
ar (sem
henni flnnst
ljótar) verða ekkert öðruvísi í snið-
inu. Oskasteinninn endar aftur hjá
sögumanni enda reynist hann
„gagnslaus til þeirra óska sem
skipta máli fyrir litlar stelpur" (19).
Þó að sögurnar séu ekki sérstak-
lega viðburðaríkar eru þær ljúfar og
læsilegar, og myndir Halldórs Bald-
urssonar eru litríkar og fjörlegar.
Persóna Evu Klöru kemur berlega í
ljós á myndunum, lítill glóhærður
ólátabelgur sem ýmsir brosir eða
geiflar sig.
Heiður Baldursdóttir lést árið
1993 og Sög-
urnar um Evu
Klöru koma
því út nærri
áratug eftir
andlát henn-
ar. Þær eru
það síðasta
sem Heiður
skrifaði og
áttu hugsan-
lega að vera
hluti af stærri
heild. Þær eru
nokkuð stutt-
ar en standa
samt fyllilega
fyrir sínu sem
hlýlegar og
mannlegar smásögur um samskipti
barna og fullorðinna. í sögunum má
finna virðingu fyrir og skilning á
hugsunarhætti barna en slíkt skipt-
ir alltaf miklu máli fyrir góðar
barnabækur. Því er ánægjulegt að
sjá þessar sögur á prenti þó að höf-
undurinn sé horfinn úr þessum
heimi.
Katrín Jakobsdóttir
Heiöur Baldursdóttir: Sögurnar um Evu
Klöru. Halldór Baldursson myndskreytti.
Mál og menning 2002.
Einnig Vidd: Hjarðarnes 9 - Akureyri
og Agenlia ehf. - Baldursgötu 14 - Keflavík
LÍSAVERZLUN
Bæjarlind 4 - Simi 554 6800
www.vidd.is — vidd@vidd.is
Leigan í þínu hverfi
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
20-21
20-21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40