Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						22
FOSTUDAGUR 20. DESEMBER 2002
Tilvera
I>V
Stríðsárasafnið á Reyðarfirði fékk góða gjöf:
Orður Þorsteins
flugkappa
Þakklæti
J6n Björn færir Birni Þorsteinssyni
.4,    aö gjöf keramikljós, framleittí
Fjarðabyggö, í þakklætisskyni fyrir
hugulsemina.
Stríðsárasafnið á Reyðarfirði
fékk höfðinglega gjöf í síðustu viku.
Þá afhenti Björn Þorsteinsson, son-
ur Þorsteins E. Jónssonar flug-
kappa, safninu persónulega muni úr
dánarbúi föður síns. Þessir munir
eru orður sem Þorsteinn fékk í
stríðinu og verðlaunagripir vegna
golfmóta en Þorsteinn var mikill
golfáhugamaður. Það var Jón Björn
Hákonarson, forstöðumaður safns-
ins, sem tók við mununum. Þor-
steinn Eldon Jónsson fór utan ung-
ur að árum á striðsárunum og gekk
til liðs við RAF, konunglega breska
fiugherinn. Hann stýrði orrustuvél-
um í árásum á Þýskaland og þótti
afburða dugandi flugmaður og her-
maður.
Aðsókn að Stríðsárasaminu hefur
verið mjög góð og vaxandi. Safnið var
opnað 1995 og er opið á sumrin.-GÞ
DV-MYNDIR GUÐMUNDUR ÞORSTEINSSON
Oröur flugkappans
Björn Þorsteinsson afhendir Jóni
Birni Hákonarsyni breska konungs-
oröu sem Þorsteinn fékk fyrir fram-
göngu sína í seinni heimsstyrjöld-
inni. Til vinstri á myndinni er bún-
ingur eins og Þorsteinn klæddist í
styrjöldinni, ásamt merkjum hans.
Hljómplötur
JJ Soui Band - Reach For the
Sky •••
Ráðsett
og yfir-
vegað
Það er ógæfa platna eins og þess-
arar að vera gefnar út á sama tíma
og flestar aðrar, það er nokkrum
vikum fyrir jól. Það eru því örlög
margra þeirra - þrátt fyrir ótvíræð
gæði - að hverfa í fjöldann og týnast
jafnvel alveg. Vonandi fer ekki svo
með Reach For The Sky.
JJ Soul Band hefur verið lítt sýni-
legt hin siðari ár. Hljómsveitin átti
góða spretti á síðasta áratug og
sendi þá frá sér tvær plótur, Hungry
for News (1994) og City Life (1997).
Sú nýjasta sver sig í ætt við hinar.
Þó er yfirbragðið ráðsettara og yfir-
vegaðra en áður. Flest eru lögin í
rólegri kantinum og hrópa nánast á
að vera flutt lifandi á síðkvöldi á
notalegum, rökkvuðum klúbb.
Stóra breytingin sem orðið hefur
hjá JJ Soul Band frá því áður er að
hljómborðsleikarinn Davíð Þór
Jónsson er mættur til leiks. Á nýju
plötunni leikur hann á Rhodes-
píanó og Hammond-orgel. Leikur
hans skapar tónlistinni yfirbragð
sem minnir oft á tiðum á Donald
Fagen í og úr Steely Dan. Sannar-
lega ekki leiðum að líkjast. Merki-
legt er að hópurinn skuli kalla til
Rhodes-mann því Ingvi Þór Kor-
máksson, lagahöfundur og ein aðal-
sprauta JJ Soul Band, hefur hingað
til verið einn okkar liðtækasti
Rhodes-maður.
Reach For the Sky er eins og lesa
má út úr framansögðu hin áheyri-
legasta plata. Það er ekki síst vegna
þess að hún er alveg sér á parti í is-
lenskri tónlistarflóru. Stefnan er
skýr frá fyrsta lagi til hins síðasta,
engar kúnstir eða ævintýra-
mennska, heldur þægileg djössuð
stemning á tímalausum söngdöns-
um þeirra Ingva Þórs og JJ Soul.
Erfitt er að taka eitt lag og segja það
betra en önnur. En væri maður
píndur til slíks hygg ég að hið lát-
lausa Love Is Blind yrði fyrir val-
inu.          Ásgeir Tómasson
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
20-21
20-21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40