Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 294. tölublaš - Helgarblaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002
Fréttir
I>V
Álit geðlæknis á hegðan ungs manns sem var að fá sinn fimmta ofbeldisdóm:
Einelti ein ástæða
fjölda líkamsárása
Grétar Sigurbergsson geðlæknir
telur að einelti i skóla á unga aldri
hafi markað svo djúp spor í persónu-
leika 24 ára íbúa í Breiðholti að það
sé meðal annarra þátta ástæða þess
að hann fór sjálfur að beita aðra
mjög alvarlegu ofbeldi síðar. Maður-
inn var dæmdur í 18 mánaða fang-
elsi fyrir tvær stórfelldar líkams-
árásir 1 vikunni. Árið 2000 fékk hann
6 mánaða fangelsi fyrir aðrar lík-
amsárásir en árin þar á undan hafði
hann þrisvar hlotið dóma fyrir lík-
amsárásir.
Þegar litið er til dómsins sem
kveðinn var upp fyrir tveimur árum
kemur fram aö Grétar geðlæknir
segir að eftir 18 ára aldur hafi mað-
urinn verið greindur með andfélags-
lega persónuleikaröskun. Skilnaður
foreldra, framkoma fóður, flutningur
milli staða og skóla og einelti hafi
allt verið til þess fallið að grafa und-
an sjálfsmati hans. Hann hafi fljót-
lega komist upp á lag með að fá útrás
fyrir skap sitt og orku í íþróttum. I
skóla varð hann hins vegar fyrir ein-
elti „sem hann lýsir sem mjög
íþyngjandi," sagði geðlæknirinn.
„Ekki er ósennilegt að eineltið hafi
haft mótandi áhrif á viðbrögð hans
við áreiti eftir það. Þegar hann hætti
að geta veitt neikvæðum tilfinning-
um sínum útrás eftir jákvæðum far-
vegi með þátttöku í iþróttum virðist
sem þær tilfinningar hafl átt óeðli-
lega greiðan farveg í slagsmálum.
Þar var hann, eins og áður í íþrótt-
um, fremstur í flokki," sagði Grétar.
Arásirnar sem maðurinn hefur
verið dæmdur fyrir gegnum árin
hafa meðal annars einkennst af því
að skalla, berja í andlit og beinbrjóta.
Einnig hefur hann verið ákærður
fyrir að sparka og berja liggjandi
fólk. Þó að í dómnum árið 2000 hafi
geðlæknirinn tekið rækilega út and-
lega stöðu afbrotamannsins er á eng-
an hátt lagt til að ákærði fái þá með-
höndlun sem greinilega er þörf með
hliðsjón af læknismatinu. í dómnum
sem gekk á miðvikudag, 18 mánaða
óskilorðsbundið fangelsi, er tekið
mið af því að maðurinn var að rjúfa
skilyrði reynslulausnar á dómnum
sem gekk fyrir tveimur árum. „Brot
ákærða eru allt grófar og tilefnislaus-
ar árásir sem beindust allar að höfði
brotaþola," sagði Valtýr Sigurðsson
héraðsdómari í niðurstöðu sinni.
Fyrra brotið af tveimur sem hann
var nú ákærður fyrir var framið dag-
inn eftir að hann losnaði út úr fang-
elsi á reynslulausn í vor.     -Ótt
Atlantsskip gefa 50 jólatré
Atlantsskip færðu Hjálparstarfi
kirkjunnar 50 jólatré að gjöf en fyr-
irtækið flytur inn tré frá Dan-
mörku. Gjafakortum á tré hefur
verið deilt út í dag til þeirra sem
sótt hafa um aðstoð hjá Hjálpar-
starfi kirkjunnar og getur fólk val-
ið sér tré hjá Garðlist í Reykjavík.
„Hjálparstarfið hefur deilt út
mataraðstoð allan desembermánuð
til þess að létta undir með fólki í
jólamánuðinum. Rúmlega 900 um-
sóknir hafa borist. Deilt er sérstak-
lega út á Akureyri og stefnir i um
60 umsóknir þar. Hjálparstarfið
veitir aðstoð innanlands allt árið
með áherslu á ráðgjöf," segir Vil-
borg Oddsdóttir, félagsráðgjafi og
umsjónarmaður innanlandsaðstoð-
ar.                     -ss
Opið til
kl. 22.00 til jóla
Krt
\q\GJ\
;i/mn FTiii iílii
Litrík og djörf
rúmstokksbók
„Eftir lestur
þessarar bókar
sá ég að það er
rétt sem sagt er,
að hún sé
skemmtilegt
uppf lettirit og
nauðsynleg
á náttborð
þeirra sem
glæða vilja
kynlíf sitt nýju
líf i og auka á
fjölbreytni."
Halldóra Bjarnadóttir
jpv  útgáfa
Bræðraborgarstigur 7
Simi 575 5600
Guöni fær sér öl
íslendingar drekka aö meðaltali 20 glös af malti og appelsíni um jólin. Þetta
var meöal þess sem Guöni Ágústsson komst að þegar hann heimsótti Öl-
geröina Egil Skallagrímsson ádögunum. Eftir aö hafa snætt lambakjöt færöi
Jón Diörik Jónsson, forstjóri Ölgeröarinnar, landbúnabarráðherra sérmerkta
flösku ef Egils Malti.
Handboltamenn Stjörnunnar í hörkuleik:
Sperrtir eins og
hanar við heim-
sókn súlumeyja
KfKTU Á NETSÍÐUNA OKKAR
FER LITIÐ FYRIR OG ER ORVANDI AÐ EIGA
Sögulegur leikur karlaliðs Stjörn-
unnar og ÍR í handbolta í íþróttahúsi
Stjörnunnar í Garðabæ á miðviku-
daginn lauk með jafntefli, 30 mörk-
um gegn 30. Ekki mun þó hafa horft
byrlega fyrir Stjörnustrákum í hálf-
leik og var þá samkvæmt heimildum
DV gripið til örþrifaráða.
Þegar strákarnir skunduðu til
búningsklefa var staðan 17-11 fyrir
ÍR og stefndi því í stórtap Stjörnunn-
ar. Þá mun Magnús Andrésson,
gjaldkeri handboltadeildar, hafa
skundað í búningsklefann til að tala
yflr hausamótunum á strákunum og
í kjölfarið sigldu tvær súludömur frá
Geira í Maxím's (Ásgeiri Þór Jóns-
syni). Ætluðu þær í sakleysi sínu að
hvetja strákana til dáða. Hugðust
þær gefa fyrirheit um ókeypis að-
gang og væntanlega góða fyrir-
greiðslu á Goldfmger, súlustað Geira
í Kópavogi, ef þeir ynnu leikinn.
Geiri sem er mikUl stuðningsmaður
liðsins í gegnum tíðina, var ekki
sjálfur með stúlkunum en sagðist
hafa heimilað þeim að fara til að
hvetja strákana. Mun heimsókn
súlumeyjanna hins vegar hafa vakið
upp allt aðrar kenndir fyrirliðans,
Björns Friðrikssonar, en til stóð. Að
sögn bílstjórans, sem ók stúlkunum
á staðinn, vísaði hann þeim umsvifa-
laust á dyr.
Strákarnir virðast þó hafa harðn-
að mikið við þessa heimsókn og
mættu ÍR-ingum sperrtir eins og
hanar í hænsnahóp og sýndu snilld-
artakta í seinni hálfleik. Munaði
minnstu að þeir næðu að hreppa
sælufyrirheit á Goldfinger með því
að vinna leikinn sem endaði þó, eins
og fyrr segir, með 30 mörkum Stjörn-
unnar gegn 30 mörkum ÍR.   -HKr.
Stuttar fréttir
Yfir 500 umsóknir
AUs bárust sjávarút-
vegsráðuneytinu 554
umsóknir vegna út-
hlutunar byggðakvóta
sem fram fór i gær. Út-
hlutað var 2000 lestum
af óslægðum botnfiski í
þorskígildum," reiknað til stuðn-
ings sjávarbyggðum sem lent hafa í
vanda vegna samdráttar í sjávarút-
vegi," eins og segir í reglugerð um
úthlutunina. Árni M. Mathiesen
sjávarútvegsráðherra tilkynnti að
59 umsóknir hefðu fengið úthlutun
að þessu sinni. Stærsta úthlutunin
kom í hlut Súgfirðinga sem fengu
úthlutað 160 tonnum.
Matur og áfengi
Sala á matvöru og annarri dag-
vöru dróst saman um 2,7 prósent ef
borin er saman veltan í nóvember á
þessu ári og nóvember í fyrra, að
því er fram kemur í nýrri smásölu-
vísitölu hjá Samtökum verslunar og
þjónustu. Veltuaukning varð hins
vegar í áfengissölu um 2 prósent ef
borin eru saman sömu tímabil. Nán-
ast engin breyting hefur orðið á
veltu lyfjaverslana milli mánaðanna
september, október og nóvember sl.
Mannabreytingar
Halldór S. Kristjánsson, staðgeng-
ill ráðuneytisstjóra samgönguráðu-
neytis, hefur verið settur ráðuneyt-
isstjóri í samgönguráðuneytinu frá
og með 1. janúar nk. til aút að sex
mánaða. Jón Birgir Jónsson ráðu-
neytisstjóri hefur fengið leyfi frá
störfum til sama tima. Ragnhildur
Hjaltadóttir skrifstofustjóri mun á
sama tímabili gegna stöðu staðgeng-
ils ráðuneytisstjóra, að því er segir
i frétt frá ráðuneytinu.
Hallarekstur
Samkvæmt rekstraruppgjöri
Landspítala háskólasjúkrahúss varð
rekstur spítalans fyrstu ellefu mán-
uði ársins 899 milljónir króna um-
fram fjárheimildir sem er 4,2% frá-
vik frá fjárheimildum tímabilsins.
Er þetta í samræmi við útkomuspá
ársins. Mbl. greindi frá.
Harður árekstur
Harður árekstur varð á gatnamót-
um Þingvallastrætis og Mýrarvegar
á Akureyri skömmu eftir kl. 14 í
gær. Engin slys urðu á fólki en bíl-
arnir skemmdust mikið og voru fjar-
lægðir af vettvangi með kranabíl.
Vísað frá
Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í
gær frá dómi máli Náttúruverndar-
samtaka íslands og nokkurra einstak-
linga sem kröföust þess að íslenska
rikinu og Landsvirkjun yrði gert að
leggja skýrslu Landsvirkjunar um
mat á umhverfisáhrifum Kárahnjúka-
virkjunar að nýju undir athugun og
úrskurð Skipulagsstofnunar.
Fallið frá málsókn
Þrotabú Genealogia Islandorum
hefur fallið frá málsókn og afsalað
sér öllum kröfum á hendur ís-
lenskri erfðagreiningu og Friðriki
Skúlasyni ehf. vegna gerðar ætt-
fræðigrunnsins íslendingabókar.
Sömuleiðis hefur Þorsteinn Jónsson
fallið frá málsókn á hendur ÍE og
Friðriki Skúlasyni ehf. vegna sama
máls. Dómsmál þar að lútandi var
fellt niöur við fyrirtöku i Héraðs-
dómi Reykjavíkur í gærmorgun.
Sameiningarvilji
Stjórn SÍF hefur lýst
yfir vilja sínum til
formlegra viðræðna
við stjórn SH um sam-
einingu félaganna. Hef-
ur stjórnin tilkynnt
þetta til Kauphallar ís-
lands og óskað eftir svari frá SH þar
að lútandi fyrir 10. janúar 2003, að
því er segir í frétt frá SlF. Stjórn SH
hf. lýsti þegar í gær yfir vilja sínum
til að ganga til formlegra viðræðna
um sameiningu SH og SIF hf. -JSS

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
38-39
38-39
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80