Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 294. tölublaš - Helgarblaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002
Utlönd
•WW^ «¦£-»••
Frá Grænlandi.
Enoksen stendur
fast á kröfu um
nýjan samning
Hans Enoksen, formaður græn-
lensku heimastjórnarinnar, stendur
fast á þeirri kröfu að gera verði nýj-
an varnarsamning við Bandaríkin
ef leyfa á þeim afnot af herstöðinni
i Thule í fyrirhuguðu eldflauga-
varnakerfi.
Bæði Bandaríkjamenn og Danir
telja að samningurinn frá 1951 sé
nægilega góöur rammi um sam-
skiptin milli Bandaríkjanna og Dan-
merkur. Colin Powell, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, lýsti þó í vik-
unni skilning á afstöðu Grænlend-
inga til samningsins, sem gerður
var þegar Grænland var bara dönsk
nýlenda. Ýmsir hafa túlkað það sem
svo að Powell sé opinn fyrir viðbót-
arsamningi.
En Enoksen, leiðtogi Siumut-
flokksins, segir í viðtali við græn-
lenska útvarpið að það sé bara ekki
nóg. Samstarfsflokkur Siumut, IA,
hefur hins vegar lýst sig ánægðan
með gerð viðbótarsamnings.
Vopnaeftirlitsmenn á ferð og flugi í írak:
Bandaríkin fjölga
hermönnum sínum
Bandarisk stjórnvöld eru að búa
sig undir að fjólga á næstunni í her-
afla sínum í Mið-Austurlöndum og
er stefnt að þvi að nærri tvöfalda
fjölda hermanna í næsta nágrenni
við írak.
Haft var eftir embættismönnum í
bandaríska landvarnaráöuneytinu í
gær að í næsta mánuði yrðu sendir
fimmtíu þúsund hermenn til viðbót-
ar þeim sextíu þúsundum sem þeg-
ar eru í Tyrklandi og löndunum við
Persaflóa.
Á sama tíma sagði Tony Blair,
forsætisráðherra Bretlands, í jóla-
boðskap sínum til breskra her-
manna að þeir yrðu að búa sig und-
ir strið.
„Lykilatriðið á þessu augnabliki
er að tryggja að við getum tekið
þetta verk að okkur ef við þurfum
að gera það," sagöi Blair í ávarpi
sínu til hermannanna í gær.
Stjórnvöld í Bagdad sögðu að
fyrstu viðbrögð Bandaríkjamanna
við vopnaskýrslu íraka hefðu verið
ýkjukennd. Bandarískir embættis-
menn lýstu því yfir á fimmtudag að
írakar hefðu brotið gegn ályktunum
Sameinuðu þjóðanna þar sem þeir
segðu ekki satt og rétt frá gjöreyð-
ingarvopnaáætlunum     sínum.
Stjórnvöld í Washington hafa sagt
að þrot á ályktununum réttlætti
IPF kastarar í miklu úrvali
VagnhöfSa 23 • Símí S90 2000 • www.benni.is
UTBOÐ
F.h. Fasteignastofu Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í
endurmálun í grunnskólum Reykjavíkur I.
Útboðsgögn eru seld á skrifstofu okkar á kr. 3.000.
Opnun tilboða: 7. janúar 2003, kl. 11.00, á sama stað.
FAS 90/2
F.h. Sorpeyðingar höfuðborgarsvæðisins (SORPU) er óskað eftir
tilboðum í forbrjót fyrir timbur.
Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðínu.
Útboðsgögn á ensku fást á skrifstofu okkar frá og með
24. desember 2002.
Opnun tilboða: 14. febrúar 2003, kl. 11.00, á sama stað.
SORP 91/2
INNKAUPASTOFNUN
REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3-101 Reykjevfk - Sími 570 5800
Fax 562 2616 - Netfang isrðrhus.rvk.is
REUTERSMYND
Eftirlitsmönnum hleypt inn
íraskur hermaöur hleypir vopnaeftirlitsmönnum SÞ inn í rannsóknarstöð
sunnan við Bagdad þar sem höfuðstöðvar kjarnorkuáætlunar íraka eru.
stríðsaðgerðir gegn írökum til að af-
vopna þá, eins og mælt er fyrir.
Vopnaeftirlitsmenn SÞ tóku aftur
upp þráöinn þar sem frá var horfið
og héldu áfram störfum sínum í
írak í gær, þrátt fyrir að þá væri
helgidagur múslíma.
Vopnasérfræðingarnir óku til al-
Tuwaitha rannsóknarstofanna þar
sem höfuðstöðvar kjarnorkuáætlun-
ar íraka hafa verið til húsa. Eftir-
litsmennirnir hafa þegar leitað þar
nokkrum sinnum frá því þeir sneru
aftur til íraks í síðasta mánuði. Þá
var einnig margoft leitað þar á ár-
unum 1991 og 1998.
Ráðamenn í Washington hafa
óskað eftir því við Þjóðverja að tvö
þúsund hermenn verði látnir gæta
bandarískra herstöðva í landinu.
REUTERSMYND
Chavez fær það óþvegiö
Þessi kona la ekki á skoöunum sínum á Hugo Chavez, forseta Venesúela,
þegar hún tók þátt í kröfugöngu í höfuðborginni Caracas um að forsetinn
segði af sér embætti. Stjórnarandstæðingar hafa lamað helstu atvinnuvegi
landsins að undanfórnu með verkföllum til að leggja áherslu á kröfur sínar.
Rasismi kom leiðtoga repúblikana í koll:
Trent Lott hættur
Trent Lott, forystu-
sauður repúblikana í
öldungadeild Banda-
ríkjaþings, tilkynnti í
gær að hann ætlaði að
láta af leiðtogaembætt-
inu, aðeins degi eftir
að flokksbróðir hans,
Bill Frist, hóf baráttu
sína um að koma hon-
umfrá.
Lott hefur mjög átt
undir högg að sækja
fyrir ummæli sem
hann lét falla þegar
öldungadeildarþingmaðurinn Strom
Thurmond hélt upp á 100 ára afmæli
sitt í desemberbyrjun. Þá bar Lott
lof á stefnumál Thurmonds þegar
hann sóttist eftir aö verða forseta-
Trent Lott
Lét undan þrýstingi og til-
kynnti afsögn sína.
efni repúblikana árið
1948 og barðist fyrir að-
skilnaði kynþáttanna.
Ummæli Lotts ollu
mikilli reiði, bæði í
herbúðum repúblikana
og demókrata, og stoð-
aði lítið þótt hann bæð-
ist afsökunar á þeim.
Trent Lott sagði í yf-
irlýsingu sem hann
sendi frá sér í gær að
þótt hann segði af sér
leiðtogaembættinu í
öldungadeildinni ætlaði
hann að sitja á þingi þau fjögur ár
sem eftir eru af kjörtímabili hans.
Bill Frist er fimmtugur hjarta-
skurðlæknir og náinn bandamaður
Bush forseta.
Stuttar fréttir
Soros var innherji
Dómstóll í París
komst að þeirri nið-
urstöðu í gær að
bandaríski millj-
arðamærmgurinn
George Soros hefði
gerst sekur um að
hafa nýtt sér inn-
herjaupplýsingar til
að hagnast á hlutabréfum í franska
bankanum Société Générale og
sektaði hann um tæpar tvö hundruð
milljónir króna.
Hagnaður af rækjunni
Þrátt fyrir að verð á mörkuðum
hafi verið í sögulegu lágmarki á
þessu ári er engu að síður hagnað-
úr hjá grænlenska fyrirtækinu
Royal Greenland, stærsta útsjávar-
rækjuframleiðanda í heimi.
Varaö við ofbeldisverkum
Kjörstjórnin í Kenia hefur varaö
fimmtán frambjóðendur, þar á með-
al ráðherra i stjórn landsins, við því
að æsa til ofbeldisverka og að kaupa
atkvæði fyrir þingkosningarnar í
lok mánaðarins.
Dýrlingur með hraði
Jóhannes Páll páfi viðurkenndi
formlega í gær kraftaverk sem eign-
að er nunnunni móður Teresu og
mun það verða til að hraða því að
hún verði gerö að dýrlingi.
Dómurinn stendur
Hæstiréttur í Noregi hefur vísað
frá áfrýjun Kristinar Kirkemo
Haukeland sem var dæmd í 16 ára
fangelsi í svokölluðu Orderup-máli.
Fyrri dómur stendur því óhaggaður.
Carla vill fá forseta
Carla Del Ponte,
aöalsaksóknari
stríðsglæpadóm-
stóls Sameinuðu
þjóðanna í Haag í
Hollandi, fór í gær
fram á að forseti
Serbíu,     Milan
Milutinovic, verði
framseldur til dómstólsins þegar
kjörtímabili hans lýkur eftir tvær
vikur. Milutinovic er eftirlýstur fyr-
ir þátt sinn í voðaverkum í Kosovo-
héraði á árunum 1998 og 1999.
Þjóðarráð múslíma
Leiðtogar múslíma í Frakklandi
komu sér saman í gær um stofnun
þjóðarráðs til að semja við stjórn-
völd vrni málefni eins og skólamál
fyrir 5 milljónir múslíma í landinu.
Mugabe kennt um skort
Allt bendir til að
eldsneytisskortur-
inn, sem hefur gert
ibúum Simbabves
lifið leitt í tvær vik-
ur, muni halda
áfram að gera svo
yfir jólahátíðina.
'iKVnf^'-rifl Almenningssam-
göngur hafa verið lamaðar og lang-
ar biðraðir hafa myndast á bensín-
stöðvum. Robert Mugabe forseta og
stefnu hans í efhahagsmálum er
kennt um hvernig komið er.
Málaferli stöðvuð
Dómstóll í London kom í gær í
veg fyrir tilraun fórnarlamba svo-
kallaðs „almenns farrýmis heil-
kennis" til að lögsækja flugfélög og
krefjast bóta fyrir hættulega blóð-
tappa í fótleggjum sem þau segja að
þrengslin í flugvélunum valdi.
I
I
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
38-39
38-39
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80