Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 294. tölublaš - Helgarblaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002
11
Skoðun
Látum konur um keipana
Jónas
Haraldsson
aöstoöarritstjóri
Laugardagspistill
„Ég ætla rétt að kíkja inn hérna,"
sagði konan þar sem við vorum á
gangi fram hjá dýru búðinni í mið-
bænum í fyrrakvöld. Ég kaus að
bíða fyrir utan. Dýra búðin selur
pelsa og ýmsar vörur úr skinni,
hvort heldur eru af minkum, refum,
selum eða öðrum kvikindum sem ég
kann ekki að nefna. Vörurnar eru
fallegar, það viðurkenni ég, en færu
með fjárhag heimilisins léti konan
undan freistingunni. Hún veit það
elns vel og ég og stenst þær. Það er
með okkur þegjandi samkomulag.
Hún getur skotist inn í skinnabúð-
ina, mátað og speglað sig likt og ég
freistast stundum inn í bílabúðir og
skoða ekkert nema dýrustu bílana,
sest undir stýri, máta mig og stilli
baksýnisspegilinn. Það nær ekkert
lengra. Ég veit að ég á ekki fyrir
drekunum og fer því út að mátun
lokinni, kannski með bækling. Kon-
an eltir mig ekki í bílabúðirnar.
Hún hefur engan áhuga á doríun-
um, vill hafa bíla litla og hag-
kvæma. Notagildi bOanna vegur
þyngra en útlitið.
Af því það ert þú
Ég gerði einu sinni þau mistók
að fara með konunni inn i skinna-
búðina. Það var hátíð í borginni.
Því hafði ég leyft mér þann munað
að fá mér aðeins í tána, sem kallað
er. Því var ég ekki eins var um mig
og undir eðlilegum kringumstæð-
um. Kaupmaðurinn tók vel á móti
konunni en lagði dýpri merkingu í
nærveru mína en ástæða var til.
Sennilega mæta konur ekki með
menn sína í skinnabúðir nema gera
eigi stórkaup. Það stóð ekki til.
Konan mátaði fyrst skinnflík sem
kostaði  hálft  þriðja  hundrað
þúsund.  Ég lét  drýgindalega.
Það espaði kaupmanninn upp.
Hann parkeraði flíkinni, sem
sennilega var af óvirðulegu, út
lendu dýri, og færði frúna í
litaðan sel upp á hálfa
milljón. Óskynsamlegar
athugasemdir mínar við
konuna,  þegar  hún
speglaði sig i selnum,
skildi  kaupmaðurinn
svo að ég væri annað-  '
hvort síldarspekúlant  i
eða    verðbréfasali.
Hann sótti þvi fullsíð-  ;'
an  minkapels.  Þá  I
rann  af  mér.  Mér  ?
tókst að forða mér  £
áður en kaupmaður-
inn sýndi verðmið-
ann.  Konan  hélt
andlitinu þótt eigin-
maðurinn rynni af
hólmi.  Sölumað-
urinn snjalli var
ekki  af  baki
dottinn,    hélt
sennilega  enn
að  ég  væri  í
verðbréfunum.
Hann   sagðist
því hafa fundið
einstaka flík fyr-
ir konuna, sér-
lega fallegan pels
á tólf hundruð þús-
und. „Af því það ert
þú,"  sagði  hann,  „þá
færðu pelsinn á milrjón."
Mér svelgdist á munnvatni en
náði þó að stama því út úr mér
að ég skyldi athuga málið. Sú at-
hugun  stendur enn.  Eftir þetta
þorði ég ekki inn í skinnabúðina.
Tilgangslitlar ábendingar
„Sástu kragann í glugganum?"
sagði konan þegar hún kom út úr
pelsabúðinni í fyrrakvöld. Ég neit-
aði þvi, sannleikanum samkvæmt.
„Ég mátaði hann," hélt hún áfram,
„hann var ansi fínn og hlýr." Ég gjó-
aði augunum að útstillingum versl-
unarinnar og leit augum nefndan
kraga. Hann leit út eins og lítill tref-
ill, sennilega úr einu eða tveimur
dýrum, líklega mink.
„Ósköp er þetta rýrt," sagði ég.
Skinntrefillinn var að sjá eins og
dautt loðdýr sem þó hafði verið
hreinsað innan úr. „0, hann er svo
mjúkur," sagði konan og fór hönd-
um um háls sér líkt og loðdýrið
væri þangað komið. „Svo er verðið
innan skaplegra marka," sagði hún
og nefndi það. Ég gapti. „Ertu
að segja mér," sagði ég og ,
benti á skinntutluna í
glugganum, „að þetta
sem ekkert er kosti
eins og gott lita-
sjónvarp?" Kon
an horfði á
skihiingslaus-
an mann
sinn með
nokkurri
vorkunn-
semi. „Þú
og' þinn
tækja-
saman-
burður.
Skinnið
er eilífð-
areign,
skal ég i
segja
þér."
Það var
ekki fyrr en
á heimleið-
lega sem gjöf, hvort heldur er á jól-
um, afmælum eða af öðrum tilefn-
um. Það er því miður tilgangslítið.
Annaðhvort nem ég ekki ábending-
arnar eða gleymi þeim þegar síðar
kemur að vali á gjöf.
Ég viðurkenni að þetta er galli.
Ég lendi því iðulega í miklum
vanda þegar að gjafavali kemur og
ekki siður tímahraki. Konan veit af
þessu þótt hún hafi enn ekki gefist
«mm*m^ upp a aö
benda
mér
ínni sem eg
fór að velta
því fyrir mér
hvort   konan
hefði undir rós
verið  að  benda
mér á skinnið
sem heppi-
lega
Mér tókst að forða mér
áður en kaupmaðurínn
sýndi verðmiðann. Kon-
an hélt andlitinu þótt
eiginmaðurinn rynni af
hólmi. Sölumaðurinn
snjalli var ekki af baki
dottinn, hélt sennilega
enn að ég væri í
verðbréfunum.
á eigulega hluti. Stundum bið ég
hana að velja sér eitthvað á
sjálfa sig og gefa sér I mínu
nafni. Það þykir henni klént.
Mín ágæta kona þekkir,
sem sagt, vel vankanta
eiginmannsins og skort
á   tilfinningagreind.
Hún  vissi  því  að
skinnið  góða  var
horfið  úr  huga
mér strax næsta
dag, sem og all-
ar aðrar ábend-
ingar um jóla-
gjafir.  „Hvað
viltu  í  jóla-
gjöf?"  spurði
ég i sakleysi
mínu, líkt og
kæmi  ég  af
fjöllum.  „Þú
fmnur    eitt-
hvað,     góði
minn,"    sagði
konan,   „leggðu
höfuðið
M
jólagjöf.
Hún  sýnir
mér stund-
um fallega
hluti   og
reiknar þá
með að ég
muni það
síðar  og
kaupi
hugsan-
bara i bleyti og láttu þér detta eitt-
hvað í hug."
Fífldirfska
Hvað gerir góður eiginmaður í
þessari stöðu? Jú, hann fer i bæinn
upp á von og óvon. Það var einmitt
það sem ég gerði í vinnulok í gær.
Bílnum lagði ég við Hallgrims-
kirkju og rölti af stað í blíðunni.
Jólaljós voru hvarvetna og fólk í há-
tíðarskapi þótt jólasnjórinn væri
víðs fjarri. Ég horfði í búðarglugga
en var engu nær. Maður verður
auðvitað að vanda sig þegar valið er
handa konunni. Gullbúðir freistuðu
mín ekki, þótt oft megi bjarga sér
með skartgrip, og hefðbundnum
fatabúðum sleppti ég. Það veit ég af
gamalli reynslu að konan treystir
vart smekk mínum. Það var ekki
fyrr en ég gekk hjá skinnabúðinni
að ljós kviknaði. Þar lá enn í glugga
kvikindi það sem konan hafði hrif-
ist af, skinntutlan innanrýra. Vand-
inn var aðeins sá að mér fannst gjöf-
in ekki nógu fín. Þetta var nánast
eins og að pakka inn nærbuxum. Ég
beit þó á vörina og rauf gamalt
heiti. Ég fór inn, einn i skinnabúð-
ina. Innra með mér vissi ég að slíkt
var fífldirfska. Maður teflir á tvær
hættur með því að fara með konu í
pelsabúð en karl sem fer einn í slíka
verslun er varnarlítið fórnarlamb.
„Blessaður, gaman að sjá þig aft-
ur," sagði skinnakaupmaðurinn
jólahress. „Hingað koma ekki nema
alvörumenn," hélt hann áfram, „og
menn sem eiga alvörukonur. Þær
ganga í pelsum. Ég varð að visu að
láta pelsinn sem ég bauð þér um
árið en það er ekki vandinn. Úrval-
ið er endalaust." Langminni kaup-
mannsins var með ólíkindum.
Út í hönd eða skipta?
„Ég ætlaði bara að kíkja á
trefilinn," tautaði ég og benti
á  mjónuna  í  glugganum.
„Drengur  minn,"  sagði
kaupmaðurinn og sló þétt-
ingsfast á öxl mér, „látum
konurnar um keipana.
Við erum karlmenn
og skoðum kápur."
Hann hafði engar
vöflur á og sótti
fjóra pelsa,  drag-
síða. Ódýrasti var
%  á níu hundruð
þúsund.   Sá
dýrasti
I  kostaði
þrettán
H hundruð
þúsund
W  krónur.
„Þessi
.  passar   á
P konuna
'  þína,"
sagði pelsa-
salinn.
„Glæsileg
kona,"   hélt
hann áfram, „og
á ekki að láta sjá sig
í neinu öðru." Þetta var
dýrasta  kápan.  „Líttu  á
áferðina og hvernig hárin leggj-
ast," sagði maðurinn og strauk nið-
ur flíkina. Fagurt skinnið glansaði.
„Þetta fer alveg við háralit konu
þinnar. Viltu borga pelsinn út í
hönd eða á ég að skipta þessu á
nokkrar greiðslur?"
Ég þornaði í munninum enda
mundi ég ekki alveg hvursu
neðarlega ég var kominn á yf-
K  irdrætti  mánaðarins.  „Ja,"
tafsaði ég og reyndi að bera
mig mannalega, „þetta er jú
alltaf spurning um smekk og
snið, ekki bara minn heldur
»  líka konunnar. Ég er ekki al-
SL  veg viss um síddina, sjáðu.
Leyfðu mér aðeins að athuga
málið," sagði ég, kvaddi og
forðaði mér hið bráðasta út.
„Ég þekki smekk konunn-
ar," kallaði kaupmaðurinn
á eftir mér, hún vill þann
dökka."
Litla skinnið í gluggan-
um lá óhreyft.
K

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
38-39
38-39
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80