Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2002, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2002, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002 Helcjarb/aö I>V 29 Gamlar hefðir skína í gegn Angéica Cantú Dávila segir að jólasiðir í Mexíkó séu nátcngdir trúnni. „Þegar Spánverjar komu til lands- ins kristnuðu þeir indíánana í kaþólskum sið og jólin bera þess sterk inerki þrátt fyrir að gamlar hefðir skíni í gegn.“ Rússar halda upp á jólin sjötta janúar Yelena Yershova koni til íslands frá Rússlandi fvrir fimm árum til að læra bókmenntir og ætlar að ljúka meistaranámi með þulur sem sérgrein. Klementínur besta gjöfin - segir Yelena Yershova frá Rúslandi „Ég kom til íslands fyrir fimm árum til að læra ís- lenskar bókmenntir og lýk að öllum líkindum meist- aranámi í vor,“ segir Yelena Yershova á góðri íslensku en með áberandi rússneskum hreim. Yelena er fædd og uppalin í Moskvu og læröi íslensku við Moskvuhá- skóla. Hún segist tilheyra rússnesku rétttrúnaðarkirkj- unni en ekki vera mjög kirkjurækin. Jólin sjötta janúar „Rússar halda jólin sjötta janúar en ekki i desember eins og íslendingar vegna mismunandi dagatals. Rétt- trúnaðarkirkjan lítur á páskana sem stærri hátíð en jólin og áramótin hafa einnig meira vægi en jólin í huga Rússa. Við setjum jólatréð upp rétt fyrir áramót og gefum hvert öðru gjafir fyrsta janúar." Yelena segist muna vel þegar hún var barn og vakn- aði fyrsta janúar og hljóp fram úr rúminu til að sækja gjöfina undir jólatréð. „Jólahald hefur breyst mikið á síðustu árum og er orðið mun vestrænna en áður var. Ég sá til dæmis í fyrsta skiptið jólaljós í Moskvu í sjónvarpinu í fyrra þegar fólk safnaðist saman á Rauða torginu með blys og enn sjást varla jólaljós í gluggunum." Jólin eldíi til Yelena segir að í bernskuminningunni séu jólin ekki Einn dagur fyrir hvern mánuð meðgöngunnar - Angéica Gantú Dávila segir frá jólasiðum í Mexíkó „Ég fæddist rétt norðan við höfuðborgina en er alin upp í Mexíkóborg," segir Angéica Cantú Dáviia sem kom fyrst til íslands frá Mexíkó sem skiptinemi árið 1986. Hún segist hafa farið heim í rúmt ár en ástin hafi dregið hana aftur hingað. „Ég kynntist manninum sem ég bý með á meðan ég var skiptinemi og kom aftur hans vegna.“ Gainlar hefðir skína í gegn Angéica segir að jólasiðir í Mexíkó séu nátengdir trúnni. „Þegar Spánverjar komu til landsins kristnuðu þeir indíánana í kaþólskum sið og jólin bera þess sterk merki þrátt fyrir að gamlar hefðir skíni í gegn. Jólasið- irnir eru því mjög sérstakir og athyglisverðir. Opinberlega byrja jólin eða posada eins og hátiðin er kölluð í Mexíkó 16. desember og standa til 24. desember. Einn dagur fyrir hvem mánuð meðgöngunnar hjá Mar- íu. Fyrsta kvöldið er minnt á erfiðleika Jóseps og Maríu þegar þau komu til Betlehem. Stundum eru nokkrar göt- ur lokaðar og fólk safnast saman með kerti og stjömu- ljós og syngur. Fólk gengur á milli húsa og bankar upp á til að biðja um gistingu eins og Jósep og Maria. Að lok- um opnar fyrirfram ákveðin fjölskylda dymar og býður fólkið velkomið. Þegar það gerist hefst veislan með því til, enda var hún alin upp á trúleysingjaheimili. „En það var jafnan hátíð heima um áramótin. Mamma hélt fast í þann sið að hafa borðhaldið klukkan níu á gamlárskvöld og aftur á miðnætti. Það var yfirleitt kalkúni eða gæs og kavíar á borðum þar til perestrojka kom þá fengum við kjúkling og foreldrar mínir settu alltaf upp lifandi og skreytt jólatré fyrir fjölskylduna rétt fyrir áramótin." Þegar Yelena er spurð hver sé minnisstæðasta ára- mótagjöfin frá því að hún var barn, brosir hún feimnis- lega, lækkar róminn og segir „klementínur". „Ég hef alltaf haft mikið dálæti á ávöxtum. Ég gat fengið bók hvenær sem var, það var fullt af þeim á heimilinu, en klementínur fékk ég bara um áramótin." Afi Frosti og Snjóinærin Annars vegar eru áramót sem allir halda hátíðleg og hins vegar rússnesku jólin sem eru fyrst og fremst kirkjuhátíð fyrir trúað fólk. Þeir sem sækja kirkju fara í tvær til þrjár guðsþjónustur sama daginn og þegar þeirri síðustu er lokið er borðuð hátíðarmáltíð. Trúleysingjarnir líta á jólin hjá rétttrúnaðarkirkjunni meira sem tilefni til að koma saman og gera sér glaðan dag því sjötti janúar er almennur frídagur. Rússland er gríðarlega stórt land með mörgum þjóðabrotum og því ekki hægt að setja alla Rússa undir sama hattinn. Að sögn Yelenu eiga Rússar þjóðsagnapersónu sem nefnist Afi Frosti og tengist áramótunum og færir börnum gjafir á nýársnótt. „Hann er með mikið silfurlitað skegg og í fylgd með honum er ung og falleg snjómær í fölbláum kjól. Það var Pétur mikli sem innleiddi Afa Frosta og Snjómeyna i rússneska menningu. Hann eyddi hluta ævinnar í Hollandi og komst í kynni við jólasveininn þar og jólasveinninn er fyrirmyndin að Afa Frosta. Pétur flutti líka áramótin tO samræmis við vestræna venju en í gamla daga voru þau fyrsta mars. Honum var mikið í mun að flutningurinn tækist vel því hann skipaði svo fyrir að fólk skyldi skemmta sér á nýju áramótunum, drekka og dansa dátt.“ -Kip að fólk slær „köttinn úr tunnunni" eða pinata eins og það heitir á spænsku. Pinata er sjö arma stjarna sem táknar dauðasyndirnar sjö.“ Að sögn Angélicu hafa börnin mjög gaman af því að slá pinata. „Það er bundið fyrir augun á þeim til að sýna fram á blindu og ráðaleysi mannsins án guðs og prikið táknar hið slæma í heiminum. Þegar stjarnan brotnar hrynur niður ýmislegt góðgæti sem tákn um sigur mannsins yflr syndinni og eftir það safnast fjölskyldan saman og borðar hátíðarmáltíð." Nacimiento Posada nær hámarki með fæðingu Jesúbamsins 24. desember en þá safnast fólk sama í miðbænum með söng og dansi. „Fólk fer í stutta messu klukkan ellefu um kvöldið og að henni lokinni er máltíð. í seinni tíð eru Mexíkanar famir að setja upp jólatré og jólasveinninn kemur 24. desember og fólk opnar gjafimar tuttugasta og fimmta en samkvæmt gamalli hefð í Mexíkó koma vitr- ingarnir þrír 6. janúar og þá fá börnin líka gjafir. í gamla daga setti fólk upp lítil hús 16. desember sem kall- ast nacimiento og tók þau niður 6. janúar. Nacimiento er skreytt með litlum dýrum og brúðum sem líkjast vitring- unum og Jósep og Maríu en samkvæmt hefð er Jesú- bamið ekki sett í húsið fyrr en 24. desember." Þegar Angélica er spurð um áramótin í Mexíkó lifnar yfir henni og hún hrópar „æðislegt". „íslendingar tala mikið um hvað þeir skjóta upp miklu af flugeldum um áramótin en það gera Mexíkanar líka, að minnsta kosti í höfuðborginni.“ -Kip Gefóu henni eitthvab unaðslegt í jólagjöf Vorum aðfá nýja sendingu af unaðslegum jólagjöfum. Afgreiðslutími fyrir jól: laugardaginn 21/12 10-22 sunnudaginn 22/12 13-22 þorláksmessu 23/12 10-23 aðfangadag 10-13 Rómeó & Júlía Askalind 2, 201 Kópavogur Established in Switzerland 1895 „Margir heillast af útliti og fegurð ROTARY úranna." Útsölustaðir: Helgi Sigurðssoti, Skólavörðustíg 3. Gullstniðja Óla, SmúralincL Jens, Kringlunni. Georg Hatinab, úrsmiður, Keflavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.