Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2002, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2002, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2002 Helgarbloö H>V 3 Slagsmál hjá Villa Það er ýmislegt að í herbúð- um Aston Villa þessa dagana og enn hitnaði í kolunum er Tyrk- inn Alpay og Kólumbíumaður- inn Juan Pablo Angel lentu í handalögmálum á æfingu. Þeir lentu í samstuði um boltann sem endaði með því að kjafts- högg voru gefin. „Þetta var svakaleg uppákoma. Þeir skipt- ust á höggum. Þetta minnti á Lewis og Tyson þar til þeir voru skildir," sagði vitni að atburðin- um. Alpay er ekki mjög vinsæll meðal félaga sinna og hafa eldri leikmenn liðsins beðið Graham Taylor, stjóra Villa, um að láta hann ekki spila með liðinu. Taylor virðist hlusta á þá því Alpay hefur aðeins leikiö fjóra leiki í ár og er fastlega búist við því að hann yfirgefi félagið eftir áramót er leikmannamarkaður- inn verður opnaður á ný. Áfall fyrir Newcastle Newcastle United varð fyrir miklu áfalli þegar i ljós kom að portúgalska undrabarnið Hugo Viana verður frá næstu tíu vikrnar vegna axlarmeiðsla og mun hann leggjast undir hníf- inn vegna meiðslanna. Viana fór úr axlarlið á æfingu er hann lenti í samstuði við félaga sinn og í kjölfarið var ákveðiö að hann færi í aðgerð. „Hugo fer í aðgerðina í Portúgal og lækn- arnir þar telja að hann verði frá næstu tíu vikurnar en læknarn- ir okkar eiga jafnvel von á að hann verði enn lengur frá en það,“ sagði Bobby Robson, stjóri Newcastle. Ekki áhuga á Barca Einn efnilegasti markvörður Englands, Paul Robinson sem leikur með Leeds, segist frekar vilja hjálpa Leeds að koma und- ir sig fótunum á ný en að ganga til liðs við stórlið Barcelona en hann hefur sterklega verið orð- aður við félagið undanfarið. „Það er mikil viðurkenning ef félag á borð við Barcelona veit að maður sé til og hvað þá að þeir sýni manni áhuga. Flestir geta aðeins látið sig dreyma um að spila með slíku félagi," segir Robinson. „En Leeds þarf á mér að halda og það er það eina sem ég hugsa um þessa dagana. Leeds gaf mér mitt tækifæri og ég á gott samband við stuönings- menn félagsins. Liðið skuldar þeim og framkvæmdastjóranum að snúa spilunum við.“ Ferillinn á enda? Það er ekki bjart yfir Ástral- anum Mark Bosnich þessa dag- ana en það er verst geymda leyndarmál Englands í dag að hann hafi einnig fallið á seinna lyfjaprófi sínu og efnið sem fannst í honum verið kókaín. Það þýðir að hann horfir fram á árs leikbann um allan heim og er talið að það muni reynast honum erfitt að ná fótfestu á ný og væntanlega ekki mörg stór fé- lög sem verða tilbúin að gefa honum tækifæri að ári liðnu. Bosnich er þessa dagana inni á meðferöarheimili þar sem hann er að jafna sig af þunglyndi en nýjustu fréttir herma að hann fái að fara heim um jólin til kærustunnar sinnar sem hefur tekið við honum á ný. -HBG Næst til Englands ? Besti knattspyrnumaður heims, Ronaldo, sagði í samtali við breska blaðið Daily Mirror I gær að hann hefði áhuga á að enda ferilinn á Englandi eftir að verki sinu hjá Real Madrid væri lokið en það verk er að vinna spænsku deildina sem og meistaradeildina. „Ég veit allt um enska boltann og ber mikla virðingu fyrir Man. Utd og Arsenal og því sem þau hafa afrekað. Gilberto hefur sagt mér allt um enska boltann, hversu spennandi og harður hann er. Mér myndi líka fjörið sem er þar og fé- lagi minn Steve McManaman hefur einnig sagt mér að ég myndi fá fjölda færa ef ég spilaði þar,“ sagði Ronaldo. Síðasta vika hefur heldur betur verið viðburðarík hjá Brasilíu- manninum því hann var kosinn besti knattspyrnumaður Evrópu sem og besti knattspyrnumaður heims. -HBG Brasilíumaðurinn Ronaldo sést hér með verðlaunin sem ltann hlaut fyrir að vera valinii knattspyrnumaður Evrópu og heintsins. Reuter r Nú er gaman að versla þvfnóg ertil Frábœrt úrval afsófum, sófabordum, borðstofubordum, skápum, gjafavörum og fl. Einnig mikið úrval af kristalsglösum og postulíni á frábœru verði 2jasœtasófi 3jasœtasófi \i»f fytir úti\ Verð áður kr. 104.900 Utiarnár ný sending - frábœrt úrval Skemmtilegir vinahringir fyrir kerti ottverð Frábœrtúrval af ödruvísi gjafavöru B æ j a r 1 i i n d 6 - 2 0 1 K ó p a v o g i - S . 5 5 4 6 3 0 0 ■■■ ■■ ■■^H ■ ■■■ ■■■■ ■■■^^H
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.