Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 294. tölublaš - Helgarblaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						h~Í'& iCj CÍ f'b lCi Cj     JLJfSf        LAUGARDA.GUR  21.   DESEMBER  2002
„Það þekkja allir einhvern
sem hefur orðið fyrir ofbeldi
44
Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir var ísambandi í
rúm tvö ár þar sem hún var beitt miklu andlegu og
kunferðislegu ofbeldi. Hún sleit sambandinu fyrir
um ári og hefur ákveðið að koma fram og segja
sögu sína ívon um að það geti hjálpað öðrum sem
eins er ástatt um.
Hrafnhildur er ein af þeim sem standa á bak við herferð-
ina Ekki segja frá, herferð gegn heimilis- og kynferðisof-
beldi sem var formlega hleypt af stað föstudaginn 27. sept-
ember í íþróttahúsi Handknattleiksfélags Kópavogs við
Digrasnesveg í Kópavogi. Herferðin ber sama nafn og bók
sem kom út í byrjun desember þar sem segir frá stúlku sem
hefur orðið fyrir heimilis- og kynferðisofbeldi og byggir
sagan á reynslusögum fjögurra stúlkna sem höfundurinn,
íris Aníta Hafsteinsdóttir, fléttar saman í eina persónu.
Hrafnhildur er ein þeirra.
Hrafnhildur eða Hrabbý eins og vinir hennar kalla hana
er ósköp venjuleg 24 ára stúlka. Hún fæddist í Kópavogin-
um þar sem hún eyddi fyrstu fimm árum ævi sinnar með
einstæðri móður sinni. Þegar Hrabbý var sex ára fluttu
þær mæðgur norður í Dæli í Víðidal, en mamma hennar
hafði ráðið sig þangað í sauðburð. „Mamma féll fyrir
bóndasyninum. Hann ættleiddi mig þegar ég er sex ára af
því að raunverulegur faðir minn hafði aldrei skipt sér neitt
af mér. Villi pabbi ákvað bara að ættleiða mig og daginn
sem ættleiðingarpappírarnir komu þá var ég rosalega
ánægð. Loksins átti ég alvöru pabba," segir hún brosandi.
Hún átti að eigin sögn yndislega æsku norður í Húnavatns-
sýslu. „Þetta voru ofboðslega góð ár, maður var bara frjáls,
fullt af vinum og fullt af dýrum. Svo voru náttúrulega afl
og amma, þetta var bara allt önnur reynsla. Mamma var
líka svo áhyggjulaus, maður gat bara verið úti og það
þurfti ekkert að vera með augun á manni. Það voru aldrei
nein vandamál, ég átti alveg rosalega góða æsku," segir
Hrafnhildur og meinar það greinilega.
Syngjandi semí-dúx
Sönghæfileikar Hrafnhildar komu snemma í ljós og með-
al annars tók hún þátt í sóngkeppni framhaldsskólanna þar
sem hún flutti lag Bette Midler, Wind Beneath My Wings.
Hún samdi sjálf íslenskan texta við lagið sem hlaut ís-
lenska heitið Ég sakna þín. Hún sigraði bæði í und-
ankeppni sem haldin var í Fjölbrautaskóla Norðurlands
vestra á Sauðárkróki þar sem hún stundaði nám og í kjöl-
farið aðalkeppnina i Reykjavík. Auk þess söng hún með
hljómsveitinni Demo frá Blönduósi um tíma, tók þátt í
nokkrum uppfærslum með Húnvetningum á Broadway og
hefur sungið í brúðkaupum og veislum af ýmsu tagí.
Hrafnhildi hefur alltaf gengið vel í skóla og til að mynda
lauk hún stúdentsprófi á þremur og hálfu ári og útskrifað-
ist sem semi-dúx af félagsfræðibraut frá Fjölbrautaskólan-
um í Breiðholti. Haustið eftir fór hún 1 Ferðamálaskóla is-
lands og stundar nú nám í ferðamálafræðum við Háskóla
íslands og stefnir á að ljúka B.Sc- gráðu næsta vor.
„Hann notfærði sér veikleika mína"
Hrafnhildur kynntist ofbeldismanninum fyrir þremur
árum. „Við kynntumst í gegnum Internetið og hann var
voðalega yndislegur fyrst eins og þeir eru oft. Við vorum
svona að heimsækja hvort annað á víxl en í rauninni vissi
ég alveg um leið og ég sá þennan mann að þetta var ekkert
maður fyrir mig." Hann bjó þá í Hollandi en hún á íslandi.
Hann var fjórtán árum eldri en hún. Ári eftir að þau kynnt-
ust flutti hann til hennar þar sem hún var búin að finna
handa þeim íbúð í miðbæ Reykjavíkur. „Hann náði að
sannfæra mig um að það væri allavega þess virði að
reyna," segir hún. Maðurinn átti að baki erfiða reynslu
sem vakti samúð Hrafnhildar, henni fannst hún á einhvern
hátt bera ábyrgð á honum og hann þyrfti á henni að halda.
Hann talaði einnig mikið um hvað allir væru vondir við
sig.
Stuttu eftir að maðurinn flutti til Hrafnhildar lenti hún
í alvarlegu bílslysi. Hrafnhildur hafði verið á stóðréttaballi
í Víðidal og var bOstjóri þetta kvöld. Það var niðamyrkur
og blinduð af bílljósum bifreiðar sem kom úr gagnstæðri
átt sá hún fólkið, tvær fótgangandi manneskjur á þjóðveg-
inum of seint til að geta afstýrt slysinu. Hún ók á þau með
þeim afleiðingum að þau slösuðust lífshættulega og það var
tvísýnt með líf þeirra í nokkrar vikur. „Þetta tók mjög á
mig þannig að ég var ofboðslega veik á taugum þegar hann
flutti inn til mín og hann notfærði sér það óspart. Ef mér
leið illa og ef honum fannst það vera að koma niður á sér
þá fékk ég oft að heyra hluti eins og þetta hefði nú aldrei
gerst ef þú hefðir hlustað á mig og ekki farið þetta kvöld og
þér var bara nær. Hann var ekki að styðja mig heldur var
hann að koma inn hjá mér sektarkennd um að ég hefði
kannski gert eitthvað vitlaust þó ég hafi verið í fullum rétti
í þessu slysi. Hann notfærði sér veikleika mína til að éta
mig smám saman upp."
Hrafnhildur segir að þegar ofbeídið hafi farið að gera
vart við sig hafi það byrjað á mjög lúmskan hátt og án þess
að hún hafi í raun áttað sig á hvað var að gerast. „Nei, það
er málið, þú fattar þetta ekki. Þetta byrjar hægt og rólega
með smá athugasemdum og aðfinnslum," segir Hrafnhild-
ur. Hún gefur dæmi um að þegar hún kom heim úr búðinni
stóð hann oft yfir henni og skammaði hana fyrir það sem
hún tindi upp úr innkaupapokanum eða ef hún var að sópa
átti hún frekar að ryksuga og þannig ágerðust aðfinnslur
hans. Hann sagðist ekki treysta henni fyrir peningum því
hún eyddi þeim bara í vitleysu. Hrafnhildur vann með
skólanum til að halda þeim uppi þvi maðurinn missti vinn-
una aðeins þremur mánuðum eftir að hann kom til lands-
ins, hann gerði lítið sem ekkert til að fá vinnu.
Hrafnhildur segir að smám saman hafi hún einangrast
félagslega og að maðurinn hafi notfært sér ástand hennar
til að brjóta hana niður. Hann var búinn að sannfæra hana
um að hún hafi átt ómurlega æsku og að vinir hennar
væru ekki raunverulegir vinir hennar. „Hann baktalaði
bæði vini mína og fjölskyldu. Hann náði að einangra mig
frá nánast öllum, nema kannski skólanum því ég þurfti að
fara þangað. Hann var einhvern veginn búinn að snúa
heiminum þannig að sá eini sem var góður við mig var
hann. Hann var búinn að koma þvi inn í hausinn á mér að
um leið og ég væri búin að laga það sem væri að mér and-
lega að þá yrði allt gott á milli okkar. Hann lagði það
þannig upp að öll vandamál í sambandinu væru út af því
að mér leið svo illa út af vandamálum sem ég þorði ekki að
horfast í augu við úr fortiðinni."
Trúði því að hún ætti enga vini
Hrafnhildur segir að hún hafi verið farin að trúa því að
hún ætti enga vini, að hún væri ómöguleg auk þess sem
sjálfstraustið var horfið. Hún léttist um tæp tuttugu kíló á
þeim tíma sem sambandið stóð yfir. „Þetta var orðið
þannig á timabili að ég gekk til geðlæknis því ég var mjög
þunglynd á þessum tíma. Ég var orðin mjög upptekin af því
að kryfja öll mín vandamál úr æsku sem voru flest tilbúin.
Á tímabili var ég farin að fá kvíðaköst á nóttunni, gat ekki
sofið, fannst ég vera að kafna, fannst ég vera að deyja,
hjartað var að springa úr brjóstinu á mér og ég svaf ekki,
gat ekki borðað. Vinir mínir í rauninni hættu bara að hafa
samband. Hringingunum fækkaði, þeir gátu ekki hugsað
sér að horfa upp á þetta," segir Hrafnhildur og bætir við að
hún hafi verið ofsalega upptekin af þvi að fela ástandið.
Það hlýtur að vera flókið ferli þegar um andlegt ofbeldi
er að ræða þar sem engir áþreifanlegir áverkar eru sjáan-
legir „Þó hann hafi ekki lamið mig þá misþyrmdi hann
mér kynferðislega. Kynlíf var yfirleitt ofboðslega sársauka-
fullt því hann beið ekkert eftir að ég örvaðist. Ég var með
áverka i kringum kynfæri og með marbletti á höndum og
lærum, þar sem hann tók oft frekar harkalega á mér við
samfarir. Ef ég vildi ekki sofa hjá honum þá þurfti ég að
hlusta á endalausar svívirðingar um hvað ég væri ómurleg
manneskja. Ég valdi líkamlega sársaukann fram yfir þann
andlega því að ég vissi að líkamlegu sárin myndu gróa með
tímanum, en andlegi sársaukinn risti svo djúpt og ég vissi
að hann var varanlegur, það kom líka á daginn. Ég vil skil-
greina þetta sem nauðgun, þetta er ekkert annað en nauðg-
un," segir Hrafnhildur ákveðin. Hrafnhildur hefur farið í
viðtöl hjá Stígamótum, þar sem hún glimir við afleiðingar
kynferðisofbeldisins. „Á meðan á sambandinu stóð gerði ég
mér ekki almennilega grein fyrir því að verið var að
nauðga mér, þó að mín innri rödd segði mér að þetta ætti
ekki að vera svona, eitthvað svo sársaukafullt og niður-
lægjandi gæti ekki tengst ást á nokkurn hátt," segir Hrafn-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
38-39
38-39
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80