Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 294. tölublaš - Helgarblaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						44    Helcjcxrblciö H>"V lauoardaour
DESEMBER 2002
Kaupmannahöfn
Kaupmannahöfn var höfuðborg íslands
um aldir oq þar líggja gróin spor sógunnar
um steinlögð stræti. Fáir kunna betur að
„huqqe siq" íaðdraqanda jólanna en íbúar
Kaupmannahafnar oq DV brá sér ufir poll-
inn íqlöqq oq piparkökur oq tilbúna
stemningu.
Það-ér'margt sem skapar jólastemningu og llklega er
það beintengt í minnisbanka hvers og eins hvað það
er. Sennilega eru kynslóðirhar sem þurftu hrein vað-
málsnærföt og tólgarkerti tii að komast í jólastuð að
mestu horfnar og eflaust eru það grenigreinar,
smákökur óg jólalög sem hafa komið í staðinn.
-             Kaupmannahöfn er forn höfuðbörg íslands um aldir
Þessi glaðbeitti Afgani var að selja vettlinga á jóla-
markaðnum í Kristjaníu og Veitti ekki af í vetrarkuld-
anum. Hann sagðist gjarnan vilja koma til íslands því
það væri gott land og fólk vantaði vettlinga.
Það voru ekki allt gamlir hippar sem leituðu á mark-
aðinn í Kristjaníu því það er mjög vinsælt meðal ungs
fólks í Kaupmannahöfn að fara þangað í leit að
óvenjulegum jólagjöfum. Þarna heldur Lars
Östergaard-Christensen á dóttur sinni Silju Björk sem
varð eins árs þennan dag.
Gamlir hippar breytast skammlaust í kaupahéðna á áðventunni og reyna að selja kapítalískum smáborgurum
meðvitað handverk. Þessi virðist ekki vita til þess að hártískan hafi mikið breyst síðan 1970.
DV-myndir Rósa Sigrún Jónsdóttir/PÁA
Jólastemningin nær líka niður í Nyhavn þar sem sölu-
básum er raðað upp og kolastampar kyntir fyrir veg-
farendur að yija sér á. Þarna var lögð áhersla á glögg
og piparkökur og svo var gott að stinga sér inn
Hyttefadet og fá sér smörrebröd og einn kaldan.
og þangað sækja íslendingar flest það sem þeir hafa til-
einkað sér í matarmenningu og siðum sem tengjast
jólahaldi í nútímánum. Það búa um 4000 íslendingar í
Kaupmannahöfn og heimsóknir þangað á aðventunni
eru gríðarlega vinsælar.
Stemning í boði Illums
Strikið, fallegasta göngugata heimsins, að sumra
áliti, liðast frá Ráðhústorginu niður í gegnum nokkur
torg áður en hún endar á Kongens Nytorv. Við Strikið
er að finna margar verslanir og á aðventunni er þar
stööugur straumur fólks upp og niður, flestir eru prúð-
búnir í augljósum jólahugleiðingum með fangið fullt af
pinklum en aðrir sýnast vera kaupahéðnar á hraðferð.
Verslanir eru skreyttar, gatan er skreytt og götu-
listamenn lífga upp á stemninguna með afrískum
trumbuslætti eða hefðbundum fjórradda söng jóla-
sálma. Fyrir vitin slær ef til vill angandi kaffilykt eða
ilminum af ristuðum hnetum sem verið er að selja í
bréfpokum. Þetta er svo mikil jólastemning að það
gæti fengið hvaða heiðingja sem er til að fallast á til-
urð Jesúbarnsins og taka þátt i afmælishátíð þess. Það
eina sem vantar til að fullkomna stemninguna er svo-
lítill jólasnjór. Og þegar við göngum fram hjá vöruhús-
inu Illums, sem margir íslendingar kannast vel við, fer
að snjóa og það er einmitt þessi jólalegi jólasnjór sem
svífur í geðþekkum flygsum niður í logninu og sest í
loðkragana og í hárið á rjóðum viðskiptavinum.
Þetta er fullkomið þangað til manni verður ljóst að
þetta er froðujólasnjór í boði Illums og það eru vélar
uppi á þakinu sem blása úr sér hæfilegum skammti
með reglulegu millibili. Bara til að skapa stemningu
svo ekki þurfi lengur að reiða sig á duttlungafulla nátt-
úru. Við forðum okkur inn á Café Norden og fáum
kókó og eplapæ. Seinna um kvöldið sjáum við eitthvað
sem sýnist vera norðurljós á kyrrum kvöldhimni yfir
Nyhavn. í ljós kemur að þetta reynast vera leysigeisl-
ar sem mín vegna geta verið í boði Illums. Enn seinna
um kvöldið hangir hálfur máni á heiðum næturhimni
yfir Kristjánsborgarhöll og hann er svo fallega formað-
ur að maður fer ósjálfrátt að skima eftir vörumerki 111-
ums eða þess sem kostar uppsetninguna. En tunglið er
ekta.
Glögg kaup og góður matur
Það er hægt að gera góð kaup í jólagjöfum í Kaup-
mannahöfn, sérstaklega með því að leita rétt út fyrir
Strikið í ögn kyrrlátari hliðargötur þar sem verðlag er
þegar tekið að síga. Ég sá sérstakt froðuáhald til þess
að framleiða skúm á kaffibolla. Sérlega óþarft og geð-
þekkt áhald. Það mátti kaupa fyrir 50 krónur danskar.
Hér heima er þessi sami „froðusnakkur" á sérlegu jóla-
veröi sem er nálægt 2000 krónum.
En það er líka hægt að njóta þess að horfa á fjöl-
breytt mannlíf, skoöa fallega danska hönnun í gjafa-
vörubúðum og láta sig dreyma. Það er líka hægt að
setjast inn á Hviids Vinstue og fá sér heitt jólaglögg og
piparkökur og hugsa um endalok Jónasar Hallgríms-
sonar og alla þá sem hafa- eytt hæfileikum sínum í
slímusetur á krám í þessari borg í stað þess að vinna
landi og þjóð eitthvert gagn. Reyndar gerði Jónas
hvort tveggja.
Það er líka hægt að róla niður í Nyhavn og setjast
þar á veitingahús eins og Told og Snaps eða Hyttefadet
og fá sér ærlegt danskt smörrebröd með öli og snafsi.
Það er hægt að borða margt skemmtilegt í þessari
heimsborg en ekkert er eins danskt og smörrebröd.
Nema ef vera skyldi pylsurnar í vögnunum sem er enn
þá leyft að selja þótt þær séu rauðar á litinn og ég fékk
mér „pölse i svöb" sem er innpökkuð í svínsflesk og
dándisgóður matur.
Það er líka hægt að skella sér á skauta á Kongens
Nytorv og róla þar I virðulega hringi og ef maður er
ekki með skautana með sér þá eru þeir leigðir á spott-
prís.
Viltu slást?
Allt er þetta hægt og fiest gengur eftir hefðinni í
Kaupmannahöfn í aðdraganda jólanna nema í þetta
skiptið því nú halda pótintátar Evrópubandalagsins
sinn stærsta fund frá upphafi í Bella Center og flest
stórmenni álfunnar eru mætt. Það eru líka komnir
mótmælendur alls staðar að úr heiminum og hóta öllu
illu og til mótvægis hafa verið fluttir sex þúsund lög-
reglumenn utan af landi til borgarinnar til að allt fari
nú fram eins og vera ber. Ég heyri þrekinn lögreglu-
þjón segja vinkonu sinni að þetta sé fínt jólafrí því
víða um borgina má sjá þessa rassbreiðu laganna verði
bíða í hópum eftir því að eitthvað gerist. Alþjóðlegar
keðjur eins og Burger King og McDonald bíða ekki
heldur negla þykkar krossviðarplötur fyrir alla glugga
enda orðnir seinþreyttir á því að vera skotspónn
þeirra sem hafa mótmæli að meginstarfi. Reyndar þarf
ekki aðkomumenn til því McDonalds er að hrekjast úr
miðbæ Kaupmannahafnar rétt eins og Reykjavíkur og
Strikíð er án efa ein lekkerasta göngugata heimsins og
iðar af lífi alla aðventuna enda víða hægt að gera af-
bragðs kaup.
Það voru fluttir sex þúsund lögreglumenn til borgar-
innar vegna yfirvofandi mótmæla í tengslum við fund
Evrópubandalagsins. Það mátti sjá þá standa í hópum
víðsvegar um borgina þar sem þeir reyndu að halda á
sér hita.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
38-39
38-39
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80