Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 294. tölublaš - Helgarblaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						LAUOAROAOUR 21. DESEMBER 2002
H<3l<garbladi T>"%T
góður stofh í þá daga. Síöan fluttumst við
að Seli í Sandvík þar sem við bjuggum i
tvö ár," segir Ari og tekur fram að þar
hafi þeim þótt gott að búa, jafnvel þó að
samgóngur hafi verið eriiðar:
„Ég var eini maðurinn sem var með
mótorbát í Sandvík og ég rótfiskaði, en
það var svo stutt á miðin," segir Ari stolt-
ur á svip.
Þann 9. október árið 1938 eignuðust Ari
og Guðný sitt fyrsta barn sem skírt var
Dóra María, en hún var sú eina sem lifði
af fjórum börnum þeirra. Á jólanótt árið
1944 fæddi Guðný yngsta barnið sem dó
um morguninn. Það var ekki hægt að ná í
lækni eða hjúkrunarkonu vegna veðurs:
„Næstyngsta barnið var komið á þriðja ár
þegar ég fór með það suður til Reykjavík-
ur en það dó á Landspítalanum," segir Ari
og það er erfitt fyrir þau að rifja þessa at-
burði upp. Guðný fór með næstelsta barn-
ið til Reykjavíkur, dreng sem var rúmlega
eins árs gamall. Drengurinn lést á Landakoti eftir nokkurra
daga legu. Guðný segir að þessi barnamissir hafi verið gríðar-
lega erfiður og sérstaklega sálarlega:
„Það var bara eins og börnin okkar gætu einhvern veginn
ekki þroskast og ég held að við höfum verið í of líkum blóð-
flokki, en það mun aldrei koma almennilega í ljós af hverju
þau dóu óll nema eitt," segir Guðný sorgmædd á svip.
Með kýr á Langholtsvegi
Eftir þá hræðilegu lífsreynslu að missa 3 barna sinna flutt-
ust Ari og Guðný ásamt Dóru dóttur sinni til Reykjavíkur árið
1949. Ari segir að sér hafi ekkert litist á blikuna þegar-hann
var kominn til borgarinnar:
„Mér fannst við komin í eymd og volæði þegar við komum
suður því atvinnuleysið var þá svo mikið og ekkert að gera.
Við fluttum á Langholtsveg 106 og bjuggum þar i tvö ár. Það
var svo lítið að gera að ég ákvað að kaupa kýr sem nágranni
okkar var að selja," segir Ari og Guðný segir brosmild á svip
að hann hafi þurft að vera í beljunum, en þau seldu íbúðina á
Langholtsvegi til að geta keypt kýrnar:
„Við vorum með 13 kýr og ég seldi mjólkina. Fólk kom til
okkar á Langholtsveginn til að kaupa mjólk á brúsum og við
gerðum það bara nokkuð gott. Ég varð þó að vinna með
þessu," segir Ari en hann vann í frystihúsum á Kirkjusandi og
á Meistaravöllum.
Síðasti bóndinn í Breiðholtí
Árið 1955 bauðst Ara og Guðnýju að taka við sveitabæ sem
bar nafnið Breiðholt og var töluvert fyrir utan Reykjavík.
Bærinn stóð á sama stað og blómabúðin Alaska var, en blóma-
búðin var til húsa í fjósinu og hlöðunni þar sem kýrnar voru.
Breiðholtið eins og við þekkjum það í dag dregur nafn af bæn-
um og var Ari síðasti bóndinn sem bjó í Breiðholti:
„Mér bauðst að taka við búinu þarna en það var erfitt því
heyið hafði verið látið liggja á túninu frá því sumarið áður og
mikið verk var að róta því upp og raka því saman. Ég var með
30 gripi í fjósi og seldi mjólkina, en ég fékk því til leiðar kom-
ið ásamt fleirum að mjólkin væri sótt á bíl því ég nennti ekki
að fara með hana á hestum," segir Ari og Guðný.bætir við að
Breiðholtið á þessum tíma hafi verið algerlega autt og eina
húsið á svæðinu hafi verið sveitabærinn:
„Næsti bær við Breiðholtið var Fífuhvammur í Kópavogi,"
segir Guðný en Fífuhvammsvegur liggur m.a. með fram
Smáralindinni.
Ari og Guðný bjuggu í Breiðholti frá 1956 til 1960 og eins og
áður segir voru þau síðustu ábúendur á bænum Breiðholti.
Eftir að hafa búið í eitt ár í Hafnarfirði fluttust þau i Gljufur-
holt í Ölfusi en þar bjuggu þau í þrjú ár:
„Á þessum tíma höfðum við tekið að okkur tvö barnabörn
okkar og ég gat ekki hugsað mér að ala þau upp á götunni og
því ákváðum við að flyrjast að Gljúfurholti. Þetta var feikna-
J-~
í Breiðholti var búið hefðbundnum búskap fram til 1960 og þessi myiiti
sýnir ungan pilt fóðra heimaalninginn.
mikið bú og við vorum með 80 gripi í fjósi sem var eitt það
stærsta á landinu á þeim tíma," segir Ari en um vorið 1964
keyptu þau jörðina Klausturhóla í Grímsnesi og fluttust þang-
að ásamt baraabörnum sínum:
„Okkur var ákaflega vel tekið af Grímsnesingum og þar átt-
um við góða nábúa," segir Ari en þau byggðu búið hratt upp
og eftir tveggja ára búsetu á Klausturhólum voru þau með 400
ær og 30 gripi í fjósi. Á Klausturhólum leið þeim mjög vel og
þar bjuggu þau fram til ársins 1984 en þá fluttu þau á Selfoss
þar sem þau keyptu sér hús og þar búa þau enn þá.
Jól bernskunnar
Fólk á aldur við Ara og Guðnýju hefur gjörbreytta mynd af
jólum úr æskunni frá þeirri sem ungt fólk upplifir í dag:
„Við fengum jólatré sem var smlðað úr timbri og það var
skreytt með sortulyngi og beitibuskum, en reynt var að kaupa
epli til að hengja á tréð. Stundum voru settir fléttaðir jólapok-
ar úr pappír á tréð, en í þeim voru nokkrir Bismark- og kónga-
brjóstsykrar. Á Þorláksmessu voru fótin okkar þvegin og við
þurftum að liggja í rúminu á meðan reynt var að lifga upp á
þau. Á aðfangadag var hangikjöt og saltkjöt í matinn og pabbi
las alltaf húslestur. Við fengum sokka í jólagjafir og bryddaða
sauðskinnsskó og við vorum afskaplega ánægð með þessar
gjafir. Ásmundur afi minn var meðhjálpari hjá prestinum fyr-
ir austan og krakkarnir fóru alltaf með honum til kirkju á að-
fangadagskvöld og sungu sálmalög. Ég man einu sinni eftir því
að það var mikill snjór á aðfangadag og í kirkjuna var klukku-
tíma gangur og krakkahrúgan var á eftir honum og hann dró
þau áfram í snjónum," segir Ari og bætir því við að jólin hafi
verið mikil hátíð. Hann segir að jólahaldið sé mikið breytt frá
því hann var ungur:
„Það var ekki svona mikið gjafavesen eins og í dag, en það
var mikið sungið og krakkarnir litu á jólin sem hátíðlegustu
stund ársins."
Blossi í 65 ár
Þegar maður lítur á þau er hálfótrúlegt að þau séu bæði að
komast á tíræðisaldur. Hin síðari ár hafa þau verið dugleg að
vinna í garðinum við húsið sitt, en á sumrin er þar mjög fal-
legt um að litast. Fyrir rúmum fimmtán árum fór Ari á sjó
með barnabarni sínu Dagbjarti Gunnarssyni sem býr í Nes-
kaupstað en þeir reru saman á trillu, auk þess sem Ari sá um
að setja upp línu fyrir bátinn í skúrnum hjá sér. Þau segjast
bæði vera sátt við lífsstarfið og þeim líður vel. í febrúar á
næsta ári eiga þau 65 ára brúðkaupsafmæli, en 60 ára brúð-
kaupsafmæli er kennt við demant. Þegar blaðamaður var í
þann mund að Ijúka úr kaffibollanum leit Ari á Guðnýju og
sagði:
„Þú ert nú alltaf jafn falleg, elskan mín," og úr augum
þeirra skein blossi sem skinið hefur frá því þau kynntust.
Jóhannes Kr. Kristjánsson
BÓK MÁNAÐARINS
á bókmenntavef
Borgarbóka-
safnsins.
BÓK
VIK-
UNNAR
hjá tímaritinu
Vikunni.
Stórskemmtileg
barnabók
í frábærri þýðingu
Þórarins Eldjárns.
bókaútgAfan hólak
Ari Þorleifsson ásamt konu sinni Guðnýju Bjarnadóttur.Þau hafa verið gift í 65 ár og voru síðustu bændur í
Breiðholti.       DV-mynd Jóhanncs Kristjánsson
Tivoli Model One
ÚtVarp eftir Henry Kloss
Tímalaus hönnun -
takmarkalaus gæði
Rolling Stone:
Við vorum sérstaklega hrifnir af því hve auðvelt var að ná
fjarlægum stöðvum á Model One - útsendingum sem
ekkert annað útvarpstæki í húsinu náði.
The Boston Globe:
Model One er enginn geislaspilarí en alveg á við
einn slíkan - betra en bestu ferðaútvörp.
Philadelphia Daily News:
Eftir að hafa kynnt þér þennan „litla gimstein"
geturðu ekki verið án hans.
Tivoli Model One fæst í Kokka, Epal, CM Laugavegi 66 og
Artform Skólavörðustíg og kostar 19.600.-
J*r
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
38-39
38-39
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80