Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 295. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						14
MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2002
Utlönd
s>v
Norður-Kórea
fjarlægir eftirlits-
myndavélar
Norður-Kórea sagðist í gær vera
byrjuð að fjarlægja eftirlitsmynda-
vélar og annan slíkan búnað frá
Sameinuðu þjóðunum sem eiga að
hafa eftirlit með kjarnorkustarfs-
semi landsins
Alþjóða kjarnorkustofnunin sagði
áð búnaður hefði verið tekinn úr
sambandi í kjarnorkuverinu í Yong-
byon en SÞ halda því fram að þar
hafi verið búið til plútóníum sem
hægt sé að nota í sprengjuodda.
Bandaríkin, Japan og Suður-Kórea
sögðust harma þetta ástand mjög.
írakar svara ásökunum Bandaríkjamanna um lélega skýrslu:
Reiðubúnir að svara
öllum spurningum
Amir al-Saadi, forsetaráðgjafi 1
írak, sagði á blaðamannafundi í gær
að írakar væru reiðubúnir að svara
öllum þeim spurningum sem Banda-
ríkjamenn og Bretar kynnu að hafa
en þeir hafa gagnrýnt undanfarna
daga skýrslu íraka um vopnaeign
GLANSANDI BILL
GLANS
TJ ÞVOTTASTOÐ
DALVEGI 22
S. 515 2722
OPIÐ MÁN.-FÖS.
8.00-22.00
ÞORLÁKSMESSA. 8.00-23.00
AÐFANGADAGUR 8.00-15.00
JOLADAGUR   LOKAÐ
ANNARIJÓLUM LOKAÐ
GAMLÁRSDAGUR 8.00-15.00
NYARSDAGUR LOKAÐ
Gleöileg jól og farsælt nýtt ár
þeirra. „Við myndum jafnvel bjóða
fulltrúa CIA, bandarísku leyniþjón-
ustunnar, velkominn til að benda
vopnaeftirlitsmönnum á þá staði
sem þeir telja grunsamlega," sagði
al-Saadi.
Bandaríkjamenn höfðu lýst
skýrslunni sem skýru broti á álykt-
un Öryggisráðs SÞ og samkvæmt
því höfðu þeir heimild til að ráðast
inn í landið með hervaldi. Tugir
vopnaeftirlitsmanna kemba nú land-
ið í leit að kjarnorku-, efna- eða
sýklavopnum en stjórnvöld í Banda-
ríkjunum hafa gert deginum ljósari
þá skoðun sína að þau hafi aflað
nægra sönnunargagna sjálf til að
réttlæta hernaðarlegar aðgerðir.
Hans Blix, formaður vopnaeftir-
litsnefndar SÞ, hefur gagnrýnt
Bandaríkin fyrir að láta þeim ekki í
té allar þær upplýsingar sem þau
búa yfir en talið er að þau muni þó
gefa upp allt að 5 staði sem teljast
grunsamlegir. Jafnframt telja menn
að Bandaríkjamenn muni ekki á
næstunni láta allra viðkvæmustu
upplýsingarnar af hendi.
Al-Saadi bætti þvi við að írakar
mundu halda áfram að vinna með
vopnaeftirlitsmönnum og að listi yf-
ir iraska vísindamenn yrði afhentur
áður en árið er úti. En hvort iraska
ríkisstjórnin myndi leyfa vísinda-
mönnunum og fjölskyldum þeirra
að yfirgefa landið til að svara spurn-
ingum vopnaeftirlitsmanna er ann-
að mál og sagði hann að leysa þyrfti
ýmis mál til að það yrði að veru-
leika.
ísraelar hafa að undanförnu und-
irbúið sig fyrir árás Bandaríkja-
manna og Breta á íraka. Heræfingar
hafa verið skipulagðar með banda-
rískum herdeildum og börnum
kennt að nota gasgrímur.
Sífellt fleiri bandarískir hermenn
koma til Persaflóa og er undirbún-
ingur fyrir stríðsrekstur þar rnikill.

Dekkjaviðgerðarsett
kr. 5.990
Vagnhöffia 23 • Slml 590 2000 • www.benni.is
REUTERS
Buslað f ísköldu vatni
Maöur baöar fjögurra mánaða gamlan son sinn í ísköldu árvatninu nálægt
Almaty í Kasakstan. Margir trúa því að meö því aö bada sig í köldu vatni
verði maður heilbrigður og ónæmur fyrir kulda.
Menn ársins hjá Time Magazine:
Uppljóstrarar fá
uppreisn æru
Þrjár konur hafa verið valdar
menn ársins hjá hinu virta tímariti,
Time, sem hefur tilnefnt mann árs-
ins undanfarin 75 ár. í ár voru það
uppljóstrarar innan þriggja fyrir-
tækja og stofnana sem urðu fyrir
valinu.
Tvær þeirra, Sherron Watkins og
Cynthia Cooper, komu upp um risa-
bókhaldssvik í þeim fyrirtækjum
sem þær unnu hjá, Enron og
WorldCom, sem bæði urðu gjald-
þrota í kjölfarið. Sú þriðja, Coleen
Rowley, er starfsmaður FBI, banda-
risku alríkislögreglunnar, sem
skrifaði 13 blaðsíðna bréf til Roberts
Muller, forstjóra FBI, þar sem hún
útskýrði hvernig yflrmenn hennar
í Minneapolis í Minnesota, hunsuðu
athugasemdir hennar og beiðni um
að rannsaka Zacarias Moussaoui,
einn hryðjuverkamannanna sem lét
PersonsoftheYeae
i HV
Whjstlcblowors
Stuttar fréttir
T0nne fannst látinn
Tore Tonne, fyrr-
verandi heilbrigðis-
ráðherra Noregs,
fannst í gær látinn
en hans hafði verið
saknað í nokkra
daga. Er jafnvel
talið að hann hafi
framið sjálfsmorð
en hann hafði verið gagnrýndur
mikið fyrir að vera á biðlaunum
ráðherra á sama tíma og hann
gegndi ráðgjafarstörfum fyrir Kjell
Rokke, norskan viðskiptafrömuð.
Margir ekki í al-Qaeda
Tugir fanga eru enn í fangabúð-
um Bandaríkjanna í Guantanamo-
flóa í Kúbu sem hafa engin tengsl
við hryðjuverkasamtökin al-Qaeda,
segir í frétt LA Times í gær.
Kosið í Litháen
Valdas Adamkus fær yfirburða-
fylgi í forsetakosningum landsins
sem fram fóru um helgina, 40,7 pró-
sent, samkvæmt útgönguspám.
Hann mun því að öllum likindum
gegna starfi forseta áfram.
141 milljarður í lottói
Hið árlega jólalottó Spánar fór
fram i gær og íognuðu margir þegar
rúmum 141 milljarði króna var út-
deilt í 19 þusund misstórum vinn-
ingum.
9 farast í Brasilíu
9 manns létust í aurskriðum I
fjallabæ nærri Rio de Janeiro í
Brasilíu í gær. Óttast er að enn
fleiri hafi grafist undir aurnum.
Chavez er bjartsýnn
Forseti Venesú-
ela, Hugo Chavez,
sagðist í gær vera
bjartsýnn á að rík-
isstjórn hans tækist
fljótt að binda enda
á þriggja vikna
verkfall olíuiðnað-
arins í landinu sem
hefur haft mikil áhrif á almenna
starfsemi í landinu.
Þrjú börn drepin í Kasmír
Múslimskir uppreisnarmenn eru
grunaðir um að hafa drepið þrjú
börn i indverska hluta Kasmírhér-
aðsins í gær.
Sigur forsetaf lokksins
Flokkur Marcs
Ravalomanana,
sem settist í forseta-
stól í Madagaskar í
júlí í ár eftir átök
við þáverandi for-
seta, vann yfir-
burðasigur í þing-
kosningum lands-
ins sem haldnar voru fyrr í mánuð-
inum. TIM-fiokkurinn vann 95 af
160 þingsætum.
Ábending rannsökuð
Þýsk yfirvöld rannsaka nú ábend-
ingu sem þeim barst þess efnis aö
öflug 50 manna deild al-Qaeda
hryðjuverkasamtakanna væri að
undirbúa hryðjuverkaárásir á
sendiráð, banka og alþjóðleg fyrir-
tæki víðs vegar um Evrópu.
Menn árslns.
til skarar skríða 11. september 2001,
nokkrum vikum fyrr.
Páfi talar gegn efnishyggju
Jóhannes Páll páfi annar talaði
gegn efnishyggju í gær, þremur dög-
um fyrir jól, og minnti fólk á raun-
verulega þýðingu jólanna og trúar-
legt gildi þeirra.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
20-21
20-21
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56