Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2002, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.2002, Blaðsíða 27
43 MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2002 J»-V Tilvera Frederic Forrest 66 ára Bandaríski leikarinn Frederic Forrest á af- mæli í dag. Snemma á ferli hans leit út fyrir að Forrest yrði ein af stóru stjömunum. Ekki varð af því heldur hefur hann farið í hóp úrvalsleikara sem leika yfirleitt ekífi aðalhlutverk heldur karakter- hlutverk og setja sterkan svip á kvik- myndir sem þeir leika í. Forrest byrj- aði feril sinn á sviði í New York. For- est á að baki Golden Globe og óskar- stiinefningar. Einn þeirra leikstjóra sem þykir mikið til hans koma er Francis Coppola sem hefur fengið hann i fjórar kvikmyndir. Gildir fyrir þriöjudaginn 24. desember Vatnsberinn (20, ian.-is. febr,): I Fjölskyldan er þér ^ ofarlega í huga um þessar mundir og það er af hinu góða. Gættu þess þó að vanrækja ekki vini þína. Fiskarnir (19. fehr.-?0. marst Dagurinn byrjar vel log þú verður vitni að skemmtilegri uppákomu fyrri hluta dagsins. Happatölur þínar eru 5, 9 og 23. Hrúturinn (21. mars-19. april): fV Rónumt íkin blómstrar næstu dögum en þú ^ skalt vera á verði og gættu þess einnig að særa ekki tilfinningar annarra. Happatölur þínar eru 15, 26 og 34. Nautið (20. apríl-20. maíl: Þú getur gert góð kaup í dag ef þú ert var um þig og gætir þess að semja ekki af þer. Þú nýtur mikillar virðingar í vinnunni þessa dagana. Tvíburarnir (21. maí-2i. iúníi: Forðastu að vera '"uppstökkur því að það bitnar mest á sjálfum þér og þínu nánasta fólki. Horfðu á björtu hliðamar á tilverunni. Krabblnn (??. ii'mí-??. iúin; Þetta verður fremur I viðburðalítill dagxn- en þér berast þó góðar _____ fréttir af gömlum vini. Leggðu þig fram um að halda friðinn á heimilinu. Liónið (23. iúlí- 22. áeúst): ■ Vertu bjartsýnn þó að útlitið sé svart um þessar mundir. Erfiðleikar eru til þess að yfirstíga. Happatölur þínar eru 5, 20 og 29. IVIevian (23. áeúst-22. sept.): Það er einhver spenna <\V\\ í kringum þig sem T^V^lþú veist ekki alveg af * f hverju stafar. Sýndu fólkinu í kringum þig þolinmæði og góðvild. Vogln (23. sept.-23, okt.): í kringum þig er óþolinmótt fólk sem ætlast til mikils af þér. Haltu þínu striki. Ferðaiag gæti verið á döfinni. Happatöltu1 þínar eru 9, 16 og 24. Sporðdrekinn (24. okt.-2i. nóv.): Ef fr1* á fjár- festingu skaltu fara ró- •lega í sakimar og vera viss um að allir í kringum þig séu heiðarlegir. Happatölur þínar em 3, 10 og 31. Bogmaðurinn (22. nóv.-2i. des ); |Þú nýtur góðs af hæfileikum þínum á ákveðnu sviði í dag. Fólk kann vel að meta ákveðni þína í vinnunni. Happatölur þínar era 13, 27 og 38. Stelngeitin (22. des.-i9. ian.): ^ Taktu það rólega í dag en eyddu kvöld- inu með góðum vinum. •^0** Þú ert ánægður með gang mála þessa dagana. Happatölm- þínar em 1, 32 og 36. Jólablót hjá ásatrúarmönnum: Stærsta hátíð ársins Ástatrúarmenn héldu jólablót sitt um helgina en það er stærsta hátið ársins í þeirra ranni. Blótið, sem var haldið í húsakynnum félagsins á Grandagarði i Reykjavik, hófst með ljósaathöfn sem ætluð var börnum. Síðan tók við borðhaid en undir því Ungt fólk í ástatrú Stefán Pálsson og Steinunn Þóra Árndóttir. var skemmt með rími, rappi og frá- sögnum. Þar komu fram listamenn á því sviði, svo sem Steindór Ander- sen, Erpur og Eyjólfur Eyvindarsyn- ir, Hilmar Örn Hilmarsson, Þorri Jó- hannesson, Jóhanna Harðardóttir og Eyvindur Eyþórsson. -sbs Kinn við kinn Sverrir Stormsker og Harpa Karls- dóttir, áöur kona Ástþórs Magnús- sonar friöarsinna. Goðorðsfólk Frá vinstri taliö: Eyvindur P. Eiríksson Vestfjaröagoöi, Lára Jóna Þorsteinsdótt- ir lögsögumaöur og Hilmar Örn Hilmarsson goöi. DV-myndir KÖ Bíógagnrýni Laugarásbió/Regnboginn/Smárabíó/Kringltibíó - The Lord of the Rings: The Two Towers ir it it'i. Uppákoma á Austurvelli: Óður til öræfanna Föruneytið tvístrast Hilmar Karisson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Fjalladrottningin var Sigurði skáldi frá Arnarvatni kær og hjarta- bundin eins og segir í kvæði hans. Hið sama gildir um hóp þeirra lista- manna sem efndi til sólstöðuhátíðar á Austurvelli og annars staðar i miðborginni á laugardag. Fólk og fiöll var yfirskrift þessarar uppá- komu en þar komu saman rithöf- undar, tónlistarmenn, leikarar, ljós- myndarar, myndlistarmenn og fleiri - og sýndu og fluttu hugverk sín. Með pabba Hera, sem er fjögurra ára, hjúfrar sig aö fööur sínum. í fláum heimi er gott aö eiga skjól hjá pabba - sem er bjargiö sem byggja má á. Ungar valkyrjur Þær Margrét Helga og Ragnhildur Lára voru á Austurvelli en engum sögum fer hins vegar afþví hver afstaöa þeirra til virkjunarframkvæmda er. Skáldið Pétur Gunnarsson rithöfundur var meöal þeirra sem lögðu orð í belg á sól- stöðuhátíöinni á laugardag. Allt var það með einum eða öðrum hætti til stuðnings baráttunni fyrir verndum hálendis Austurlands þar sem farið verður að virkja fljótlega, ef að líkum lætur. -sbs Annar hluti Lord of the Rings byrjar þar sem sá fyrsti endaði. Pet- er Jackson er ekkert að gefa mönn- um tækifæri að sjá The Two Towers án þess að hafa séð The Fellowship of theRing. I lok fyrstu myndarinn- ar tvístraðist foruneyti hringsins í þrjá hiuta: Fróði og Sómi héldu áfram til Mordor með hringinn, Pípin og Kátur lentu 1 höndum óvin- arins og Aragom, Legolas og Gimli fara þeim til bjargar. Gandalf kem- ur siðan til liðs við þá. Við erum sem sagt að fylgjast með ferð föru- neytisins á þremur stöðum. Óhjá- kvæmiiega slítur þetta myndina í sundur, samt ekkert meira en í fyrstu myndinni þar sem álfar fengu stærri hlut ásamt því að Gandalf og Sarumon áttust mun meira við en í öðrum hlutanum. Allt er þetta hluti af einni stórri sögu, einu mesta ævintýri sem skrifað hefur verið. Eins og í fyrsta hlutanum er það styrk leikstjóm og útsjónarsemi Peters Jacksons sem gerir myndina að því stórvirki sem hún er. Ég er meira að segja kom- inn á þá skoðun að honum hafi tek- ist það ofurmannlega - að gera æv- intýramynd sem slær öllum öðrum ævintýramyndum við. Á ég þá við tríólógíuna í heild. Fellowship of the Rings var upplifun sem aldrei gleymist. Þar kom Jackson á óvart. Enginn hafði búist við slíku sjónar- spili. Það er töluverður munur að horfa á The Two Towers að því leyt- inu til að hún kemur ekki á óvart. Myndin er nánast allt sem búist var við. Ef spurt er hvort hún sé jafngóð er svarið: næstum því. Ef The Fellowship of the Ring var sterk heild þá er The Two Towers meira sterk atriði. Hér höfum við orrustur sem eru með því allra flottasta sem sést hefur. Við höfum rómantískari hetjusögu, þar sem Aragom er á milli tveggja prinsessa, við sjáum Pípin og Kát vingast við skógarverur, Fróða og Sóma með Gollum í eftirdragi. Hér erum við komin að þeirri persónu sem er sálin í öðrum hlutanum. Þeir sem þekkja söguna vita að Goll- um er örlagavaldurinn í henni, fyrrum hobbiti sem eitt sinn var vemdari hringsins. Hér birtist Goll- um okkur sem ómynd af því sem hann eitt sinn var. Með tölvutækn- inni er í einu vetfangi hægt að um- mynda hann úr sætu litlu skrímsli yfir í ljótt skrímsli. Þetta fer allt eft- ir því hvað hann hugsar. Snilldin er mikil hjá tæknimönnum en það er leikarinn Andy Serkis sem full- komnar verkið. Rödd hans er ein- stök og hef ég varla heyrt aðra eins raddbeitingu, rödd sem fer á hrjúf- an hátt tilfinningaskalann frá því að vera auðmjúkur þjónn, sem kall- ar Fróða „master", í það að geta ekki hamið reiðina, einnig gagnvart Fróða. Gollum er sem sagt tvískipt- ur persónuleiki. Annar hlutinn er Aragorns. Hann er hetjan sem bjargar. Hann heillar gyðjurnar tvær í myndinni. Viggo Mortensen kemur sterkur út úr þessum hluta sögunnar og passar vel inn í hetjuímyndina. Hlutur Fróða og Gandalfs er minni I þess- um miðkafla. Það hefur þó ekki af- gerandi áhrif á persónurnar sem slíkar. Fróði (Elijah Wood) er hring- berinn sem föruneytið fómar sér fyrir, Gandalf er sterkasta persónan í sögunni og Ian McKellan er þegar búinn að gulltryggja ímyndina. Arwen (Liv Tyler) er meira upp á punt hér, það er verið að itreka samband hennar við Aragorn. Gala- driel (Cate Blanchett) er aðeins i einu atriði með Fróða. Það er að vísu mjög sterkt atriði. Þriðja kon- an, Eowyn (Miranda Otto), er aftur á móti í þungamiðju annars hluta, hvort sem hún er að berjast við Gríma (Brad Dourifi), konunginum til bjargar, eða getur ekki leynt ást sinni á Aragom. The Two Towers stendur ekki að baki fyrsta hlutanum hvað varðar mikilfengleik. Ég er alveg viss um að Spielberg, Lucas og Zemenicks horfa öfundaraugum til Peters Jacksons. Við sjáum í myndinni mestu orrustuatriði sem sést hafa á hvíta tjaldinu, þar sem Jackson er herforinginn sem þrautskipuleggur allt, hvort sem er á tökustað eða í tölvunni, og í myndinni fáum við best heppnuðu tölvugerðu persón- una. Ef það er eitthvað sem háir myndinni þá líður hún fyrir það að vera millikaflinn. Þetta skiptir sjálf- sagt heitustu aðdáendur Tolkiens engu máli. Þeir gæða sér á fyrsta hlutanum áöur en farið er í bíó og sakna örugglega einhvers sem Jackson hefur sleppt. The Two Towers endar eins og hún byrjar. Fróði og Sómi halda áfram með hringinn á leið sinni til Mordor og ævintýrið heldur áfram að einu ári liðnu. Leikstjóri: Peter Jackson. Handrit: Peter Jackson, Frances Walsh, Philippa Boyens og Stephen Sinclair. Kvikmyndataka: Andrew Lesnie. Tónllst: Howard Shore. Aóalleikarar: Elijah Wood, Viggo Morten- sen, lan McKellan, Sean Astin, Orlandi Bloom, John Rhys-Davis, Bernhard Hill, Mirinda Otto, Christopher Lee og Brad Douriff. W *.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.