Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 296. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2002
Fréttir
DV
Taílendingar bakka
Taílendingar eru að endurskoða
ákvörðun um að herða reglur um
komu íslenskra ferðamanna til
landsins. DV greindi nýverið frá
því að ferðir næstum 300 íslend-
inga til Taílands eftir áramót gætu
verið í uppnámi eftir að ræðis-
manni Taílands á íslandi var til-
kynnt að reglum hefði verið breytt
á þann veg að allir Islendingar
þyrftu vegabréfsáritun til landsins.
Til þessa hafa íslendingar getað
komið til landsins og dvalið þar í
allt að 30 daga án vegabréfsáritun-
ar.
Ákvörðunin þótti meira en lítið
undarleg í ljósi þess að engar breyt-
ingar voru geröar á reglum um
ferðamenn annars staðar af Norð-
urlöndum. Raunar voru íslending-
ar eina Schengen-landið sem þurfti
að sæta hertum reglum.
„Ég hef fengið þær upplýsingar
frá sendiráði Taílands í Kaup-
mannahöfn að gildistöku nýrra
reglna hafi verið frestað frá 29. des-
ember til 29. janúar," segir Kjartan
Borg, ræðismaður Taílands á ís-
landi. Hann segist ekki hafa fengið
skýringar á málinu frá sendiráðinu
en fagnar stefnubreytingunni og
vonast til að í kjölfarið ákveði Tal-
lendingar að hverfa alfarið frá fyr-
irhuguðum breytingum.
íslendingar 288.201
Samkvæmt bráðabirgðatölum
hagstofunnar voru landsmenn
288.201 þann 1. desember siðastlið-
inn. íbúum landsins hefur fjölgað
um 26.598 frá 1992. en þá bjuggu
261.603 á landinu. Mjög misjafnt er
hvernig landshlutarnir koma út í
þessari fólksfjölgun. íbúum höfuð-
borgarsvæðisins hefur á síöustu tíu
árum fjölgað um 28.002 íbúa eða um
1.500 umfram landsfjölgunina.
Auk höfuðborgarsvæðisins fjölg-
ar á Suðurnesjum um 1.306, Suður-
landi um 802, Norðurlandi eystra
um 83 og Vesturlandi um 19. Á
Norðurlandi eystra hefur mann-
fjöldaþróun breyst til muna, frá því
að fremur fækkaði í landshlutan-
um fyrir áratug að aftur fór að
fjölga þar á síðustu árum. Á síðasta
ári fjölgaði þar um 143.
Þeir landshlutar þar sem fækk-
un hefur verið mest eru Austur-
land, þar hefur fækkað um 1.303
eða 10%. Á Norðurlandi vestra hef-
ur fækkað um 1.146 eða 11,1%.
Vestfirðingum hefur fækkað um
1.755 eða 18,1%. þar er fækkunin i
flestum byggðalögum um eða yfir
20%. Bolungarvík -19,8%, Vestur-
byggð -25,2%. ísafjarðarbær er þó
undantekning með 14,5% fækkun. í
öðrum sveitarfélögum á Vestfjörð-
um hefur fækkað um 40% á síð-
ustu tíu árum.
Þrefaldar þyngd sína
Fyrsta slátrum á þorski úr þorsk-
eldi Síldarvinnslunnar fór fram 22.
desember sl. þegar tæpum 26 tonn-
um af þorski var slátrað og var ís-
fisktogarinn Bjartur notaður sem
sláturhús, en honum var lagt við
kvíarnar og fiskurinn háfaður um
borð. Um er að ræða ársgamlan
þorsk sem var veiddur frá miðjum
nóvember til desemberloka á síð-
asta ári og alinn í kvíum í Norð-
firði. í upphafi voru 11 tonn í kvíun-
um og hefur þorskurinn þvi allt að
því þrefaldast á þessu eina ári sem
liðið er frá því hann var settur í kví-
arnar.
„Við erum mjög sáttir við útkom-
una og þetta er í samræmi við það
sem búist var við. Þetta voru u.þ.b.
5400 fiskar í heildina og meðal-
þyngdin var 5 kíló af óslægðum
fiski, en 3,7 kíló eftir slægingu,"
segir Sindri Sigurðsson, umsjónar-
maður þorskeldis Síldarvinnslunn-
ar.              -NH/GG/ÓTG
Næstu jólum eyði ég
heima með fjölskyldunni
- segir bandarískur ferðamaður eftir ófarir á Vatnajökli
Björgunarsveit Hornafjaröar
lagði af stað um hálf tvö að nóttu
annars dags jóla til að sækja banda-
rískan ferðamann sem hafði verið í
tjaldi við Grímsvötn á Vatnajókli í
þrjá sólarhringa og óskaði eftir
hjálp þar sem hann komst ekki
áfram vegna veðurs og ófærðar.
Hann var orðinn blautur og kaldur.
Farið var á fjórum jeppum með
fjóra vélsleða. Komið var með
manninn til Hornafjarðar rétt fyrir
kl. 17 í gær og var hann þá orðinn
hinn hressasti. Bandaríkjamaður-
inn Cameron M. Smith var vel útbú-
inn, hafði verið á ferðalagi frá 18.
desember þegar hann lagði á stað
frá Jökulheimum og ætlaði að
ganga á gönguskíðum austur yfir
Vatnajökul og koma niður Lamba-
tungnajökul en komst ekki nema i
Grímsvötn. Maðurinn var aldrei í
neinni hættu, var mjög vel útbúinn
og hafði samband við björgunar-
sveitir í gegnum gervihnattasíma.
Björn Ingi Jónsson, formaður
björgunarsveitarinnar á Hornafirði,
sagði aö færðin inn að Grímsvötn-
um hefði verið slæm og ferðahrað-
inn 5-15 kílómetrar á klukkustund.
Leitað var mannsins í 40 minútur
en staösetning passaði ekki. Því var
ákveðið vegna myrkurs og hversu
hættulegt þetta svæði er að bíða
birtingar og fara í skálann í Grím-
svötnum. Ákveðið var að hafa sam-
band við ferðamanninn um morgun-
inn og biðja hann að senda blys-
merki frá sér. Gekk þaö eftir og
sleðamenn voru komnir til hans kl
DV-MYND JUUA IMSLAND
Meb bjargvættunum
Fjallamaðurinn í hópi björgunarmanna sinna kominn til byggöa ígærdag en
barbeið hans kaffiborð meðjólakræsingum.
9.17 um morguninn og lagt var af
stað heim um kl. 10. Ferðin til baka
gekk mun fljótar þar sem hægt var
að nota sömu slóðina.
Þegar komið var í hús björgunar-
félagsins höfðu slysavamafélags-
konur útbúið myndarlegt kaffiborð
hlaðið jólakræsingum sem gerð
voru góð skil. Þetta er ekki fyrsta
ferð Cameron Smith á Vatnajökul
heldur sú þriðja.
„Þetta tókst ekki núna," sagði
Smith í gærdag, „og mér er alveg
sama þó þetta hafi mistekist þvi að
þaö tilheyrir fjallamennskunni."
Árið 1998 reyndi Cameron Smith
við sömu leið frá Lambatungujökli
en varð að hætta við vegna storms.
Fyrir tveim árum lagði hann á
Skeiðarárjökul en varð þar einnig
frá að hverfa vegna veðurs. Camer-
on Smith var spurður hvernig væri
að eyða jólunum aleinn uppi á
stærsta jökli í Evrópu.
„Ég hef verið fjallamaður í fimmt-
án ár og verið marga hátíðisdaga að
heiman en líkaði það ekki mjög vel
núna. „Ég er vel kunnugur því að
vera veðurtepptur og komast ekki
áfram en þarna fór ástandið versn-
andi og allt var orðið blautt," segir
Cameron Smith og bætir við að
næstu jólum ætli hann að eyða með
fjölskyldu sinni. Fjallamaðurinn er
ekki búinn að ákveða um framhald
ferðarinnar en segir að tilgangur
hennar hafi meðal annars verið að
reyna nýjan viðlegubúnað.     -JI
Glatt á hjalla
Það er ekki ónýtt að leika sér í snjólausum vetrinum úti á velli og gantast í vinkonum sínum. Útlit er fyrir að
vettlingaveðrið haldist næstu daga í nokkuð kaldara lofti en verið hefuryfir landinu lengst af desembermánaðar.
Genealogia Islandorum krafðist 600 milljóna vegna ritstuldar:
Leggja niður vopnin og fá
10 milljónir í þrotabúið
Þrotabú Genealogia Islandorum,
sem krafði íslenska erfðagreiningu
ehf. og Friðrik Skúlason hf. um 600
milljónir króna vegna meints rit-
stuldar við gerð íslendingabókar,
hefur nú lagt niður vopnin. Krafan
var birt meðan fyrirtækið starfaði
enn undir stjórn Þorsteins Jónsson-
ar ættfræðings og Jóhanns Páls
Valdimarssonar bókaútgefanda. Fall-
ið hefur verið frá málssókn og allar
kröfur lagðar til hliðar. Þorsteinn
hefur enn fremur fallið frá málsókn
á hendur ÍE og Friðriki Skúlasyni.
Dómkvaddir matsmenn könnuðu
kröfuna fyrir þrotabúið og þá hvort í
kröfunni leyndist einhver von. Nið-
urstaðan var neikvæð fyrir þrotabú-
ið en málið hefur dregist mjög á
langinn. Fyrirtækið varð gjaldþrota í
lok maí 2001 eftir stutt líf.
Málalokin voru rétt fyrir jólin og
höfðu áður verið samþykkt á skipta-
fundi Genealogia Islandorum en
dómsmálið var fellt niður við fyrir-
töku í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Á skiptafundinum var jafnframt
samþykkt að íslensk erfðagreining
keypti ættfræðibókasafn og ýmis
ættfræðigögn þrotabúsins á 10 millj-
ónir króna. Bókasafnið er mikið að
vöxtum en ekki mun áhugi á ætt-
fræðigrunninum. Hins vegar er þar
að finna grunn sem ættaður er frá
íslenskum mormónum vestanhafs
og þykir álitlegur.
„Ég get engu svarað hér og nú um
hvenær íslendingabók kemur á net-
ið, ekki meðan lagaleg óvissa er um
stöðu ættfræði á íslandi. Dómsmála-
ráðherra tilkynnti tveim dögum fyr-
ir jólaleyfi þingmanna að hún legði
fram frumvarp sem á að eyða óviss-
unni. Ég hef ekki séð þetta frumvarp
og get því ekki sagt hvað það boðar,"
sagði Friðrik Skúlason í viðtah við
DV. íslendingabók er þjóðargjöf
hans og íslenskrar erfðagreiningar
og átti að vera komin á Netið til
frjálsra afnota fyrir margt löngu.
Samkvæmt upplýsingum blaðsins
er fátt eitt eftir í þrotabúi Genealog-
ia Islandorum utan bókalager.
Óljóst er hvernig farið verður með
þá eign og hvers virði hún kann að
vera. Flestum öðrum eignum hefur
verið ráðstafað.            -JBP
Páll Magnússon.
Ljósamessa í Snæfeilsbæ
Hin árlega ljósamessa var haldin
í Brimilsvallakirkju í Fróðárhreppi
(Snæfellsbæ) á jóladag. Við
ljósamessuna eru aðeins notuð kerti
og var m.a. göngustígurinn aö kirkj-
unni lýstur upp með kertum.
Ljósamessan var vel sótt en sóknar-
presturinn, sr. Óskar H. Óskarsson,
prédikaði og kirkjukór Ólafsvíkur
söng undir stjórn Veronicu Oster-
hammer. Kirkjan verður 80 ára á
næsta ári og verður haldið upp á
það með formlegum hætti.
Ríkisábyrgð dregst
Það stefnir í
að bíða þuríi til
vors eftir niður-
stöðu frá Eftir-
litsstofnun EFTA
(ESA) um það
hvort fyrirhuguð
ríkisábyrgð á allt
að 20 milljarða
króna láni til
deCODE vegna
uppbyggingar á nýrri lyfjaþróunar-
starfsemi í Vatnsmýri teljist ríkis-
stuðningur - og ef svo er, hvort sá
ríkisstuðningur sé löglegur eða
ólöglegur samkvæmt reglum ESB.
í svari ESA við fyrirspurn DV
kemur fram að íslensk stjórnvöld
hafi sent viðbótarupplýsingar um
málið í nóvember en samkeppnis-
deild ESA vilji ekki tjá sig um að
svo stöddu hvort það geti talist
fullnaðarupplýsingar. „Miðað við
þetta virðist stefna í það að niður-
staða fáist ekki fyrr en í fyrsta lagi
einhvern tímann með vorinu," seg-
ir í svari stofnunarinnar.
„Við sitjum hér og biðum," segir
Páll Magnússon, upplýsingafulltrúi
íslenskrar erfðagreiningar, og bæt-
ir við að engin óþolinmæði sé
vegna málsins á þeim bænum.
„Þetta hefur engin áhrif á þau
áform sem við höfum uppi. Við sjá-
um bara hverju fram vindur og
erum ekkert órólegir yfir þessu,"
segir Páll.
Skíðasala óvenju dræm
Snjóleysið á íslandi i vetur hefur
eflaust ekki farið fram hjá neinum
svo ekki sé talað um hlýindin en
þessi desembermánuður er talinn
vera með þeim hlýrri frá því mæl-
ingar hófust á Bessastöðum árið
1749. Það má með sanni segja að
snjóleysið hafi haft veruleg áhrif á
sölu á skíðum og skíðabúnaði og
segir Helgi Benediktsson, deildar-
stjóri útivistardeildar hjá Útilífi, að
sala á skiðum og skiðadóti hafi ver-
ið með eindæmum dræm. „Siðustu
þrjú ár hafa verið léleg í skíðasölu
þó svo alltaf sé einhver hreyfing,"
segir Helgi. Þó segir hann að snjó-
brettin hafi selst ágætlega. „Sala á
annars konar útivistarbúnaði eins
og gönguskóm og göngufatnaði hef-
ur þó aukist," segir Helgi og bætir
við að menn breyti bara um áhuga-
mál ef eitt klikkar. „Allt er þetta
útivist," segir Helgi og bætir við:
„Við höfum þó ekki gefið upp alla
von um snjó, veturinn er einungis
hálfnaður."
Þorgeir Jónsson, innkaupastjóri
Intersports, segir að sala í skiða-
dóti hafi dregist saman um 30% þar
á bæ frá því i fyrra en þá hafi sal-
an verið góð. „Það er þó aukning í
sölu á líkamsræktarbúnaði. Boxið
er alltaf að verða vinsælli íþrótt og
sést það á sölutölum," segir Þor-
geir. Þá segir Þorgeir að þeir sem
hafi yerið að kaupa skíðadót þenn-
an vetur hafi verið á leið til út-
landa á skíði þar sem snjóleysið
hér á landi hafi gert það að verkum
að ekki hafi verið hægt að vera á
skíðum.           -PSJ/ÓTG/ss
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
14-15
14-15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28