Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 296. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2002
J3V
Fréttir
Nýjar tölur lögreglu í Reykjavík yfir fyrstu 23 dagana í desember:
••
Olvunarakstur hefur
stórlega minnkað
- einnig fækkun á Akureyri - enginn stútur þegar hundruð voru stöðvuö
Um miðjan dag á Þorláksmessu lá
fyrir að met hefur verið slegið í höfuð-
borginni sem lögreglan telur með já-
kvæðustu tíðindum ársins. Svo mikið
hefur dregið úr ölvunarakstri að meira
en tvöfalt færri voru teknir við slíkt á
tímabilinu frá 1. desember fram til Þor-
láksmessunnar. 26 höfðu þá verið tekn-
ir grunaðir i Reykjavík en á síðasta ári
voru þeir 64. Þessi þróun hefur verið að
eiga sér stað undanfarin ár en stökkið
er stærra nú en nokkru sinni.
„Ég held að þetta sé ekki einungis af
að fólk sé hrætt við okkur út af aðgerð-
um í desember þegar þúsundir öku-
manna voru stöðvaðar - þetta er fyrst
og fremst út af skynsemi fólksins sem
ekur - því flnnst einfaldlega ekki taka
þvi að aka undir áhrifum," sagði Karl
Steinar Valsson aðstoðaryfirlögreglu-
þjónn við DV.
Undir þetta tekur Ólafur Ásgeirsson,
aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri.
Þar liggja tölur ekki fyrir en hann seg-
ir þó greinilegt að fækkun sé einnig að
eiga sér stað þar.
„Við höfum stöðvað hundruð bfla
um hverja helgi en í þeim tékkum hef-
ur enginn verið tekinn. Við höfum hins
vegar tekið nokkra í mánuðinum utan
aðgerðanna. Lögreglan á stærstu stöð-
unum í landinu hefur gert átak. Fólk er
því að ganga að því sem vísu að lögregl-
an stöðvi það ef það er á ferðinni -
þetta er að bera góðan árangur," sagði
Ólafur. Ekki lágu fyrir tölur í Kópavogi
þegar DV hafði samband en í Hafnar-
firði upplýsti yfirlögregluþjónn að 9
höfðu verið teknir fyrir ölvunarakstur
í desember nú en í fyrra voru þeir 8.
Miðað við 26 í ár og 64 í fyrra var 81
tekinn fyrir ölvunarakstur í Reykjavík
fyrstu 23 dagana í desember árið 2000
en 89 árið áður. Árið 1998 voru þeir 103.
„Þessi þróun er skynsemi fólksins að
þakka," sagði Karl Steinar Valsson.
-Ótt
Islandsbanki
styður starfsemi
Reykjadals
íslandsbanki styður myndarlega við
bakið á starfsemi Reykjadals en bank-
inn færði á dögunum Styrktarfélagi
lamaðra og fatlaðra styrk vegna starf-
semi Reykjadals, en þar er boðið upp á
sumar- og vetrardvöl fyrir fötluð börn
og ungmenni. íslandsbanki hefur und-
anfarin ár varið andvirði jólakorta til
viðskiptavina til styrktar góðum mál-
efnum og kemur sú fjárhæð í hlut
Reykjadals að þessu sinni. Á myndinni
taka Vilmundur Gíslason, fram-
kvæmdastjóri Styrktarfélags lamaðra og
fatlaðra, og Eva Þengilsdóttir ráðgjafi
við styrknum frá Huldu Dóru Styrmis-
dóttur, framkvæmdastjóra Markaðs- og
kynningarmála hjá Islandsbanka.
Allt fært á Vestfjörðum:
Aldrei áður fært um
Klettsháls í jólamánuði
„Þetta er alger aumingjaháttur
hjá þeim þarna uppi, þeir eru gjör-
samlega hættir að framleiða snjó,"
sagði hinn landsfrægi gröfumaður
Elís Kjaran á Þingeyri, landsins
mesti mokari, maðurinn sem lagði
veg upp á sitt eindæmi, Svalvogaveg
yfir í Lokinhamradal um árið. Hann
segir að snjómoksturinn, sem bjarg-
að hefur mörgum tækjaeigendum á
Vestfjörðum og víðar, hafi enginn
verið þetta haustið.
„Annars er ég hættur að koma
nærri þessu, maður kominn í úreld-
ingu," sagði Elís, en hann á þó enn
gamla og góða jarðýtu sem hann
gripur í.
Gísli Eiríksson, umdæmisstjóri
Vegagerðarinnar á ísafirði, sagði að
um þessi jól kæmust menn á venju-
legum farartækjum um Klettsháls,
slíkt hefði hreinlega ekki gerst
fyrri. .
„Haustið hefur verið algjör und-
antekning frá fyrri tið, Hrafnseyrar-
heiði hefur til dæmis aðeins einu
sinni lokast, það hefur alla vega
ekki gerst síðustu 20 árin að hún
væri opin eins og nú," sagði Gísli.
Hann sagði að snjómoksturspening-
ar hreyfðust ekki, en drullan kost-
aði sitt. Vestfirðingar hafa þó ekki
fengið yfir sig eins mikla rigningu
og íbúar á öðrum stöðum landsins.
„Þetta veður þýðir að áfram hefur
verið haldið með tvö stór verkefni
sem við vinnum að, vegagerð um
Klettsháls og í Skötufirði í Djúpinu
þar sem verið er að gera grjótvörn
niður undir fjöru. Verktakinn sagði
mér að menn hans mundu mæta eft-
ir áramótin og halda verkinu áfram
- slíkt er með eindæmum," sagði
Gísli Eiríksson á ísafirði.
-JBP
í IJósaskiptunum
Þaö ríkirjólafriöur viö Tjörnina þótt innan dyra Ráðhússins gangi ýmislegt á.
Sslensku spádómsspilin
»««»88'**
i      Spámaður.is
Tarsan og Jane
Sigtryggur,  270897
Hjördís LÚSvíksdóttir, 150193
Sigurlaug Sunna Gunnarsdóttir, 080999
fris Erla Gísladóttir, 160592
fluSur Hermannsdóttir, 050693
flndri Freyr Gunnarsson, 191194
Runar Freyr flgústsson, 080192
Harpa, 021093
Eyþór Ingi Guðmundsson,  160496
Silvía Sif Ólafsdóttir, 080795
Krakkaklubbur DV og Samf ilm
oska vinningshöfum til hamingju.
Vinningshafar vinsamlegast nólgist vinningana
íþjónustuver DV, SkaftahlíS 24,
fyrir 27. janúar 2003.
Kveðja. TÍgri og Kittý
Dy nasty-flugeldar, húsi f ramtiðarinnar, Faxafeni
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
14-15
14-15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28