Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 296. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2002
DV
Fréttir
fc
Hvenær má skjóta flugeldum og hvað telst til óþæginda?
Það þýðir ekki að
hringja í lögguna
Flugeldum má skjóta upp frá og
með deginum í dag, 27. desember, og
þangað til á þrettándanum, þann 6.
janúar. „Þetta er frjálst núna en það
má ekki skapa hættu eða valda
óþægindum," segir Geir Jón Þóris-
son, yfirlögregluþjónn í Reykjavík.
- En hvað þýðir að valda óþægind-
um - er það þegar sumum finnst nóg
komið af óhljóðum og gauragangi?
„Nei, í sjálfu sér ekki," segir Geir
Jón. Hann segir að menn megi
skjóta upp flugeldum og sprengja -
aðalatriðið sé að það sé gert utan-
húss og skapi ekki hættu. „Það þýð-
ir alla vega ekki að hringja á lögregl-
una og kvarta yfir hávaöa á þessu
tímabili. Hins vegar er öll notkun
umfram það háð takmörkunum og
Skotdagurinn
Hefja má flugeldana á loft frá og
meö deginum í dag en sprengju-
regnið er leyfilegt í 12 daga.
sérstöku leyfi," segir yfirlögreglu-
þjónninn.
Töluverð skemmdarverk voru
unnin á síðasta ári samfara flugelda-
notkun. Ásetningur sumra var bein-
línis að valda rjóni, segir Geir Jón.
„Menn gerðu þannig sprengjur
sem sköpuðu tjón en þetta hefur
annars gengið vel fyrir sig bæði í
fyrra og hittiðfyrra. Gott eftirlit er
með innfiutningi og við erum lausir
við sérstök hættuleg blys sem brögð
voru að að væru í umferð áður. Hins
vegar verða alltaf einhver slys en að-
alatriðið er að fólk fari eftir leiðbein-
ingum og kaupi af viðurkenndum
aðilum. Á síðasta ári fækkaði slys-
um vegna flugelda," sagði Geir Jón
Þórisson.                 -Ótt
Samningur í höfn
Samningur milli Svæöisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík, Styrktarfélags vangefinna og félagsmálaráðuneytisins er í
höfn. Samningurinn gengur út á að Styrktarfélagið tekur að sér dagþjónustu- og íbúðarúrræði fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu
ásamt Svæðisskrifstofunni en þeir munu hafa eftirlit meö samningnum. Á myndinni eru þeir Björn Ingi Sigurbjörnsson, for-
stöðumaður Svæðisskrifstofunnar, Friðrik Alexandersson, formaður Styrktarfélagsins, og Páll Pétursson félagsmálaráðherra.
Furðulegur ljósagangur á Svalbarða:
Kolsvört heimskautanótt-
in lýstist skyndilega upp
Hann varð undrandi hann Fred
Sigernes, nemandi við UNIS-háskóla á
Svalbarða, þegar félagi hans hringdi í
hann snemma morguns fimmtudag-
inn 6. desember á Norðurljósastöðinni
í Adventdal skammt frá Longyear-
byen. Félaginn Dag Lorentzen sagði
honum að fara út og sjá hvaða furður
væru að gerast á suðurhimninum.
Þar lýsti eldrauður bjarmi upp himin-
inn sem annars er kolsvartur allan
sólarhringinn á þessum árstíma ef
undan er skilið flökt norðurljósanna.
Samkvæmt heimildum DV vakti þetta
ugg meðal sumra íbúanna sem töldu
jafnvel að kjarnorkusprenging hefði
orðið á Kólaskaga í Rússlandi.
Frá þessu er greint í Svalbardspost-
en, nyrsta fréttablaði heims, sem gef-
ið er út í norska bænum Lonyearbyen
við ísafjörð. Á þessum árstíma er sól-
in langt undir sjóndeildarhring eða
um 14" og þvi ríkir þar kolsvört heim-
skautanóttin 24 tíma á sólarhring.
Ekki á að vera mögulegt að sjá svo
mikið sem skímu af sólarljósi á Sval-
barða á þessum tíma. Það er helst að
norðurljósin lýsi upp næturhimininn
en þarna er rekin mjög öflug og full-
komin rannsóknarstöð í tengslum við
UNIS háskóla til að rannsaka norður-
Jjósin. Tækjabúnaður stöðvarinnar er
mjög nákvæmur og skynjar minnstu
breytingar á ljósmagni norður-
ljósanna. Þennan morgun fóru öll
mælitæki í botn er himinn lýstist
skyndilega upp af eldrauðum bjarma.
Hafði þetta svipuð áhrif á mælitækin
Noröurljós yflr EISCAT-radarstööinni á toppl „Námu 7 fjalls" á Svalbaröa
Þessi radarstöð suöur afnorska námabænum Longyearbyen erm.a. notuð
til rannsókna á norðurljósunum. Radarar stöðvarinnar vinna á öðrum
bylgjulengdum en gengur oggerist og eru m.a. sagðirgeta fylgst með öllum
ferðum torséðra Stelth-flugvéla Bandaríkjahers.
eins og um dagsbirtu væri að ræða.
Var birtumagnið yfir EISCAT stöð-
inni 120 sinnum meira en venja var til
af völdum norðurljósa á þessum árs-
tíma. Á infrarauðum skala mælitækj-
anna mældist birtan jafnvel mun
meiri. Stóð þetta fyrirbæri yfir í
marga klukkutíma.
Samkvæmt frásögn blaðsins rekur
menn ekki minni til að hafa séð slíkt
fyrirbrigði áður. Srjörnufræðingur
við UNIS-háskóla hafði talað við fólk
sem verið hafði á staðnum síðastliðin
20 ár og enginn hafði séð neitt þessu
líkt. Voru myndir af þessu sendar til
Noregs til að reyna að fá útskýringar
á hvað væri að gerast. Engar staðfest-
ar skýringar eru á þessu fyrirbæri en
sérfræðingum þykir nú líklegast að
orsakanna megi leita í óvenjulega
hlýju lofti sem streymt hefur upp eft-
ir Atlantshafinu að undanförnu og
norður yfir heimskautasvæðið. Heitir
skýjabólstrar hafi myndað ískristalla
sem borist hafi upp í köldustu lög loft-
hjúpsins í allt að 80-100 kílómetra
hæð yfir jörðu. Þeir hafi síðan endur-
speglað sólarb'ósið með þessum hætti.
Tekið er fram að þetta sé þó aðeins
óstaðfest kenning.          -HKr.
9
Munið
að slökkva
á kertunum
Setjið kertaljós
(eitt eða fleiri)
S    m   S
i stora gegnsæja
eða litaða skál -
lýsingin kemur
skemmtilega
s   s
a ovart.
(,
"'"'  Patrik ?ár.
wffi
m
ORYGGISNET
SECNET
Rikislögreglustjórinn
LÖGGILDINGARSTQFA
n  a ¦.,    í.  -j    /^5^SLÖKKVILIÐ
Kauoi kross isiands   W^L  höfuðborgarsvæðis|NS
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
14-15
14-15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28