Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 296. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						10
FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2002
Utlönd
JOV
Tayylp Erdogan
Leiötogi stjórnarflokksins í Tyrklandi
hefur færst skrefinu nær því ab
veröa forsætisráðherra eftir að þing-
iö samþykkti stjórnarskrárbreytingar.
Tyrkneska þingið
ryður valdaleið-
ina fyrir Erdogan
Tyrkneska þingið samþykkti und-
ir morgun viðbætur við stjórnar-
skrá landsins sem eiga að gera
Tayyip Erdogan, leiðtoga stjórnar-
flokksins, kleift að bjóða sig fram í
aukakosningum. Það á að verða
fyrsta skref hans á leiðinni í forsæt-
isráðherrastólinn.
Erdogan var bannað að bjóða sig
fram í kosningunum í nóvember
vegna dóms fyrir trúaræsingar. ís-
lamskur flokkur Erdogans vann þá
yfirburðasigur.
Þetta var í annað sinn sem Tyrk-
landsþing samþykkir breytingar á
stjórnarskránni til að gera Erdogan
kleift að verða forsætisráðherra.
Forsetinn Ahmet Necdet Sezer neit-
aði að staðfesta lögin í fyrra sinni
en i þetta sinn getur hann það ekki,
nema með þvi að vísa málinu til
stjórnlagadómstólsins eða boða
þjóðaratkvæðagreiðslu.
Castro að ná sér
eftir skordýrabit
Fidel Castro, hinn 76 ára gamli
forseti Kúbu, hefur lítið sést á al-
mannafæri að undanfórnu eftir að
hafa orðið fyrir skordýrabiti í vik-
unni fyrir jól.
Bitið varð til þess að Castro
missti af setningu löggjafarþingsins
á laugardaginn en það hefur ekki
gerst í 25 ár.
í bréfi frá forsetanum, sem birt
var í ríkisdagblöðunum, segist for-
setinn á góðum batavegi og gerir
lítið úr atvikinu sem hann lýsir sem
mjög klaufalegu og hlægilegu.
„Ég er við góða heilsu kæru fél-
agar og hef aldrei verið eins bjart-
sýnn um framtíð byltingarinnar,"
sagði Castro.
Hugo Chavez.
Neyðarástand í
Venesúela
Stjórnvöld i Venesúela, fimmta
stærsta olíuframleiðsluriki heims,
neyddust í gær til þess að hefja inn-
flutning á olíu eftir 26 daga linnu-
laus verkföll og mótmæli, sem
stjórnarandstaðan hefur leitt gegn
Hugo Chavez, hins vinstrisinnaða
forseta landsins.
Stiórnvöld tilkynntu þetta eftir að
stjórn ríkisolíufélagsins PDVSA
ákvað á fundi sínum í fyrradag að
halda áfram verkfalli sem hófst 2.
desember sl. og lamað hefur alla
olíuframleiðslu í landinu.
Matvælaskortur er einnig farinn
að segja til sín í landinu og hefur
samkomulag náðst við stjórnvöld í
Dóminíska lýðveldinu um „mat-
væli-fyrir-olíu" vöruskipti.
írakar undirbúa þjóðina fyrir átök:
Auka matarskömmtun
vegna yfirvofandi stríðs
- saka Bandaríkjamenn og Breta um árásir á íbúðabyggðir
Að sögn Mohammeds Mehdi
Saleh, viðskiptaráðherra íraks, hafa
þarlend stjórnvöld aukið matar-
skömmtun verulega til þess að
íraskar fjölskyldur geti birgt sig
upp af matvælum vegna yfirvofandi
stríðshættu. „Matvæli sem þegar
hefur verið dreift ættu að duga fólk-
inu okkar til allt að þriggja mánaða
og í næstu mánuði munum við enn
bæta við skömmtunina svo allir geti
verið öruggir komi til stríðs," sagði
Saleh.
írösk stjórnvöld sökuðu í gær
flugsveitir Bandaríkjamanna og
Breta, sem fara með eftirlit á flug-
bannsvæðunum í norður- og suöur-
hluta íraks, um að hafa varpað
sprengjum á íbúðabyggðir í suður-
hluta landsins í gær og þar á meðal
á mosku með þeim afleiðingum að
þrír óbreyttir borgarar féllu og að
minnsta kosti sextán slösuðust.
Að sögn talsmanna bandaríska
hersins voru árásirnar í gær svar
Hussam Mohammad Amin
Amin, uppíýsingafulltrúi íraska
herslns, segir aö eftir mánaöarlanga
vopnaleit hafi engar sannanir fundist
fyrir því aö írakar hafi yfir
gjöreyðingarvopnum aö ráöa.
við síendurteknum ögrunum íraka
á flugbannssvæðinu yfir suðurhluta
landsins og var árásunum að þeirra
sögn einungis beint gegn hernaðar-
mannvirkjum íraka.
Hossam Mohammad Amin, upp-
lýsingafulltrúi íraska hersins, sagði
á blaðamannafundi í Bagdad í gær
að eftir mánaðarlanga víðtæka og
oft ágenga vopnaleit vopnaeftirlits-
manna Sameinuðu þjóðanna hefðu
engar sannanir fundist fyrir því að
írakar hefðu yfir gjöreyðingarvopn-
um að ráða.
„Þeir hafa þegar leitað á nærri
200 stöðum víðs vegar um landið,
þar af 32 sem ekki höfðu áður verið
skoðaðir, og ekkert fundið. Það
sannar að við höfum ekkert að fela
og að yfirlýsing okkar, sem Banda-
ríkjamenn og Bretar auk Hans Blix,
yfirmanns vopnaeftirlitsins, segja
gamla og ófullnægjandi, er pvert á
móti nákæm og vandlega unnin,"
sagði Amin.
REUTERS-MYND
Höggvið í ísinn
Heimsmeistarakeppni í ísskúlptúr stendur þessa dagana yfir í Bokrijk í austanverðri Belgíu. Sextán lið taka þátt í
keppninni um hvergeti gert fallegustu hbggmyndina úr ísklumpi. Hér má sjá einn úrjapanska liðinu sýna llstir sínar.
Kjarnorkufyrirætlanir Norður-Kóreumanna valda titringi:
Forseti Suður-Kóreu fordæm-
ir grannana fyrir glannaskap
Nýkjörinn forseti Suður-Kóreu
fordæmdi í morgun stjórnvöld í
Norður-Kóreu fyrir glannaskap
þeirra i kjarnorkumálum og krafð-
ist þess að þau hættu við áform um
að gangsetja kjarnaofn sem getur
framleitt plúton fyrir kjarnorku-
sprengjur.
Orð Rohs Moo-hyuns forseta eru
hin hörðustu sem fallið hafa í Suð-
ur-Kóreu í garð grannanna í norðri
frá því deilan um kjarnorkuáform
norðanmanna uröu opinber.
Ráðamenn í Norður-Kóreu hafa
greint Sameinuðu þjóðunum frá því
að þau ætli að gangsetja kjarnaofn-
inn innan tveggja mánaða. Norður-
Kóreumenn létu af öllum kjam-
orkuáformum sínum árið 1994 sam-
kvæmt sérstökum samningi við
Bandaríkin sem lofuðu að útvega
þeim olíu fyrir að standa við samn-
inginn. Norður-Kóreumenn hafa nú
REUTERS-MYND
Á búgarðinum um áramótin
George W. Bush Bandaríkjaforseti
verður á búgarbi sínum í Texas um
áramótin og fær þar nýjustu fréttir af
kjarnorkudeilunni vib Norbur-Kóreu.
fjarlægt eftirlitstæki sem áttu að
tryggja að þeir stæðu við sitt.
Stjórnvöld i Bandaríkjunum hafa
hvatt þjóðir heims til að beita Norð-
ur-Kóreumenn þrýstingi en banda-
rískur embættismaður sagði í gær
að bæði Rússar og Kínverjar hefðu
til þessa verið tregir til að gera
nokkuð í málinu.
Embættismaðurinn, sem ekki
vildi láta nafns sins getið, hafði eft-
ir Rússum og Kínverjum að þeir
hefðu minni áhrif á stjórnvöld í
Pyongyang en almennt væri talið.
Margir stjórnmálaskýrendur telja
"að Norður-Kóreumenn vilji með
þessu þvinga Bandarikin til að veita
þeim áfram aðstoð og undirrita
samning um að þeir muni ekki ráð-
ast gegn Norður-Kóreu sem George
W. Bush Bandaríkjaforseti hefur
sett í flokkinn „öxulveldi hins illa"
með írak og íran.
Stuttar fréttir
Fluttu boð frá bin Laden
Þrír félagar í al-
Qaeda hryðjuverka-
samtökunum fluttu
boð frá leiðtoganum
Osama bin Laden
til eins leiðtoga
uppreisnarmanna
M harðlínumúslíma í
Alsír sem talinn er
vera í nágrannaríkinu Níger. Boðin
voru flutt í þessum mánuði.
Þjófar iönir um jólin
Þjófar í Danmörku voru iðnir við
kolann yfir jólin, þó sérstaklega í
Árósum, að sögn lögreglu.
Forsetinn verður að víkja
Uppreisnarmenn á Fílabeins-
ströndinni sögðu í gær að Laurent
Gbagbo forseti yrði að víkja og að
boða yrði til kosninga ef friður ætti
að komast á í landinu.
Gíslatökumaður gafst upp
Maður sem tók fjóra bankastarfs-
menn í vestanverðu Japan í gær
gafst upp fyrir lögreglu í morgun
eftir sautján tíma umsátur.
Danir eiga langt í land
Danir eiga enn langt í land með
að standa við gefin fyrirheit um
samdrátt í losun gróðurhúsaloftteg-
unga. í raun hefur losun efnanna
aukist, að sögn danska blaðsins
Berlingske Tidende.
Blóðug árás í Sómalíu
Vopnaðir menn í Mogadishu, höf-
uðborg Sómalíu, drápu fimm nem-
endur og tvo verði í árás á skóla-
vagn um jólin.
Ljósmyndari látinn
Bandaríski ljós-
myndarinn Herb
Ritts, sem þekktur
er fyrir tiskumynd-
ir sinar og myndir
af fræga og ríka
fólkinu, lést á
sjúkrahúsi í Los
Angeles i gær af
völdum lungnabólgu, nokkrum dög-
um eftir að hann var lagður inn.
Burma-her nauðgar
Utanríkisráðuneyti Bandaríkj-
anna sagði i gær að frásagnir fórn-
arlamba um kerfisbundna nauðgun
hermanna i Burma á konum úr
minnihlutahópum kæmu heim og
saman við aðrar frásagnir.
Lítil trú á efnahagsstjórn
Trú manna á
stjórn Tonys Blairs
og rfkisstjórnar
hans á efnahags-
málum í Bretlandi
hefur aldrei verið
minni en nú frá þvi
Verkamannaflokk-
urinn sigraði öðru
sinni með yfirburðum í þingkosn-
ingunum á síðasta ári.
Fjórir til viðbótar í haldi
Franska lögreglan hefur handtek-
ið fjóra harðlínumúslíma til viðbót-
ar við jafnmarga sem handteknir
voru í síðustu viku, grunaðir um að
undirbúa hryðjuverk.
ttmmm
Moldríkur í lottói
Hálfsextugur Bandaríkjamaður
hefur gefið sig fram sem eigandi
lottómiða sem 26 milljarða króna
vinningur kom á um jólin.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
14-15
14-15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28