Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 296. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						12
FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2002
Skoðun
r>v
Spurning dagsins
Hver er besta bók sem
þú hefur lesið?
Ingólfur Magnússon gullsmlöur:
Eg lifi, hún er sannsöguleg.
Bjarkl Már Ingólfsson:
Bak á móti Eldinum, virkilega góö,
sönn saga.
Slgrí&ur Andrésdóttlr bakari:
Nancy-bækurnar sem ég las þegar
ég var lítil.
Linda Björk Ingólísdóttir neml:
Líf Úlfs, dönsk bók, hún er spenn-
andi og mjóg raunverulega skrifuö.
Ásta Kristín Ingólfsdóttlr neml:
Glerbörn, dönsk bók, ég liföi mig svo
mikið inn í hana.
Sólvelg Reynlsdóttlr neml:
Aoeins eitt barn, þab er mjög
átakanleg bók.
Virkjanir frá
öðru sjónarhorni
Þorsteínn
Hákonarson
framkvæmóastjórí
skrífar:
Þeir sem hafa
hugsað til erfiðra
kjara undanfar-
inna alda sjá
alltaf að ísland án
raforku er óbyggi-
legt sem ríkt
menningarland.
Enn er þetta svo.
Við erum að nota
um 22.000 kwst. á
mann á ári. Það
stefnir í 45.000
með virkjunum og álverum. Olía
endist ekki til eilífðar, við þurfum
að nota minna af henni. Við getum
breytt uppsjávarfiskiðnaði til inn-
lendrar orkunotkunar. Hagkvæmni
þess ræðst mikið af stærð uppi-
stöðulóna. Þetta er vegna þess að
víða er hægt að vera með ójafna
orkuframleiðslu, leysingavatn á
vori, virkjun án uppistöðulóns í
ghúfrum sem ekki sjást og vind-
myllur. Þessi orka er óstöðug en
samt mikil. Með því að nýta hana
getum ráðið hvar og hvenær með
því að eiga mikil uppistöðulón. En
viðurkennt er að slíkar virkjanir
eru vistvænni.
Þar sem olía er ekki ótakmörkuð
fáum við rýmdarmikla vistþýðari
rafgeyma fyrir farartæki. TU þess
þarf raforkuframleiðslu. Enn gerir
slík tækni umfangsminni virkjanir
mögulegar. Samt þurfum við að geta
haldið úti uppsettu afli og til þess
þarf þessi skrlmsli sem rafgeymarn-
ir, uppistöðulónin, eru. Við betri og
fulla nýtingu sjávarfangs fáum við
allt að 200.000 tonn af fiskiolíu sem
nýtist alltaf sem dýrari en jarðolía
til iðnaðar og skapar möguleika á
Vlrkjanlr
hátækni á íslandi. Viöhald menningar í framtíöinni.
„Því fjalla virkjanir nú um
viðhald menningar við há-
tækni á íslandi íframtíð-
inni. Til samanburðar þá
eru Kínverjar að nota inn-
an við 1500 kwst. á ári per
íbúa og Bandaríkin innan
við 20.000 - með verri
nýtni en við."
miklum iðnaði. Jafnvel án rýmdar-
mikils rafgeymis fáum við alla jarð-
oliu sem við þurfum fyrir æta fiski-
olíu. Því fjalla virkjanir nú um við-
hald menningar við hátækni á ís-
landi í framtíðinni. Til samanburð-
ar nota Kínverjar innan við 1500
kwst. á ári á íbúa og Bandaríkin
innan við 20.000 - með verri nýtni
en við.
Þegar Brigitte Bardot hætti að
vera sæt kampavínsgyðja þá varð
hún „góð við seli". Eins er fariö fyr-
ir mörgum sem hafa gert það gott og
vildu að heimurinn stöðvaðist eins
og hann var. En hann gerir það
ekki. Það sem skiptir máli til að
stoppa er að viðhalda því góða sem
náðist fyrir framtíðarfólk. Það er að
forða heiminum frá hruni, ekki að
koma í veg fyrir framtíð fólks í for-
tiðargælum. En svo skynsamlega
þarf að fara fram sem fært er. - En
við munum virkja áfram.
Fyrirtækin samt gjaldþrota
Magnús Sigur&sson
skrifar:
Metár er í gjaldþrotum fyrirtækja
og um 55% aukning í þeim á fyrstu
11 mánuðum ársins. Og er því nú velt
upp hvort ástæða gjaldþrotanna
kunni að vera sú að fyrirtæki hér á
landi greiði miklu hærri vexti en
annars staðar, t.d. í Evrópu. Ég leyfi
mér að fullyrða að þessi gjaldþrot
eiga ekkert skylt við vaxtastefnu, þau
má miklu fremur rekja beint til
óstjórnar, sviksemi stjórnenda og
ábyrgðarleysis.
Hvar hefðu nú þessi fyrirtæki stað-
ið hefði ríkisstjórnin ekki komið
þeim til aðstoðar með því að lækka
tekjuskatt þeirra niður í 18%? Já,
hversu miklu fyrr hefðu þau þá ekki
farið á hausinn? Sannleikurinn er sá
„Verstur er þó hlutur
bankastofnana vegna end-
urtekinna lánveitinga til
ábyrgðarlausra einstak-
linga og fyrirtœkja og eftir-
litsleysis hins opinbera,
m.a. ráðuneyta sem sjá
eiga um að loka fyrir rekst-
ur þeirra sem ékki greiða
opinberar skuldir."
að þessi skattalækkun til fyrirtækj-
anna hafði nákvæmlega ekkert að
segja. Enda sýnir það sig í dag, í
metári gjaldþrotanna.
Nú kemur einnig í ljós að oftar en
ekki eru sömu einstaklingarnir að
baki í hinum gjaldþrota fyrirtækjum;
hafa jafnvel átt aðild að allt að 10
gjaldþrotum, ef marka má fréttir um
málið. Skipta svo um kennitölu og
halda áfram að svíkja og pretta í öll-
um viðskiptum. Allt lendir þetta á
hinu opinbera að lokum þar sem laun
og lífeyrissjóðir eru á ábyrgð ríkisins.
- Verstur er þó hlutur bankastofnana
vegna endurtekinna lánveitinga til
ábyrgðarlausra einstaklinga og fyrir-
tækja og eftirlitsleysi hins opinbera,
m.a. ráðuneyta sem sjá eiga um að
loka fyrir rekstur þeirra sem ekki
greiða opinberar skuldir. - Hvað er
að ske í þessu þjóðfélagi fáránleikans
sem líklega hefði aldrei átt að fá
sjálfstjórn, hvað þá sjálfstæði?
Júr ó visj ón-pólitík
Árið 2002 er í huga Garra ár Mælanna. Það er
hér skrifað með stórum staf til áherslu. Mælarnir
eru orðnir boðberar sannleikans í öllum málum og
eiga að því er virðist að koma í stað heilbrigðrar
skynsemi. Að minnsta kosti eiga þeir að koma í
stað stjórnmálamanna - sem er kannski ekki sami
hluturinn, en samt. Mælarnir eru alls staðar og
hlífa engum.
Nei eöa já?
Til dæmis trúa því ótrúlega margir - já, senni-
lega flestir, að hægt sé að mæla sig inn í rétta nið-
urstöðu í virkjunar- og stóriðjumálum. Furöumarg-
ir leggja allt sitt óbilandi traust á að einhverjar
Mælingastofhanir geti leitt okkur í endanlegan
sannleika um hvort réttlætanlegt sé að byggja virkj-
anir og álver.
„Stjórnmálamenn eiga ekki að ráða því," segja
formælendur Mælanna: „Þeir hafa ekki til þess vit
og eiga auk þess til að ljúga. Það gera Mælarnir
ekki."
Þess vegna er tugum milljóna króna eytt í að
rannsaka hvert strá, hverja þufu, hvert tófugreni og
grjóthrúgu. Og jafnvel löngu eftir að pólitíkusarnir
hraðlygnu hafa lýst sig staðráðna í málinu halda
Mælarnir áfram að mæla og mæla - og mæla síðan
loks með eða á móti.
Af eöa á?
Það trúa því líka ótrúlega margir - já, sennilega
flestir, að hægt sé að mæla ágæti starfsumsækjenda
með sömu óskeikulu nákvæmni og aldur þeirra,
þyngd og hæð. Furðumargir trúa því eins og nýju
neti þegar vinnuflokkar Mælingafyrirtækjanna
kveða upp úrskurð um að Jón sé jafnhæfur Gunnu
en þau samanlagt ekki hálfdrættingar á við Garra.
Einkum á þetta auðvitað við um ríkisstarfsmenn,
því þar koma hraðlygnir og vitlausir pólitíkusar
við sögu. Og þess vegna er tugum miUjóna króna
eytt í að ræða fram og til baka við hvern einasta
umsækjanda þegar þokkaleg staða býðst hjá ríkinu.
Þeir eru látnir þreyta útspekúleruð og hávísindaleg
sálfræðipróf - þar sem sjálfsagt er dregið niður fyr-
ir röng svör í þokkabót. Já, vei þeim sem segir
Mælinum frá lofthræðslunni. Hann á ekki breik.
Jafnvel löngu eftir að forstjórarnir vinamörgu
hafa gert upp hug sinn halda Mælarnir áfram að
prófa og gera upp hug sjálfra umsækjendanna.
Aldrei mér tekst...
Garri hugsar með eftirsjá til þess tíma þegar
stjórnmálamenn máttu taka ákvarðanir. Þá lentu
þeir nefhilega i þeirri merkilegu stöðu að standa og
falla með þeim.
Hvað gerist ef þeir ganga þessum nýju trúar-
brögðum á hönd, syngja eins og Júróvisjón-fólkið:
„Aldrei mér tekst að finna svarið!" og láta í staðinn
bara Mælana um að finna það út? Þeir láta þá skoð-
anakannanir segja sér hvort þeir eigi að hrökkva
eða stökkva. Nú eða láta reiknispekúlanta eða aðra
vísindamenn taka ákvörðunina fyrir sig. Og neita
jafnvel að tjá sig um niðurstöðuna - hvað þá að
taka sjálfstæða ákvörðun í málinu. Svo þegar allt
fer fjandans til eru þeir stikkfrí og kenna Mælun-
umum.
Það er merkilegt að fólk skuli ekki enn hafa átt-
að sig á því, að andúð þess eða jafnvel hatur á
hraðlygnum pólitikusum, og samsvarandi óbilandi
trú þess á ólygnum Mælum, kemur þannig rakleitt
og leiftursnöggt í hnakkann á því sjálfu!
í lokin er hér tilvitnun í tilefni af vangaveltum
stjórnmálamanns síðustu mánuöi: „Hugurinn hend-
ist áfram og afturábak. Heilluð ég er, samt er ég
hikandi enn." - Þess má geta
að lagið lenti í 7. sæti.             C^Wfl
Við bensíndæluna
Efþað væri nú frítt...
Þjóðin og þjófnaður
María skrifar:
Bensíndæla á einni bensínstöð bil-
ar og orsakar að hægt er að dæla
ókeypis bensíni á bíla um stund. Flýg-
ur fiskisagan og bregður svo við að
hver sem betur getur nýtir tækifærið
og dælir á bíla sína fulla og sumir
bæta um betur og ná í brúsa og tunn-
ur til að fylla á. Myndaðist því örtröð
óvandaðra manna sem létu greipar
sópa um verðmæti sem þeir höfðu
enga heimild til. Svona er nú þjóðfé-
lagið orðið og lái hver sem viÚ fólki
sem enn telur sig heiðarlegt að það
hneykslist á svona atburðum. Það er
ekki djúpt á villimanninn í okkur hér
uppi á islandi. Við ættum ekki að
dæma vanþróuðu þjóðirnar sem svo
eru oft kallaðar.
Erlendir feður,
íslenskar mæður
Þorsteinn Jðnsson hringdi:
Mér finnst reynt að sveipa mál Guð-
rúnar Öldu Ingólfsdóttur, sem fór til
Egyptalands að sækja dóttur sína, eins
konar ljóma - tilbúnum auðvitað. Hún
gagnrýnir nú lögregluyfirvöld hér fyrir
að leggja mesta áherslu á að hún notaði
falsað vegabréf en ekki misgjörðir sem
faðir dótturinnar hafi gert henni. En er
eitfhvað óeðlilegt við það að lögreglan
einbeiti sér að hinu falsaða vegabréfi?
Þessi faðernismál íslenskra kvenna
gagnvart erlendum mönnum eru farin
að taka á sig furðulegar útfærslur. Er
það sjálfsagt að stjórnvöld hér eigi að
annast málarekstur gagnvart mönnum
sem íslenskar stúlkur hafa orðið ást-
fangnar af og síðan leitt til barneignar
- eða jafnvel án þess að nokkur ást
væri í spilinu?
Skoðanir „ekki-fréttir"?
Jón Kristinsson skrifar:
Bogl Þór
Slguroddsson,
fyrrv. forstjóri.
Einkennileg deila
er komin upp í við-
skiptalífinu vegna ný-
genginnar sölu Húsa-
smiðjunnar og fyrrv.
forstjóra hennar. En
einkennilegast er þó
að einn fjölmiðill 1
landinu, Fréttablaðið,
vill útiloka að þessi
~Ekki rúmfyrir fyrrv. forstjóri fái að
hann í Frétta- tjá sig á síðum blaðs-
blaöinu? ins. Segir að skoðanir
«-—¦—— séu ekki fréttir og er
það staðfest af sjálfum ritstjóranum
sem kýs að draga taum Húsasmiðjunn-
ar í þessum barningi. Til að styðja rit-
stjórn Fréttablaðsins í málinu væri
gráupplagt að raunverulegir eigendur
Fréttablaðsins notuðu tækifærið,
kynntu sjálfa sig fyrir alþjóð, tækju
fyrrverandi forstjóra Húsasmiðjunnar í
sátt og birtu síðan fréttir af báðum
deiluaðilum jafnt og þétt, eftir þvi sem
máliö þróast. Það er afleitt að leggjast á
hliðina með aðeins annað augað opið.
Húshjálp í Garðabæ
Húsmðoir hringdi:
Það hefur gengið erfiðlega að fá
stúlkur í húshjálp hér í Garðabæ. Ég
er búin að hafa nokkrar sem hafa svo
horfið á braut og nú er svo komið að
varla er hægt að fá heimilisaðstoð,
þótt maður sé orðin eldri borgari og
þurfi einmitt á aðstoð að halda. Ég
legg til að Garðabær auglýsi eftir
stúlkum sem séu tiltækar til heimilis-
hjálpar við þrif og fieira. Þetta er
þjónusta sem sárvantar i svona stóran
og enn vaxandi bæ.
ov Lesendur
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eöa sent tölvupóst á netfangiö:
gra@dv.is
Eða sent bréf til: Lesendasí&a DV,
Skaftahlíð 24,105 Reykjavík.
Lesendur eru hvattir til að senda mynd
af sér til birtingar meö bréfunum á
sama póstfang.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
14-15
14-15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28