Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 296. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2002
13
:ov
Menníng
Brauð og leikar
Sviðsútfærslur kvikmynda virðast njóta
mikillar hylli hérlendis um þessar mundir,
samanber Veisluna sem sýnd er á Smíða-
verkstæði Þjóðleikhússins og Kryddlegin
hjörtu sem Borgarleikhúsið er nýhætt að
sýna. Nú hefur enn ein kvikmyndin ratað á
svið, að þessu sinni í formi söngleiks. Um er
að ræða íslenska þýðingu og staðfærslu
Karls Ágústs Úlfssonar á The Full Monty
sem hefur hlotið heitið Með fullri reisn. Eins
og þeir muna sem sáu myndina fjallar hún
um nokkra atvinnulausa breska stálsmiði
sem grípa til þess örþrifaráðs að sýna nekt-
ardans til að ná sér í aura. Kvikmyndin var
bráðskemmtileg en tókst lika að koma til
skila örvæntingunni og vonleysinu sem at-
vinnuleysi hefur óhjákvæmilega í för með
sér. Því miður fer sá þáttur að mestu for-
görðum í söngleikjaútfærslunni sem er eftir
Bandarikjamanninn Terrence McNally.
Vissulega er „showið" sem þeir félagar setja
á svið aðeins endapunktur samstarfs sem
tengir þá vináttuböndum og styrkir sjálfsi-
myndina en engu að síður þarf maður að
skynja að á bak við gamanið sé dauðans al-
vara. Þegar við bætist að persónur eru yfir-
borðskenndar og vekja takmarkaða samúð
gefur augaleið að sýningin ristir ekki djúpt.
Leiklist
Óþarft er að kynna leikstjórann og dans-
höfundinn Kenn Oldfield fyrir íslenskum
leikhúsgestum. Síðasta verkefni hans hér
var vel heppnuð uppsetning á Syngjandi i
rigningunni (sem einnig byggir á kvikmynd)
og því eðlilegt að væntingarnar hafi verið
miklar fyrir sýninguna á Með fullri reisn.
Það verður að viðurkennast að þessar tvær
sýningar eru ekki sambærilegar, hvorki
hvað varðar skemmtanagildi né fag-
mennsku. Þar skiptir miklu að tónlist Dav-
ids Yazbek er emfaldlega ekki nógu grípandi
og á frumsýningu var hljóðblönduninni
áfátt þvi hljómsveitin yfirgnæfði oft söng-
inn. Fleiri tæknileg vandamál mætti nefha
DV-MYND SIG. JOKULL
Hann kom þessu öllu af stað
Guömundur Ingi Þorvaldsson sem stripparinn að sunnan og
Brynhildur Guðjónsdóttir sem Gogga í Kaupfélaginu.
auk þess sem stundum skorti á samhæf-
ingu í söngnum. Mér finnst líka sem Karli
Ágústi hafi oft tekist betur upp því stað-
færslan virkaði ekki sannfærandi.
Það eru þeir Rúnar Freyr Gíslason, Ólaf-
ur Darri Ólafsson, Baldur Trausti Hreins-
son, Atli Rafn Sigurðarson, Kjartan Guð-
jónsson og Arnar Jónsson sem leika stripp-
arana sex. Þeir stóðu ágætlega fyrir sínu en
eins og áður segir eru persónur yfirborðs-
kenndar og því eðlilegt að túlkunarmögu-
leikar séu takmarkaðir.
Með fullri reisn er ágætis afþreying og
mörg skemmtileg atriði í sýningunni. Þar
má nefha atriðið í dansskólanum þar sem
Edda Heiðrún Backmann syngur með
sveiflu óð til eiginmannsins, óborganlegt
dansatriði Arnars Jónssonar, samsöng
karla og kvenna þar sem útlitið er helsta
umfjöllunarefhið að ógleymdu lokaatrið-
inu. Atli Rafn Sigurðsson túlkaði líka afar
fallega lagið Þú fylgir mér og þær Brynhild-
ur Guðjónsdóttir og Edda Heiðrún voru
heillandi í samsöngnum Þú ert mér allt.
Þær voru í bitastæðustu kvenhlutverkun-
um ásamt Halldóru Björnsdóttur og skil-
uðu allar sínu af öryggi.
Þetta er viðamikil uppfærsla því alls
taka tuttugu leikarar og níu manna hljóm-
sveit þátt í sýningunni. Öll umgjörð þjónar
sínu hlutverki vel sem telst varla til tíðinda
í elsta atvinnuleikhúsi landsins. Þrátt fyrir
heiti sýningarinnar verður að viðurkenn-
ast að oft hefur verið meiri reisn yfir jóla-
frumsýningu Þjóðleikhússins.
Halldóra Friðjónsdóttir
Þjóöleikhúsið sýnir á Stóra sviöinu: Meö fullri
reisn eftir Terrence McNally og David Yazbek. Þýð-
ing og staöfærsla: Karl Ágúst Úlfsson. Tónlistar-
stjórn: Jóhann G. Jóhannsson. Hljóöstjórn: Sig-
uröur Bjóla. Lýsing: Björn B. Guömundsson og
Páll Ragnarsson. Búningar: Filippla I. Elísdóttir.
Leikmynd: Vytautas Narbutas. Aðstooarleikstjóri:
Tinna Gunnlaugsdóttir. Leikstjóri og danshöfund-
ur: Kenn Oldfield.
Vængjaþytur vorsins
Félag ljóðaunn-
enda á Austurlandi
hefur gefið út ljóða-
bókina Vængjaþyt-
ur vorsins eftir Ás-
dísi Jóhannsdóttur.
Ásdís var fædd árið
1933 og lést 1959, að-
eins 26 ára, og varð
öllum harmdauði
sem til hennar
þekktu. Nú hefur
Helgi Hallgrímsson
valið úr eftirlátnum ljóðum hennar í
þessa útgáfu og ritað eftirmála um Ás-
dísi og ljóðagerð hennar.
Eitt af ljóðunum í síðasta hluta bókar-
innar, sem ortur er á námsárum Ásdísar
í Þýskalandi, er „Vetrarþokan", ort í
desember 1956:
Vetrarþokan vefur borg,
vökul Ijósin stara.
Mjóar gótur, mannlaus torg,
myrkriö fyllir líkt og sorg.
Á öllu hvílir minninganna mara.
Kvæðabrot
Andrés Guðnason
hefur gefið út Kvæða-
brot úr ferðum er-
lendis þar sem hann
birtir vísur sem urðu
til á ferðum hans
víða um heim, til
Kaliforníu, Noregs,
Kanada, Grikklands,
Parísar, Prag, ítalíu,
Barcelona, Alpanna, Tyrklands, Möltu
og Gozo, Helsinki, St. Pétursborgar og
Tallinn. Eftirfarandi vísa varð til eftir
nótt á hóteli í Navplion í Grikklandi:
Kakkalakkar kirja söng
á kodda mínum.
Þeirra er ekki leiöin lóng
aö legstaö sinum.
Andrés gefur bókina út sjálfur.
BORGARLEIKHUSIÐ
Leikfélag Reykjavikur
STÓRA SVIÐ
SONCLEIKURINN SOL & MANI
eftir Sálina og KarlAgúst Úlfsson
Frumsýning lau. 11/1. UPPSELT
2. sýn. su. 12/1, gul kort
3. sýn. fó. 17/1, rauð kort
4. sýn. lau. 18/1, græn kort
SÖLUMAÐUR DEYR
e. Arthur Miller
Lau. 28/12 kl. 20
Su. 29/12 kl. 20
SÝNINGUM FER FÆKKANDI
HONK! UÓTIANDARUNCINN
e. George Stiles ogAnthony Drewe
Gamansöngleikurjyrir allafjölskylduna.
Su 29/12 kl. 14
Su. 12/1 kl. 14________________________
NÝJASVIÐ
JÓN OC HÓLMFRÍÐUR
Frekar eróttskt leiktrit i'prem páttum
e. Gabor Rassóv
Su. 29/12 kl. 20
Fö. 3/1 kl. 20
JÓLAGAMAN BORGARLEIKHÚSSINS
JólasveinakvaóiJóbannesar úr Kötlum
í leikbún ingi o.fl.
Su. 5/1 kl. 14 og 15 - Kr. 500
ÞRIÐJA HÆÐIN
HERPINCUR eftirAuði Hara/as
HINN FULLKOMNI MAÐUR
eftir Mikael Torfason
í SAMSTAHFl VIÐ DRAUMASMIÐJUNA
Lau. 28/12 kl. 20, Fö. 10/1 kl. 20
SÍÐTJSTU SÝNINGAK
LITLA SVIÐ
RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare
í SAMSTARFI VIÐ VESTURPORT
Má. 30/12 kl. 20. UPPSELT
Fö. 3/1 kl. 20
Sól & Máni - Nýr íslenskur sóngleikur eftir
Sálina hans Jóns mins og Karl Ágúst Ulfsson
FORSALA AÐCÖNGUMIÐA STENDUR YFIR.
GJAFAKORT Á TILBOÐSBERÐI TIL JÓLA
Frumsýning n. janúar
ALUR í LEIKHÚSIÐ - ENGINN HEIMA!
Borgarleikhúsið er fjölskylduvænt leikhús:
Börn, 12 ára og yngri, fá frítt í leikhúsið í
fylgd með forráðamönnum.
(Gildir ekki á söngleiki og barnasýntngar.)
Hátíðarsýning á Gretti sterka
Sérstök hátíöarsýning er á Grettissögu - sögu Grettis eftir Hilmar
Jónsson f Hafnarfjaröarleikhúsinu á sunnudagskvöldið, 29. desember.
En næsta sýning þar á eftir er ekki fyrr en 10. janúar.
"Töfrar sögunnar fejast meöal annars í skáldskapnum sem er oröinn
alltorræöur nútíma íslendingum. í stað þess að forðast kveðskapinn
gerir Hilmar hann að eðlilegum og skiljanlegum hluta textans sem
allur er fenginn beint úr Grettissögu. Það er magnað að verða vitni
að því að mál sem er ekki lengur talað öðlist líf og ég er ekki í
nokkrum vafa um að sú ákvöröun að nota upprunalega textann ráði
miklu urti farsæld leikgerðarinnar. Að vanda er öll umgjörð
hugvitssamlega útfærð og sem fyrr er það Rnnur Arnar Arnarson
sem á heiðurinn af
leikmyndinni, en þar
er   aðalstefið
rammíslenskt stuðla-
berg. Lýsing Björns
Bergsteins  Guð-
mundssonar er lista-
verk'út af fyrirsigog
sama má segja um
tónlist Hilmars Arnar
Hilmarssonar, þótt
hvort tveggja sé
skapað til að þjóna
því sem er að gerast
á sviðinu."
HF, DV
SKJALLBANDALAGIÐ KYNNIR
BEYGWR
í IÐNÓ
Jólasýning
Lau. 28.12. kl. 21.
Fös.3.1.kl.21.    Uppselt
Lau. 11.1. kl. 21.    Nokkur sæti
Miðasalan í Iðnó er opin frá 10-16 alla
virka daga, 14-17 um helgar og frá kl.
19 sýningardaga. Pantanir f s. 562
9700. Ósóttar pantanir eru seldar 4
dögum fyrir sýningar.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
14-15
14-15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28