Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2003, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2003, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2003 FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2003 17 DV Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Örn Valdimarsson Aöalritstjóri: Óli Björn Kárason Rltstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aöstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Skaftahlíð 24,105 Rvík, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5749 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyrí: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plótugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds. DV greiöir ekki viömælendum fyrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Hverjir eru svona illa staddir? „Hverjir eru svona illa staddir?" spurði Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti íslands, í nýársávarpi sinu. Þá hafði hann lýst þeirri þversögn að í góðæri, þegar ílestir íslendingar hefðu notið farsældar, ykist fátækt hér á landi. Forsetinn vitnaði til lýsinga góðgerðastofnana og sagði að sífellt fjölgaði þeim sem leituðu ásjár í neyð, ættu ekki fyrir mat og væru svo bjarg- arlausir að þeir gætu ekki klætt börn sín eða leyst út nauðsynleg lyf. „Hvar er fátæktin orðin daglegur gestur?“ spurði Ólafur Ragnar enn fremur og svaraði því með því að benda á breið- an hóp þjóðfélagsþegna, ungar mæður, láglaunafólk, ein- stæðinga, aldraða, sem eingöngu hefðu úr einfóldum lífeyri að spila, og öryrkja sem lifa við lágmarksbætur. „Öryggis- netið sem við héldum að væri traust og víðtækt og töldum höfuðkost á íslenskri velferð er í raun svo götótt að þúsund- ir megna ekki af eigin rammleik að framfleyta sér og sín- um,“ sagði forseti íslands og bætti við: „Það hefur verið ein- dreginn þjóðarvilji að hér væru öllum tryggð lágmarkskjör, að velferðin væri sömu ættar og ríkir með frændum okkar á Norðurlöndum, að aldraðir og sjúkir, einstæðingar og barn- margar fjölskyldur þurfi ekki að líða skort.“ Um þjóðarviljann þarf ekki að efast. DV hefur m.a. í vet- ur vakið athygli á þeim fjölda sem þurft hefur að sækja styrk til góðgerðastofnana. í kjölfar viðtals við unga, einstæða móður, sem ekki náði endum saman, kom fram ríkur vilji al- mennings til aðstoðar. Það sem á skortir er hins vegar að leggja mat á vandann, finna út með vissu hverjir eru verst settir og hvað veldur því að þeir hópar hafa orðið út undan. Þegar það liggur fyrir verður að grípa í taumana og útrýma því ástandi sem er ólíðandi og óþarft í samfélagi sem al- mennt hefur það gott. Finna þarf út hvar og hvers vegna velferðarkerfi okkar bregst. Forseti íslands sagði í ávarpi sínu að fjöldi hinna fá- tæku ykist ár frá ári, í vaxandi mæli fólk í fastri vinnu, en launin dygðu ekki fyrir brýnum útgjöldum sem ekki væri hægt að komast hjá. Samt er frá því greint í fréttabréfi Kjara- rannsóknarnefndar að regluleg laun, frá þriðja ársfjórðungi árins 2001 til þriðja ársfjórðungs nýliðins árs, hafi hækkað umfram vísitölu neysluverðs og kaupmáttur því aukist. At- vinnuleysi hefur að sönnu aukist að undanfórnu en félags- málaráðherra benti á í DV í gær að atvinnuleysisbætur hefðu hækkað um 5 prósent á gamlársdag. Ráðherrann telur forseta íslands raunar hafa tekið of djúpt í árinni með lýs- ingu sinni. Ástandið sé ekki eins dökkt og hann hafi lýst. Hversu alvarlegt ástandið er þarf að kanna og finna ráð til bóta. Þótt ráðherra máli það ekki jafn dökkum litum og for- seti segja biðraðir fólks hjá góðgerðastofnunum óneitanlega sína sögu. Því er athyglisverð tillaga forsetans um sameigin- legt átak verkalýðshreyfingar, ríkisvalds og sveitarstjóma til að vinna bug á fátæktinni, líkt og sömu aðilum tókst í bar- áttu við verðbólguna. Forsetinn hét í ávarpi sínu á forystu- sveit launafólks, sem á liðnu ári var í fararbroddi andófsins gegn verðbólgunni, að veita nú sams konar leiðsögn í glímunni við fátæktina, að tengja saman ríkisvald og sveit- arstjórnir, áhrifafólk í atvinnulífi og liðssveitir í hjálpar- starfi. Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands íslands, fagnar þessari áskorun og segir að sambandiö muni leggja fram tillögur um lausn á þessum vanda í byrjun næsta mán- aðar og efna til viðræðna um fátækt bæði við ríkisvaldið og sveitarfélögin. Samvinna í kjölfar þeirra viðræðna ætti að svara spurningu forseta íslands um það hverjir em svona illa staddir og leiða jafnframt til úrbóta. Jónas Haraldsson DV Skoðun (Hæpnar) Leikfléttur þaulsætins borgarstjóra Jón Valur Jensson ættgreinir og guöfræöingur Réttlát lausn er fundin á framboðsmálum Ingibjarg- ar Sólrúnar borgarstjóra - lausn sem hún í lengstu lög vildi forðast. Hafi hún í alvöru talið sig komast upp með að hefja sem borgarstjóri baráttu sem saxar á fylgi allra flokka, annarra en hennar eigin og Sjálfstæðisflokks, þá vekur það - eins og margt annað í þessu samhengi - efasemdir um pólitíska dómgreind hennar. Ingibjörg Sólrún er vissulega mik- ilhæf baráttukona þótt seint verði séð að hún hafl unnið stórvirki fyrir borgina. Hvaða stórvirki? Að hafa nægjanlegt íbúðaframboð og lækka frekar en hækka húsnæðiskostnað fólks? Ævintýrið í Grafarholti? Markviss atvinnuuppbygging sem hamlar gegn flótta fyrirtækja til ná- grannasveitarfélaga?! Skipulagsmál, Sundabraut, umferðaröryggi við Miklubraut og Kringlumýrarbraut? Kannski félagsmál og snjallar til- færslur til að fela vaxandi skuldir borgarbúa? Eyðslan í Línu-Net og Orkuveituhöll? Hækkanir á gjald- skrá leikskóla o.fl. eftir kosningam- ar sl. vor? Rómverskir valdhafar töldu væn- legt tO fylgis að bjóða alþýðunni brauð og leika. En hver verður var við sérstakar ráðstafanir hjá R-list- ir áttu að styðja hana áfram til mannvirðinga, já, beita sér eins og uxar fyrir hennar pólitíska vagn, þótt á bak við væri hún að lokka frá þeim kálfana. Hún ætlaðist sem sé til þess að samstarfsflokkamir (hér eftir sam- keppnisflokkar, raunar andstæðing- ar hennar í slagnum um kjörfylgi) veittu henni áfram brautargengi í pólitik og nú til enn metnaðarmeiri embætta! í stjórn með Sjálfstæöisflokki? Svo em menn að tala um vinstri- stjóm! Vilja „Rauðgrænir" og Fram- sókn rlkisstjóm með flokki sem brytjar þá í smátt og stendur yfir höf- uðsvörðunum á hertoga Framsókn- ar? Gerir fólk í alvöra ráð fyrir að anum til að hjálpa fátækum Reyk- víkingum að afla sér matar? Hitt hefur borgarstjórinn verið drjúg- ur við - að auglýsa sig með uppá- komum og púðurskotum eina nótt á ári, sk. Menningamótt, sem er auðvitað mjög spennandi en ekki kraftaverk. Eina kraftaverkið var að halda saman þeim sundurleitu öflum sem að R-listanum standa. Ögranir og trúnaðarbrestur Goðsögnin um að Ingibjörg væri ómissandi sem eina borgar- stjóraefni vinstriaflanna heyrir nú sögunni til - mest fyrir henn- ar eigin tilverknað. Samtímis koma upp efasemdir um hæfni hennar til að viðhalda trúnaði samstarfsaðila í stjómmálum. Ekki vantar á að hún hafi kjör- þokka, munninn fyrir neðan nefið og fallegt bros. En lýsti það ekki ótrúlegri tilætlunarsemi að telja eðlilegt að sitja sem fastast sem borgarstjóri um leið og hún herj- ar á bandalagsflokka sína? Skó- sveinar hennar tóku fullan þátt í þessu, gripu til frýjunarorða um Framsókn og Vinstrigræna, töl- uðu um taugaveiklun, skjálfta, uppnám og hræðslu við framboð Ingibjargar, sögðu hina flokkana ganga harkalega gegn borgar- stjóra, hæddust að því að Alfreð og Árni Þór hefðu hvorugur haf- izt til virðinga án hennar. Hafði þó Alfreð verið mun lengur sam- fleytt í borgarstjóm en hún og átti fleiri kosta völ en Ingibjörgu var sýnt um að viðurkenna. Það var ekki afrek Ingibjargar að stofna R-listann, það voru fjór- ir, seinna þrír flokkar, sem lögðu þar saman, það voru þeir sem veittu henni brautargengi. Ekki lét hún svo lítið að tilkynna þeim áform sín áður en hlaupið var með þau í fjölmiðla fyrir jól. Samt áttu þeir að hampa henni áfram sem virðulegu sameiningartákni Reykvíkinga, henni sem þá var orðin sundrungartákn. Það fékkst hún ekki til að viðurkenna; vildi alls ekki sleppa sínu. Enginn blettur mátti falla á geislabauginn. Hinir flokkam- „Goðsögnin um að Ingibjörg væri ómissandi sem eina borgarstjóraefni vinstriaflanna heyrir nú sögunni til - mest fyrir hennar eigin tilverknað. Samtímis koma upp efasemdir um hæfni hennar til að viðhalda trúnaði samstarfsaðila í stjómmálum.“ ann með þvi að fullvissa þá og sam- starfsflokkana hátíðlega um að hún myndi helga sig borgarmálunum ein- um næstu fjögur ár. Hefur hún trú- lega öðlazt 8. sætið og þar með emb- ættið út á atkvæði sem hún fékk með aðferðum sem verður ekki líkt við annað en blekkingar. Átti menn sig á óskammfeilni Ingi- bjargar getur fléttan hæglega brugð- izt þannig að hún verði á endanum hvorki þingmaöur né ráðherra; ein- ungis óbreyttur borgarfulltrúi og varaþingmaður, komin á byrjunar- reit. Þungvæg kerfisbreyting Reyndar er önnur flétta að auki sem fréttaskýrendur taka ekki eftir - það er skipting Reykjavíkur í tvö kjördæmi. Menn ímynda sér að það hafi verið „slys“. Allir eru hundóá- nægðir yfir þessu: að skera borgina í tvennt, að fá ekki að krossa við sina eftirlætisleiðtoga - menn vita ekki einu sinni fyrr en daginn fyrir kosn- ingar hvar skiptingin verður! Vita- skuld gerðist svo þungvæg kerfis- breyting ekki fyrir einskæra tilvilj- un; hún hefur verið þaulskipulögð hjá okkar æðstu herram (kannski með ókeypis ráðgjöf frá Landssam- bandi kvótagreifa); skiptingin í tvö 9-11 manna kjördæmi er tilsniðin tU að þurrka út Frjálslynda flokkinn. En þegar þessi nýskipun fer að hitta fyrir sjálfan kvótakeisarann HaUdór Ásgrímsson hefur hún breytzt i það búmerang sem hún átti aldrei að verða - og HaUdór óttast að verða höfðinu styttri! Þannig geta þessir háu herrar og frúr fallið á eig- in bragði. - Hikstalaust getum við bókað að þetta verða spennandi kosningar! þessir flokkar verði ginnkeyptir fyrir samsteypustjóm með Sam- fylkingunni? Og hver vUl hreina vinstristjóm? Þá er væn- legrá fyrir VG að mynda stjóm með Sjálfstæðisflokki þar sem þeir eiga von á 5-6 ráðherrastól- um í stað mun færri í þríhöfða vinstristjóm. En vita mega menn að það verður Samfylk- ingin sem á eftir að sækja á um að fara í stjórn með Sjálfstæðis- flokknum! Framsóknarmenn áttu koU- gátuna um að þetta væri „skoUaleikur á aðventu": Össur lét eins og hér væri tækifæri tU að berjast fyrir nýrri stjórn jafnaðarmennskunnar, Ingi- björg hélt því fram að hún myndi ekki stuðla að fram- haldslífi Davíðs í landsmálum, en þetta eru innantóm orð, þau eiga eftir að biðla tU Sjálfstæð- isflokks um stjómarmyndun! Falla þau á eigin bragöi? Ingibjörg sýndi það uppgerð- arlitiUæti að taka „varamanns- sæti“ á listanum. Sá leikur dregur einfaldlega dám af klókri aðferð hennar tU að fá sem flest atkvæði í „baráttusæt- ið“ (8. sæti) i borgarstjórn. Á sama tíma gerir hún opinskátt að hún sé reiðubúin að verða forsætisráðherra en hefur í lengstu lög vUjað halda borgar- stjórastólnum ' þangað tU. Er þetta nú alveg laust við hroka? Annað uppgerðarlítiUæti hennar, að hún væri bundin trúnaði við þá sem kusu hana sem borgarstjóra, stang- ast UlUega á við þá staðreynd að hún vélaði kjósendur tU fylgis við R-list- Sandkom sandkorn@dv.is Sturlu állir vegir fœrír - nœstum því... Sem kunnugt er eru Vegagerðin og Reykjavíkurborg ekki sammála um hvar skuli leggja Sundabraut, nýjan þjóðveg úr austurborg Reykjavfkur yfir í KoUa- fjörð. Ágreiningurinn er um þverun Kleppsvikur; Vegagerðin viU ódýra leið innarlega á landfyllingu en borgin viU heljarmikla hábrú frá Sundahafnarsvæð- inu. Draumaleið borgarinnar er aUt að þremur miUjörðum króna dýrari og vitanlega aðalmálið hver eigi að borga mismuninn. Það mun hugsanlega koma í hlut Sturlu Böðvarsson- ar samgönguráðherra að úrskurða um það. í 29. grein vegalaga segir nefnUega að ef þjóðvegur er að ósk sveit- arstjómar lagður annars staðar en Vegagerðin telur æskUegt sé Vegagerðinni heimUt að krefja viðkomandi sveitarfélag um viðbótarkostnað. Rísi ágreiningur um réttmæti slíkrar kröfu eða fjárhæð skuli vísa málinu tU samgönguráðherra tU úrskurðar. Það viU svo tU að þessu lagaákvæði hefur aldrei ver- ið beitt. Og aðeins einu sinni hefur staðið tU af hálfu Vegagerðarinnar að beita því. Það var þegar sveitar- stjómin I Stykkishólmi vUdi endUega láta leggja nýjan og glæsUegan veg inn í þorpið. Vegagerðin veifaði þá 29. greininni framan í sveitarstjórann, sem leist ekki á blik- una og féU snarlega frá hugmyndinni. Téður sveitar- stjóri var enginn annar en Sturla nokkur Böðvarsson ... Davíð stundvís Samkvæmt venju mættu forystumenn stjórnmálaflokkanna í KryddsUdina, ára- mótaspjaU Stöðvar 2, á gamlársdag. Dav- fð Oddsson hefur aUtaf mætt of seint í þennan þátt vegna þess að hann tekur upp áramótaávarp sitt í RÚV um sama leyti og Kryddsíldin byrjar. Að þessu sinni var fyrirkomulagi KryddsUdarinn- ar breytt og spjaUi stjómmálaforingjanna seinkað nokkuð, meðal annars tU þess aö Davíð gæti verið með frá byrjun. Davíð brást hins vegar ekki aðdá- endum sínum og mætti of seint eins og fyrri daginn - eða öUu heldur: stundvíslega ... Ummæli Enn höggvið „Ingibjörg Sólrún [sagði] í gær- kvöldi [mánudag] að það hefði ekki verið til neins að spyrja samstarfs- flokkana hvort hún mætti fara í fram- boð af því að hún hefði vitað að þeir myndu hafa sagt nei. Hvers konar framkoma er þetta í samstarfí Uokka? Þetta er í besta filviki vanþekking á grundvaUarreglum i samstarfi og í versta tUviki „svik að yfirlögðu ráði“.“ Valgeröur Sverrisdóttir á vef sínum. Eitt skref enn „Ég hef þá trú að Samfylkingin verði það afi sem henni var ætlað og að það afl verði staðfest í kosningunum í vor og síðan innsiglað árið 2007. Þessa skoð- un mína byggi ég á því að flokkurinn hefur skýrt stefhu sína verulega, hann hefur hægt og hægt talað fyrir frjáls- lyndari skoðunum auk þess sem hann er eini flokkurinn sem ber hag almenn- ings fyrir bijósti í Evrópumálum. Síð- ast en ekki síst eru verulegar líkur á því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir muni verða leiðtogi flokksins í næstu kosningum enda væri það fádæma skammsýni og skortur á vUja tfl að grípa tækifæri ef flokksforystan myndi ekki gera allt sem hún getur tU aö kalla Ingibjörgu í leiðtogasætið, með hvaða hætti sem það nú yrði.“ Hreinn Hreinsson á Kreml.is. Ungmennafélags- andinn góði „Það er söknuður af Ingibjörgu sem borgarstjóra, en maður kemur í manns stað, og fagna ég því að svo ágætur maður sem Þórólfur Árnason komi í hennar stað. Ekki síst þegar ég heyrði að hann væri þekktur fyrir að stjórna með ungmennafélagsstU í þeim fyrirtækjum sem hann hefði starfað, slíkt spUlir ekki fyrir.“ Anna Kristinsdóttir borgarfulltrúi á Hriflu.is. Fáheyrð fásinna „Ingibjörg Sólrún hrakin frá völd- um.“ Þannig hljóðar forsíðufyrirsögn Fréttablaðsins í dag [mánudag]. Slík fásinna er fáheyrð þar sem staðreynd- ir málsins eru að Ingibjörg fómaði R- listanum fyrir Samfylkinguna. Full- yrðingin er því niðurlæging fyrir Fréttablaðið og aUa þá sem líta málið sömu augum.“ Guömundur Freyr Sveinsson á Maddömunni.is. Alvara fjármálalífsins „Er einsdæmi, að boðið sé upp á stórlega niðursett verð, rýmingarsölur og önnur kjaraboð nœrri allt áríð. Einhver hlýtur á endanum að bera skarðan hlut frá borði ef vörur eru seldar í stórum stíl langt undir kostnaðarverði. “ Fyrir nokkru hitti höfund- ur góðkunningja sinn á förnum vegi. Er sá víð- frægur dálkahöfundur og landskunnur háðfugl. Tóku menn tal saman og ræddu lítillega pistla hvor annars. Varð niðurstaðan sú að dálkar viðmælanda höfundar væru almennt hnyttnir enda kímnigáfan í góðu lagi og skortir eigi kaldhæðni en aftur á móti væri fátt skondið við fjár- mál og annað slíkt sem væri oft umfjöllunarefni höfundar. Um áramót er iðulega litið yfir farinn veg og horft fram á við, reynt að vega og meta hvað nýtt ár kunni að bera í skauti sér. Einkenni ís- lensks þjóðarbúskapar um nokkmra ára skeið allt fram á árið i fyrra er hin gríðarlega þensla sem var meira og minna drifin áfram af mikilli skuldasöfnun og litlum þjóðhagsleg- um sparnaði, enda hlaut hún óhjá- kvæmilega að taka enda þar sem öll- um var ljóst að ástandið var á engan hátt sjálfbært, öndvert við vöxt sem drifinn er áfram af fjárfestingu sem fjármögnuð er með innlendum sparnaði. Slfkur vöxtur er einkum einkennandi fyrir ríki sem hefur ekki náð langt á þróunarbraut og er oft skilgreindur sem flugtak. Erlendar lántökur era eðlilegar í hnattvæddu þjóðfélagi en miklu máli skiptir hvernig þeim er varið, hvort þær eru notaöir að miklu leyti til að fjármagna neyslu sem skilur fátt eftir þegar að skuldadög- um kemur eða til að fjármagna fjár- festingu í byggingum, vélum, tæk- um og mannauði sem verður síðan undirstaða hagvaxtar sem byggður er á traustum gmnni þar sem um sjálfbæran stöðugan vöxt er að ræða, eigi ógnað með óbærilegum skuldum einstaklinga og fyrirtækja. Litt grundaðar forsendur Hætt er við að í undangengnu góðæri, innan gæsalappa, hafi ýms- ir, bæði einstaklingar og fyrirtæki,. reist sér millustein um háls í bjart- sýni sinni sem jaðrað hefir við glópsku eins og tölur um vaxandi gjaldþrot og árangurslaus fjárnám sýna. Reginmunur er á raunsæi, byggðu á traustum grunni, óskyldu- mÝ barlómi sem aldrei getur leitt til framfara eða glópsku sem á sér lítt ígrundaðar forsendur. Aðgát skal höfð, byggð á köldu mati og skynsemi, þar sem borð er haft fyr- ir báru, gert ráð fyrir hinu versta þar eð hið góða sakar ekki. Fyrir um tveimur áram, þegar innflutningur bifreiða var sem mest- ur, benti höfundur á að brátt myndi draga úr innflutningi bifreiða þar sem komið væri að mettunarmarki. Einkabifreiðaflotinn væri orðinn stærri en næmi fjölda útgefinni öku- skírteina og samkvæmt reynslu yrði lítið um afoll á næstu áram úr yngstu árgöngum flotans sem væru stórir. Engu að síður heyrðust radd- ir sem töldu að þáverandi innflutn- ingur gæti haldið áfram um ókomin ár. Fregnir herma nú að bifreiðaum- boð hafi fengið skell þar sem for- svarsmenn þeirra hafi vanmetið mettunarstig markaðarins. Á áranum eftir seinni heims- styrjöldina vora einkum tvö ríki sem skáru sig úr vegna mikils vaxt- ar og viðgangs. Voru það Þýska- land og Japan. Oft var rætt um þýska kraftaverkið og japanska undrið. Nú bregður svo við að einmitt þessi ríki eiga við hvað mesta efnahagsörðugleika þróaðra ríkja að stríða. Eiga þeir að miklu leyti rætur sína að rekja til slakrar eftirspumar innanlands auk þess sem töpuð útlán bankakerfis ríkj- anna, sem ekki hafa verið tekin föstum tökum, skapa vissa ógn. Jafnvel í hraðvaxtarlandinu Kína er talið að lán í bankakerfinu sem ekki eru eignir fyrir séu um 56 þús- und milljarðar króna. íþyngjandi skuldaþættir Vegna hinnar miklu og vaxandi skuldsetningar einstaklinga og fyr- irtækja á íslandi er ekki útilokað að íslenskt hagkerfi gæti lent í stöðnun eða samdrætti um nokkurt skeið eins og gerðist á árunum 1988 til 1993, þótt ekki verði fullyrt um það hér og nú. Skuldaþættir þessir era metnir hátt í tvær biújónir króna og hljóta að reynast íþyngj- andi þegar kemur að fjárfestingu og neyslu. Útsölur á jólum sem ættu að vera ein helsta vertíð verslunar benda til þess að einhvers staðar í kerfinu sé slaki er ekki var ráð fyrir gert. Er einsdæmi að boðið sé upp á stór- lega niðursett verð, rýmingarsölur og önnur kjaraboð nærri allt árið. Einhver hlýtur á endanum að bera skarðan hlut frá borði ef vörur eru seldar í stórum stíl langt undir kostnaðarverði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.