Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2003, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2003, Blaðsíða 26
26 íslendingaþættir Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 90 ára__________________________ Hjörlelfur Gíslason, Kirkjuhvoli, Hvolsvelli. 85 árg__________________________ Kjartan Tryggvason, Víöikeri, Báröardal. 8Q„ára__________________________ Guöbjörg Magnúsdóttir, Básahrauni 43, Þorlákshöfn. 75 ára__________________________ Gunnar Helgl Ólafsson, Hjaröarhaga 42, Reykjavík. Halldór B. Jónatansson, Auðsholti 4, Flúöum. 70 ára _________________________ Alma Erna Ólafsson, Þverbrekku 4, Kópavogi. Áslaug Bernhöft, Kirkjusandi 5, Reykjavík. Hrefna Daníelsdóttir, Lerkigrund 3, Akranesi. Margrét E. Björnsdóttir, Hvanneyrarbraut 40, Siglufirði. Sigrún Gunnlaugsdóttir, Grundarstíg 23, Reykjavík. 60 ára__________________________ Edda Kolbrún Klemensdóttlr, Skúlagötu 54, Reykjavík. Erla Björg Guðjónsdóttir, Fjaröarseli 25, Reykjavík. Guömundur Haraldsson, Núpalind 6, Kópavogi. Magnús Rafn Guðmannsson, Fífumóa 14, Njarövík. Ragnhildur Jónasdóttir, Álftamýri 32, Reykjavík. Vilhjálmur Már Jónsson, Heiöarvegi 31, Vestmannaeyjum. Þórir Ólafsson, Miðkoti, Rangárvallasýslu. 50 ára__________________________ Björg Ellingsen, Lindarbraut 4, Seltjarnarnesi. Guömundur Sigurösson, Grundarhúsum 6, Reykjavík. Heiöar Páll Halldórsson, Vesturvegi 23, Vestmannaeyjum. Helga Steinarsdóttir, Brúnastööum 45, Reykjavík. Ingibjörg Þ. Guönadóttir, Gauksmýri 4, Neskaupstað. Jacob Ejsenberg Ström, Rafnkelsstaðavegi 4, Garði. Margrét S. Jónasdóttir, Túnbrekku 13, Ólafsvík. Sigfús Blöndal Sigurösson, Stafholtsey, Borgarnesi. Slgrún Þóra Magnúsdóttir, Grettisgötu 46, Reykjavík. Sigurjón Rúnar Jakobsson, Jöklaseli 21, Reykjavík. Þór Hafsteinn Hauksson, Digranesheiöi 37, Kópavogi. 40 ára__________________________ Anette Hansen, Hafnarstræti 7, ísafiröi. Elín Björk Jóhannesdóttir, Leifsgötu 26, Reykjavík. Gunnar Gunnbjörnsson, Einarsnesi 62a, Reykjavík. Haraldur R Magnússon, Geitasandi 2, Hellu. Hákon Valtýsson, Safamýri 41, Reykjavík. Hlldur Þorvaldsdóttir, Veghúsum 11, Reykjavík. Hjálmar Georg Theódórsson, Skipasundi 59, Reykjavík. Lára Þorsteinsdóttlr, Rfuseli 18, Reykjavík. Pétur Svelnsson, Teigabyggö 1, Hafnarfiröi. Þuríöur E. Baldursdóttir, Kjarrmóum 12, Garöabæ. Jarðarfarir Útför Siguröar Hallgrímssonar vélfræö- ings, Granaskjóli 24, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju miövikud. 16.4. kl. 10.30. Héöinn Arason, Otrateigi 34, Reykjavík, veröur jarðsunginn frá Laugarneskirkju miövikud. 16.4. kl. 15.00. Útför Margrétar LIIJu Ólafsdóttur veröur gerö frá Háteigskirkju miövikud. 16.4. kl. 10.30. Útför Sigurvelgar Halldórsdóttur, áöur Dvergabakka 36, fer fram frá Háteigs- kirkju miövikud. 16.4. kl. 13.30. Útför Elínar Kristgeirsdóttur fer fram frá Neskirkju miövikud. 16.4. kl. 15.00. Elísabet Magnúsdóttlr, áöur til heimilis á Hrísateigi 6, veröur jarösungin frá Ás- kirkju miövikud. 16.4. kl. 15.00. Guölaug Helga Sveinsdóttlr, Suöurhól- um 26, veröur jarösungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík miövikud. 16.4. kl. 13.30. Aöaiheiöur Siguröardóttir veröur jarösungin frá Dómkirkjunni miövikud. 16.4. kl. 15.00. MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2003 DV Helgi B. Daníelsson fyrrv. yfirlögregluþjónn RLR og landsliðsmarkvöröur Helgi Biering Daníelsson, fyrrv. yfirlögregluþjónn RLR og landsliðs- markvörður i knattspymu, Fells- múla 10, Reykjavík, er sjötugur í dag. Starfsferill Helgi fæddist á Akranesi og ólst þar upp til sautján ára aldurs. Hann stundaði nám í Barnaskóla Akra- ness, lauk gagnfræðaprófi frá Gagn- fræðaskóla Akraness 1950, prófi frá Iðnskólanum í Reykjavík 1954, sveinsprófi í prentiðn frá ísafoldar- prentsmiðju 1957 og prófi frá Lög- regluskóla ríkisins 1967. Helgi var nemi og prentari í ísa- foldarprentsmiðju 1950-56, starfs- maður ÍA, Akranesbæjar og Sem- entsverksmiðju ríkisins á Akranesi 1956-64, lögregluvarðstjóri á Akra- nesi 1964-72, lögreglumaður og aðal- varðstjóri hjá Sakadómi Reykjavík- ur 1972-77, lögreglufulltrúi hjá RLR 1977-84, yfirlögregluþjónn þar 1984-97 en lét þá af störfum er RLR var lögð niður. Hann stofnaði Akra- fjallsútgáfuna 2002 og stundar rit- störf og útgáfu ættfræðibóka. Helgi var m.a. formaður Knatt- spymufélagsins Kára á Akranesi, sat í stjóm íþróttabandalags Akra- ness, var formaður Knattspymu- ráðs Akraness, í stjóm Alþýðu- flokksfélags Akraness, sat í ýmsum nefndum á vegum bæjarstjórnar Akraness, s.s. bamaverndamefnd, nefnd sjúkrasamlagsins, Byggða- safnsins á Göðrum, var endurskoð- andi bæjarreikninga og Andkilsár- virkjunnar, var meðal stofnenda frí- múrarastúkunnar Akurs á Akra- nesi og Kiwanisklúbbsins Þyrils á Akranesi, sat í stjórn Alþýðuflokks- félags Reykjavíkur, átti sæti á fram- boðslistum Alþýðuflokksins við al- þingiskosningar í Vesturlandskjör- dæmi og í Reykjavík, var meðal stofnenda Bamaheiila og í stjóm þar fyrstu fimm árin, meðal stofn- enda íþróttasambands lögreglu- manna (ISL) og fyrsti formaður þess, meðal stofnenda stuðnings- mannafélags Skagamanna (gulir og glaðir) og formaður fyrstu árin, var í stjóm Knattspymufélagsins Vals og stjórn Knattspyrnusambands ís- lands 1970-84, var m.a. varaformað- ur og formaður landsliðsnefndar og annarra nefnda á vegum þess. Helgi lék knattspymu með ÍA 1950, Val 1951-55 og með ÍA 1956-65, lék tuttugu og fimm leiki með ís- lenska landsliðinu 1953-65, sat í stjóm Landssamtaka eldri kylfinga (LEK) í átta ár og tók tvisvar þátt í Evrópukeppnum á vegum þess og hefur verið liðsstjóri í slíkum keppnum á undanfömum árum. Helgi var ritstjóri Skagans, blaðs Alþýðuflokksins á Akranesi og í Vesturlandskjödæmi um árabil og í ritstjóm Lögreglublaðsins um skeið. Hann stofnaði og gaf út blað- ið Sementspokann og var fyrsti rit- stjóri þess, skrifaði mörg ár í Al- þýðublaðið, Morgunblaðið og fleiri blöð, aðallega um íþróttir, hefur verið áhugaljósmyndari um árabil og haldið nokkrar ljósmyndasýning- ar á Akranesi, einn og ásamt öðr- um. Helgi er heiðursfélagi Knatt- spymufélagsins Kára, Knattspyrnu- félags ÍA, Arsenalklúbbsins á ís- landi og íslandsdeildar IPA (Al- þjóðasamband lögreglumanna). Hann hefur verið sæmdur gull- merkjum KSÍ, ÍSÍ, ÍA, ÍSL og Félags yfirlögregluþjóna. Fjölskylda Helgi kvæntist 19.9. 1953 Stein- dóru Sigríði Steinsdóttur, f. 18.7. 1934, verslunarmanni. Hún er dóttir Steins Jónssonar, f. 24.7. 1902, d. 20.7. 1973, vélstjóra, og k.h., Stein- dóm Albertsdóttur, f. 31.7. 1903, d. 6.2. 1980, húsmóður. Böm Helga og Steindóru eru Friðþjófur Am- ar, f. 27.2. 1953, ljósmyndari og kvikmyndatöku- maður, kvæntur Guðfinnu Svav- arsdóttur jóga- kennara og eiga þau tvö böm og tvö barnaböm; Steinn Mar, f. 18.2. 1954, tré- smíðameistari og kennari, kvænt- ur Elínu Klöru Svavarsdóttur, verslunarmanni og eiga þau fimm börn og fimm bamaböm; Helgi Valur, f. 22.6.1956, starfsmaður Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, en sambýliskona hans er Erla Skarphéðinsdóttir, starfs- maður í leikskóla, og eiga þau eina dóttur, auk þess á hann eina dóttur úr fyrri sambúð og Erla á tvö böm frá fyrra hjónabandi. Hálfbræður Helga, samfeðra, eru Kristfinnur Björgyin, f. 8.10.1920, d. 10.12. 1938; Árni Örvar, f. 20.6. 1922, d. 28.9. 1985, verkstjóri á Akranesi; Friðþjófur Arnar, f. 11.11. 1923, d. 5.6.1947, trésmiður á Akranesi; Við- ar Guðbjöm, f. 3.6.1925, d. 21.7.1992, múrarameistari í Reykjavík. Alsystkini Helga eru Bára, f. 18.2. 1935, d. 26.8. 1975, bókavörður á Akranesi; Björgvin, f. 14.5. 1938, prentari í Reykjavík; Hafis, f. 4.9. 1941, bókavörður á Akranesi; Hlín, f. 1.4.1944, kennari í Reykjavík. Foreldrar Helga vom Daníel Þjóð- björnsson, f. 13.7. 1897 á Læk í Leir- ársveit, d. 6.10. 1945, múrarameist- ari á Akranesi, og s.k.h., Sesselja Guðlaug Helgadóttir, f. 7.5. 1908 í Hrísey, d. 17.1. 1996, húsmóðir. Ætt Daníel var sonur Þjóðbjöms Bjömssonar frá Hrísum í Flókadal, b. á Læk og Neðra-Skarði í Leirár- og Melasveit, og k.h., Guðríðar Auð- unsdóttur frá Oddsstöðum í Lundar- reykjadal. Þjóðbjöm var sonur Bjöms Björnssonar, b. á Hrísum í Flókadal og víðar, og k.h., Þjóð- bjargar Jónsdóttur. Guðríður var dóttir Auðuns Vigfússonar frá Holtsmúla i Landsveit, af Víkings- lækjarætt, b. á Gullberastöðum og Varmalæk, og k.h., Vilborgar Jóns- dóttur. Guðlaug var dóttir Helga Biering Ólafssonar frá Björk í Sölvadal, smiðs og b. á Borgum í Grímsey, og k.h., Guðrúnar Pálínu Sigfúsdóttur, frá Syðraholti í Svarfaðardal. Helgi var sonur Ólafs Ólafssonar frá Syðra-Dalsgerði í Saurbæjarhreppi, b. á Úlfá, og k.h., Þórhildar Biering Hansdóttur, frá Kaldbak við Húsa- vík, síðar húsfreyju á Hrísum, en seinni maður hennar var Björn Arnþórsson frá Ytra-Dalsgerði, b. og kennari á Hrísum i Svarfaðardal. Helgi og Friðþjófur, sonur hans, sem varð fimmtugur 27.2. sl„ munu taka á móti gestum í Valsheimilinu fostudaginn 25.4. nk. kl. 20.00. Sjötu/í Jopunn G. Gottskalksdottir húsmóðir í Hveragerði Jórunn Gíslína Gott- skálksdóttir húsmóðir, Bröttuhlíð 17, Hvera- gerði, er sjötug í dag. Starfsferill Jórunn fæddist á Hvoli í Ölfusi og ólst þar upp. Hún stundaði almenna skólagöngu þess tíma, lauk fullnaðarprófi og var tvo vetur i gagnfræðaskóla. Jórunn hóf búskap í Hafnarfirði 1952, flutti í Ölfusið 1961 tók við bú- skap foreldra sinna og stundaði þar almenn bústörf. Hún flutti i Hvera- gerði 1971 og starfaði þar sem starfs- stúlka á Heilsuhæli NLFÍ í mörg ár. Fjölskylda Jórunn giftist 24.5. 1953 Friðgeiri Kristjánssyni, f. 11.12. 1927, húsasmíða- meistara. Þau eiga þvi gullbrúðkaup í vor. For- eldrar Friðgeirs: Kristján Júlíus Kristjánsson, lengst af bamaskólakennari á Vest- fjörðum og bóndi í Efri-Tungu í Ör- lygshöfn, og k.h., Dagbjört Guðrún Torfadóttir húsfreyja. Böm Jórunnar og Friðgeirs eru Kristján Júlíus, f. 11.1.1953, kennari í Hveragerði, en unnusta hans er Guðbjörg Thoroddsen og á hann tvö börn frá fyrra hjónabandi en annað þeirra er látið og Guðbjörg á tvö böm; Gottskálk, f. 25.10. 1954, líf- fræðingur í Kópavogi, en kona hans er Edda Sverrisdóttir og eiga þau eitt bam, auk þess sem Edda á bam fyrir og eitt bamabarn; Gróa, f. 6.11. 1956, hjúkrunarfræðingur og hand- menntakennari í Reykjavík, en maður hennar er Ásgeir Guðmunds- son og eiga þau tvö böm, auk þess sem Ásgeir á eitt bam fyrir og á þrjú barnaböm; Rúnar Jón, f. 18.3. 1961, nemi í Tækniháskóla íslands, búsettur í Hveragerði, og á hann eitt barn;Össur Emil, f. 14.3. 1965, húsasmíðameistari í Hveragerði en kona hans er Guðrún Guðmunds- dóttir og eiga þau þrjú böm. Systkini Jórunnar: Guðmundur, f. 16.4. 1931, verkamaður og org- anisti í Hveragerði; Salvör, f. 2.7. 1939, húsmóðir i Hafnarfirði; Guð rún Ásta, f. 24.5. 1946, húsmóðir á Selfossi; Gizur f. 4.3. 1950, læknir í Garðabæ. Foreldrar Jórunnar: Gottskálk Gissurarson, f. 4.7.1902, d. 16.9.1964, bóndi á Hvoli í Ölfusi, og Gróa Jóns- dóttir, f. 8.9. 1907, d. 30.11. 1992, hús- freyja. Jórunn og Friðgeir eiga bæði stórafmæli um þessar mundir og gullbrúðkaup 24.5. nk. í tilefni þess- arra tímamóta eru ættingjum og vinum boðið til fagnaðar í Golfskála Hvergerðis, í Gufudal, á skírdag, 17.4., kl 16.00. Blóm og gjafir eru vinsamlega af- þökkuð en á staðnum verður tekiö á móti frjálsum framlögum fyrir lang- veik böm. Sextug : Asdís Jónsdóttip nuddfræðingur í Steinadal Ásdís Jónsdóttir nuddfræðing- ur, Steinadal, Broddaneshreppi, er sextug í dag. Starfsferill Ásdís fæddist á Akureyri en ólst upp á Litla-Fjarðarhomi í Kollafirði. Hún var í farskóla í Kollafirði, Húsmæðraskólanum á Löngumýri i Skagafirði, stund- aði nuddnám við Nuddskóla Guðmundar og nám í heilbrigð- isfræði við FB og fjamám við VMA á Akureyri og við Ármúla- skóla. Ásdís hefur lengst af verið húsfreyja í Steinadal og sinnt ýmsum störfum utan heimilis. Vinnustaður hennar er að Höfðagötu 7 á Hólmavík. Fjölskylda Ásdís giftist 27.8. 1961 Jóni Gústa Jónssyni, f. 20.10. 1933, bónda. Hann er sonur Jóns Jóns- sonar, bónda í Broddanesi, og Svanborgar Gísladóttur kennara frá Brunngili. Böm Ásdísar og Jóns Gústa eru Hrafnhildur, f. 6.9. 1960, bú- sett á Hólmavík, gift Haraldi V.A. Jónssyni og eiga þau fjögur böm; Svanhildur, f. 18.3. 1962, búsett á Hólmavík, gift Jóni Kristni Vilhjálmssyni og eiga þau þrjú börn; Jón, f. 17.8. 1964, d. 25.11. sama ár; Jón Gísli, f. 19.5. 1966, búsettur á Hólmavík, kvæntur Brynju Rós Guðlaugs- dóttur og eiga þau þrjú böm; Jón, f. 5.4. 1968, býr á Kirkjubóli við Steingrímsfjörð, kvæntur Ester Sigfúsdóttur og eiga þau fjögur börn;Jóhanna Signý, f. 28.7. 1971, búsett í Reykjavík; Amar Snæberg, f. 5.8. 1977, bú- settur á Hólmavík, kvæntur Hildi Guðjónsdóttur og eiga þau tvö böm; Ardís Björk, f. 3.8.1978, búsett í Reykjavík, gift Aðal- bimi Tryggvasyni. Hálfbróðir Ásdísar, sam- mæðra, er Sigmundur Sigurðs- son, f. 9.9. 1950, búsettur í Reykjavík, kvæntur Amdísi Birgisdóttur. Fósturfaðir Ásdísar: Sigurður Franklínsson frá Litla- Fjarðarhomi. Móðir Ásdísar: Signý Sigmunds-dóttir frá Einfætingsgili í Bitrufirði. Þau voru sauðfjár-bændur í Litla- Fjarðarhorni. Ásdís tekur á móti gestum í félagsheimilinu Sævangi við Steingrímsfjörð miðvikudaginn 16.4. frá kl. 19.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.