Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						16
ÞRIDJUDAGUR 22. APRIL 2003
Sport
Þriðjudagurinn 22. april 2003
Efni DV-
Sports í dag
($       Fréttir
(wk   Deildarbikarinn
fO Enski boltinn laugardag
Enski boltinn
YsTBtk
Enski boltinn
CT\    mánudag


Evrópuboltinn
Snjókross
Unglingasport
Fréttir
Formúla
^^  M  ^    - keppni í hmn  orði  A
ISport
Beinn slmi:  ...........550 5880
IJósmyndir:  ...........550 5845
Fax:.................550 5020
Netfang:..........dvsport@dv.is
Fastir starfsmenn:
Henry Birgir Gunnarsson (henry@dv.is)
Jón Kristián Sigurðsson (jks.sport@dv.is)
Óskar O. Jónsson (ooj.sport@dv.is)
Óskar Hrafh Þorvaldsson (oskar@dv.is)
Pjetur Sigurösson (pjetur@dv.is)
Vignir Guðjónsson (vignir@dv.is)
KÖRFUBOLTI J
C3 B£\
Úrslitakeppnin í bandaríska
körfuboltanum hófst um pásk-
ana og urðu úrslit i leikjunum
sem hér segir.
DaUas-Portland .........96-86
Nowitzki 46, Finley 13, Nash 10 -
Wallace 26, Stoudamire 16, Wells 13.
Sacramento-Utah Jazz .... 96-90
Webber 27, Jackson 15, B. Jackson 13
- Malone 25, Ostertag 18, Harping 15.
San Antonio-Phoenix.....95-96
Jackson 23, Robinson 18, Duncan 17 -
Marbury 26, Marion 24, Stoudemire
24.
Indiana-Boston........100-103
Artest 26, Jermaine 24, Tinlsey 14 -
Pierce 40, Walker 22, Wffliams 18.
New Jersey-MiUwaukee . . 109-96
Martin 21, Kittles 18, Harris 17 -
Thomas 25, Cassell 16, Mason 14.
Detroit-Orlando.........94-99
Hamilton 28, Chauncey 21, Robinson
19 - Mcgrady 43, Gooden 18.
LA Lakers-Minnesota .... 117-89
Bryant 39, O'Neal 32, Fisher 17 - Gar-
nett 23, Hudson 17, Szczerbiak 15.
Philadelphia-New Orleans . 98-90
Iverson 55, Snow 15, McKie 12 - Mas-
hburn 28, Augmon 11, Davis 10.
Allen Iverson setti félagsmet hjá
Philadelphia í úrslitakeppni NBA
þegar hann skoraöi 55 stig í leiknum
á móti New Orlenas.
Ekki er vist að Shaquille O'Neal geti
leikið alla leiki með LA Lakers í úr-
slitakeppninni því að afi hans er al-
varlega veikur og kona hans á von á
barni í lok mánaðarins.      -JKS
Stjarnan Islandsmeistari i blaki i f yrsta sinn
Karlalið Stjörnunnar í blaki varð íslandsmeistari í fyrsta skipti þegar liðið sigraði ÍS, 3-2, í
hreinum úrslitaleik liðanna í Garðabæ. ÍS byrjaði betur með því að vinna fyrstu lotuna, 15-25,
en Stjörnumenn unnu næstu tvær, 25-22, og 25-15. ÍS rétti úr kútnum á ný með þvi að vinna
fjórðu lotuna, 15-25, en Stjarnan sigraði í oddalotunni, 15-11. Stjarnan er vel að þessum titli
komin en ÍS hafði áður orðið íslandsmeistari þrjú sl. ár.                               -JKS
Helgi Jónas og Hildur
leikmenn ársins
í lokahófi körfuknattleiksmanna
voru Helgi Jónas Guðfinnsson,
Grindavík, og Hildur Sigurðardótt-
ir, KR, valin leikmenn ársins í
karla- og kvennaflokki. Það voru
þjálfarar og leikmenn í úrvalsdeild-
inni og í 1. deild kvenna sem stóðu
að kosningunni sem fer fram fyrir
úrslitakeppnina. Þetta er í annað
sinn sem Helgi Jónas fær þessa út-
nefningu en Hildur var hins vegar
að fá hana í fyrsta sinn.
Við sama tækifæri var lið ársins
í úrvalsdeild karla valið. Það skipa
þeir Helgi Jónas Guðfinnsson,
Grindavík, Eiríkur Önundarson, ÍR,
Hilldur Siguröardóttir og Helgi Jónas Gu&finnsson meo viourkenningar
sfnar á lokahófi köríuknattleiksmanna (Stapanum.
Damon Johnson, Keflavík, Páll Axel
Vilbergsson, Grindavík, Páll Krist-
insson, Njarðvík, og Hlynur Bær-
ingsson, Snæfelli. Sex manna lið
kemur af því að tveir leikmenn
voru jafhir í kosningunni. Þetta var
í þriðja sinn sem Helgi Jónas er val-
inn í lið ársins. Besti erlendi leik-
maðurinn í úrvalsdeildinni var val-
inn Stevie Johnson úr Haukum.
Besti ungi leikmaðurinn var valinn
Sævar Haraldsson.
Lið ársins í 1. deild kvenna er
skipað þeim Hildi Sigurðardóttur,
KR, Helgu Þorvaldsdóttur, KR,
Birnu Valgarðsdóttur, Keflavík,
Erlu Þorsteinsdóttur, Keflavík, og
Svandísi Sigurðardóttir, ÍS. Denise
Shelton úr Grindavík var valin
besti erlendi leikmaðurinn og Hel-
ena Sverrisdóttir besti ungi leik-
maðurinn.
Sverrir Þór Sverrisson og Birna
Valgarðsdóttir voru valin bestu
varnarmennirnir. Sverrir var
einnig valinn prúðasti leikmaður-
inn ásamt öldu Leif Jónsdóttur úr
ÍS. Alda Leif og Eiríkur Önundar-
son voru með bestu vítanýtinguna.
Gunnar Einarsson, Keflavík, og
Svava Ósk Stefánsdóttir, Keflavík,
voru með bestu nýtinguna í 3 stiga
skotum.
Jessica Stomski, KR, og Darrell
Flake hirtu að meðaltali flest frá-
köstin. Sonja Ortega, Keflavik, og
Lárus Jónsson, Haukum, voru með
flestar stoðsendingar að meðaltali.
Leifur Garðarsson var valinn
besti dómarinn í í sjöunda sinn, þar
af fimmta árið i röö.
-JKS
Damon til Spanar
Kefivíkingurinn Damon Johnson
hefur samið við lið á Spáni það sem
eftir er af þessari leiktíð. Félagið
heitir CB Aracena og leikur í þriðju
deild þar í landi og á góða mögu-
leika á að vinna sig upp um deild.
Damon er ekki ókunnugur á
Spáni en þar lék hann tæp tvö ár
áður en hann kom aftur til Keflavík-
ur. Það er ekki komið á hreint hvað
kappinn gerir næsta vetur en mörg
félög hafa sýnt honum áhuga eftir
að hann fékk íslenskt ríkisfang um
áramótin.
Hann mun væntanlega leika með
íslenska landsliðinu á smáþjóðaleik-
unum í byrjun júní og þarf ekki að
fara mörgum orðum um hversu
mikill styrkur hann verður fyrir
landsliðið.                -Ben
Garcia til
Göppingen
Jaliesky Garcia, sem leikið
hefur undanfarin ár með HK í
handknattleik, hefur skrifað
undir tveggja ára samning við
þýska úrvalsdeildarliðið Göpp-
ingen. Garcia öðlaðist íslenskan
ríkisborgararétt fyrir nokkru og
lék fyrsta leik sinn með íslenska
landsliðinu gegn Þjóðverjum í
síðasta mánuði.
íslenski ríkisborgararétturinn
gerir Garcia kleift að leika á
Evrópska efnahagssvæðinu en
hann er 28 ár og fæddur á Kúbu.
-JKS
Strákarnir
sátu eflir
íslenska landsliðinu í hand-
knattleik, skipað leikmönnum 20
ára og yngri, tókst ekki að
tryggja sér sæti í úrslitakeppni
heimsmeistaramótsins í þessum
aldursflokki. Það var Úkraina
sem vann riðilinn, sem fram fór
I Búlgaríu, á betra markahlut-
falli en islenska liðið.
íslenska liðið sigraði Búlgara i
fyrsta leiknum, 31-26, en liðið
leiddi allan leikinn en í hálfleik
var staðan 14-9. Einar Hólm-
geirsson úr ÍR var markahæstur
í leiknum og skoraði sex mörk.
Ásgeir Örn Hallgrímsson, Hörð-
ur Fannar Sigþórsson og Ólafur
Víðir Ólafsson skoruðu fimm
mörk hver.
ísland vann siðan Moldavíu,
31-30, þar sem Einar Hólmgeirs-
son var markahæstur með sex
mörk. í lokaleiknum gegn Úkra-
ínu skildu þjóðirnar jafnar,
30-30, og það nægði Úkraínu til
að komast áfram. Einar Hólm-
geirsson var markahæstur með
sex mörk og var síðan útnefndur
besti leikmaðurinn i þessum
riðli.                 -JKS
Töpuöu öllum
20 ára kvennalandsliðið í
handknattleik tapaði öllum leikj-
um sínum í undankeppni heims-
meistaramótsins sem frara fór í
Serbíu og Svartfjallalandi um
páskana. íslensku stúlkurnar
töpuðu fyrsta leiknum fyrir
Júgóslövum, 31-16
Síðan lágu stúlkurnar fyrir
Frökkum, 27-22, og í lokaleikn-
um fyrir Dönum, 30-19. Danir og
Júgóslavar urðu efstir og jamir
með fimm stig hvor þjóð en
danska liðið komst áfram á betra
markahlutfalli.          -JKS
íslenrJingap
drjúgir að skopa
Patrekur Jóhannesson var
markahæstur liðsmanna Essen
og skoraði sex mörk þegar liðið
gerði jafntefii, 26-26, við
Hamburg á útivelli í þýsku
Bundesligunni í handknattleik á
páskadag. Guðjón Valur Sig-
urðsson skoraði þrjú mörk fyrir
Essen. Róbert Duranona skoraði
sex mörk fyrir Wetzlar sem
vann góðan útisigur á Eisenach,
29-33. Róbert Sighvatsson skor-
aði fjögur mörk fyrir Wetzlar í
leiknum.
Magdeburg sigraði Gummers-
bach, 31-34, í Köln Arena höll-
inni að viðstöddum 14 þúsund
áhorfendum. Ólafur Stefánsson
skoraði fjögur mörk fyrir Magde-
burg og Sigfús Sigurðsson eitt
mark. Lemgo, sem leiðir deild-
ina sem fyrr, sigraði Schutt-
erwald, 30-33, og hefur 52 stig.
Flensburg er í öðru sæti með 46
stig, Magdeburg hefur 43 stig.
-JKS
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
20-21
20-21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26