Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2003, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2003, Blaðsíða 15
15 ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003 H>"V__________________________________________________________________________________________________________________________Menning Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir silja@dv.is Eldur á efsta degi DV-MYND ÆD Þau komu andrúmslofti tónllstar Verdls fyllilega til skila Björg Þórhallsdóttir, Annamaria Chiuri, Kristján Jóhannsson og Kristinn Sigmundsson. Aðdáendur Kristjáns Jóhanns- sonar urðu fyrir vonbrigðum þeg- ar hann veiktist er hánn átti að syngja í Sálumessu Verdis á tón- leikum Sinfóníuhljómsveitar ís- lands fyrir fáeinum árum. Vænt- anlega hafa þeir tekið gleði sína á ný á sunnudaginn var, því Krist- ján var meðal einsöngvara á tón- leikum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands í íþróttahöllinni á Akureyri þar sem þetta sama verk var flutt. Aðrir einsöngvar- ar voru Björg Þórhallsdóttir sópr- an, Annamaria Chiuri mezzó- sópran og Kristinn Sigmvmdsson bassi, en stjórnandi var Guð- mundur Óli Gunnarsson. Risa- vaxinn kór tók einnig þátt í tón- leikunum og samanstóð hann af Kammerkór Norðurlands, Kór Akureyrarkirkju og Kór Lang- holtskirkju. Tónlist íþróttahallir eru almennt ekki heppilegir tónleikasalir og sú á Akureyri er þar engin undan- tekning. Því var gripið til þess ráðs að bjarga hljómburðinum með rafmagni. Hljóð úr hátölur- um verður auðvitað aldrei eins og „lifandi“ ómur, en það sem heyrðist á tónleikunum var samt verulega áhrifamikið. Öflugustu hlutar tónlistarinnar, þar sem sungið var um eld og brennistein á efsta degi, voru eins og lokaatriði í geimtrylli með viðeig- andi brjálæðisgangi úr THX hljóðkerfi. Barsmíðarnar í öðrum kafla verksins, sem fjallar um dómsdag, vöktu upp hugsýn af fallbyssuskotum úr helvíti, og lúðrablástur Gabríels erkiengils, sem endurómaði með hjálp málmblásara frá báðum endum sval- anna, hefur örugglega framkallað gæsahúð hjá mörgum áheyrandanum. Kristján í góðu formi Sjálfsagt má deUa um ágæti sálumessu Verdis. Sem kirkjulegt verk er hún full belgingsleg og dramatísk, enda var hún á sínum tíma uppnefnd „besta ópera Verdis“. Hún nær þó ágætlega að fanga myrka heimsmynd kaþólsku kirkjunnar fyrr á tímum, auk þess sem lýrískari hlut- ar tónhstarinnar eru oft hrífandi. And- rúmsloft tónlistarinnar komst fyllilega tU skila á tónleikunum og voru þeir ekki síðri en þeir sem Sinfóníuhljómsveit íslands stóð fyrir um árið. Einsöngvararnir voru prýðilegir og ég hef ekki heyrt Kristján í svona góðu formi lengi. Söngur hans var glæsUegur, röddin breið og kraftmikU og túlkunin fyllilega í anda Verdis. Sömu sögu er að segja um Kristin, sem náði eins og venjulega að skapa ríkuleg hughrif með hjartnæmum söng sínum. Söngur Chiuri var jafn og þétt- ur á öUum sviðum og Björg var með aht sitt á hreinu, þó hún hafi ekki eins mikla rödd og hin þrjú. Fyrir utan slappa frammistöðu seUóleik- aranna í upphafi Offertorio-kaflans spilaði hljómsveitin af öryggi undir markvissri stjórn Guðmundar Ola. Kórinn söng einnig sérlega faUega. Ég hitti tvo bassa úr kórn- um á leiðinni til Reykjavíkur sem vildu endilega koma því að að bassamir hefðu verið bestir, og það voru þeir! En hinar raddir kórsins voru líka „bestar“, sem þýð- ir að hehdarhljómur kórsins var alveg eins og hann átti að vera. . ÞægUegt var að hafa textann bæði á lat- inu og íslensku á tveimur risaskjám hvor- um sínu megin við hljómsveitina. Sem bet- ur fer var ekki varpað þar á nærmynd af einsöngvurunum eins og iðulega er gert í LaugardalshöUinni og var maður þakklát- ur fyrir það. Að horfa á risastóran ein- söngvara við hliðina á pínulítUli hljóm- sveit er einhvern veginn hjákátlegt, það er eins og að verða vitni að samvinnuverk- efni tónlistarmanna frá Risalandi og Puta- landi. í stuttu máli voru þetta frábærir tónleik- ar og ekki annað hægt en að óska aðstand- endum til hamingju með vel unnið verk. Jónas Sen Sinfóníuhljómsveit Norðurlands í fþróttahöllinni á Akureyri 11. maí 2003: Missa di Requiem eftir G. Verdi. Kór Akureyrarkirkju, Kammerkór Noröurlands og Kór Langholtskirkju. Kórstjórar: Björn Steinar Sólbergsson, Guömundur Óli Gunnarsson og Jón Stefánsson. Elnsöngvarar: Björg Þórhallsdóttir, Annamaria Chiuri, Kristinn Sigmundsson og Kristján Jóhannsson. Stjórnandl: Guömundur Óli Gunnars- son. Úr útnorðrinu Ljósmyndasýningin „Úr útnorðrinu" eftir Ragnar Th. Sigurðsson var opnuð í Listasafninu á Akureyri um helgina. Myndefni ljósmyndanna 48 er fólk, menning og náttúra Grænlands, ís- lands og Færeyja en texta sýningarbæklings skrifar Ari Trausti Guðmundsson, rithöfundur og jarðeðlisfræðingur. Myndirnar eru allar úr feröum þeirra beggja um norðurheimskautssvæð- ið og útnorðrið og er þeim komið fyrir í 16 þriggja mynda röðum þar sem ein mynd frá hverju landi lýtur að tilteknu þema. Sýningin hefur áður verið i Norðurlandahús- inu í Þórshöfn í Færeyjum og fer héðan í Nor- ræna húsið í Nuuk í Grænlandi. Einnig stendur til að sýna hana í Kanada, á Svalbarða og í Kaupmannahöfn. Sýningunni lýkur 22. júní. Reykjabókar-Njála Bjartur hefur gefið út nýja út- gáfu af Brennu-Njálssögu sem líka er fyrsta verkið í nýrri ritröð for- lagsins sem nefnist Neon-klassík. Nýja útgáfan byggir á Reykjabók, einu elsta og heillegasta handriti sögunnar. Um útgáfuna sá Sveinn Yngvi Egilsson íslenskufræðing- ur. Njála er sjöunda og síðasta verkið sem út kem- ur í vorbókaflóöi Bjarts 2003 sem hefur vakið mikla gleöi meðal bókamanna. Jane Austen vinsælust Samkvæmt niðurstöðum skoð- anakönnunar, sem birtar voru í gær, er Jane Austen enn þá vin- sælasti kvenhöfundur Bretlands, miklum mun vinsælli en nú- tímahöfúndar á borð við J.K. Rowling og Zadie Smith. Langefst á vinsældalista yfir stakar bækur er skáldsagan Hroki og hleypidómar, sú eina sem komið hefur út á íslensku. Skáldsögumar Emma og Persu- asion voru líka á topp tíu listanum. Númer tvö á honum er Jane Eyre eftir Charlotte Bronté og Fýkur yfir hæðir eftir systur hennar, Emily Bronté, er númer þrjú. Aðrar á listanum era Middlemarch eftir George Eliot (sem er kona þrátt fyrir skáldanafn- ið), Rebekka eftir Daphne du Maurier, FYanken- stein eftir Mary Shelly, Unless eftir Carol Shield og To Kill a Mocking Bird eftir Harper Lee. Tónlist Úr sjóði fortíðar Listamenn fagna afmæli Kópavogsbæjar Jónas Ingimundarson, Snorri Wium og Ólafur Kjartan Siguröarson. Síðustu tónleikar Tíbrárraðarinnar í Salnum í Kópavogi vora haldnir á sunnudagskvöld. Þar komu fram Snorri Wium tenór, Ólafur Kjartan baritón og Jónas Ingimundarson pí- anóleikari. Á efhisskránni voru ein- söngslög eftir tvö íslensk tónskáld, þá Áma Thorsteinsson og Sveinbjörn Sveinbjömsson. Ólafur Kjartan og Snorri eru tón- listarannendum hér kunnir sem óperasöngvarar en minna hefur farið fyrir ljóðasöng. Ekki hentar öllum röddum að eiga við verkefni frá báð- um þessum sviðum en mikilvægt er að þjálfaðir listamenn haldi menning- ararfinum lifandi með flutningi eins og þessum. Tuttugu lög vora flutt og sungu þeir Ólafur og Snomi til skiptis. Heyra mátti minna þekkt lög og svo líka nokkur þekktustu laga tónskáld- anna. Þannig endaði fyrri hluti tónleikanna, sem helgaður var lögum Áma, á perlunni óviðjafnanlegu, Nótt. Síðari hlutinn meö lög- um Sveinbjöms endaði svo á laginu Sprettur, en það lag er fléttað inn í þjóðarsálina fast og órjúfanlega. Ólafur Kjartan hefur margoft sýnt hve rödd hans er hljómfalleg og túlkun lifandi. Ekki tókst þó nógu vel til þetta kvöld þó margt væri stórvel gert. Rödd Ólafs situr ekki lengur nógu mjúkt og öragglega og hljómur- inn því á flakki með þeim litbreytingum sem því fylgir. Þenslan í röddinni er mikil á kostnað hljómfegurðar. Raddstyrkur getur veriö of dýru verði keyptur. Túlkunin var oft leikræn en sú einlægni sem Ólafur hefur lengi haft á valdi sínu naut sín ekki í þenslu- umhverfi raddarinnar. Textaframburður var á stundum góður en í mörgum tilfellum of „ítalskur" og óskýr. Um þetta allt mátti strax heyra dæmi í fyrsta laginu sem Ólafur söng. Rödd hans er eins og gæðingur sem hefur verið spenntur um of - nú þarf að taka í taumana og velja kraftinum farveg þannig að hæfileikamir geisli aftur í hverri hreyfingu. í laginu Rósin og svo aftur í Vetur mátti heyra að söngvarinn hefur þetta allt á valdi sínu og gerir þá stór- góða hluti. Snorri Wium hefur sérstæða tenórrödd. Á efri hluta tónsviðs- ins er hún björt og einstaka sinnum grönn, en á því neðra mjúk, sterk og oft djúp á litinn. Þetta er þó ekki svona einfalt því litdýptin og styrkurinn birt- ist stundum á efra tónsviði líka sem sýnir enn aðra vídd raddar- innar. Túlkun hans var hógvær og textaframburður oftast fram- úrskarandi. Söngvaramir glímdu í einstaka tilfelli við þýðingar sem féllu taktlega mis- vel að tónlistinni, en báðir leystu þeir þær þrautir mjög vel. Bestu lög Snorra voru Kirkjuhvoll, Eplablómin og Sprettur, en í því síöastnefnda var túlkun hans sérlega hrífandi. Jónas Ingimundarson lék á píanóið og skil- aði í mörgum lögum hlutverki sínu með ágætum. Oft var samband söngvara og píanó- leikara mjög gott en dæmin voru líka mörg þar sem flytjendur vora ekki samstiga, ann- að-hvort í takti eða túlkun. Jónas tók að sér á þessum síðustu Tíbrár- tónleikum að tilkynna gestum um opnun nýrrar heimasíðu Salarins og þar geta menn byrjað að velja sér tónleikakonfekt á næsta starfsári. Slíkt verður aö teljast til fyrirmynd- ar. Sigfríður Bjömsdóttir Kiljur fyrir alla Og talandi um vinsæla kvenhöfunda þá hefur Mál og menning gefið út í kOju Reisubók Guðríö- ar Símonardóttur, skáldsögu Steinunnar Jóhann- esdóttur sem hún byggir á heimildum um Tyrkjaránið og makalaust lifshlaup Guðríðar.. Steinunn fylgir Guðríði á henn- ar löngu reisu í þrælakistuna í Al- sír, segir frá níu ára vist hennar þar og lýsir ferðinni noröur á bóg- inn aftur uns hún eygir ísland á ný með Hallgrími Péturssyni. Ijöldi annarra hernuminna íslend- inga fær einnig nafn og sögu í bókinni þar sem skyggnst er á bak við tjöldin í heimi araba og íslams á 17. öld. Þótt fátt sé vitað með vissu um líf Guðríðar er æði margt að finna um aldarandann og lifnaðarhætti fólks á þessum tíma. í þann sjóð sækir höfundur og skapar heilsteypta, ævintýralega og spennandi sögu af ánauð og frelsun sterkrar konu. Tvær spennusögur eru líka í nýjum kiljupakka. Vaka-Helgafell gefur út Syni duftsins, fyrstu bók metsöluhöfúndarins Árnalds Ind- riðasonar sem kom fyrst út 1997 og ruddi íslenskum glæpasögum braut. Hér er Arnaldur að velta fyrir sér persónuleikabreytingum á fólki eftir lyfjagjöf og jafnvel enn hrikalegri tilraunum með manneskjur. ■ Loks er Dumasarfélagið eftir spænska rithöfundinn Arturo Pérez-Reverte sem segir frá því þegar upphaflegt handrit að kafla í Skyttunum þremur eftir Aiex- ander Dumas finnst í fórum vel- metins bókasafnara sem hefur hengt sig. Framhaldið verður hið furðulegasta. Eftir bókinni gerði Roman Polanski kvikmyndina The Ninth Gate með Johnny Depp í aðalhlutverki. Kristinn R. Ólafsson þýddi úr spænsku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.