Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2003, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2003 DV Fréttir Vilhjálmur Þ. um nýjan leiðtoga sjálfstæðismanna í borgarstjórn: En ekkí vandamál Ljóst er að nú þegar Björn Bjarnason,. leiðtogi sjálfstæðis- manna í borgarstjórn Reykjavík- ur, tekur við embætti dómsmála- ráðherra mun nýr leiðtogi taka við borgarstjórnarflokknum. Einnig er óvíst hvort Björn mun áfram sinna störfum sem borgar- fulltrúi eða hvort varamaður mun taka sæti hans, sem er Gísli Marteinn Baldursson sjónvarps- maður. Einhverjir horfa þá til þess að gera Gísla Martein að for- manni borgarstjórnarflokksins. VUhjálmur Þ. VUhjálmsson skipaði 2. sætið á D-lista. Hann er staddur úti í Strassbourg á fundi Evrópuráðsins ásamt fleiri sveit- arstjórnarmönnum á vegum Sambands íslenskra sveitarfé- laga. Hann segir að sjáifstæðis- menn muni hittast næsta mið- vikudag og fara yfir stöðuna og vinna úr málinu. „Ég er ekki að lýsa yfir ein- hverju framboði nú, þarf kannski á því að halda, er varaformaður. Þetta verður ekki vandamál hjá sjálfstæðismönnum í Reykjavík. Við munum vinna úr þessu í sátt og samlyndi. Ég mun taka mik- inn þátt í því. Varaformaður minn í stjórn Sambands ís- lenskra sveitarfélaga er nú orð- inn félagsmálaráðherra og mér líst afskaplega vel á það. Árni er maður sem hefur góðan skilning á sveitarstjórnarmálum og nauð- syn þess að styrkja sveitarfélög- in,“ segir Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson. Kjartan Magnússon borgarfuU- trúi segir það ekki útUokað að Vilhjálmur verði formaður. En borgarfuUtrúar þurfi að hittast í rólegheitum og gera út um málið. Kjartan segist heldur ekki hafa myndast sér skoðun um það hvort eðlilegt sé að Björn hætti í borgarstjórn nú þegar hann verð- ur dómsmálaráðherra, en það ætti ekki að koma að sök þótt hann sæti þar áfram, það hafi áður gerst. „Eigum við ekki að leyfa þess- um málum að þróast? Ég er ánægður með mína stöðu i dag og hef ekki haft í hyggju að gera breytingar á mínum högum,“ sagði Gísli Marteinn Baldursson, varaborgarfuUtrúi Sjálfstæðis- flokks, sem staddur er í Riga í Lettlandi á vegum Sjónvarpsins. -GG/aþ Össur Skarphéðinsson: Biðstjórn og Evrópu- brotlending Framsóknar Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingar- innar, var inntur eftir því hvernig honum litist á nýju ríkisstjórnina. Hann sagði allar ríkisstjórnir þurfa tækifæri tU að sanna og sig og vonaði svo sannarlega að þessi yrði þjóðinni til gæfu. Honum sýndist hins veg- ar að hér væri um hálf- gUdings biðstjórn að ræða. „Menn bíða eftir því að ráð- herrar fari og nýir komi. Þeir sem eru úti eða á leiðinni út bíða eftir því að þeim verði komið fyr- ir hér og hvar. Sömuleiðis er beð- ið eftir því að loforöum í óvana- lega moðsuðulegum stjórnarsátt- mála verði hrundið í fram- kvæmd." Össur telur Framsóknarflokk- inn bera skarðan hlut frá borði í stjórnarmynduninni. „MerkUegast í sáttmálanum finnst mér hvað Fram- sóknarflokkurinn kemur Ula út og fær lítið af mál- efnum sínum inn meðan skattalækkunarloforð Sjálfstæðisflokksins, sem HaUdór Ásgrímsson taldi afar ábyrgðarlaus fyrir kosningar, eru rækUega útfærð í sáttmálanum. Þessi ríkisstjórn snýst greinUega um völd ein- stakra manna en aUs ekki mál- efni. Auk þess virðist algerlega skorta frumkvæði og forystu að nýjum mikilvægum framtíðar- málum, einkum og sér í lagi varð- andi samskipti við Evrópu. Evr- ópukaflinn í þessum stjórnarsátt- mála sýnir fullkomna brotlend- ingu HaUdórs Ásgrímssonar i Evrópumálum." Að lokum tók Össur fram að honum litist prýðilega á nýju ráð- herrana og hann óskaði þeim gæfu og gengis í starfi. -fln Ossur Skarphéðinsson. Vor í Árborg: Menningarhátíð alla helgina Menningarhátíðin Vor í Árborg var sett á Selfossi í gær. Hátiðin hófst með ávarpi bæjarstjórans, Einars Njálssonar, og eftir það hófst þéttskipuð dagskrá sem standa mun alla helgina. í byrjun var farið í skrúðgöngu um bæinn í kjölfar langs orms sem myndað- ur var af nemendum 4. bekkjar VaUaskóla á Selfossi. Krakkarnir gengu saman undir dúk og mynd- uðu orminn sem líktist á sem streymir fram. Á bakka Ölfusár köstuðu krakkar úr leikskólum Árborgar flöskuskeytum í ána sem berast munu til hafs. Fjölmargt er í boði á hátíðinni Vor í Árborg. Hátt í 40 dagskrár- liðir, 30 listsýningar og fjölmargir listamenn bæjarfélagsins munu bjóða gestum að líta við á vinnu- stofum sínum. Þá verða göngu- ferðir um bæi Árborgar. Stríðsminjar í Kaldaðamesi verða skoðaðar og skemmtidagskrá í íþróttahúsi VaUaskóla, svo nokkr- ir af fjölmörgum liðum séu nefnd- ir. -NH DV-MYND NJÖRÐUR HELGASON Menning í Arborg Ormurinn langi fór um götur Selfoss og líktist straumharöri á til aö sjá. Alfreð Þorsteinsson: Björn öflugur en fann sig ekki „Mér líst al- veg ágæUega á það,“ segir Al- freð Þorsteins- son, oddviti Framsóknar- flokksins í Reykjavikurlist- anum, um þau Alfreð tíðindi að Björn Þorsteinsson. Bjarnason hverfi úr stöðu oddvita minnihlutans í borgar- stjóm og gerist ráðherra. „Það var náttúrlega alveg aug- ljóst að úr því að Björn náði því ekki að verða borgarstjóri - ja, hann er það öflugur stjórnmála- maður að ég átti aUtaf von á því að þessi staða kæmi upp ef flokk- arnir héldu áfram stjórnarsam- starfi. Ég óska honum góðs geng- is í nýju starfi. Við sjáum svo tU hver tekur við af honum en það er margt ágætisfólk hjá Sjálfstæð- isflokknum." Um viðureignina við Björn undanfama mánuði segir Alfreð: „Bjöm er mjög öflugur stjórn- málamaður en mér fannst hann nú aldrei finna sig almennUega sem sveitarstjórnarmaðm-. Ég held að það eigi betur við hann að vera ráðherra í ríkisstjórn." Alfreð segir að orörómur um hugsanleg endalok R-listans sé úr lausu lofti gripinn og bætir við: „Samstarfið innan Reykjavíkur- listans hefur sjaldan verið betra.“ -ÓTG 16,6 milljónir í bætur Hæstiréttur hefur dæmt Orku- veituna tU að greiða fyrrum starfsmanni sínum 16,6 miUjónir króna í skaðabætur en héraðs- dómur hafði áður dæmt honum 15 miUjónir í bætur. Maðurinn slasaðist alvarlega við vinnu sína hjá Orkuveitunni í janúar 1998 þegar hann fór upp í staur með háspennulínu sem straumur var á. FéU hann gífurlegt rafmagns- lost, féU tU jarðar, brotnaði víða í líkamanum og brenndist mjög al- varlega. Þurfti strax að taka handleggi hans af frá miðjum upphandleggjum. Eftir slysið hef- ur maðurinn þurft aðstoð við nánast aUar athafnir daglegs lífs og hafa langvarandi veikindi sett mark sitt á líkamlega líðan hans. Vegna lifrarsjúkdóms í kjölfar slyssins hefur hann þurft á stöðugri lyfjameðferð að halda og oft þurft að leggjast inn á sjúkra- hús. Einnig þurfti að græða í hann nýja lifur og var það gert á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn. Maðurinn sagði fyrir dómi að slysið hefði haft veruleg áhrif á allt sitt líf og meðal annars leitt tU þess að fjölskylda hans hefði leyst upp. Hann þyrfti verulega aðstoð við flesta hluti en gæti þó ekið bíl og heföi verið í vinnu hálfan daginn. -EKÁ Stuttar fréttir 95 ára afmæli Hafnarfjarðar- bær fagnar 95 ára afmæli sínu 1. júní nk. og standa hátíð- arhöldin í heilan mánuð. Lúðvík Geirsson bæjar- sfjóri mun bjóða bæjarbúum upp á tertu á afmælisdaginn. Nýr ráöuneytisstjóri Samgönguráðherra hefur skipað Ragnhildi Hjaltadóttur í embætti ráðuneytisstjóra samgönguráðu- neytis, frá næstu mánaðamótum. Gegn staðlaðri fegurð Hópur á vegum Feministafélags íslands æflar að dreifa fræðsluefni við inngang Broadway í kvöld en þá fer Fegurðarsamkeppni íslands þar fram. Hópurinn berst gegn staðalí- myndum kvenna. Hringmyrkvahátíð Efnt verður tU hátíðar á Raufar- höfh um mánaðamótin í tUefni við hringmyrkva á sólu. Sýknaðir af brottkasti Skipstjóri Bárunnar og útgerð hennar voru í gær sýknuð fyrir Héraðsdómi af ákæru um brottkast. Vinnuslys við Þjórsá Brúarstarfsmaður við Þjórsá slas- aðist á höfð þegar hann féU aftur fyrir sig síðdegis í gær. Enginn á svið Sýningu Þjóðleikhússins á fars- anum AUir á svið sem vera átti annað kvöld hefur verið aflýst vegna Evrópusöngvakeppninnar. Mikið var um afpantanir á miðum. I»AT4I helgarblaö Birgitta brosir í Helgarblaði DV morgun er fjallað íi arlega m Eurovision- söngvakeppnina Riga í Lettland: fjöldi mynda birtis af Birgittu Haukds fuUtrúa okkar og tíndir tU ýmsi undarlegir fróðleiksmolar um þess undarlegu keppni. í blaðinu er einnig fjallað um tísk og hönnun, rætt við nýkjörinn foi mann Blaðamannafélags íslands, Rc bert MarshaU, um skuggalega fortí hans og talað við Auði Jónsdóttu rithöfund um femínisma og feri hennar sem bamabam.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.