Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2003
Préttir
I>V
I

Davíð kemur á óvart og skiptir úr tveimur ráðherrum:
Dpamatík í Valhöll

Margir höfðu spáð því að heldur
litlar breytingar yrðu í ráðherra-
liði Sjálfstæðisflokksins en niður-
staðan á þingflokksfundi í Valhöll í
gær varð sú að tveir ráðherrar
hætta. Loftið var hlaðið spennu
bæði fyrir og eftir fundinn; ný ráð-
herraefni ljómuðu af gleði en þeir
sem þurfa að víkja bitu á jaxlinn.
Áfall
Mest var áfallið fyrir Sólveigu
Pétursdóttur dóms- og kirkjumála-
ráðherra, sem lætur af störfum í
dag. Sólveig verður varaforseti Al-
þingis en forseti þess eftir tvö ár.
Halldór Blöndal stígur þá upp af
forsetastólnum en segist gera ráð
fyrir að halda áfram þingmennsku.
Tómas Ingi Olrich víkur úr
menntamálaráðuneytinu en fær þó
að sitja þar til áramóta og fær í
kjölfarið sendiherrastöðu í París.
Davíð Oddsson hafði greint þess-
um tveimur ráðherrum frá því fyrr
um daginn að hann myndi leggja
til að þeir hyrfu úr ríkisstjórn.
Óvænt ánægja
Björn Bjarnason verður dóms-
og kirkjumálaráðherra í dag. Þor-
gerður Katrín Gunnarsdóttir verð-
ur menntamálaráðherra. um ára-
mótin. Og Sigríður Anna Þórðar-
dóttir verður umhverfisráðherra
þegar Sjálfstæðisflokkurinn tekur
við því ráðuneyti af Framsóknar-
floknum í september á næsta ári.
Hvorki þau né aðrir þingmenn
en þau Sólveig og Tómas Ingi vissu
að sögn nokkuð um það fyrir þing-
flokksfundinn, hver tillaga for-
mannsins yrði. Hún var samþykkt
einróma á fundinum, sem stóð
fremur stutt.
Til skamms tíma þýðir breyting-
in að engin kona verður í ráð-
herraliði Sjálfstæðisflokksins og í
stað Sigríðar Önnu sem formanns
þingflokksins kemur karl: Einar K.
Guðfmnsson. Til lengri tíma litið
fjölgar hins vegar konum í ráð-
herraliðinu úr einni í tvær; í stað
karls í stóli forseta Alþingis kemur
kona; og konum í þingflokknum
fjölgar þegar Arnbjörg Sveinsdóttir
tekur sæti á Alþingi í stað Tómas-
ar Inga Olrichs.
Upp og niður
Fundurinn var haldinn beint í
kjölfar fjölmenns fundar í flokks-
ráði Sjálfstæðisflokksins, sem sam-
þykkti með öllum greiddum at-
kvæðum gegn einu að heimila Dav-
íð að mynda ríkisstjórn með Fram-
sóknarflokknum á grundvelli sam-
komulags flokkanna um stefnuyfir-
lýsingu og skiptingu ráðuneyta. Sá
sem greiddi atkvæði á móti gerði
það að sögn Davíðs vegna óánægju
með að forsætisráðuneytið var gef-
ið eftir. „Hann kom til mín á eftir
og sagði: Þú áttir annað og betra
skilið en að ég greiddi atkvæði
meö þessu," sagði Davíð. Fjallað er
um stemuyfirlýsingu stjórnarinn-
ar á miðopnu blaðsins.
Eftir næsta fund - þingfiokks-
fundinn - var fréttamönnum vegna
misskilnings vísað upp á efri hæð
að fundinum loknum og gengu þar
í flasið á þingmönnum, sem virtust
siður hafa átt von á heimsókn.
Ekki fór á milli mála að niðurstað-
an hafði orðið Sólveigu Pétursdótt-
ur vonbrigði þótt hún verðist allra
frétta í bili. Upp úr hálfgerðri
ringulreið kom í ljós að til stóð að
Davíð Oddsson tUkynnti fjölmiðl-
um niðurstöðuna formlega niðri á
fyrstu hæð. Þar las hann upp ráö-
herralistann af minnismiða sínum
og svaraði spurningum.
Almenn samstaöa
„Það var almenn samstaða um
þessar tillögur og þegar þetta
verður allt komið í kring verða af
hálfu Sjálfstæðisflokksins tvær
konur í ríkisstjórninni og kona
forseti Alþingis," sagði Davíð.
Um ástæðu þess að Sólveig Pét-
ursdóttir hverfur úr ríkisstjórn
sagði Davíð að hún hefði verið
ráðherra í fjögur ár, staðið sig vel,
og menn vUdu breyta tU. „Hún
hafði í samtali við mig sagst geta
hugsað sér að það yrðu breytingar
á hennar háttum, hún einbeitti sér
frekar að þingstörfum og tæki svo
við starfi forseta þingsins á síðari
helmingi kjörtímabUsins." Davíð
hrósaði sömuleiðis Tómasi Inga
og HaUdóri Blöndal fyrir störf
þeirra en sagðist hafa vUjað
„breyta tU".
Davið hvarf i kjölfarið til núver-
andi, fráfarandi og tUvonandi ráð-
herra, sem ræddu málin flestir
hverjir  drykklanga  stund  yfir   fréttamenn biðu þess fyrir utan að
kaffisopa í hliðarsal, á meðan   spyrja þá spjörunum úr.   -ÓTG
Sólveig bíturájaxlinn:
Agætt að breyta til
„Hún er auðvitað ágætlega
ásættanleg," segir Sólveig Péturs-
dóttir um þá niðurstöðu að hún
hverfur úr ráðherrastóli og þarf að
bíða í tvö ár eftir.að taka við sem
forseti Alþingis. „Ég átti langt sam-
tal við formann Qokksins og það er
alveg ljóst að menn vUdu sjá
ákveðnar breytingar. Ég fæ tæki-
færi tU þess að gegna embætti for-
seta Alþingis sem er auðvitað mjög
góð og merkUeg staöa þannig að
mér finnst ágætt að breyta tU. Ég
er sátt viö þessa niðurstöðu."
Sólveig segist fagna því sérstak-
lega að konum fjölgi í ráðherrastól-
um. „Ég vU líka óska mínum félög-
um tU hamingju. Ég held að þetta
verði sjálfstæðisstefnunni tU fram-
dráttar og flokknum til góðs," seg-
ir Sólveig og segist ekki líta á nið-
urstöðuna sem vantraust á sín
störf. „Það kemur aUtaf maður í
manns stað og það er ósköp eölUegt
að huga að breytingum. Mér finnst
líka ágætt að breyta tU."    -ÓTG
I
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32