Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2003, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2003, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2003 Tilvera DV lífiö F 1 I R V I N. N U Drottningin krýnd Fegurðardrottning íslands 2003 verður valin úr hópi 21 keppanda á Broadway í kvöld. Tekið verður á móti gestum kl. 19.30 með fordrykk og síðan verður snæddur fjögurra rétta veislu- kvöldverður. Ýmis skemmtiatriöi verða í boði en stúlkurnar sjáifar eru að sjálfsögðu í aðalhlutverkinu og koma fram fjórum sinnum áður en krýningin hefst. Söngur og saxólónn Kirkjukór Háteigskirkju heldur tónleika í Selfosskirkju í kvöld kl. 20, í tilefni menningardaga Árborgar. Kórinn flytur verk eftir breska tónskáldið James Whitboum en einnig verða flutt verk eftir Elgar, Mendelssohn og fleiri. Saxófónleikari í verki Whitboum er Jóel Pálsson og stjórnandi kórsins er Douglas A. Brotchie Myndaðir málshættir Utskriftarnemar í ljósmyndun við Iðnskólann í Reykjavík hafa opnað sýningu á afrakstri vetrarins í Caffé Kúiture, Hverfisgötu 18. Þemað er túlkvm á íslenskum málsháttum og orðtökum. B3tríó fylgir eftir nýrri plötu meö útgáfutónleikum: Orgeliö í hávegum haft „Við köllum B3tríóið, orgeltríó, sem er gamaldags tríóuppskrift, orgel, gítar og trommur. Við höf- um verið að leika saman í tvö ár þegar tækifæri gefst. Það var sam- eiginlegur áhugi á þeirri tónlist sem við flytjum sem leiddi okkur saman. Ég og Agnar Már Magnús- son höfðum þekkst lengi, fyrst í gegnum FÍH-skólann og svo í framhaldsnámi í Hollandi og vor- um á sömu línu í tónlistinni. Við fengum síðan til liðs við okkur Erik Quick, trommuleikara frá Svíþjóð, tii að fylla upp í tríóið," segir Ásgeir Jón Ásgeirsson gítar- leikari en B3 hefur nýverið gefið út plötuna Fals og fylgir plötunni eftir með útgáfutónleikum í Nor- ræna húsinu á sunnudaginn kl. 17.00. B3tríó var stofnað í september 2001. Tríóið spilaði strax mikið á tónleikum og veitingastöðum og í kokkteilboðum í Reykjavík um haustið enda voru allir meðlimir tríósins búnir að geta sér gott orð fyrir hljóðfæraleik, en fyrstu al- vöru tónleikarnir voru á Múlan- um 6. desember 2001 þar sem tríó- ið lék lög úr smiðju Wes Montgomerys, annaöhvort lög eft- B3tríó Orgeltríó sem leikur frumsaminn jass á tónleikum í Norræna húsinu á sunnudaginn. ir hann sjálfan eða standarda í út- setningum hans. í maí flutti tríóið frumsamið efni eftir Ásgeir og Agnar og þar sem tónlistin og tríó- ið hlutu góða dóma í blöðum var það hvatning til að taka upp plötu og var það gert í ágúst. Tríóið hef- ur einu sinni áður spilaö efnið af Fals. Það var á Jazzhátíö Reykja- víkur í fyrra. Þegar Ásgeir er spurður hver hafi haft mest áhrif á tónlist tríós- ins sagði hann það vera Larry Goldings tríóið. „Viö erum allir miklir aðdáendur Larrys Goldings og tríós hans sem hann hefur ver- ið meö i ein tólf ár og er ekki laust við að tríóið hafi hafið orgelið aft- ur til vegs og virðingar. Agnar Már lærði hjá Goldings í New York og við höfum frekar verið að leika í hans stíl heldur en Jimmys Smiths, svo annar frægur jassorg- elleikari sé nefndur." Tríóið hefur leikið víða á land- inu og stefnir út fyrir landstein- ana: „Tríóið fer að öllum líkindum til Svíþjóðar í haust en plötunni okkar verður dreift þar í landi og við fylgjum henni að sjálfsögðu eftir.“ -HK DV-MYND HAFDIS ERLA BOGADÓTTIR Úr vöndu aö ráöa Starfsmenn Arnarfells frá Akureyri sitja viö matarboröiö. Herra Kára- hnjúkur sjálfur er fremstur til vinstri á myndinni. Þaö má þó Ijóst vera aö dómnefndin hefur átt erfitt meö aö gera upp á milli þessara frísklegu noröanmanna. Herra Kárahnjúkur 2003 kjörinn: Fékk áletrað Það er oft glatt á hjalla í kaffi- og matartímum og ýmislegt til gamans gert. Karlmennimir í vinnubúðum Amarfellsmanna eru sennilega hverri ráðskonu afar hugljúfir þar sem matvendninni er ekki fyrir að fara hjá þeim. Þeir taka hraustlega til matar síns og mikið þarf því að elda ofan í þessa duglegu menn. Ekki lét ráðskonan sem var þama á dögunum duga að gefa þeim að borða - nei, hún blés til keppni um titilinn Herra Kárahnjúk 2003 og var honum veittur titillinn með pomp og prakt í matartímanum einn daginn. Hinn eftirsótta titil hlaut Heiðar Björnsson og fékk hann að launum áletrað hreindýrs- hom sem á án efa eftir að verða dýr- mætt með tíð og tíma. -HEB BÓNUSUÍDEÓ i fjórar vídeóspólur og keyptu ir Coke flöskur 7 Bónusvfdeó Á Broadway] ■ , Þrostur 3000 Heiðar Austrnann Kiddi Bigfoot:' DJ Ding Dong og þá faarðu miða á Sumardjamm Coca Cola, Bónusvideé og FM957 DV-MYND GVA Austurbakkl hf. styrkir Mæörastyrksnefnd Ásgeröur Jóna Flosadóttir, formaöur nefndarinnar, þakkar Ágústi Þóröar- syni, aöstoöarframkvæmdastjóra Austurbakka, fyrir rausnarlega gjöf. Meö á myndinni eru Auöur Guömundsdóttir, deildarstjóri hjá Austur- bakka, Bryndís Guömundsdóttir, varaformaöur nefndarinnar, og Guörún Magnúsdóttir og Anna Auöunsdóttir nefndarkonur. Barnamatur og súkkulaði fyrir sykursjúka Austurbakki hf. hefur styrkt Mæðrastyrksnefnd með því að færa henni mikið magn af Hipp barnamauki í krukkum og Hipp barnamjöli. Einnig fékk nefhdin Estee súkkulaði og kex fyrir syk- ursjúka. Að sögn Ásgerðar Jónu Flosadóttur, formanns Mæðra- styrksnefndar, er mikl þörf á mat- vælum til nefndarinnar og hafa aldrei fleiri leitað aðstoðar hennar en nú. -EKÁ Matthew Barney í Nýló Einn virtasti myndlistarmaður samtímans, Matt- hew Barney, opn- ar sýningu í Ný- listasafninu á morgun. Hann skapar persónu- lega og sérstæða veröld með ímyndunum og tákn- irni sem skarast og vinnur frjáls- lega úr fomum goðsögnum, Hollywoodmyndum, læknavísind- um, harðkjamatónlist og andleg- um pælingum. CREMASTER- myndirnar fimm verða einnig sýndar á stórum flötum skjám. Úrval úr eigu safnsins Sumarsýning Listasafns ís- lands tengir nú- tíð og fortíð saman með því að sýna verk frá helstu um- brotatímum íslenskrar listasögu. Gestum gefst færi á að skoða hver hafa verið helstu viðfangs- efni listamanna, frá frumherjun- um í byrjun 20. aldarinnar eins og Ásgrími Jónssyni, Jóni Stef- ánssyni og Kjarval og fram til ný- liðins tíma. Frumefnin fimm Ljósmyndasýn- ing, sem ber nafn- ið Frumefnin fimm - Ferðadag- bækur Claire Xuan, verður opn- uð á morgun í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á 6. hæð í Grófarhúsinu í Tryggva- götu. Hún er byggð á ferðadag- bókum frönsk-víetnömsku lista- konunnar Claire Xuan og spann- ar starfsferil hennar síðastliðin sex ár. Á ferðum sínum leitar hún að birtingarmyndum hinna fimm náttúrulegu frumefna: trés, elds, jarðar, málma og vatns, og festir þau á filmu. Aðgangur að sýningunni er ókeypis. - Hvert fóru allir? Hatty Lee er ung myndlistar- kona búsett í London. Hún opn- aði ljósmyndasýningar á tveimur stöðum í Reykjavík í gær, í Gall- erí Skugga og á Mokka. Myndir hennar fjalla um yfirgefna staði og byggingar þar sem hún heill- ast af andrúmslofti þess sem var. Á Mokka sýnir Hatty Lee myndir sem hún tók á staðnum fyrr á ár- inu þar sem hún skrásetti yfirgef- in borð áður en hreinsað var af þeim. Likto Fegurðarsamkeppnmi við kúomat Búnaðarfélogsm Afbrigði af fegurö Afbrigði af fegurð er sýning um sögu mótmælaaðgerða gegn fegurðarsamkeppnum. Hún verð- ur opnuð í húsakynnum kvik- myndagerðarinnar Cut’n Paste, íslandi að Síðumúla 12 í kvöld, kl. 20.30. Þar verða sýnd sögubrot allt ffá árinu 1970 þegar slagorðið „Manneskja, ekki markaðsvara" kom fram. Sýningin heldur áfram á veitingahúsinu Prikinu, Banka- stræti 12, frá og með næsta sunnudegi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.