Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						28
FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2003
I
Sport
metup heimavellina í Landsbankadeildinni
ÍBV
Hásteinsvöllur heitir aðalknatt-
spyrnuvöllurinn i Vestmannaeyjum
og er staösetning hans einstaklega
skemmtileg og útsýnið fráhært.
Aðstaða fyrir áhorfendur er tví-
skipt og í heildina ekki nægilega
góð. Þar eru nú sæti fyrir 550
manns en þau voru nýlega sett upp
vegna leiks ÍBV í Evrópukeppninni
í knattspyrnu. Þau eru á lágreistum
steinpöllum eftir endilöngum vellin-
um. Yflrbygging er engin. Að öðru
leyti er áhorfendaaðstaðan alls ekki
nógu góð og er hinn frægi hóll á
suðvesturhorni vallarins þar vin-
sælastur en þar sjá áhorfendur þó
nokkuð vel yhr. Þar eru hins vegar
aðeins stæði í frekar erfiðu lands-
lagi. Salernisaðstaða er í vallarhúsi
og er nægileg.
Það er hins vegar æði sérkenni-
legur siður sem viðhafður er í Vest-
mannaeyjum þar sem heimamenn
koma tímanlega fyrir leik og stilla
bílum sínum upp við endann á vell-
inum og við aðra hlið hans, þaðan
sem þeir fylgjast með leiknum. Að
mati DV-Sport er þetta afar leiðin-
legur siður og komið hefur fyrir að
vallarstarfsmenn þurfa að ganga á
bílana til að fá ökumenn til að
slökkva Ijósin.
Aðstaða fyrir leikmenn er viðun-
LRNDSBflNKR
DEILOIN
andi. Búngingsklefar mættu vera
stærri og þá er gangurinn fyrir
freman frekar þröngur. Leikmenn
og dómarar þurfa að ganga yflr bíla-
stæði og niður brekku til að komast
til leiks. Þessi leið er alltof löng inn-
an um almenning og þrátt fyrir ör-
yggisgæslu er of auðvelt fyrir þá
sem sér það ætla að hafa afskipti af
leikmönnum og dómurum á þessari
leið.
Aðstaða blaðamanna- er ekki
nægilega góð en hún er þó í skjóli
fyrir veðrum og vindum. Þokkalega
sést úr henni en hún er of þröng og
mætti standa hærra.
Völlurinn sjálfur er í ágætu ásig-
komulagi og hefur verið það í nokk-
ur undanfarin ár eftir að hann var
byggður upp frá grunni. Vatnsskort-
ur í Eyjum hefur þó gert vallaryfir-
völdum lífið leitt þar sem þeir hafa
ekki náð að vökva völlinn sem
skyldi. Það skal tekið fram að Há-
steinsvöllur er yfirleitt með bestu
knattspyrnuvöllum landsins en í
þetta skiptið eru það utanaðkom-
andi áhrif sem koma í veg fyrir að
hann sé upp á sitt allra besta.
TU þess að uppfylla kröfur um
leikvöllinn þurfa Vestmannaeying-
ar að leggja út í talsverðar fram-
kvæmdir. Þeir eru að vísu með sæti
fyrir um 550 manns í stúku en þurfa
150 sæti í viðbót. Það er því ljóst að
byggja þarf við núverandi stúku, en
einnig hafa verið uppi hugmyndir
um að byggja stúku sunnan megin
vallarins. Þá vantar að byggja yfir
stúkuna.
Hásteinsvöllur
t
Einkunnargjöfin			
Aöstaöa áhorfenda	ö	Leikvöllurinn	®
Aöstaöa leikmanna	#	Staöa gagnvart staöli	&
Aöstaöa blaöamanna	$	Heildarstigin	19
Grindavíkurvöllur
I
Einkunnargjöfin			
Aðstaða áhorfenda	$	Leikvöllurinn	&
Aðstaða leikmanna	$	Staða gagnvart staðli	m
Aðstaða blaðamanna	$	Heildarstigin	26
Það eru efiaust fá bæjarfélög í
veröldinni í sama stærðarflokki
sem hafa þá keppnisaðstöðu sem
Grindvíkingar hafa í dag. Stúkan
sem þessir framsæknu knatt-
spyrnuáhugamenn eiga rúmar
rúmlega hálft bæjarfélagið og set-
ur hún punktinn yfir i-ið á þess-
um glæsilega knattspyrnuvelli þar
sem þegar hefur verið leikiðí Evr-
ópukeppninni í knattspyrnu.
Aðstaða fyrir áhorfendur er
mjög góð í Grindavík og eins og
áður sagði byggðu þeir nýlega
fallegt stúkumannvirki sem rúm-
ar 1500 manns í sæti og er stúkan
yfirbyggð. Önnur áhorfendaað-
staða er ekki til staðar þó að ein-
hverjir áhorfendur geti staðið við
grindverk við hina hlið vallarins.
Salernisaðstaða mætti vera betri,
sérstaklega í fjölmennum leikjum,
og næsta skref hjá þeim Grindvík-
ingum hlýtur að vera að bæta
markatöflu og vallarklukkuna.
Markataflan er ekki nægilega
greinileg fyrir áhorfendur í
stúkunni hinum megin við vóll-
inn og þá er skífuklukka ekki
nægilega nákvæm.
Aðstaða leikmanna er til fyrir-
myndar. Búningsklefar eru í húsi
við suðvesturhorn vallarins og
eru þeir stórir og rúmgóðir. Það
er þó smágalli að leið leikmanna
liggur yfir annarri af tveimur leið-
um áhorfenda að stúkunni en það
kemur þó ekki mikið að sök þar
sem leið leikmanna er mjög stutt
og auðvelt að verja hana.
Aðstaða blaðamanna er til fyrir-
myndar en hún er rúmgóð og
björt og það er gott útsýni yfir
leikvöllinn úr blaðamanna-
stúkunni sem er yfirbyggð.
Leikvöllurinn sjálfur er af-
bragðsgóður. Grindvíkingar áttu í
vandræðum með grasið á vellin-
um í fyrrasumar en virðast hafa
náð að ráða bót á þeim vanda.
Grasið sem lagt var á völlinn í
upphafi var alls ekki nógu gott og
réðust heimamenn í það verkefni
í fyrra að skipta um grasið á stór-
um hluta vallarins og virðist það
hafa heppnast með ágætum. Völl-
urinn er í finu ásigkomulagi eins
og staðan er núna.
Grindavíkurvöllur gerir meira
en nóg í því að uppfylla þær kröf-
ur sem UEFA og KSÍ gera til að-
stöðunnar á vellinum. Grindvík-
ingar þurfa að vera með 600 sæti
en eru eins og áður sagði með 1500
sæti. 011 eru þau undir þaki sem
er til fyrirmyndar.
Það vart hægt að hrósa knatt-
spyrnuyfirvöldum og bæjarfélag-
inu í Grindavík nægilega fyrir
þessa aðstöðu sem boðið er upp á
þar á bæ.
+
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32