Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 118. tölublaš - Helgarblaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						/~/'& l Cf Q t"t> lCi CS  JJV   LAUCARDACUR24.MAÍ2003
Vil ekki
vera kven-
rithöfundkir
Auður Jónsdóttir rithöfundur seqir að ferli
sínum sem barnabarni skáldsins hafi lokið
þegar ritun bókarinnar Skrtjtnastur er mað-
ur sjálfur lauk. Hún talaði við DV um qildi
viðurkenninqa, andúð sína á starfsheitinu
kvenrithöfundur, skopstælinqar oq barna-
bækur.
Sjálfsagt vilja flestir listamenn verða þekktir
fyrst og fremst fyrir að vera þeir sjálfir. Ég er viss
um að það pirrar listamenn óendanlega þegar ein-
hver annar merkimiði er alltaf hengdur um háls-
inn á þeim sem skyggir á þann rétta. Undarleg for-
tíð, gamalt hneyksli eða sérstæður uppruni getur
haft þessi áhrif og væri hægt að nefna hér dæmi
eins og t.d. um listmálarann Elínborgu Halldórs-
dóttur, sem alltaf er kennd við pönkhljómsveitina
sem hún var í um nokkurra mánaða skeið fyrir 20
árum, Dóru Takefusa, sem er oft minnt á 4 sek-
úndna nektarsenu í kvikmynd fyrir 15 árum, og
Ólaf Jóhann Ólafsson sem sifellt verður að sæta
því að efhahagur hans vekur meiri athygli en hæfi-
leikar hans á ritvellinum.
Bók um afa fyrir böra
Eins var það þegar Auður Jónsdóttir rithöfund-
ur steig sín fyrstu skref á ritvellinum fyrir rúmum
fimm árum með útgáfu skáldsögu sem heitir
Stjórnlaus lukka. Þá varð öllum afskaplega tíðrætt
um þá staðreynd að hún er barnabarn Halldórs
Laxness. Samt rekur mig ekki minni til þess að afi
hafi neitt komið við sögu í bókinni. Það hlýtur að
vera í besta falli vafasöm bókmenntafræði að telja
að ætterni hófundar skipti einhverju máli. Auður
lét þetta samt ekki trufla sig að ráði en það er samt
sérkennileg tilviljun að hennar þekktasta bók fjall-
ar einmitt um afann fræga, ástmög margra kyn-
slóða lesenda. Þetta er hin illflokkanlega bók
Skrýtnastur er maður sjálfur - hver var Halldór
Laxness sem kom út fyrir síðustu jól og er víst
fræðibók fyrir börn. Upplýsing, sem er félag bóka-
safhs- og upplýsingafræðinga, útnefhdi bókina á
dögunum bestu fræðibók fyrir börn sem út kom á
árinu 2002. Áður hafði bókin fengið viðurkenningu
frá bóksölum og tilnefningu til íslensku bók-
menntaverðlaunanna fyrir utan það að seljast eins
og mjólk sem er eina viðurkenningin sem hefur
einhver áhrif á heimilisbókhald rithöfunda, svo
orð sé á gerandi.
Ferli niínuiii sem barnabarni lokið
DV hitti Auði á kaffihúsi og spurði hana hvort
væri ekki gaman að fá viðurkenningu frá bóka-
safnsfræðingum sem hlýtur að vera svipað og fyr-
ir lækni að fá viðurkenningu frá lyfjafræðingum
og afgreiðslufólki í apótekum eða fyrir pylsugerð-
armann að fá verðlaun frá samtökum sjoppueig-
enda.
„Mér þótti mjög vænt um þetta," segir Auður og
telur sig reka minni til þess að slík viðurkenning
hafi tvisvar áður verið veitt og það hafi verið bæk-
ur um húsdýr annars vegar og landnámsmenn
hins vegar sem hrepptu hnossið. Hún er semsagt í
kompaníi með kindum, kúm og víkingum.
„Ég skil það svo að það sé verið að verðlauna
mig fyrir vinnubrögð. Þetta er bara heiðurinn,
skjal og blómvöndur, en mér finnst'vænt um þessa
og viðurkenninguna frá bóksölunum. Það er gam-
an að fá viðurkenningu frá fólki sem sýslar við
bækur, les mikið og er alminlegt fólk."
- Auður sagði nokkuð frá því í viðtölum vegna
útkomu bókarinnar að þetta hefði reynst henni
nokkuð snúið verkefni. Hvernig kom þetta annars
til?
„Ég fékk símtal frá Sigþrúði Gunnarsdóttur,
barnabókaritstjóra Máls og menningar, sem bað
mig að gera þetta. Ég vissi ekkert hvernig ég ætti
að gera þetta og lokaði mig af í þrjár vikur og skrif-
aði í belg og biðu allt sem mér datt í hug. Það var
engin uppskrift eða fyrirmynd og það sem átti að
verða pen myndabók varð eiginlega að ritgerð
minni um afa. Það var svo okkar samvinna að gera
þetta að aögengilegri bók."
- í ljósi þess hvernig til tókst, má þá segja að þú
hafir skrifað þig frá afa þínum með þessari bók?
„Ég var mjög efins í fyrstu hvort ég ætti að vera
að gera þetta en ég vildi gjarnan losna við hann.
Það er ekkert gaman fyrir fullorðna manneskju að
hafa einhvern ættingja vofandi yfir sínu starfi. Svo
ég skrifaði einfaldlega allt sem ég hef að segja um
hann og þar vonandi lýkur ferli mínum sem barna-
barn."
- Svo fer Auður að segja mér frá öðrum afa sín-
um sem virðist ekki síður verðskulda bók en Hall-
dór Laxness. Sá hét Ottó Jónsson og var íþrótta-
maður, kennari og frumkvöðull í ferðamálum,
þvældist um heiminn þveran og endilangan og
henti sér til sunds í Marokkó eftir verðmætri
skjalatösku sem hann missti í sjóinn með vegabréf-
um allra farþeganna. Það er greinilega ekki alveg
ónýtt aö eiga svona afa ef maður vill segja þjóðinni
sögur.
Halla Linker og Hitler úr ruslinu
- Auður hóf feril sinn á því að skrifa tvær skáld-
sögur og síðan eina barnabók og síðan þá fræðibók
Auður Jónsdóttir rithöfundur fékk á dögununi
þriðju viðurkenninguna fyrir bók sem hún skrifaði
um afa sinn og heitir Skrýtnastur er maður sjálfur -
hver var Halldór Laxness?
DV-mynd GVA
fyrir börn sem við erum að ræða um. Ertu þá orð-
inn barnabókahöfundur?
„Það er erfitt að flokka sig. Maður verður bara
að skrifa það sem mann langar til. Það er mikil
gróska í barnabókum og margt sniðugt fólk sem er
að skrifa fyrir börn og skáldsagnahöfundar ekki
síður en aðrir. Umræðan um barnabækur hefur
verið lífleg og frjó."
- En hvað ertu að skrifa núna?
„Ég er að leita að sögu fyrir hugmynd sem ég hef
fengið. Ég held að það sé bók fyrir fullorðna."
- Auður segist hafa lesið ævisögu Höllu Linker
þegar hún var ellefu ára. Um svipað leyti rakst
hún á ævisögu Adolfs Hitlers í ruslatunnu og sett-
ist þegar við lestur.
„Ég held að börn séu alætur á bækur og leiti oft
í bækur sem eru hvorki fyrir börn né fullorðna. Ég
las allt sem mér datt í hug þegar ég var barn og
datt ekki í hug að flokka það í barnabækur eða ein-
hverjar aðrar bækur."
Mikkinn minn
- Eitt af því sem hefur vakið athygli meðal
snuðrara á Netinu að undanförnu er grein sem
Auður skrifaði og heitir Mikkinn minn og er með-
al annars hægt að nálgast á vef Eddu. Þetta er
morðfyndin skopstæling á grein Hallgríms Helga-
sonar i safnritinu Skáld um skáld þar sem Hall-
grímur skrifar um Mikael Torfason. Af hverju
langaði þig til að gera grín að Hallgrími?
„Það var ekki löngun mín til þess að gera grín að
honum nákvæmlega sem varð til þessa. Mér fannst
grein hans vera svo mikill farsi að hún mætti eig-
inlega ekki liggja óáreitt."
- Þessi bók, Skáld um skáld, hefur verið gagn-
rýnd nokkuð af konum fyrir sérstæð hlutföll kynja
og kallað fram greinaröð á Kistunni sem heitir
Konur um skáld. Er þetta einhvers konar
femíniskt bakslag í bókmenntaheiminum?
„Varla. Það voru Eiríkur Guðmundssoh og Jón
Kalman Stefánsson sem ritstýrðu þessari bók og
mér skilst að þeir hafi talað við 16 konur og 40
karla en 17 karlar og 3 konur hafi svarað. Ég veit
um margar konur fyrir utan sjálfa mig sem hefðu
vel getað skrifað í þessa bók þótt engin taki þetta
sérstaklega nærri sér. Það er frekar að fólki finn-
ist þetta undarlegt og ekki sýna neitt yfirlit yfir
bókmenntaheiminn sem hlýtur þó að hafa verið
ætlunin."
Rithöfundur dugar ágædega
- Er einhver barátta milli kynjanna í bókmennt-
um?
„Það er nýtt að konur séu aö skrifa bækur á ís-
landi. Við höfum búið við jöfraveldi karla í bók-
menntum frá Jónasi Hallgrímssyni til Halldórs
Laxness en ég held að í dag sé alls konar fólk að
skrifa bækur og sú stéttaskipting, sem áður þekkt-
ist, sé að mestu horfin þótt hún greinilega loði við.
Mér fannst Hallgrímur vera að viðhalda þessu
karlveldi með því að krýna sér yngri höfund sem
einhvers konar arftaka sinn.
Ég vil ekki láta kalla mig kvenrithöfund. Rithöf-
undur dugar ágætlega. Það er einhver bylgja í
gangi meðal kvenna hvort sem það á að kalla það
bakslag eða ekki. Ég fór á fund hjá femínistum um
daginn og fékk nett áfall því ég sannfærðist um að
ástandið væri ekki eins og ég hafði haldið. Ég hélt
að það væri betra."                   tPÁÁ
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64