Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2003, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2003, Blaðsíða 36
» 40 HelQorblaö X>’V LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2003 H Alþjóða ólympíunefndin tekur 2. júlí ákvörðun um hvar vetararólympíuleikarnir verða haldnir árið 2010: Kóreumenn metnaðarfullir Það verður stór dagur hjá alþjóða ólympíunefnd- inni 2. júli en þann dag tekur nefndin ákvörðun um hvar vetrarólympíuleikarnir verða haldnir árið 2010. Þrjár borgir berjast um að fá að halda leikana og hafa þær allar lagt mikið undir til að hreppa hnossið. Umræddar borgir eru PyeongChang í Suð- ur-Kóreu, Vancouver í Kanada og Salzburg i Aust- urríki. Undirbúningur þeirra umsækjanda sem eft- ir eru í pottinum hefur staðið lengi yfir og hafa þeir lagt spilin á borð fyrir alþjóðlegu ólympíu- nefndina sem tekur af skarið um hvar leikarnir verða eins og áður sagði á fundi sínum í Prag í Tékklandi 2. júlí nk. Hverjir eru líklegastir? Hvaða staður skyldi nú verða líklegastur til að fá að halda leikina. Allir hafa þeir eitthvað til brunns að bera. Menn eru þó flestir á því að slagurinn Suður-Kóreumenn taka erlendum gestum opnum örmum en þeir eru frægir fyrir gott viðmót og frábæra gestrisni. Hér sýna kóreskar stúlkur dans og eins og sjá má á skilti fyrir ofan þær eru allir hjartanlega velkomnir til S-Kóreu. standi á milli PyeongChang og Vancouver þó Salz- burg sé alls ekki verri kostur. Það sem ööru frem- ur gæti komið í veg fyrir að leikarnir séu haldnir í Austurríki er nálægðin við Torino en þar verða vetrarólympíuleikarnir haldnir 2006. Ólympíu- nefndin mun varla hafa tvenna leika í röð í Evrópu og af þeim sökum er Salzburg talin hafa minnsta möguleikana. Alþjóða ólympíunefndin hefur þó síð- asta orðið í þessum efnum og henni er vandi á höndum eins og alltaf þegar kemur að ákvörðun- um sem þessum. Kóreumenn leggja hart að sér Suður-Kóreumenn héldu eigi alls fyrir löngu mikla kynningu á umsókn sinni fyrir leikunum 2010 fyrir íþróttafréttamenn af Norðurlöndunum og víðar. Þar mátti glöggt sjá að Kóreumenn hafa lagt gífurlega vinnu í umsókn sína og leggja hart að sér til að fá leikina til sín. íþróttaviöburður af þessari stærðargráðu er ekki bara hristur fram úr erminni heldur liggur að baki mikil undirbúningsvinna sem að koma sérfræðingar af öllum sviðum. í kostnaðaráætlun Kóreumanna kemur fram að það kosti ekki minna en 270 milljarða króna að halda leikana. í þessari tölu er kostnaður við mannvirkjagerð, lagning nýrra járnbrauta frá Seoul til PyeongCang, langstærstur. Þetta eru ekki litlir peningar en á hitt bera að líta að þetta er á margan hátt fjárfesting til margra ára. Það er ekki tjaldað til einnar nætur heldur mun almenningur í landinu njóta góðs af þessum framkvæmdum öll- um og mannvirkjum eftir leikana. Suður-kóreska ólympíunefndin lét vinna fyrir sig könnun á meðal landsmanna til að kanna hug þeirra til leikanna í PyeongChang 2010 og voru niðurstöður vægast sagt sláandi. Um 97% landsmanna voru mjög já- kvæð fyrir þvi að leikarnir yrðu haldnir i landinu. Þessar niðurstöður voru mjög uppörvandi og hvetj- andi fyrir umsækendurna og gaf heldur betur byr í seglin. Reynslan er til staðar Ekki vantar Kóreumenn reynsluna að halda stærstu íþróttamót sem haldin eru í heiminum. Ár- ið 1988 voru sumarleikarnir haldnir í Seoul og þóttu takast vel og í fyrra héldu þeir í samvinnu við nágranna sína í Japan Heimsmefstaramótið í -l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.