Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2003, Blaðsíða 4
Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2003 DV Eskfirskt gteðibros Dagný Jónsdóttir, sem fékk örugga kosningu í Noröausturkjördæmi, var á þjóölegum nótum viö þingsetninguna og þrosti sínu breiöasta. Hér er hún ásamt flokksbræörum sínum, þeim Magnúsi Stefánssyni, Árna Magnússyni og Hjálmari Árnasyni. Heili forseta vorum og fósturjörð ... Davíö Oddsson hyttir forsetann eftir aö sá síöarnefndi haföi sett Alþingi úr ræöustól ígær. DV-MYNDIR GVA Alþingi sett Alþingi íslendinga, 129. löggjafar- þing, var sett viö hátíölega athöfn í gær. Hófst þingsetning að venju meö messu í Dómkirkjunni þar sem séra Hjálmar Jónsson, fyrrverandi alþing- ismaður, prédikaði og þjónaði fyrir altari ásamt Karli Sigurbjömssyni, biskupi íslands. Að því loku héldu þingmenn aftur í Alþingishúsið þar sem Olafur Ragn- ar Grímsson, forseti íslands, setti AI- þingi. í ræðu sinni gat forseti þess að aldrei fyrr hefðu jafn margir ungir þingmenn sest á Alþingi í einu og fróðlegt yrði aö sjá hvaða áhrif ný kynslóð hefði á störf þingsins. Samfara þingsetningu varö ljóst hveijir mundu fara með formennsku í hinum ýmsu nefndum þingsins. Þannig þykir teljast til tíðinda að Hjálmar Ámason verður þingflokks- formaður Framsóknarflokksins í stað Kristins H. Gunnarssonar en Krist- inn hefur gegnt þingflokksfor- mennsku undanfarin ár. Sólveig Pét- ursdóttir, fyrrverandi dómsmálaráð- herra, verður formaður utanríkis- málanefndar í stað Sigríðar Önnu Þórðardóttur sem verður umhverfis- ráðherra í september á næsta ári. Sigríður Anna verður hins vegar for- maður umhverfisnefndar. Þorgerður Nýllöa heilsaö Gunnar Örn Örlygsson, nýliöi á þingi, tekur hér brosandi í hönd Björns Bjarnasonar dómsmálaráöherra. Sæll, Ossur Dorrit Moussaieff, eiginkona forsetans, heitsar hér Össuri Skarphéöinssyni, formanni Samfylkingarinnar. í gær Katrín Gunnarsdóttir verður formað- ur allsherjamefndar og Pétur Blön- dal formaður efnahags- og viöskipta- nefndar. Jónina Bjartmarz, sem mun hafa eygt ráðherrastól, verður formaður heilbrigðis- og trygginganefndar og varaforseti Alþingis. Magnús Stefáns- son verður formaður fiárlaganefndar og varaformaður þingflokksins. Kristinn H. Gunnarsson verður for- maður iðnaðamefndar og Hjálmar Ámason formaður félagsmálanefnd- ar. Ámi Ragnar Ámason verður for- maður sjávarútvegsnefndar, Guð- mundur Hallvarðsson formaður sam- göngunefndar, Gunnar I. Birgisson formaður menntamálanefndar og Drifa Hjartardóttir formaður land- búnaðamefhdar. Loks má geta þess að við þingsetn- inguna minntist Halldór Ásgrímsson, starfsaldursforseti Alþingis, Halldórs E. Sigurðssonar, fyrrum ráðherra, en Halldór lést í fyrradag á 88. aldursári. -hlh Gamlir félagar glaöir á svip Hjálmar Jónsson dómkirkjuþrestur þrédikaöi í heföbundinni messu viö setn- ingu Alþingis. Hér heilsar hann Geir H. Haarde fjármálaráöherra og flokks- bróöur. Guöni Ágústsson landbúnaöarráöherra og Valgeröur Sverrisdóttir fylgj- ast kankvís meö. Hlýtt á ræöu forseta Fjarvera Guörúnar Ögmundsdóttur varö til þess aö Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var viö þingsetninguna í gær. Hér hlýöir hún á ræöu forsetans ásamt flokksformanni sínum og svila, Össuri Skarphéöinssyni, og Margréti Frímannsdóttur, varaformanni Samfytkingarinnar. Fyrir aftan sitja þeir Einar Kristinn Guöfinnsson og Jóhann Ársælsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.