Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2003, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2003 DV Fréttir Deilt um nýju húsnæðislánin - frumhlaup hjá ráöherranum, segir Einar Oddur „Ég hefði nú haldið það bæri að kynna þetta fyrst í flokkunum og síðan í ríkisstjórn. Ég lít svo á að þetta sé frumhlaup hjá ráð- herranum," segir Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, spurður um það, hvort þingmönnum flokks- ins hafi komið á óvart að sjá til- lögur nýs félagsmálaráðherra, Árna Magnússonar, um hækkun húsnæðislána á forsíðu Morgun- blaðsins í morgun. Tillögumar fela í sér að hámarks- lán hækki í áfóngum úr 8 milljónum króna upp í 18 milljónir árið 2007 og lánshlutfallið upp í 90%. Meðfylgj- andi súlurit sýnir hvað þetta þýðir fyrir kaupanda sem nýtir sér lán íbúðalánasjóðs til fulls. Hann þarf í dag aö reiða fram 3,4 milljónir króna til þess að geta keypt sér íbúð fyrir 11,4 milljónir, enda er há- markslánið 8 milljónir og lánshlut- faUið 70% við kaup á fyrstu íbúð. Nái hugmynd félagsmálaráðherra fram að ganga þarf árið 2007 aðeins að leggja fram 2 miUjónir króna tU þess að kaupa íbúð fyrir 20 mUljón- ir króna. Eigið framlag lækkar því um ríflega 40% en verðið sem kaup- andi getur greitt fyrir íbúðina hækkar um 75%. Ríkisvæðing Edda Rós Karlsdóttir, forstöðu- maöur greiningardeUdar Lands- bankans, segir ljóst að eftirspurn eftir húsnæði muni aukast viö þetta, einkum eftir meðalstóru og stærra húsnæði. „Eins og við vitum tekur tíma að laga framboð á húsnæði að eftirspuminni og við vitum að vinnuaflið er frekar upptekið á næstu árum við að byggja virkjanir og álver. Þarna er því ákveðin hætta á að verð fasteigna muni hækka, enda munum við bítast um jafn- mörg hús á næstu árum með meira lánsfé á mUIi handanna. Á móti kemur að þetta verður gert í skref- um; þeir sem hyggjast nýta sér hæsta lánshlutfaUið munu hugsan- lega bíða og draga þannig úr þenslu- áhrifunum tU að byrja með. Aö hluta tU yrði þetta líka tiifærsla á lánum frá lífeyrissjóðunum." Edda Rós leggur í þessu sambandi áherslu á að nýbúið sé að einka- væða bankana. „Með þessu er hins vegar verið að ríkisvæða stærri hluta húsnæðislánanna og ríkið í rauninni að taka tU sín veðlán, sem eru traustustu lán fjármálastofnana. Önnur fjármálafyrirtæki hafa tak- markaöa möguleika á að keppa við þetta enda njóta þau lakara láns- kjara en íbúðalánasjóður, sem nýt- ur ríkisábyrgðar." Eðlilegt Ingólfur Geir Gissurarson, eig- andi fasteignasölunnar ValhaUar, telur að viðvaranir fjármálamarkað- arins um hækkun fasteignaverðs og þenslu markist af hagsmunagæslu þeirra. „Það er ekkert verið að hugsa um fólkið. Markaðsverð fast- eigna hefur hækkað mörg hundruð prósentum meira en hámarkslán Ibúðalánasjóðs. Þetta hefur skapað gat sem fólk á erfitt með að brúa. Það gerir það með öðrum dýrum lánum. Þetta er mjög óeðlUeg staða en því eru verðbréfamarkaður og bankar fegnastir," segir Ingólfur. Á fjármálamarkaðnum er bent á það á móti, að aUt eins megi líta á ummæli sem þessi sem hagsmuna- gæslu fasteignasala, sem sjái fram á bjarta tíð og blómleg viðskipti með snarhækkuðum húsnæðislánum. -ÓTG St. Jósefsspítali: Sýknaður af skaðabótakröfu Héraðsdómur Reykjavíkur hef- ur sýknað St. Jósefsspítala af skaðabótakröfu manns upp á 33 milljónir króna en maðurinn varð fyrir alvarlegu heilsutjóni i kjölfar heilablóðfalls árið 1998. Árið 1991 fékk hann mjög svæsið mígrenikast og var þá skoðaður af lækni á spítalanum. Læknirinn taldi að ekki væri ástæða til sér- stakra viðbragða. Þann 9. febrúar 1993 fékk maöurinn síðan heilablóðfall, fertugur að aldri. Hann var lagð- ur inn á spítalann til fyrrnefnds læknis. Læknirinn kvaðst hafa rætt við aðra lækna spítalans hvort ástæða væri til þess að láta fara fram frekari rannsóknir en niðurstaðan hefði verið sú að veikindi hans gæfu ekki tilefni til annarra rannsókna. Árið 1998 fékk hann síðan ann- að heilablóðfall, en í þetta skiptið mun alvarlegra en áður og er hann nú algjörlega lamaður á hægri handlegg og málstirður. Dómurinn taldi að manninum hefði ekki tekist að sýna viðhafð- ar hefðu verið óvenjulegar vinnu- reglur við rannsóknir á heilablóð- falli hans þannig að því yrði um kennt að hann fékk aftur heUa- blóöfall fimm árum síðar. -EKÁ DV-MYNDIR GVA Þingflokkur Frjálslyndra Frjálslyndir tvöfölduöu þingmannafjölda sinn úr tveimur í fjóra. Hér sést þingflokkurinn fara til messu. Sigurjón Þóröar- son goöi er lengst til vinstri, þá Magnús Þór Hafsteinsson, Gunnar Örn Örlygsson og loks foringinn sjálfur, Guöjón Arn- ar Kristjánsson. Helgi Hjörvar sem áminntur var af forseta Alþingis um aö fara aö kurteisisreglum: Ottalega gamaldags „Mér finnst þetta óttalega gam- aldags og óþarfa viðkvæmni for- seta fyrir gagnrýni á forsætisráð- herra," sagði Helgi Hjörvar, þing- maður Samfylkingarinnar, við DV í morgun. Helgi sat sinn fyrsta þingfund á Alþingi í gær og fór í ræðustól þar sem hann gagnrýndi þingmenn stjórnarflokkanna fyrir að nenna ekki að taka þátt í umræöum um framkvæmd kosninganna og for- sætisráðherra fyrir að nenna ekki að flytja stefnuræöu sína. Þau orð fengu Halldór Blöndal, forseta Al- þingis, til að slá í bjöUuna og áminna Helga um að fara að kurt- eisisreglum. Síðla dags í gær þótti ljóst að umræðu um afgreiðslu kjör- bréfanefndar á Alþingi mundi ekki ljúka í tíma fyr- ir stefnuræöu forsætisráð- herra um kvöldið. Stefnu- ræðunni var því frestað og verður hún haldin í kvöld. Aðdragandi þessa var að níu manna kjörbréfanefnd, sem kosin var samkvæmt venju tU að prófa kjörbréf og kosningu nýkjörinna þingmanna, klofhaði í afstööu sinni. Meirihluti nefndar- innar lagði til að kjörbréf þing- manna yrðu samþykkt en minni- hluti lagði til aö samþykkt bréf- anna yrði frestaö þar til skýrslur frá yfirkjörstjómum allra kjör- dæma um meðferð kjörgagna og Helgl Hjörvar. framkvæmd kosninganna hefðu verið fengnar. Stóðu úmræður um þessi mál fram á tíunda tímann í gær- kvöld. Helgi segir að sér hafi þótt undarlegt að einungis eirrn stjómarþingmaður hefði tek- ið þátt í umræðum aUan dag- inn. „Síðan frétti ég í sjón- varpi að það væri hætt við að flytja stefhuræðuna. Þetta var nú fyrsti dagurinn í nýju vinnunni og fannst mér stjómarliðið sýna heldur lítinn áhuga á innræðunni. Þá þótti mér einkennUegt að boðað væri tU þings og umræðna um stefnuræðu forsæt- isráðherra og frétta síðan að það væri búið að fresta henni. Ég geröi eðlilega athugasemdir við þessi vinnubrögð. Forseta þótti það hins vegar óvirðing við forætisráðherra aö segja að hann nennti ekki að halda ræðuna.“ Helgi segir það sérstaka tilfinn- ingu að flytja jómfrúrræðu sína áður heldur en kjörbréf var sam- þykkt eða að hann hefði undirritað drengskaparheit. Það hefði ekki gerst í áratugi. - Nú byrjar þingmennskan svolít- ió bratt. Hvernig leggst framhaldió í Þig? „Þingið á reyndar eftir aö kjósa sér forseta en það kæmi mér ekki á óvart þó við mundum eiga einhver oröaskipti þegar fram líða stundir," sagði Helgi. -hlh Ungur nemur... Endurnar á Tjörninni fjötga sér þessa dagana svo unun er á að horfa í blíöskaparveöri Skerplunnar. Anna Kristine: Hætt milli mjalta ogmessu ' JJ taka þáttinn minn r ^ út af dagskrá," segir j l 'c . Magnúsdóttir blaða- jÆ hvers vegna hún hafi kvatt útvarps- AhnáKH^inT hlustendur svo há- tíðlega síðasta sunnudag. Hér er vitaskuld átt við þáttinn MiUi mjalta og messu sem hún hefur verið með á Bylgjunni á sunnudagsmorgnum síðustu árin og áður á Rás 2. Þar hefur hún haft einn viðmælanda hveiju sinni og fengið hann tU að segja ftá lífs- hlaupi sínu. Þessa stundina er Anna Kristine stödd úti í Tékklandi, hvaðan hún er upprunnin. Er hún þar á bama- kvikmyndahátíð í Zlim sem stendur í 9 daga og situr í dómnefnd. Ein ís- lensk mynd er á hátíðinni, það er tölvuteiknimyndin Litla lirfan ljóta eftir Gunnar Karlsson. En hvað tek- ur svo viö hjá Önnu Kristine? „Það er aUt óráðið. Ég er bara eins og PáU Pétursson, verð að fara að leita mér að vinnu,“ segir hún. -Gun. Harður árekstur í gær: Barnshafandi kona í öörum bílnum Harður árekstur varð á gatnamót- um Reykjanesbrautar og Grindavík- urvegar um klukkan tvö í gær. Far- þegi í öðrum bílnum var fyrst flutt- ur á HeUbrigðisstofnun Suðumesja en eftir nánari skoðun var hann fluttur á sjúkrahús í Reykjavík. Ekki er enn ljóst hversu mikiö slas- aður hann er. Farþegi í hinum bUn- um var bamshafandi kona og var hún einnig flutt á heUbrigðisstofn- unina. Fékk hún að fara heim að skoðun lokinni. BUamir eru mikið skemmdir og þurfti að fjarlægja þá með dráttarbUum._____-EKÁ Tilraun til innbrots: Þpíp handteknip Lögreglan í Reykjavik handtók þrjá menn á fertugsaldri um fimmleytið í nótt eftir að þeir höfðu reynt að brjótast inn í hús í Skipholtinu. Þeir náðu ekki að stela neinu og voru tveir þeirra handteknir í nágrenninu. Þriðji maðurinn var síðan handtekinn skömmu síöar. Þeir eru aUir í haldi lögreglunnar sem mun væntanlega yfirheyra þá innan skamms. -EKÁ Eldur í húsi hjá Húsavík: Allt Innbú nánast ónýtt Eldur kom upp í íbúðarhús- næði í Reykjahverfi sunnan við Húsavík um klukkan tvö í gær. Enginn var í húsinu þegar eldur- inn kom upp en húsráðendur voru þá nýlega farnir út. Vel gekk að ráöa niðurlögum eldsins sem oUi þó miklum skemmdum. Allt innbúið er nánast ónýtt og töluverðar skemmdir urðu á hús- inu sjálfu. Málið er enn i rann- sókn en talið er að kviknað hafi í út frá rafmagnstæki, hugsanlega brauðrist. -EKÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.