Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						ÞRIÐJUDAGUR 27. MAI 2003
I>V
Fréttir
sá um ársreikninga fyrir Nathan &
Olsen hf. árum saman. Gjaldkerinn,
sem var kona, var vinsæl og virk 1
félagslífi í fyrirtækinu. Hún viður-
kenndi brot sín greiölega og var síð-
an dæmd í tveggja ára fangelsi.
Henni var jafhframt gert að greiða
25 milljónir króna, eða þá fjármuni
sem ekki hafði þá tekist að ná til
baka.
Álit óvilhallra endurskoðenda
þann 9. febrúar 1998 var á þá leið að
konan hafi notið nær ótakmarkaðs
trausts, bæði Nathans & Olsens og
endurskoðenda þess en innra eftir-
lit hefði veriö veikt í ýmsum atrið-
um. Aðhald og eftirlit með gjaldker-
anum hefði verið ofmetið. Nathan &
Olsen ákvað að stefna Pricewater-
houseCoopers ehf. til fébótaábyrgð-
ar. Skrifstofan hefði ekki staðið í
stykkinu varðandi endurskoðun
með hliðsjón af fjárdrættinum.
Nathan & Olsen tapaði þó málinu í
héraði sumariö 1999. Héraðsdómur
Reykjavíkur taldi þó að leitt hefði
verið í ljós að innra eftirliti hjá
Nathan & Olsen hefði verið ábóta-
vant hvað varðar umsjón og eftirlit
með störfum konunnar - þrátt fyrir
að hún hefði ítrekað skilað afstemn-
ingum bæði seint og illa og aðeins
hluta þeirra við hvert uppgjör.
Samt hefði það verið látiö gott
heita, ekkert hefði verið brugðist
við þar sem konan var „störfum
hlaðin".
Var málinu áfrýjað til Hæstarétt-
ar sem sneri niðurstöðunni við með
dómi sem kveðinn upp 9. desember
1999. Var PricewaterhouseCoopers
ehf. dæmt til aö greiða áfrýjendum
málskostnað í héraði og fyrir
Hæstarétti samtals 600.000 krónur.
Einnig var PWC og endurskoðand-
anum gert að greiða in solidum
áfrýjanda, Nathan & Olsen hf., 4
mihjónir króna með dráttarvöxtum
frá 26. mars 1998 til greiðsludags.
Fyrirmyndarsnillingar
íslendingar hafa mjög litið upp til
svokallaðra fjármálasnillinga í gegn-
um tíðina og ekki ónýtt ef nöfnin
hafa verið útlensk. Einn slíkur er
danskur og heitir Peter Brixtofte.
Maðurinn var bæjarstjóri í Farum
sem er vinabær Hafnarfjarðar og
með álíka mörgum íbúum og Kópa-
vogur. Brixtofte var álitinn sjarmör
sem átti einkar gott með að fá fólk til
að vinna með sér enda var hann eins
konar fyrirmynd einkavæðingar í
Danmörku og þó víðar væri leitað.
Spurðist þetta til íslands og fóru full-
trúar islenskra sveitarfélaga m.a.
utan til að kynna sér hin „farum-
sku" fræði. Brixtofte þessi varð bæj-
arstjóri í Farum árið 1985 en var
einnig skattamálaráðherra Dan-
merkur árin 1992-1993. Einn góðan
veðurdag komst hins vegar upp um
þennan fyrirmyndarfjármálasnilling
vegna gruns um tuga milljóna króna
skjalafals og fjárdrátt. Grunur lék þá
á að bæjarstjórinn hefði látið útbúa
falska reikninga, meðal annars til að
greiða fyrir eigin lúxuslíf, og látið
bæjarfélagið greiða þá.
Glæpaamman
Ekki hafa allir fjársvikamenn
beint spjótum sínum að fyrirtækj-
um, þess í stað má jafnvel segja að
virt fyrirtæki hafi óafvitandi haft
hag af afbrotum sem einfeldningar
hafa síðan mátt líða fyrir. Frægt
varð t.d. er 65 ára gómul reykvísk
kona var handtekin á haustdögum
árið 2000 vegna skipulagðra
fjársvika. Var hún sökuð um að hafl
haft tugi milljóna króna af um 10
einstaklingum sem hún hafði tekið
upp á sina arma. Hafði hún áður
hlotið dóma fyrir fjársvik, m.a. 1987
og 1991 fyrir að hafa misnotað „ein-
feldni og bágindi" öryrkja sem var
undir handleiðslu geðlækna. Undir
þvi yfirskini að vera frænka manns-
ins hafði hún af honum aleiguna,
rúmar tvær milljónir króna, og fékk
hann til að ábyrgjast þrjú veðskulda-
bréf að upphæð 632.734 kr. Pening-
ana notaði hún til þess að fara með
fjölskyldu sína í utanlandsferð, gera
upp skuldir við banka, lögmenn og
matvöruverslanir og kaupa sér gler-
augu og gervitennur.
Konart var dæmd í október 2001 í
tveggja ára fangelsi fyrir fjársvik
upp á 29,9 milljónir króna, en skaða-
bótakröfum upp á 51,5 milljónir
króna var hins vegar vísað frá dómi.
Þar á meðal var 25,3 milh'óna kröfu
72 ára karlmanns í Vesturbæ
Reykjavíkur sem var áttundi maður-
inn í málinu.
Líka lögmenn
í fyrrasumar var lögmaöur í
Reykjavík ákærður fyrir fjárdrátt
upp á rúmar 4 milljónir króna og 2,5
milljóna króna fjársvik. Hann er
einnig ákærður fyrir bókhaldsbrot.
Hann hafi haldið eftir innheimtufé
af 19 kröfum sem haldið var fram
fyrir ýmsa aðila, húsfélög, bifreiða-
þjónustufyrirtæki, skóla, stéttarfé-
lag, fyrirtæki og einstaklinga. Voru
brot rakin allt til ársins 1993. Annar
lögmaður, sem var samstarfsmaður
hins á stofu, var einnig ákærður fyr-
ir fjársvik upp á 663 þúsund krónur.
Bankarán úr tangelsi
Grandalausir starfsmenn banka
urðu meira að segja fyrir barðinu á
innilokuðum fanga á Litla-Hrauni.
Sveik hann á þriðju milljón króna
með því að hringja úr fangelsinu í
ýmsa banka og fá þar í gegn milli-
færslur af reikningum ýmiss fólks -
allt frá samfóngum hans upp í for-
srjóra stórfyrirtækis á höfuðborgar-
svæðinu. Hafði maðurinn náð sér í
kennitölur viðkomandi, fundið út
viðskiptabanka og síðan komist að
reikningsnúmerunum jafhvel með
þvi að segjast þurfa að fá þau uppgef-
in þar sem hann hefði þurft að
greiða inn á viðkomandi reikninga.
Var fyrsta brotið framið í maí 1999
en þaö síðasta í júní 2000. í fram-
haldinu voru tveir fangar og sambýl-
iskona annars þeirra ákærð fyrir
svikin.
Landsíminn enn mllll tannana á fólki
Gjaldkera Landssímans viröist með ótrúlegum hætti hafa tekist aö blekkja
fjölda aöila sem önnuöust endurskoðun reikninga fyrirtækisins árum saman
án þess að upp kæmist.
Milljarðar
Mál kaupsýslumannsins Jóns
Ólafssonar eru enn í rannsókn en
það er margfalt umfangsmeira en
önnur mál sem embætti Skattrann-
sóknarstjóra hefur nokkru sinni
fengist við. Varðaði það meint und-
anskot frá skatti og vantaldar tekj-
ur Jóns á árunum 1996-2001, 208
milljónir króna. Jafnframt van-
framtalin hlunnindi, um 15 milljón-
ir, vanframtaldar eignir upp á 500
milljónir og vanframtalinn sölu-
hagnað Jóns og félagsins Jóns
Ólafssonar & Co, samtals um 2.500
milljónir króna. Alls eru þetta um
3.200 milljónir króna. Engin niður-
staða liggur þó fyrir í þessu máli.
Fyrir utan þetta mál er mál Þórð-
ar Þ. Þórðarsonar og Bifreiðastóðv-
arinnar ÞÞÞ á Akranesi það mál
sem felur í sér umsvifamestu und-
anskot frá skatti sem dómur hefur
fallið um til þessa. Um var að ræða
vantaldar tekjur upp á 133 milh'ón-
ir króna á árunum 1990 til 1994.
Þá er enn beðið niðurstöðu í
rannsókn efhahagsbrotadeildar
Ríkislögreglustjóra á Baugi í kjöl-
far húsrannsóknar hjá fyrirtækinu
í haust.
Víða komið við
Meðal umfangsmikilla sakamála
er eitt sem byggt var á atburðum
sem gerðust á árunum 1991 og 1992
og var flutt í Héraðsdómi Reykja-
víkur í mars 2001. Þar var tæplega
sextugur Kópavogsbúi ákærður fyr-
ir fjárdrátt, skjalafals, fjársvik og
tollsvik, tengd tugmilljóna innflutn-
ingi á vinnuvélum. Þá eru einnig
dæmi um fólk sem sveik út gistingu
og þjónustu á hótelum í Reykjavík
auk ýmissar vöru úr verslunum.
Tryggingasvik koma líka töluvert
við sögu, m.a. á bótum frá Trygg-
ingastofnun ríkisins, svo fátt eitt sé
talið.
Auglýsendur
athugið
Sérblað um ferðir
innanlands fylgir
Magasíni fimmtu-
daginn 5. júní
- 82 þús. eintök.
r/r/r/r/
cííra r/^%
Meðal efnis:
Feröir fyrir fjölskylduna • Tjaldvagnar - fellihýsi - hjólhýsi - húsbílar • Afþreying og
skemmtun • Hápunktar • HvaÖ er að gerast í sumar? • Útivist ¦ Gönguferöir • Leiösögn •
Hestaferöir - bátsferoir - fjalla- og jeppaferoir og margt annaÖ fróolegt og skemmtilegt.
Skilafrestur auglýsinga er 2. júní
Við erum tilbúin að aðstoða ykkur:
Inga, b. s. 550-5734, inga@dv.is
Kata, b. s. 550-5733, kata@dv.is
Margrét, b. s. 550-5730, margret@dv.is
Ransý, b. s. 550-5725, ransy@dv.is
Sigrún, b. s. 550-5722, sigruns@dv.is
Auglýsingadeild
550 5720
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32