Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						10
ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2003
Ferðir
Ferðaþjónusta á Suöurlandi er í örum vexti og fjölbreytnin er mikil:
Seffoss er Marta Suðurlands
Sveitarfélagið Arborg hefur
verið í miklum vexti allt frá því
að það var stofnað við samein-
ingu nokkurra sveitarfélaga árið
1998. Að sameiningunni stóðu
Stokkseyrar-, Eyrarbakka- og
Sandvíkurhreppur auk Selfoss-
bæjar sem er stærsti þéttbýl-
iskjarni svæðisins. íbúum á
þessu svæði hefur, öfugt við
flesta aðra landsbyggðarhluta,
fjölgað á undanförnum árum og
eru íbúar Árborgar nú á sjöunda
þúsund miðað við um 5500 árið
1998. íbúunum hefur á þessum
tíma tekist að byggja upp öfiuga
og fjölbreytta atvinnustarfsemi í
bænum og sérstaklega hefur
ferðamannaþjónustan tekið mik-
inn kipp á síðustu misserum.
Auknir möguleikar með
nýju hóteli
Með lagningu brúar yfir Ölf-
usá og byggingu Tryggvaskála
um árið 1890 var grunnurinn að
ferðamannaþjónustu lagður á
Selfossi. Frá þeim tíma hefur
ferðamannaþjónustan vaxið
jafnt og þétt og síðustu ár hefur
fjölbreytnin í afþreyingu, sem í
boði er fyrir ferðamenn, verið
mjög mikil. Með opnun Hótel
Selfoss á síðasta ári opnuðust
síðan nýjar dyr fyrir ferða-
mannabransann á Suðurlandi.
„Hótelið  var   opnað   síðasta
sumar og er það allt hið glæsi-
Glæsilegt hótel
Hótel Selfoss var opnaö síöasta sumar og er aobúnaöur þar allur hinn
glæsilegasti. Þareru m.a. ráöstefnu- og fundarsalir auk veitingastaöar.
legasta en við bjóðum upp á 99
herbergi þannig að við getum
hæglega tekið á móti um 200
manns í einu. Svo erum við með
fundar- og ráðstefnusali fyrir
allt að 350 manns sem eru vel
tækjum búnir auk þess sem
nettengingar eru á öllum her-
bergjum. Þannig að við erum
með allt til alls fyrir þá sem vih'a
halda ráðstefnur, fundi eða eitt-
hvað í þeim dúr," segir Sigurður
Skúli Bárðarson, hótelstjóri Hót-
el Selfoss. Talsvert hefur verið
um ráðstefnur á Hótel Selfossi á
liðnum vetri auk þess sem
eitthvað af fyrirtækjum hefur
haldið árshátíðir sínar þar. Sig-
urður segir það mjög ánægjulegt
hversu vel hafi gengið á fyrstu
mánuðunum en bendir á að stutt
sé síðan hótelið var opnað og því
sé eins konar reynslutími enn
yfírstandandi.
„Undanfarið höfum við svo
verið að bjóða upp á gistingu og
kvöldverð hérna á hótelinu
ásamt því að menn fá aðgang á
golfvöllinn og í sund. Þetta höf-
um við verið með á sérstöku
kynningarverði, 8 þúsund á
manninn, og hefur það mælst
ágætlega fyrir," segir Sigurður
Skúli sem lítur björtum augum á
sumarið.
Gönguleiðir og lengri ferðir
Á Selfossi er auk þess rekinn
fjöldi annarra veitingahúsa,
skyndibitastaða og bjórstofa.
Reglulega eru svo haldin sveita-
böll að hætti heimamanna en
margar af vinsælustu sveita-
ballahljómsveitum landsins
koma einmitt frá bænum. Auk
þess er tilvalið að fara í göngu-
ferðir með fram Ölfusá eða
ganga á Ingólfsfjall. Þaðan er
mjög gott útsýni yfir sléttur Suð-
úrlands og eru fjallahringirnir
bæði í austri og vestri mjög til-
komumikil sjón auk þess sem
vel sést til Vestmannaeyja í
suðri.
Selfoss er einnig aðalsam-
göngumiðstöð   Suðurlands   og
H
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32