Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						12
ÞREDJUDAGUR 27. MAÍ 2003
Utlönd
I>"V
REUTERSMYND
Ummerkl skjálftans
Japanskir háskólanemar virða fyrir
sér sprungur í malbiki eftirjarð-
skjálftann mikla ígær.
Eftmskjálftar skóku
Japan í morgun
Fjöldi eftirskjálfta skók norð-
austanvert Japan í morgun, dag-
inn eftir aö skjálfti upp á 7 stig á
Richter reiö þar yfir. Embættis-
menn sögðu þó að það hefði ekki
verið stóri skjálftinn sem búist er
við innan fárra ára.
Stjórnvöld sögðu að 104 menn
hefðu slasast í skjálftanum í gær
en ekki er vitað til að neinn hafi
farist af hans völdum. Skjálftinn
fannst vel í höfuðborginni Tokyo,
þar sem byggingar léku á reiði-
skjálfi, um 450 kilómetra suður af
upptökunum.
„Þetta var mjög öflugur skjálfti
en miðað við stærð hans urðu
skemmdir litlar og fáir slösuðust.
Fyrir það ber að þakka," sagði
Shiro Assano, héraðsstjóri í Mi-
yagi, skammt frá skjálftaupptök-
unum.
Skemmdir urðu á bæði vegum
og byggingum í skjálftanum.
Enn agreiningur innan
Evrópusambandsins
Nefndinni sem ætlað er að
semja fyrstu stjórnarskrá Evrópu-
sambandsins hefur ekki enn tek-
ist að jafna ágreining aðildarland-
anna um valdahlutföllin innan
ESB eftir að það verður stækkað.
Ef nefndinni á að takast það fyrir
leiðtogafundinn á Grikklandi eft-
ir tæpan mánuð verður hún að
hafa hraðar hendur.
Valéry Giscard d'Estaing, for-
maður stjórnarskrárnefndarinn-
ar, birti í gær uppfærð drög að
fyrsta kafla stjórnarskrárinnar
þar sem fjallað er um markmið
og stofnanir ESB.
Umdeildar tillögur um vald og
skipan stofnana ESB eru hins
vegar óbreyttar. Það þykir til
marks um það mikla ósætti sem
um þær ríkir innan sambandsins.
Fulltrúi Breta í nefndinni, Pet-
er Hain, ráðherra málefna Wales,
sagði að Bretar hefðu náö fram
mikilvægum breytingum, eins og
þeirri að orðið „sambands-" var
tekið út.
Uppboð
Eftirtaldir munir verða boðnir
upp að Suðurlandsbraut 6,
Reykjavík, þriðjudaginn 3. júni
2003 kl.14.00:
Gerðaþoli: Orkubóndinn ehf.
Gerðabeiðandi: Sjóvá -Almennar hf.
Ýmsar tegundir líkamsræktartækja.
Öflug hljómflutningstæki.
Peningakássi.
2 stk. Samsung sjónvörp.
1 stk. Trust tölva.
Ávísanir ekki teknar gildar sem
greiðsla nema með samþykki upp-
boðshaldara.
Greiðsla við hamarshögg.
SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK
ísraelsstjórn undirbýr viöræöur vegna Vegvísis:
Sharon segir hernámið í
Palesönu slæmt fypir alla
- gefur til kynna að ísraelum sé full alvara meö friöarferlið í landinu
Forsætisráðherra ísraels, Ariel
Sharon, hefur gefið til kynna að
honum sé full alvara að komast að
friðarsamkomulagi við Palestinu-
menn. Hann gaf ýmis merki þess
efnis að hann sé fús að kalla heri
sína til baka frá Vesturbakkanum
og Gaza-svæðinu og kallaði veru
þeirra þar „hernám" sem er heldur
óvenjulegt orðalag fyrir forsætisráð-
herra ísraels.
„Ég held að sú hugmynd að halda
3,5 milljónum Palestínumanna í
hernámi sé hið versta mál fyrir ísr-
ael, fyrir Palestínumenn og fyrir
ísraelska efnahaginn," mun Sharon
hafa sagt i viðtali við heimasíðu
ísraelsks dagblaðs.
Búist er við að æðstu embættis-
menn landsins hittist á morgun til
að undirbúa fund Sharons og Ge-
orge W. Bush Bandarikjaforseta,
sem og fund forsætisráðherra land-
anna tveggja, Sharons og Mahmoud
REUTERSMYND
Ariel Sharon
Viröist jákvæöur en efasemdaraddir
heyrast um hrifningu hans á Vegvísi.
Abbas, nýskipaðs forsætisráðherra
Palestínu. Talið er að þeir muni
hittast á miðvikudag, þó engin tíma-
setning hafi enn verið fastsett. Það
yrði annar fundur þeirra síðan
Abbas tók við embættinu fyrir tæp-
um mánuði.
Bush verður á ferð um Miðaustur-
lönd í næstu viku og er ekki útilokað
að hann muni einnig hitta Abbas,
auk annarra leiðtoga Arabalanda.
Á fundi Likud-bandalagsins í gær
mætti Sharon andstöðu nokkurra
félaga sinna í flokknum vegna Veg-
vísis. Margir gagnrýnenda Sharons
vilja meina að þetta sé aðeins póli-
tískt útspil Sharons og hann búist
við að aldrei komi til þess að hann
muni fylgja orðum sínum eftir með
athöfnum.
Ofbeldi á svæðinu hefur ekki
linnt og var 11 ára palestínskur
drengur skotinn til bana á Vestur-
bakkanum í gær.
Lífinu tekiö með ró
Mikil gieði hefur ríkt í dýragaröinum í Schönbrunn í Vín, höfuöborg Austurríkis, undanfarið eftir aö fílsunginn Mongu
fæddist bar í fyrradag. Mongu er aðe/ns annar fílsunginn sem fæðst hefur í Austurríki en eldri bróðir hans var sá
fyrsti. Faðir beirra, Pambo, fæddist í dýragarðinum í Basel í Sviss en hefur búið /' Schönbrunn síðan 1997. Á
myndinni, sem tekin var ígær, sést Mongu hvíla sig eftir langan dag.
Tveir bandarískir hermenn
látnir eftir skyndiárásir í írak
Þó svo að Bandaríkjamenn hafa
komið stjórnvöldum í írak frá völd-
um og hertekið landið eru enn aðil-
ar í landinu sem vilja vinna banda-
rískum hermönnum mein. Tvær at-
lögur hafa verið gerðar gegn Banda-
rlkjamönnum í írak undanfarið og
hafa þær kostað líf tveggja her-
manna auk þess sem aðrir særðust.
Þá herma fregnir að Bandaríkja-
her hafi einnig fangað mág Saddams
Husseins, að nafni Mulhana
Hamood Abdul Jabar. Hann var
handtekinn í Tikrit, heimabæ Sadd-
ams, þar sem á honum fundust 300
þúsund Bandarikjadalir, þrjár vél-
byssur og handsprengja.
Fall bandarísku hermannanna er
eitt af fáu sem hefur verið rakið til
óvinveittra aðgerða gegn Banda-
ríkjaher síðan Bush Bandaríkjafor-
Hermaður vlð störf í
seti lýsti því yfir að öllum stærstu
innrásaraðgerðum i landið væri lok-
ið, þann l. maí siðastliðinn. Þá voru
þrjár vikur liðnar frá því að banda-
rískir hermenn felldu styttu af
Saddam Hussein í Bagdad.
í fyrri árás gærdagsins skutu
byssumenn af hríðskotabyssum að
skipalest bandariskrar herdeildar um
180 kílómetra norður af Bagdad auk
þess sem þeir vörpuðu handsprengj-
um að þeim. Nokkrum klukkustund-
um siðar sprakk sprengja í annarri
skipalest Bandaríkjahers, nú rétt ut-
an borgarmarka Bagdad, þar sem
einn lést og þrír slösuðust.
„Þeir áttu þetta skilið og meira
til," sagði Ali Abbas, íbúi Amiriyah-
hverfisins í Bagdad. „Þeir frelsuðu
ekki landið, þeir hernámu það."
Stuttar f réttir
Tap hjá Berlusconi
Stjórnarflokkur
Silvios Berluscon-
is, forsætisráð-
herra ítalíu, tap-
aði í héraðskosn-
ingunum í Róm,
að því er fyrstu
tölur frá því í gær
bentu til. Annars
staðar á ítalíu virðist sem srjórn-
arflokkarnir hafi haldi sínu.
íranar taka al-Qaeda liða
írönsk yfirvöld hafa handtekið
nokkra liðsmenn al-Qaeda en eru
ekki viss um hversu háttsettir
þeir eru innan samtakanna. íran-
ar eru undir miklum þrýstingi að
vestan um að berjast gegn
hryðjuverkamönnum.
Leitað að orsökum flugslyss
Rannsóknarmenn skoða nú
brak úkraínsku flugvélarinnar
sem fórst í Tyrklandi í gærmorg-
un í leit að orsökum slyssins. Sjö-
tíu og fimm fórust.
Kanar sakaðir um stríðsglæpi
Bandarískir hermenn í
Afganistan hafa verið sakaðir um
stríðsglæpi í nýrri heimildarkvik-
mynd. Þeim er gefið að sök að
hafa drepið þrjú þúsund talíbana.
Bush minnist tallinna dáta
George W. Bush
Bandaríkjaforseti
vottaði í gær virð-
ingu sína hundr-
uðum þúsunda
Bandaríkjamanna
sem hafa látið líf-
ið í styrjöldum.
Hann minntist
sérstaklega þeirra sem féllu í ný-
afstöðnu stríði í írak. Athöfnin
fór fram við gröf óþekkta her-
mannsins í Arlington, þjóðargraf-
reitnum við Washington.
Tóku fullan bíl af gulli
Bandariskir hermenn lögðu
hald á vöruflutningabíl hlaðinn
gulli nærri borginni Kirkuk í
Irak á sunnudag. Gullið er metið
á allt að átta milljarða króna.
Tilfellum fjölgar á Taívan
Heilbrigðisyfir-
völd á Taívan til-
kynntu í morgun
að ellefu ný tilfelli
bráðalungnabólg-
unnar hefðu kom-
ið upp í landinu
og að fjórir til við-
bótar hefðu látist
af völdum sjúkdómsins. Taívan
er í þriðja sæti þeirra landa þar
sem flest tilfelli hafa komið upp.
Biðja Serba um undanþágu
Bandarísk stjórnvöld hafa farið
fram á það við Serba að þeir und-
anþiggi Bandaríkjamenn frá lög-
sögu nýja alþjóðaglæpadómstóls-
ins. Það gæti reynst Serbum erf-
iður biti að kyngja þar sem þeir
hafa látið undan þrýstingi að
vestan um að afhenda stríðs-
glæpamenn úr eigin röðum.
Breskir dátar íhuga málsókn
Fjórir breskir hermenn sem
segjast þjást af einkennum sem
líkjast Persaflóaheilkenninu eru
að undirbúa málsókn á hendur
breska landvarnaráðuneytinu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32