Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						ÞRIÐJUDAGUR 27. MAI 2003
13
I>V
Utlönd
Edmund Hillary f agnað á götum
Kathmandu líkt og fyrir 50 árum
Á fimmtudag verða liðin 50 ár
síðan að nýsjálenski endurskoð-
andinn Edmund Hillary kleif Ev-
erest-fjall, fyrstur manna. Líkt og
þá var hann í gær dreginn um
götur Kathmandu á hestvagni þar
sem þúsundir manna komu sam-
an til að fagna honum.
Þetta litla ríki, sem hefur að
geyma hæsta fjallstind i heimi
og liggur í miðjum Himalaya-
fjallgarðinum, heiðrar nú Hill-
ary á þessum tímamótum.
Ganga hans á Everest kom af
stað túristasprengju sem er í
gangi enn í dag.
Hillary 'ávarpaði heimamenn
við Hanuman Dhoka, hlið apa-
guðsins, þar sem honum var vel
fagnað. „í dag fögnum við hlý-
leika fólksins í Nepal og þeim æv-
intýramönnum sem hafa klifið
hið stórkostlega Everest-fjall,"
sagði Hilary.
Mikið fjölmenni var um hið
ævaforna Hanuman Dhoka-torg
og fylgdust íbúar borgarinnar
með hátíðarhöldunum hvar sem
REUTERSMYND
Vlðurkennlng
Hinum 83 ára Edmund Hillary er hér veitt viðurkenning fyrir framlag sitt til Nepals, 50
árum eftir að hann kleif Everest-fjall, fyrstur manna.
þeir gátu, hvort sem var út um
glugga íbúða sinna eða af hús-
þökum. Skólabörn fognuðu
einnig Hillary og höfðu búið til
skilti þar sem hann er lofaður í
hvívetna. „Ég er hingað kominn
til að fagna Edmund Hillary,"
sagði hinn 11 ára gamli Ruben
Bajracharya sem hafði beðið í
einn og hálfan tima til að berja
hetju sína augum.
Um 450 Everest-farar eru
staddir í Nepal í tilefni af hátið-
arhöldunum, þeirra á meðal er
fyrsta konan sem kleif fjallið,
hin japanska Junko Tabei, og
fyrsti maðurinn til að komast á
toppinn hjálparlaust og án auka-
birgða af súrefni, Reinhold
Messner.
Einn þeirra sem var saknað í
hátíðarhöldunum var Nepalinn
sem fylgdi Hillary á toppinn,
Tenzing Norgay, en hann dó árið
1986. Sonur hans og barnabam,
sem báðir hafa klifið fjallið,
voru þó með í hátíðarhöldunum
í hans stað.
Irar og Spánverjar
deila um fískveiðar
Spánverjar og írar höfnuðu í
gær sáttatillögu í deilu þeirra um
fiskveiðar innan írsku lögsógunn-
ar og óttast margir að átök milli
sjómanna kunni að vera í upp-
siglingu.
Málamiðlunartillaga Evrópu-
sambandsins gerði ráð fyrir að
spænskir togarar fengju að veiða
á hluta bannsvæðis undan
ströndum írlands.
Stjórnvöld í Madríd vilja fá
fullan veiðirétt á umræddu svæði
eftir að samningur um takmörk-
un veiða þar rann út um síðast-
liðin áramót. írar segja að fiski-
stofnarnir þar þoli ekki meiri
veiði en þegar er stunduð.
Strokuboli skotinn í
Skyttur úr bresku lögreglunni
skutu í gær til bana strokubola
sem gekk berserksgang í forn-
gripaverslun í norðvestanverðu
Englandi. Tuddinn hafoi strokið
frá nautgripauppboði skammt frá.
Bolinn særði eina konu á flótt-
anum áður en hann komst inn í
forngripaverslunina í Lancaster
þar sem hann eyðilagði fjölda
dýrgripa.
REUTERSMYND
Pavarottl og Bono stlnga saman nefjum
ítalski stórtenórinn Luciano Pavarotti og írski stórpopparinn Bono stinga saman nefjum á æfingu fyrir tónleika
Pavarottis og vina hans í ítölsku borginni Modena. Afrakstur tónleikanna styrkir börn f írak.
—  iii ¦
EHUTE
•ulres cholx
Afram deilt í Frakklandi
Vinnudeilur halda áfram í Frakklandi
1 dag. Að þessu sinni eru það flug-
umferðarstjórar og starfsmenn flug-
valla sem leggja niður vinnu.
Verkföll raska flugum-
f erð til Frakklands
Miklar truflanir verða á flug-
umferð til og frá Frakklandi í dag
vegna verkfalls flugumferðar-
stjóra og annarra flugvallarstarfs-
manna. Gert er ráð fyrir að af-
lýsa verði um áttatiu prósentum
alls áætlunarflugs.
Verkfallið í dag kemur í kjölfar
gífurlegra mótmælaaðgerða kenn-
ara í þjónustu ríkisins vegna boð-
aðra breytinga á eftirlaunakerf-
inu.
„Þjónustan verður í lágmarki.
Það þýðir að tryggt er að um tutt-
ugu prósent flugvéla fara í loft-
ið," sagði Jean-Marie Piduch,
talsmaður frönsku flugmála-
stjórnarinnar.
Flugfarþegum hefur verið boðið
að fá miða sína endurgreidda eða
þá að þeim hefur verið boðið flug
á einhverjum öðrum degi.
Enn ágreiningur um
ratsjárstöðina í Thule
Danska þingið felldi í gær til-
lögu fulltrúa Grænlands á þing-
inu um að frestað yrði að ákveða
framtíðarnotkun bandaríska hers-
ins á ratsjárstöðinni í Thule.
Bandaríkjamenn vilja að hún
verði hluti fyrirhugaðs eldflauga-
varnarkerfis síns.
Grænlensku þingmennirnir
Kupik Kleist frá vinstriflokkinum
IA og Lars Emil Johansen frá
stjórnarflokkinum Siumut lögðu
til, með stuðningi tveggja lítilla
flokka á danska þinginu, að
Bandaríkjamönnum verði ekki
gefið endanlegt svar um notkun
Thule-stöðvarinnar fyrr en
geröur hefði verið nýr varnar-
samningur við Grænlendinga.
Meirihluti danska þingsins
lagðist gegn þessari tillögu og
studdi aðra þar sem segir að
samninganefhdirnar eigi að kom-
ast að sameiginlegri niðurstöðu
áður en farið verður að uppfæra
ratsjárstöðina.
Erlendar björgunarsveitir heim frá Alsír:
Ekkert lát á martröð-
inni fyrir heimamenn
^AÐEINS
í DAG:1/2L
McSjeik
Listaverð:
299,- lcr.
Erlendar björgunar-
sveitir, þar á meðal al-
þjóðleg sveit Lands-
bjargar, pökkuðu sam-
an tækjum sínum og
tólum og héldu burt frá
Alsír í gær. Martröð
þeirra sem lifðu af jarð-
skjálftann ógurlega í
síðustu viku heldur
hins vegar áfram, þar
sem þúsundir manna
búa við illan kost í búð-
um sem komið var upp.
Allri leit að lifandi
fólki í rústum húsa hefur
hætt.
„Við getum ekki gert meira. Það
er enginn lifandi undir þessu,"
sagði einn björgunarsveitarmaður
A skjálftaslóoum
Myndir af látnum eftír
Alsírskjálftann.
verið
þar sem hann var að
pakka saman á hóteli í
Algeirsborg.
Um leið og björgunar-
sveitamennirnir héldu
á brott komu starfs-
menn erlendra hjálpar-
stofnana með með mat-
væli, lyf og ýmislegt
fleira.
Samkvæmt síðustu
tölum yfirvalda létust
2.217 manns í skjálftan-
um á miðvikudag sem
mældist 6,7 stig á Richt-
er. Rúmlega níu þúsund manns
slösuðust. Talið er að tugir manna
séu enn grafnir undir húsarústun-
um en engin von er um að fleiri
finnist á lífi.
vi^
ös*^
^   rj
McDonald's
iISL            Smárat
______________________________
«i.Ur'/iUirr;=í?j
ýííJÍAýEJTI
rORUMERJtr
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32