Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						+
16
ÞRIÐJUDAGUR 27. MAI 2003
ÞRIÐJUDAGUR 27. MAI 2003
17
Útgáfufélag: Útgátufélagiö DV ehf.
Framkvæmdastjóri: Örn Valdimarsson
Aöalritstjóri: Óli Björn Kárason
Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson
Aöstoðarrítstjóri: Jónas Haraldsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiosla, áskrift:
Skaftahlíö 24,105 Rvik, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjðrn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Hafnarstræti 82, sími: 462 5000, fax: 462 5001
Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf.
Plötugerö og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viömælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Öryggi ráðamanna
íslenskir ráöamenn, hvort heldur
eru forseti íslands, ráöherrar, alþing-
ismenn eða aðrir, hafa sem betur fer
getað farið um land sitt án strangrar
öryggisgæslu. Ekki hefur verið þörf á
lífvörðum sem eru hluti daglegs lífs |
ráðamanna í öðrum löndum.
Við sérstók tækifæri er lögregluvörður hins vegar viðstadd-
ur. Nefna má sem dæmi setningu Alþingis og ríkisráðsfundi, t.d.
þegar stjórnarskipti fara fram. Við þær aðstæður má segja að
lögreglan sé i senn í hlutverki heiðursvarðar og gæti öryggis.
Heiðursvarslan hefur sem betur fer verið aðalhlutverk lógreglu-
manna við slíkar athafnir en þær kröfur verður þó að gera að
lögreglumenn séu snöggir að bregðast við fari eitthvað úrskeið-
is. Öryggi viðstaddra ráðamanna skiptir jú meira máli en sýnd-
ur virðingarvottur.
Þótt menn séu friðsamir hér á landi og kippi sér ekki upp við
nærveru æðstu stjórnvalda er dæmi þess að heiðursvörður lög-
reglu hafi þurft að grípa inn i við setningu Alþingis þegar mað-
ur nokkur sletti skyrblöndu á forseta, ráðherra og þingmenn. Þá
þótti lögreglan svifasein en sá atburður gerðist löngu áður en
ógn hryðjuverka varð að þeim vanda sem við þekkjum í dag. Eft-
ir atburðina í Bandaríkjunum 11. september 2001 hafa yfirvöld,
hvort heldur er hér á landi eða annars staðar, verið varari um
sig og hert gæslu.
Því kom á óvart hve lögreglumenn, sem stóðu heiðursvörð
við forsetasetrið á Bessastöðum við valdatöku nýrrar ríkis-
stjórnar, voru svifaseinir þegar óboðnir gestir gerðu sig heima-
komna þar. Ungir menn, þekktir fyrir sérkennileg uppátæki í
unglingaþætti sjónvarpsstöðvar, komu að í eðalvagni í kjólfar
ráðherranna. Þeir gengu óáreittir inn í anddyri Bessastaða.
Skýringar ungu mannanna á athæfmu voru þær að þeir ætluðu
að athuga hversu eríitt væri að komast að ríkisstjórn íslands,
hvort eitthvað hefði breyst eftir 11. september 2001. Niðurstaða
þessara ungu manna var að ekkert hefði breyst. Þeir hefðu kom-
ist óáreittir að ríkisstjórn og forseta hefðu þeir viljað. Öryggis-
gæslan brást, laganna verðir aðhöfðust lítt eða ekki.
Hér er ekki farið fram á þungvopnaða verði við hvert fótmál
ráðamanna þjóðarinnar. Vonandi er að þeir geti sem lengst um
frjálst höfuð strokið, líkt og aðrir þegnar. Aðeins það að athygli
lögreglunnar sé vakandi við slík tækifæri, að dómgreindin sé í
lagi. Gera verður þá kröfu til lögreglumanna að þeir þekki ráð-
herra, jafnvel nýja, frá sprelligosum og geri viðeigandi ráðstaf-
anir beiti gosarnir sér.
Því er eðlilegt að ríkislögreglustjóri kanni hvað fór úrskeiðis
við varðstöðuna á Bessastöðum á fóstudaginn, líkt og hann hef-
ur ákveðið.
Kúvending ísraelsstjórnar
Reynslan hefur kennt að taka ber
teiknum um jákvæða framþróun í
samskiptum ísraels- og Palestínu-
manna með varúð. Hinar harðvítugu
deilur þjóðanna hafa staðið í áratugi,
blóðugar og Ulleysanlegar. Friðar-
samningar hafa þráfaldlega verið
brotnir. Vonir, sem hafa vaknað, hafa dáið jafnharðan. Vopnin
hafa verið látin tala, ofbeldið hefur magnast.
Þrátt fyrir þessa vondu forsögu er það jákvætt skref að ríkis-
stjórn ísraels skuli hafa samþykkt svokallaðan Vegvísi að friði
fyrir botni Miðjarðarhafsins. ísraelsstjórn skuldbatt sig þar með
í fyrsta sinn til að leggjast ekki gegn stofnun sjálfstæðs ríkis
Palestínumanna. Þessi stuðningur við Vegvísinn, sem bandarísk
stjórnvöld hafa lagt áherslu á að verði samþykktur, er kúvend-
ing á afstöðu Sharons, forsætisráðherra ísraels, þrátt fyrir ýmsa
fyrirvara.
Þung ábyrgð hvílir á herðum Sharons og Abbas, hins nýja
forsætisráðherra Palestínumanna, en viðræður þeirra gefa ör-
litla von um bót, þrátt fyrir forsöguna.
Jónas Haraldsson
Skoðun
Fúnasta ríkisstjórn íslandssögunnar
Eiríkur
Bergmann
Einarsson
stjómmála-
fræöingur
Fúnasta ríkisstjórn Is-
landssögunnar hefur nú
veriö mynduð. Það eina
sem þessi volaða stjórn
mun gera á kjörtímabilinu,
ef að líkum lætur, er að
drepa þjóðina úr leiðind-
um. Eina lífsmark ríkis-
stjórnarinnar felst í Þor-
gerði Katrínu Gunnarsdótt-
ur, sem er vel að sínu
embætti komin. Vonandi
tekst henni að lífga að-
eins upp á þessa
örþreyttu ríkisstjórn.
Lúnir ráðherrarnir hafa setið svo
lengi og eru orðnir svo samgrónir
stólunum sínum að þeir munu ekki
gera annað en að liggja á meltunni
út kjórtímabilið. Það virðist ein-
hvern veginn allt lif úr þeim, nema
kannski Halldóri; hann fær að viðra
sig aðeins og rölta ofan af Rauðarár-
stíg og í stjórnarráðið eftir rúmlega
ár. Hann kætist aðeins við það.
Þjóðinni gefið langt nef
Þjóðin var þegar orðin svo þraut-
leið á þessari ríkisstjórn fyrir kosn-
ingar að hún veitti henni ærlega
ráðningu í kosningunum og fylgið
bókstaflega hrundi af henni. En
þrátt fyrir að skíttapa kosningunum
hika stjórnarflokkarnir ekki við að
gefa þjóðinni langt nef og halda bara
áfram eins og ekkert hafi ískorist.
Eins og kosningarnar hafi hreinlega
ekki farið fram.
Meirihlutinn sem var ansi rífleg-
ur eftir kosningarnar 1999 eða 59,1
prósent, svo ekki sé minnst á kosn-
ingarnar þar á undan þegar flokk-
arnir fengu 60,4 prósent samanlagt,
hangir nú á horriminni og er aðeins
51,4 prósent. Þessum skilaboðum frá
kjósendum var einfaldlega hent
beinustu leið í ruslakörfuna.
Hagsmunir Davíðs ráða
Það er ekki aðeins að þetta sé fer-
leg stjórn fyrir þjóðina, heldur er
hún líka afar slæm fyrir stjórnar-
flokkana - sérstaklega þó fyrir
Sjálfstæðisflokkinn. Eftir fjögur ár
mun þjóðin senda þessa ríkisstjórn
lengst út á hafsauga, það er að segja
ef hún lifir leiðindi næstu fjögurra
ára af. Þessi stjórn er aðeins góð
fyrir tvo menn; þá Davíð Oddsson
og Halldór Ásgrímsson. Ríkisstjórn-
in er í raun mynduð utan um per-
sónulega hagsmuni Davíðs og hent-
ar einnig ágætlega fyrir Halldór Ás-
grímsson.
Vandi sjálfstæðismanna
Davíð Oddsson hefur verið einkar
sigursæll stjórnmálamaður og mynd-
un þessarar fjórðu ríkisstjórnar
hans er svanasöngur hans í pólitík.
Ef honum hefði ekki tekist að mynda
nákvæmlega þessa stjórn hefði af-
hroð hans í kosningunum verið ber-
sýnilegra. Með því að mynda stjórn-
ina kemur hann í veg fyrir að raun-
verulegir sigurvegarar kosninganna,
þeir sem þjóðin kaus til starfa, geti
hampað sigri sínum. Með þessu móti
getur Davíð setið sem forsætisráð-
herra í ríflega ár í viðbót og látið
sjálfur af störfum á hundrað ára af-
mæli íslensku heimastjórnarinnar.
Og gefið dauðann og djöfulinn í hvað
verður um Sjálfstæðisflokkinn í
næstu kosningum.
Það vekur óneitanlega athygli að
Davíð mun stíga af stóli forsætisráð-
herra mánuði fyrir landsfund Sjálf-
stæðisflokksins. Ég hef enga trú á
því að maður eins og Davíð nenni að
„dingla sér" í öðru ráðuneyti til
lengdar. Davíð er einfaldlega á leið-
inni úr pólitík.
Ummæli
Óumdeild sannindi
„Hægrimenn geta þó hrósað sér
af einu. Þeim hefur tekist að koma
orðræðu sinni þannig á framfæri að
í huga mjög margra er hún orðin aða
ópólitískum og óumdeildum sann-
indum. Þannig er óttinn við vinstri-
srjórnina hreint ekki bundinn við
hægrimenn. Hann má finna í öllum
flokkum, ekki síst þeim sem vuja
sækja inn á miðjuna."
Katrfn Jakobsdóttir í Morgunb/aöinu
Áluep eða símasala
„Það skiptir máli hvernig for-
ystumenn flokka koma fram í fjöl-
miðlum. Hinn almenni borgari
stendur ekki i þvi að reyna að
kynna sér ítarlega hversu vel eða
illa einstakir þingmenn og ráðherr-
ar standa. Og ætti erfitt með það,
þótt hann reyndi. Það eru nokkur
mál sem fréttamenn gera að stór-
málum sem ráða miklu um það
hvort ráðherra nýtur álits eða
ekki. Ef hinn ahnenni kjósandi ætl-
aði sér til dæmis að bera saman
Sturlu Böðvarsson og Valgerði
Sverrisdóttur þá er ekki ósennilegt
að honum dytti fyrst í hug að álver
væri væntanlegt austur á firði, en
Landssíminn sé ennþá óseldur."
Vefþjóöviljinn
Uildi mynd eftir Baltasan
Ég var ágætur að teikna og
skrifa sögur. ...Var tekinn afsíðis í
frímínútunum og neyddur til aö
teikna mynd fyrir húsvörðinn
vegna þess að ég var sonur pabba
míns og hannvildi eignast mynd
eftir Baltasar. Svo sat ég og svitn-
aði og teiknaði hús og sól.
Baltasar Kormákur í viötali viö Ský
„Þessi stjórn er aðeinsgóð fyrir tvo menn; þá Davíð Oddsson og HalldórÁsgrímsson."
Geir tekur út ósigur Davíðs
Það kemur svo í hlut Geirs Haarde
að stýra fiokknum inn í næstu kosn-
ingar, og það eftir afhroð í síðustu
kosningum og sextán ára stjórnar-
setu. Þá -verður endanlega kominn
tími á að gefa Sjálfstæðisflokknum
langt frí frá landstjórninni.
Nú er Geir margt til lista lagt og
er á margan hátt ákjósanlegur for-
ystumaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn,
en hvort nokkur maður ræður við
þetta hlutskipti er vægast sagt
óljóst. Sérstaklega í ljósi þess að
Davíð hefur búið svo listilega um
hnútana að hafa af honum eina
vopnið sem hugsanlega gæti bitið í
þessari vonlausu stöðu - nefnilega
að nýr formaður sæki fram úr stóli
forsætisráðherra í stjórnarráðinu.
En ónei; Geir er ætlað að sækja sig-
urinn úr utanríkisráðuneytinu.
Þannig hefur Davíð bundið eftir-
mann sinn í báða skó. Geir mun þá
fá það óskemmtilega hlutskipti að
taka út ósigur Davíðs Oddssonar í
næstu kosningum. Þá verður Davíð
víðsfjarri og horfir á aðfarirnar í ör-
uggu skjóli hinum megin við Arnar-
hólinn, saddur pólitískra lífdaga.
Ósigri Framsóknar frestað
Halldór Ásgrímsson er hinn mað-
urinn sem græðir á þessari ríkis-
stjórn. Hann fær jú að verða forsæt-
isráðherra í tæp þrjú ár; eins og
hann hefur alltaf dreymt um og
metnaður hans stendur til. Og það
dugir til að hann verði lukkulegur
með þessa raunalegu ríkisstjórn. Það
má segja Halldóri til hróss að hann
barðist nánast við ofurefli í kosning-
unum og tapaði sáralitlu frá kosning-
unum 1999 - en nú gleymist oft að þá
galt Framsóknarflokkurinn afhroð
og tapaði heilum fimm prósentustig-
um frá kosningunum 1995, fór úr 23,2
prósentum og niður í 18,4 prósent.
Ekkert bendir til að Framsókn
muni rétta úr kútnum á þessu kjör-
tímabili og pólitísk stjörnuspeki
bendir miklu heldur til að í næstu
kosningum taki flokkurinn út þann
ósigur sem stefndi í framan-af ári.
Hvernig skal meta vilja kjósenda?
Gunnlaugur
Jónsson
fjármálaráðgjafi
Samkvæmt nýjum reglum
um áhrif útstrikana á röð
þingmanna þarf minna til
en áður til að breyta röð
frambjóðenda.
Svo dæmi sé tekið þarf að öðru
jófnu aðeins 9,1% kjósenda lista að
strika efsta mann út til þess að
hann falli um sæti, ef listinn hlýt-
ur fimm þingmenn.
Skrýtnar útstrikanaf eglur
Þetta þýðir að þótt 90% kjós-
enda listans lýsi þeim vilja sínum
að frambjóðandi hljóti tiltekið
sæti með því að breyta ekki listan-
um geta 10% kjósendanna fellt
hann um sæti!
Að vísu geta stuðningsmenn
efsta manns á lista varist útstrik-
unum með því að strika mann
númer tvö út, svo hann þurfi
meira til að hækka og fella efsta
mann. Slík regla er þó furðuleg
því hugsanlegt er að stuðnings-
menn hins efsta kæri sig ekki um
að strika aðra út, eða viti ekki að
varnar séþörf.
Skemmtilegri kosningar?
Mig grunar að þessar nýju regl-
ur hafi verið settar til þess að gera
kosningar skemmtilegri. Það þyki
skemmtilegra ef það er auðvelt að
fella menn um sæti með útstrikun-
um. Kannski það verði meira fjör
á kosninganótt. Slík sjónarmið
eiga auðvitað ekki að ráða.
Eðlilegast er, að mínu mati, að
meirihluti kjósenda lista þurfi að
strika frambjóðanda út til að hann
falli um sæti að öðru jófnu. Eðli-
legt er að telja fyrst hver frambjóð-
enda lista fær flest atkvæði í 1.
sæti, svo hver fær flest- atkvæði í
1. og 2. sæti af þeim sem eftir eru,
og svo framvegis.
Furðusjónarmið
Fleiri dæmi eru um að fólk virð-
ist telja að sumir kjósendur, jafn-
vel lítOl minnihluti þeirra, eigi að
hafa meira vægi en aðrir. Ein hug-
myndin er að skilaboð kjósenda
séu um að breyta eigi til ef stjórn-
arfiokkar missa fylgi, jafhvel þótt
þeir haldi meirihlutanum. Hvað ef
fylgi þingmeirihluta minnkaði úr
60% í 55%? Væri hann að fá þau
skilaboð frá þjóðinni að hann ætti
ekki að vera lengur við völd því
5% hefðu snúið við honum baki?
Auðvitað ekki. Þeir kjósendur sem
skipta um skoðun hafa ekki meira
vægi en þeir sem gera það ekki.
D'Hondt-reglan er góð
Þegar þingsætum er skipt á
milli flokka er notast við d'Hondt-
regluna. Þá er deilt í atkvæða-
fjölda lista með sætistölu. Fyrst
keppa allir í efsta sæti listanna
um fyrsta þingmannssætið, þá
gildir hrein atkvæðatala. Þá kepp-
ir annar maður á þeim lista sem
hlaut fyrsta sætið við alla hina.
Áfram gildir hrein atkvæðatala
hjá efstu mönnum á öðrum listum
en deilt er í atkvæðatölu með
tveimur hjá þeim sem er í öðru
sæti á listanum sem þegar er kom-
inn með mann.
Svona er haldið áfram og deilt
er í atkvæðatölu hvers lista með 1,
2, 3 og svo framvegis, eftir því
hvaða maður á lista þeirra keppir
um næsta lausa sæti.
Þessi regla er rökrétt. Henni er
t.d. beitt svona ef tveir fiokkar,
annar með 33% og hinn með 67%,
keppa um tvö sæti. Fyrsta sætið
fær vissulega stærri flokkurinn.
Þá er deilt í atkvæðatölu hans með
tveimur í keppninni um annað
sætið. Þá fær hann 33,5%, þ.e.
„Eðlilegt er að telja fyrst hver frambjóðenda lista fær
flest atkvæði í 1. sæti, svo hverfœrflest atkvœði íl.og
2. sæti af þeim sem eftir eru og svo framvegis."
meira en hinn flokkurinn. Hann
fær því einnig annað sætið. Þetta
er eðlilegt, því ef atkvæðafjölda
flokksins er deilt jafnt á tvo efstu
mennina fá þeir hvor um sig Qeiri
atkvæði en efsti maður hjá hinum
flokknum.
Einar Júlíusson, dósent við Há-
skólann á Akureyri, mótmælti
þessari reglu í grein í DV. Telur
hann að réttara sé að nota reglu
sem miðast við að lágmarka
skekkju, þ.e. mun á hlutfalli at-
kvæða og þingmanna. Notaði
hann reyndar sama dæmi og er að
framan. Því er til að svara að
d'Hondt-reglan lágmarkar einmitt
slíka skekkju ef fylgi lista er deilt
niður. í dæminu er minni skekkja
ef tveir þingmenn með 33,5% á
bak við sig hvor fá þingsætin tvö
sem í boði eru, fremur en sá sem
er einungis með 33% á bak við sig.
Skilyrðið skapar skekkju
Mín skoðun er því sú að
d'Hondt-reglan sé sú regla sem
best úthlutar lausum sætum í
samræmi við atkvæðafjölda.
Henni er nú beitt, bæði í einstök-
um kjördæmum til að fmna kjór-
dæmakjörna þingmenn og á lands-
vísu, tíl að fínria hvernig dreifa
skuli jöfnunarmönnum á milli
flokka til að þingmannafjöldi í
heild sé í samræmi við atkvæða-
fjölda. Að vísu er það skilyrði fyr-
ir úthlutun jöfnunarmanna að
fiokkur hafi náð 5% á landsvísu.
Það skilyrði skapar skekkju sem
sterkari rök eru fyrir að mótmæla.
D'Hondt-úthlutunarreglan veld-
ur því að fylgí stærri flokka nýtist
venjulega betur en fylgi minni
flokka. Það er eðlilegt. Flokkar fá
svo til alltaf fleiri atkvæði en þeir
þurfa til að ná þingmannafjölda
sínum. Þau umframatkvæði skila
ekki þingmanni, eðli málsins sam-
kvæmt. Slík umframatkvæði eru
að jafnaði hlutfallslega færri hjá
stórum flokkum. Minni flokkar
gætu sameinast til að sameina um-
framatkvæði sín í einn pott og má
þá jafhvel auka þingmanni eða
þingmönnum.
+
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32