Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2003, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2003, Blaðsíða 27
27 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2003 ÐV Tilvera * lífiö Lúðrasveit í leikhúsinu Vortónleikar Lúðrasveitar Reykjavíkur verða í Borgarleikhúsinu í kvöld og hefjast kl. 20. Þar verður blönduð dagskrá en söngvari með sveitinni að þessu sinni er Ólafur Kjartan Sigurðarson. Finnski harmoníkuleikarinn Tatu Antero Kanotmaa sýnir einnig snilli sína og stjórnandi verður að vanda Lárus Halldór Grímsson. Olía á hraun Halldóra Davíðsdóttir er með sýningu á Kaffi Deo að Laugavegi 85 þessa dagana. Myndirnar eru unnar með olíulitum á hraun og sand. Þetta er fyrsta sýning HaUdóru því í amstri daganna á Akranesi gáfust ekki margar stundir til listsköpunar en nú hefur hægst um og þá grípur hún penslana. Munnmök valda hneyksli á hátíð Bandaríski leikstjórinn og leikarinn Vincent Gallo hefur vakið nokkra hneyksl- an á kvikmynda- hátíðinni í Cann- es fyrir djarft kynlífsatriði í mynd sinni The Brown Bunny. Fermingarbróð- irinn er þar í fullri reisn á meðan leikkonan Chloe Sevigny gælir við hann með munninum. „Þegar ég fékk hugmyndina að þessu atriði í handritinu gat ég ekki ímyndað mér það á annan hátt. Ég var ekki knú- inn áfram af hugmyndum um eró- tík, klám eða hneyksli,“ sagði leik- stjórinn og leikarinn á fundi með fréttamönnum. Athygli vakti að Gallo var með ónýtan rennilás í buxnaklaufmni og var búðinni haldið lokaðri með tveimur sikkrisnælum. .Leikkonan viðurkenndi fyrir heimspressunni að þetta væri per- sónulegasta kvikmynd sem hún hefði nokkru sinni leikið í. Við upp- töku atriðisins voru aðeins leikar- amir tveir og nauðsynlegasta starfs- fólk á tökustað. Vincent og Chloé Leikstjórinn og leikarinn Vincent Gallo og leikkonan Chloé Sevigny eru á allra vörum í Cannes vegna opin- skás kynlífsatrióis í nýjustu mynd kappans. Ekkert klám, segir leikstjórinn sjálfur._ Þau Vincent og Chloé hafa verið vinir lengi. Vinskapurinn hafði þó verið í pásu um nokkurt skeið þeg- ar hann bauð henni hlutverkið. Hann hafði nefnilega átt erfitt með að halda sambandi við Chloe og þá- verandi kærasta hennar. „Ég hringdi til hennar og sagði við hana: Ég veit að ég hef haft rangt fyrir mér. Viltu vera með í myndinnni?" sagði leikstjórinn sem einu sinni í fymdinni starfaði sem tískufyrirsæta. „Vincent skýrði nákvæmlega út fyrir mér hvað ég ætti að gera og ég treysti honum fullkomlega,“ sagði leikkonan Chloé. DV-MYND SIG. Hluti af leikfélaginu Ofleik Unga fólkiö kveöst stolt af aö fá aö sýna í lönó. JOKULL E( ahopfendum leiðist má púa liðið niður - segir leikstjóri Ofleiks sem býöur ókeypis skemmtun „Við ætlum að bjóða fólki frítt í Iðnó annað kvöld að fylgjast með keppni í svokölluðu leikhússporti og atriöum úr leikritinu Date sem við hyggjumst setja upp í sumar,“ segir Jón Gunnar Þórðarson, leikstjóri leikhópsins Ofleiks sem er úrvalsleik- aralið menntaskólanna á höfuðborg- arsvæöinu. Jón Gunnar segir leik- hússportið samanstanda af leiklist dansi, óperu, ballett, söngleik og fleira skemmtilegu. Tvö lið keppi og mat verði lagt á skemmtun, söguþráð og leikhússtækni. Áhorfendur geti auðveldlega haft áhrif á framvind- una. „Hvort lið fær tvær mínútur í senn og salurinn ræður hvað fram fer því ef áhorfendum leiðist spuninn má púa liöiö niður og þá tekur hitt við og reynir að gera betur,“ segir hann. Leikfélagið Ofleikur hefur, að sögn Jóns Gunnars, verið við lýði í nokkur ár, byrjaði í Hagaskóla og færðist þaðan í framhaldsskól- ana og á að baki þijár sýningar, Einmana, E og Johny Casanova. Nú samanstendur Ofleikur af úr- valsliði leikara úr MH, MR, Kvennó og Versló og í keppninni annað kvöld eru það Kvennó og MR sem verða saman í liði á móti MH og Versló. En hvers konar verkefhi er Date sem Ofleikur boð- ar sýningar á í Iðnó í sumar? Jón Gunnar svarar því: „Date fjallar um samskipti kynjanna og hvem- ig hin ameríska datemenning hitt- ir á víkingana hér á norðurhjara. Þar er áherslan lögð á hvað ekki er viðeigandi á stefnumóti. Eitt- hvað sem flestir upplifa en enginn í lönó þorir að viðurkenna." Til að undirstrika sveitamenn- ingu landans ætlar Ofleikur að nýta burstabæjarleikmynd sem leikfélagið Ljósar nætur verður með uppi við í Iðnó en amerísk hjörtu og annað glys mun sefja svip á hana líka og er sú hönnun í höndum Iðnskólans í Reykjavík. Hljómsveitin One hefur þegar lagt til rapplag sem heitir Love song og hljómsveitin Hanz úr Versló er á fullu að semja tónlist fyrir sýning- una. „Forsmekkurinn að Date verður kynntur á fríu sýningunni annað kvöld sem hefst kl. 20 og við lofum góðri skemmtun,“ segir Jón Gunnar og minnir á aö Iðnó taki ekki nema 150 manns í sæti svo í gildi verði reglan „fyrstir koma fyrstir fá.“ -Gxm. Bruce almáttugur The Matrix Reloaded hefur fengið mjög mikla aðsókn. Þær tæpar tvær vikur, sem myndin hefur verið í dreifingu í Bandaríkjunum, er hún komin vel yfir 200 milljón dollara markið í aðsókn. Þessi mikla að- sókn nægði þó ekki til að halda efsta sæti vinsældalistans. Þar er komin nýjasta kvikmynd Jims Carreys, Bruce Almighty. Tölur eru stórar þar sem mánudagurinn var frídagur og telst hann því til helgarinnar. í Bruce Almightý fær Jim Carrey aö vera guð almáttugur einn sólar- hring. Þetta fær hann vegna þess hversu leiðinlegur hann hefur verið og þar sem hann kennir guði um allt sem miður fer hjá honum finnst skaparanum sanngjamt að Bruce reyni sig í embættinu. Ein önnur ný kvikmynd lætur að sér kveða á listanum. Er það gaman- söm sakamálamynd, The In-Laws. Segir þar frá rólyndum manni sem er að gifta dóttur sína. Hann kemst Bruce Almighty Jim Carrey fær aö stjórna lífnu á jöröinni í einn sólarhring. að því að faðir brúðgumans er CIA- njósnari sem hefur komið sér inn í raðir eiturlyfjasmyglara. Með aðal- hlutverkin fara Albert Brooks og Michael Douglas. The In-Laws er endurgerð kvikmyndar frá árinu 1979. Þá voru i aðalhlutverkum Pet- er Falk og Alan Arkin. -HK HELGIN 23.-26. MAI ALLAR UPPHÆÐIR I ÞÚSUNDUM BANDARiKJADOLLARA. SÆT1 FYRRI VIKA TITILL INNKOMA HELGIN: INNKOMA ALLS: FJÖiDI BÍÓSALA O _ Bruce Almighty 86.396 86.396 3483 0 1 The Matrix Reloaded 45.635 209.505 3603 Q 2 Daddy Day Care 18.000 73.100 3472 O 3 X2: X-Men Unlted 13.060 192.020 3067 O _ The In-Laws 9.130 9.130 2652 O 4 Down Wlth Love 5.140 14.657 2118 o 5 The Lizzie McGuire Movle 4.020 37.300 2118 o 8 Holes 3.002 60.010 1762 o 6 Identity 2.600 49.200 1590 0 7 Anger Management 2.400 131.800 1809 0 10 Bend It Llke Beckham 2.140 17.670 523 © 9 A Mighty Wind 1.840 14.463 588 © 12 Chicago 570 168.253 340 0 18 The Dancer Upstairs 490 1.396 154 0 11 Maiibu’s Most Wanted 330 33.541 314 © _ Winged Migration 276 847 25 0 _ The Man on the Train 269 457 46 © _ What a Glrl Wants 225 35.742 330 © _ L’auberge Espagnole 222 311 28 © _ Spellbound 218 415 24 /■ Vinsælustu myndböndin Hannibal á toppnum Red Dragon Anthony Hopkins í hlutverki Hannibals Lecters. Tvær nýjar mynd- ir gera innrás inn á myndbandalistann að þessu sinni. Saka- málamyndin Red Dragon nær toppsæt- inu og gamanmynd- in Friday After Next þriðja sætinu. Red Dragon er þriðja myndin þar sem Hannibal Lecter kemur við sögu. í upphafi er FBI-mað- urinn Will Graham (Edward Norton) sestur í helgan stein eftir að hafa eytt þremur árum í að fanga mannætuna og fjöldamorðingjann Hannibal Lecter (Anthony Hopkins) og koma honum á bak við lás og slá. Friðurinn er hins vegar úti þegar fé- lagi hans hjá lögregl- unni biður hann að aðstoða sig við að finna morðingja sem ógnar samfélaginu. Will ákveður að leita til Hannibals Lecters í von um að fá hjá honum aöstoð við að hafa uppi á „tannálf- inum“ eins og fjöldamorðinginn er kallaður en eins og menn muna kannski er Hannibal ekki bara útsmoginn morðingi heldur einnig snjall sálfræð- ingur. En Will og fé- lagar hans eiga eftir að komast að því að í þessu máli situr Hannibal beggja vegna borðsins og fyrr en varir hefur Will komið sinni eigin fjöl- skyldu í verulega hættu. -HK VIKAN 19.-25. MAI FYRRl VIKUR SÆTI VIKA TITILL (DREIRNGARAÐILI) ÁUSTA 0 - Red Dragon <sam myndbönd) 1 Q 1 Sweet Home Alabama (sam myndbönd) 2 Q - Friday After Next (Myndform) 1 © 2 The Salton Sea <sam myndbönd) 3 O 4 The Master of Dlsguise (skífan) 3 O 3 Die Another Day (skIfan) 5 Q 5 Changlng Lanes issam myndbónd) 6 O 9 The Guru (sam myndböndi 3 O 6 Juwanna Man <sam myndbönd) 5 © 16 Possession (sam myndbönd) 2 © 13 One Hour Photo (skífan) 8 © H Human Nature (bergvík) 4 © 7 Hlgh Crimes (skífan) 9 © 8 Enough (skífan) 7 © 1° Halloween: Resurrection (skífan) 2 © - Llke Mike iskífan) 1 0 i5 Lllya 4-Ever (sam myndböndj 3 0 12 Avenging Angelo (skífan) 4 © 17 Harry Potter.... (sam myndbönd) 7 | © 18 Road To Perditlon (skífanj 10 -r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.