Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2003, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2003, Blaðsíða 20
20 DV HELCARBLAÐ LAUGARDAGUR 14.JÚNÍ2003 Boglínur steinsins Steininn er harður en það er samt hægt að móta hann. Það hefur Örn Þorsteinsson fengist við í áratugi og sér steina öðrum augum en við hin. Örn talaði við DV um harða steina, mjúkar línur og niðurrif herstöðva. Um þessar mundir eru Kjarvalsstaðir á Miklatúni fullir af steinum. Það er grjót úti um allt hús og það liggur eins og hráviði fyr- ir utan húsið líka. Sá sem gengur þar um sal- arkynni er umkringdur undarlegum form- um meitluðum í stein. Þessir grjóthnullung- ar og völur eru handaverk Arnar Þorsteins- sonar myndlistarmanns sem þarna sýnir verk sem hann hefur unnið í stein undanfar- in ár. Sýningin hefur staðið nokkrar vikur eða nógu lengi til þess að sýningarskrár eru á þrotum í afgreiðslu þegar blaðamann DV ber að garði. Nú stendur hins vegar yfir síð- asta sýningarhelgin svo það munu vera síð- ustu forvöð að líta á hana. Við settumst með listamanninum undir vegg í sólinni og horfðum á undarlega mjúk- ar og fallegar boglínur í hörðum steinhnull- ungum og örn fer að tala um ólíkt lundarfar steinanna. Steinar eins og menn „Það heillar mig að vinna með steina sem náttúran hefur verið að fást við að móta í þúsundir ára. Steinar eru nefnilega líkt og menn. Sumir eru léttlyndir og aðrir þung- lyndir og sumir steinar kalla á meitilför og í litlum steini getur komið í ljós heill ævin- týraheimur þegar maður byrjar að fást við að móta hann,“ segir Örn sem hefur sótt marga af stóru steinunum í fjöruna við Lón- kot í Skagafirði sem er ekki langt frá Hofsósi. Það er ekki vegna þess að hann hafi ein- hver sérstök tengsl við Skagafjörð eða sé sér- staklega heillaður af þeim steinum sem þar liggja í fjömm heldur kom það til með þeim hætti að hann fékk tilboð um að vinna sýn- ingu fyrir Lónkot sem er vinsæll ferðamanna- staður rétt hjá Hofsósi. örn fór norður og féll fyrir steinunum í fjömnni og hjó marga þeirra til og sýndi í Lónkoti og nokkur þeirra verka em á sýning- unni á Kjarvalsstöðum. „Mín vinna síðustu árin hefur falist í því að draga myndir undan skikkju steinanna. Ég kanna viðbrögð steinsins með því að kríta á hann áður en fyrsta meitilfarið lendir á honum og að móta mynd í stein getur verið: Hætta- hljóð-umbreyting-þögn-niðurbrot-samruni- vindur og ljós-myrkur-logn og mökkur.“ Það yngsta 30 ára Þessar stærstu myndir eru höggnar í grá- grýti sem er að sögn jarðfræðinga myndast við eldgos fyrir um það bil 500-700 þúsund- um ára og blágrýti er eitt algengasta berg á jörðinni sem er basalt. Nokkrar smærri myndanna eru síðan unnar úr grágrýti sem er fengið úr hraunhettunni á Öskjuhlíð en það er miklum mun yngra, eða 100-200 þús- und ára. Þetta er sama grágrýtið og var not- að í Stjórnarráðshúsið, Alþingishúsið og Hegningarhúsið við Skólavörðustíg. Örn segir að margir steinanna sem hann sótti í gamla grjótnámið í Öskjuhlíð hafi borið þess merki að mannshöndin hafði komið við þá áður og það fannst honum gefa verkunum aukna vídd. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessir steinar komast í manna hendur og það hafa aðrir en ég svitnað við þá.“ Yngsta bergið sem Örn notar sem hráefni í listaverk á sýningu sinni er hluti af hraun- inu sem rann í Vestmannaeyjagosinu árið 1973 og er því aðeins 30 ára og telst vera svo- kallað hawaiít enda kennt við eldfjallaeyju. Á hinum endanum, ef svo má segja, er mynd sem örn vann í gabbró frá Geitafelli í Horna- firði en gabbróið er djúpberg sem storknaði í iðrum jarðar fyrir 4-5 milljónum ára. Höggmyndirnar eru að mestu unnar ut- andyra vð Sævarhöfða f Reykjavík og á bryggju í Reykjavík en annars hefur örn vinnustofu við heimili sitt í Seljahverfi. „Að vinna með steinum í svo langan tíma hefur gefið mér mikinn kraft og orku sem blikar vonandi í þessari sýningu." Lengi að kynnast grjótinu örn segist hafa verið í mörg ár að kynnast grjótinu en hann útskrifaðist úr Myndlista- og handfðaskólanum í Reykjavfk árið 1971 og fór síðan í framhaldsnám í Konstskolan í Stokkhólmi í eitt ár. „Ég sérhæfði mig ekki í steinhöggi í skól- anum enda var eiginlega ekki sérstök mynd- höggvaradeild við skólann á þeim tíma. Ég kenndi við Myndlista- og handíðaskólann í ellefu ár eftir heimkomuna, meðan ég var að koma undir mig fótunum í heiminum, en hætti því árið 1983 og hef síðan fengist ein- vörðungu við myndlist. Maður þarf að ráða við ákveðna tækni við steinhöggið og það er engin ástæða til að slíta sér út við þetta. Maður á að eyða eins lítilli orku í þetta og hægt er. Það er nauð- synlegt að sýna útsjónarsemi og natni til þess að hleypa ekki allri orkunni út.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.