Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2003, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2003, Blaðsíða 30
30 DV HELGARBLAÐ LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ2003 Hemmi er kominn heim Hermann Gunnarsson situr á móti mér við borð á veitingastað í miðbæ Reykja- víkur. Hann talar um margt og meðal annars löngun sína til þess að vera venjulegur maður. Samt vita allir fslend- ingar að Hermann Gunnarsson verður ekki venjulegur maður úr þessu og hefur sennilega aldrei verið það. Hermann, eða Hemmi Gunn eins og þessari þjóð er tamt að kalia hann, hefur verið þjóðar- eign síðan hann varð vinsæll knattspyrnumað- ur þegar hann var sextán ára. Þá var árið 1963 og flest öðmvísi á íslandi en það er í dag. Her- mann hefur í grófum dráttum átt tvo ferla sem hann fylgdi í meginatriðum eins langt og kom- ist verður á fslandi. Annar er íþróttaferillinn. Hann var alhliða íþróttamaður og keppti bæði í körfubolta, knattspymu og handbolta með meistaraflokki Vals ámm saman og mun vera einn fárra manna sem hafa náð íslandsmeistaratitli í tveimur af þessum greinum. Hann varð þrisvar markakóngur 1. defldar í knattspymu og lék tuttugu landsleiki í knattspyrnu óg fimmtán í handknattleik og hefur fengið aragrúa verð- launa og viðurkenninga íyrir afrek sín á þessu sviði. í hinum illræmda tapleik íslands gegn Dan- mörku, sem fór 14-2, var Hermann inn á og skoraði annað markið. Nú hefði þetta út af fyrir sig getað verið heUl feriU en Hermann ætlaði víst að verða lögfræð- ingur en áttaði sig á því að hann yrði aldrei góð- ur lögfræðingur. Samt fór hann ekki í MR eins og hann ætlaði heldur heldur lauk prófi úr Versló. Árið eftir hitti hann Jón Birgi Pétursson, fréttastjóra á Vísi, á bafli á Hótel Sögu og Jón Birgir réð hann sem blaðamann á staðnum. Þar með hófst ferill Hemma í fjölmiðlum með fféttamennsku á Vísi og seinna þáttagerð á Rík- isútvarpinu og fjölda útvarpsstöðva. Hápunkt- urinn á ferli Hemma í þessari grein er án efa umsjón hans með skemmtiþættinum Á tali sem náði allt að 70% áhorfi í ríkissjónvarpinu þegar best lét. Það met stendur enn en þættirnir vom taldir í hundruðum. Þar fyrir utan fékkst Hermann við fararstjórn fyrir ferðaskrifstofur og lóðsaði íslendinga hing- að og þangað um heiminn en aðallega starfaði hann á Spáni og í Suðaustur-Asíu. Þess á milli ferðaðist hann með Sumargleðinni um landið í mörg sumur við argandi vinsældir og hefur sungið inn á 13 hljómplötur, bæði einn og með öðmm, og skrifað þrjár bækur. Við þetta mætti síðan bæta smámolum eins og skrifstofustarfl hjá Sjóvá og Skattstofunni en við Miðina á hinu virkar það frekar óspennandi. Komið að kaflaskiptum Síðasti kaflinn í lífsbók Hemma hefur alls ekki verið skrifaður enn en nú er komið að kaflaskilum enn einu sinni. Hemmi er kominn heim á ný eftir tveggja og hálfs árs dvöl í Taílandi þar sem hann hefur fengist við rekstur veitingastaðar og verið leiðsögumaður. Það dróst í nokkra daga að við hittum Hemma en hann þurfti tíma til þess að venjast loftslaginu og snúa sólarhringnum við á ný én tímamunurinn á Islandi og í Taflandi er sjö tímar. „Ég er búinn að vera svo lengi í 40 stiga hita að þegar ég steig út úr vélinni í Keflavík var 10-12 stiga hiti og ég hríðskalf," segir Hemmi. „Ég skildi eldcert í því daginn eitir að heima- menn hér voru berir að ofan meðan ég var hreint að deyja úr kulda." - En hvað var það sem rak hann tii Taflands á sínum tíma? „Það er saga að segja ffá því,“ segir Hemmi og þessi orð lýsa honum nokkuð vel því allt sem Hemmi segir er saga. Hann er sögumaður að upplagi og svarar manni aldrei með einsat- kvæðisorðum. „Ég var auðvitað orðinn afskaplega vel kunn- ugur þama eftir áralöng ferðalög um alla Suð- austur-Asíu og var auðvitað löngu kominn með Asíuflensuna eins og maður segir. Svo vildi svo til að það voru ákveðin kaflaskil í vinnu hjá mér hérna heima. Þegar ég var 22 ára kom Þorsteinn Thoraren- sen að máli við mig og bað mig að skrifa ævi- sögu mína. Mér fannst það þá hálfgert grín en þama fyrir tveimur ámm fannst mér ég vera kominn á þann stað f lífinu að ég ætti að gera það meðan ég myndi enn þá eitthvað. Ég ætlaði samt alls ekki að skrifa þetta sjálfur heldur skrifa niður helstu atriðin og láta svo einhvern annan um afganginn. Ég ætlaði mér ekki að hafa þetta neina glansmynd, enga rjómaköku með glassúr heldur sannleikann." Með bók við sundlaugina - Hemmi hafði löngum heillast af hinni ffið- sömu og elskulegu þjóð, Taflendingum, og hafði dvalið þar langdvölum og þess vegna varð það ofan á að hann hélt út til Taflands og ætlaði þar að sitja á sundlaugarbakka með minnisbók og pára niður helstu atriði ævisögu sinnar. En það reyndist ekld vera alveg það sem ör- Hermann Gunnarsson segir lesendum DV allt aflétta um Taílandsdvölina, kjaftasög- urnar og löngun sína til að vera venjulegur maður. lögin ætluðu Hemma. Honum gekk ekki vel að skrifa í bókina á laugarbakkanum og færði sig því af hótelinu sem hann bjó á og flutti inn á íbúðahótel þar sem eru 330 íbúðir í sex húsum með sundlaugum og öryggisgæslu þar sem hann fékk góða íbúð á fínu verði eins og hann segir. Þar var betra næði og Hemmi keypti sér tölvu og sat við skriftir um hríð og gekk vel, að hon- um fannst. Þá kynntíst hann taflenskum millj- arðamæringi, rúmlega fertugum, sem átti stór- an hluta af íbúðunum í húsinu og nokkra veit- ingastaði í grenndinni sem vom þó aðeins brot af umsvifum hans. Maður þessi er fæddur inn í mjög efhaða fjölskyldu sem fæst við vinnslu gulls og demanta. Hann giftíst síðan konu sem er erfingj hótelkeðju í Taflandi. Þessi nýi vinur Hemma ákvað að hann ættí að taka að sér að sjá um einn af veitíngastöðunum, vera nokkurs konar yfirmaður eða framkvæmdastjóri. Segi aldrei nei „Ég hef í rauninni aldrei ákveðið hvað ég ætl- aði að verða þegar ég yrði stór," segir Hemmi þegar ég spyr hann hvers vegna hann hafi tekið þetta að sér. „Ég hef alltaf haft það fyrir reglu þegar ein- hver biður mig að gera eitthvað að reikna með því að viðkomandi treysti mér fyrir verkinu og þess vegna segi ég aldrei nei því maður veit aldrei af hverju maður myndi annars missa." - Eitt af þvf sem áttí sinn þátt í því að Hemmi flentist í Taflandi var kvikmyndagerð hans en hann gerði heimildamynd um Tafland og gerði sér þar far um að varpa upp annarri mynd af Taflandi en einhverri kynlífsparadís sem er stór hluti af ímynd landsins meðal margra. Til þess að fá leyfi til þess að mynda á landsins helgustu stöðum þurfti að vanda allan undirbúning og fá tilskilin leyfi enda Taflendingar hvekktir eftir að evrópskir kvikmyndagerðarmenn höfðu tekið myndir í hofum þeirra og notað sem bakgrunn í klámmyndir. Þetta gekk allt saman eftir og í tengslum við þetta var Hemma boðið í nokkurs konar opinbera heimsókn til Taflands ásamt ritstjóra Politiken. Þar var vel veitt og víða farið en eftírminnilegast er Hemma þó að í seinustu veislunni kom konungur Taflands í stutta heimsókn og tók Hemma tali. Hann er senni- lega eini íslendingurinn sem hefur hitt þennan aldna þjóðhöfðingja sem er í dýrlingatölu með þjóð sinni. „Hann gaf með hálsmen úr skíra gulli með lftílli búddastyttu úr emerald innan í. Þetta á að boða gæfu og þess vegna tek ég þetta aldrei ofan," segir Hemmi og sýnir okkur stolmr grip- inn sem er forkunnarfagur. Satt og logið um Taíland „Mér er sagt að eftir að við sýndum þessa heimildamynd hér í sjónvarpinu hafi ferða- mannastraumur til Taflands aukist enda áttaði fólk sig á því hvað landið hefur upp á að bjóða. Það eru vissulega gleðihverfi í landinu og talsvert mikið um vændi en það er alls ekki allt sem sýnist. Þarna er mikil stéttaskipting eins og hér og ekkert almannatryggingakerfi í líkingu við það sem við þekkjum. Einstæðar mæður eiga oft ekki nein önnur úrræði en vændið. En að gera heimildamynd um Tafland og leggja aðaláherslu á vændið er álíka sanngjarnt og að gera slflca mynd um Island og íjalla aðeins um næturlífið í miðbænum um helgar þegar það er verst. Hvort tveggja er ákveðinn hlutí af menningu landanna en ekki öll sagan." - Það er margt sagt um Taflendinga og sam- skipti þeirra við ferðamenn, sérstaklega kon- urnar. Sumt er satt og annað logið og Hemmi veit mörg sorgleg dæmi úr þessum samskipt- um „Ég hef oft séð íslenska karlmenn sem aldrei hafa getað átt samskipti við konur hér heima koma þarna út og halda að þeir séu Casanova þegar stúlkumar fara að kalla á þá. Ég þekki dæmi um að slíkir menn hafa tekið svona „sfli“ eins og við köllum þær og flutt þær úr þessu loftslagi og lokað þær inni f íslensku vetrar- myrkri og snjó meðan þeir em sjálfir á sjón- um." í eftirlitinu - Hemmi tók svo við rekstri veitíngastaðarins sem vinur hans lét honum eftir og gerði strax miklar breytingar, skiptí um innréttíngar, mat- seðil og hvað eina og bauð upp á ýmsa síma- þjónustu og tölvuþjónustu sem erlendir ferða- menn kunnu vel að meta því að það vom þeir viðskiptavinir sem einkum var miðað á. „En staðreyndin er sú að ég var þarna fýrst og fremst í einhvers konar eftírlití. Þarna eins og hér heima vinna menn oftast betur og það miklu betur þegar yfirmaðurinn er á staðnum og vel sjáanlegur. Þess vegna var ég oftast að hanga yfir þeim til að sjá til þess að þeir ynnu fyrir kaupinu sínu.“ - Þetta átti ekki reglulega vel við bogmann- inn Hermann sem segist aldrei hafa getið setíð lengi kyrr á sama stað. Hann undi sér við þetta langa hríð eða rúmlega tvö og hálft ár en það sem bjargaði bogmanninum var að leiðsegja. hópum ferðamanna um ævintýraheima Taflands. Á leiðinni vestur í Dýrafjörð En nú er kappinn kominn heim og segist ætla að byrja á því að fara vestur f Dýrafjörð. Þar er lítill bær og þar bjuggu hjón sem Hemmi segist lfta á sem fósturforeldra sína en þar var hann mörg sumur í sveit. Gamli maðurinn dó í vetur og nú ætlar Hemrni að fara vestur í nokkra daga og vitja fornra slóða. „Ég ætla að vera þarna í friði nokkurn tí'ma og líta inn í hjarta mitt og átta mig á því hvað ég vil gera næst. Svo reikna ég með að fara að svip- ast um eftir vinnu upp úr því. Ég hef oft öslað ólgusjó bæði í gleði og sorg og aldrei látið lífið buga mig. Ég er núna á miðj- um aldri við ágæta heilsu og það er satt að segja skrýtíð að velta því fyrir sér hvað maður eigi að fara að gera." Múrarnir hrundu Hermann hefur ekki lifað alveg hefðbundnu íjölskyldulífi. HEMMI ER KOMINN HEIM: Hermann Gunn varpsmaður, sjónvarpsstjarna, rithöfundur ur, söngvari, fararstjóri og fyrrum íþróttast inn heim til (slands eftir nærri þriggja ára c Hemmi segist ætla að reyna að átta sig á þ vilji gera þegar hann er orðinn stór. DV-mynd ÞÖK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.