Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2003, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2003, Page 9
ÞRIÐJUDAGUR 1.JÚLÍ 2003 FRÉTTIR 9 ' 100 tilkynningar um barnaklám á Netinu BARNAKLÁM: Á árinu 2002 bárust embætti ríkislögreglu- stjóra um 100 tilkynningar frá einstaklingum og samtökum um vistun og/eða dreifingu barnakláms á Netinu að því er fram kemur í nýrri ársskýrslu embættisins. Mikill meirihluti þessara tilkynninga varðar ætl- uð brot sem framin hafa verið erlendis og í þeim tilvikum hefur ríkislögreglustjóri fram- sent tilkynningarnar til er- lendra lögregluyfirvalda til frekari meðferðar. Á síðasta ári framsendi embættið slíkar til- kynningar til flestra heims- horna. Tilkynningar sem varða ætluð brot framin hér á landi eru að undangenginni frum- rannsókn ríkislögreglustjóra og efástæða ertil framsendar hlutaðeigandi lögreglustjóra til frekari meðferðar. Efnahags- brotadeild embættisins veitir eftir atvikum frekari aðstoð við rannsóknir þessara mála sé þess óskað. Fram kemur í skýrslunni að ríkislögreglu- stjórinn hafi átt góð samskipti við Barnaheill sem mjög hafa látið sig varða þetta alþjóðlega vandamál. Fylgjast með hálendinu LÖGREGLAN: Embætti lögregl- unnar ÍVÍk, á Hvolsvelli og á Sel- fossi hafa gert með sér sam- komulag um aukið eftirlit lög- reglunnará hálendi Suðarlands. Embættin hófu sérstakt átak í þessum málefnum í byrjun júní og mun lögreglan halda eftirlit- inu áfram út ágúst og jafnvel eitt- hvað lengur ef þörf krefur. Fylgst verður með umferð á hálendinu sjálfu auk þess sem aðbúnaður og ástand ökumanna ökutækja verður skoðað. Þá verður sérstök áhersla lögð á góða umgengni við landið en eitthvað hefur borið á því að menn séu að aka utan vegar á þessum slóðum. Lög- reglan skorarjafnframtáþásem leið eiga um svæðið að ganga vel um og tilkynna til lögreglu verði þeir varir við lögbrot. Þyngstu fangelsisdómar íslandssögunnar Ár Nafn Dómur Afbrot 1994 Þórður Jóhann Eyþórsson 20 ár Drap mann árið 1983 og svo fyrrverandi kærustu 1993. 2001 Rúnar Bjarki Ríkharðsson 18ár. Drap stúlku sem hafði borið vitni gegn honum (nauðgunarmáli. 1980 Sævar Marinó Ciesielski 17 ár Dæmdur fyrir morð Isvokölluðu Geirfinnsmáli. 1991 Guðmundur Helgi Svavarsson 17 ár Drap benslnafgreiðslumann við Stóragerði. 1930 Egill Haukur Hjálmarsson 16ár Braust inn á verkstæði og myrti starfsmann. 1957 Sigurbjörn Ingi Þorvaldsson 16ár Skaut unnustu slna að Reykjum 1 Ölfusi. 1958 Guðjón Magnús Guðlaugsson 16 ár Myrti unnustu sína. 1967 Þorvaldur Ari Arason 16 ár Myrti fyrrverandi konu sína. 1968 GunnarViggó Frederiksen 16 ár Drap deildarstj.hjá Flugfélagi Islands. 1976 Ásgeir Ingólfsson 16ár Braust inn 1 (búð við Miklubraut, rændi þar og myrti konu. 1979 Þráinn Hleinar Kristjánsson 16 ár Skar mann á háls. 1980 Kristján ViðarViðarsson 16 ár Dæmdur fyrir morð I svokölluðu Geirfinnsmáli. 1982 Grétar Sigurður Árnason 16ár Drap franska stúlku og skaðaði systur hennar. 1986 Sigurður Adolf Frederiksen 16 ár Drap mann með hrottalegum hætti I Kópavogi. 1991 Snorri Snorrason 16 ár Drap bensínafgreiðslumann við Stóragerði. 1998 Sigurður Júlíus Hálfdánarson 16 ár Drap mann ásamt bróður sínum í Heiðmörk. 2000 ÞórhallurÖlver Gunnlaugsson 16 ár Myrti mann á Leifsgötu með því að stinga hann margsinnis. 2000 Elís Helgi Ævarsson 16ár Réðst á gamla konu og myrti hana I íbúð hennar I Espigerði. 2001 Ásgeir Ingi Ásgeirsson 16ár Kastaði stúlku fram af svölum I Engihjalla. 2001 Atli Helgason 16ár Myrti viðskiptafélaga sinn I Öskjuhlíð og faldi svo llk hans. 2003 Þór Sigurðsson 16ár Myrti mann við Víðimel með kjötexi og slaghamri. 20 ÁRA FANGELSI: Þórður Jóhann Eyþórsson leiddur til dómara árið 1994 eftir að hafa framið morð öðru sinni. f ENGIHJALLI: Ásgeir Ingi Ásgeirsson var dæmdur til 16 ára fangelsisvistar fyrir að kasta stúlku fram af svölum háhýsis við Engihjalla. Fjórir dómar þyngri enlóár Mest 20 ár fyrir að myrða í annað sinn Fjórir menn hafa fengið þyngri dóma en 16 ára fang- elsi en samkvæmt lögum eru 16 ár hámarksrefsing fyrir manndráp ef ekki er dæmt í ævilangt fangelsi. í þessum fjórum tilvikum hafa menn- irnir verið dæmdir fyrir fleiri afbrot en manndrápið. Þyngsta dóm sögunnar hlaut Þórður Jóhann Eyþórsson árið 1994. Hann var dæmdur í 14 ára fangelsi árið 1983 eftir að hafa myrt mann með því að stinga hann með hnífl en var sleppt til reynslu 1989. Fjórum árum síðar drap hann annan mann sem hann taldi eiga sök á að upp úr sambandi hans og konu einnar slitnaði. Þá var hann dæmdur í 20 ára fangelsi. Tveir 17 ára dómar Fyrir tveimur árum var svo næstþyngsti dómurinn kveðinn upp, 18 ár. Þann dóm hlaut Rún- ar Bjarki Ríkharðsson fyrir að myrða stúlku í Keflavík sem hafði borið vitni gegn honum í nauðg- unarmáli. Einnig slasaði hann sambýlismann stúlkunnar sem reyndi að koma í veg fyrir verkn- aðinn. Tveir hafa svo hlotið 17 ára fangelsisdóm. Annars vegar var það Guðmundur Helgi Svav- arsson sem myrti bensínaf- greiðslumann við Stóragerði Fjórum árum síðar drap hann annan mann sem hann taldi eiga sök á að upp úr sambandi hans og konu einnar slitnaði. Þá var hann dæmdur í 20 ára fangelsi. ásamt félaga sínum, Snorra Snorrasyni, árið 1991. Hlaut Snorri 16 ára dóm. Hins vegar fékk Sævar Marinó Ciesielski 17 ára dóm árið 1980 fyrir morð í svokölluðu Guðmundar- og Geirfinnsmáli. Annar maður, Kristján Viðar Viðarsson, hlaut einnig 16 ára dóm fyrir sinn þátt í GEIRFINNSMÁLIÐ: Sævar Ciesielski fékk 17 ára dóm fyrir aðild sína að Guð- mundar- og Geirfinnsmálinu á sínum tíma. þessu máli. Kristján Viðar, sem nú er Júlíusson, komst svo aftur í fréttir á þessu ári þegar hann var dæmdur í í 5 1/2 árs fangelsi fyrir líkamsárás og tilraun til mann- dráps.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.