Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2003, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.2003, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLl2003 Ferðir Umsjón: Vilmundur Hansen Netfang: kip@dv.is Töfrar hálendisins á einum stað Starfsemi í Kerlingarfjöllum hefur tekið stakkaskiptum á síðastliðnum árum. Eins og flestir muna var þar rekinn skíðaskóli fyrrr á árum en með minnkandi snjó hefur starfsem- in breyst. f dag eru menn með gönguskó á fótum í stað skíða- klossanna og ganga um fjöllin sér til ánægju. Páll Gíslason, einn af aðstand- endum Fannborgar ehf., sem rekur ferðaþjónustu í Kerlingarfjöllum, segir að það hafi verið ákveðið að endurskoða starfsemina fyrir þremur árum. „Áhugi á sumar- skíðamennsku hafði minnkað, enda snjórinn minni og skíðin því ekki eins spennandi kostur sem sumarsport. Við vissum að Kerling- arfjallasvæðið er útivistarparadi's og ákváðum að snúa vörn í sókn - hressa upp á aðstöðuna og auð- velda aðgengi göngufólks og ann- arra sem vildu koma í Kerlingar- fjöll." Margt að sjá Páll segir að í Kerlingaríjöllum sé hægt að upplifa allt það sem há- lendið hefur upp á að bjóða: jökla, fjöll og dali. „Auk þess er þetta öfl- ugt jarðhitasvæði. Það má því segja að þarna sé hægt að upplifa alla töfra hálendisins á einum stað og stundum bæta mannanna verk við meistaraverkið því í Kerlingarfjöll- um er ónýt borhola notuð sem bað- staður sem er einstakur í sinni röð.“ BÆTT AÐSTAÐA: Aðstaðan (Kerlingarfjöllum hefur tekið stakkaskiptum á undanförnum árum, enda hefur svæði upp á margt að bjóða. IHEITA POTTINUM: I Kerlingarfjöllum er öflugt jarðhitasvæði og ónýt borhola er notuð sem baðaðstaða. Að sögn Páls hefur verið sett upp sérstök nestisaðstaða fyrir ferða- menn sem eru á eigin vegum. „Við köllum húsið Herragarð, en það var upphaflega byggt sem gistihús fyrir karlkyns nemendur skíðaskólans og dregur nafn sitt af því, en síðan var það nýtt sem starfsmanna- íbúð." Kynslóðabilið hverfur „Gestirnir sem hingað sækja koma víða að og af mismunandi ástæðum. Flestir Islendingarnir eru göngufólk eða hestamenn en það fer vaxandi að hingað komi erlend- ir ferðamenn á bílaleigubflum á leið yfir Kjöl.“ Páll segir að reynslan sýni að þegar líða fer á sumar sé frekar von á hópum íslendinga sem komi í helgarferð. „Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá þegar fólk af heilu vinnustöðunum kemur ásamt fjölskyldum sínum. Kyn- slóðabilið hverfur og allir einbeita sér að því að njóta fjallaloftsins, ungir sem aldnir." Gönguleiða- kort af Kerl- ingarfjöllum Fannborg ehf. hefur gefið út gönguleiðakort af Kerlingarfjöll- um. Kortið er í A4-stærð og unnið samhliða gerð deiliskipulags að Kerlingarfjallasvæðinu. Á kortinu er að finna fjölmargar gönguleiðir um Kerlingarfjöll og nærliggjandi svæði en sumar þeirra hafa þegar verið merktar. Þar er einnig að finna leiðir til og frá Kerlingarfjöll- um, vegaslóða, reið- og göngu- leiðir. Á bakhlið kortsins er lýst helstu gönguleiðum auk þess sem smærra kort sýnir hvar Kerlingar- fjöll liggja og vegalengdir þangað. Árni Þór Helgason vann kortið en það er til sölu í Hálendismiðstöð- inni í Kerlingarfjöllum. HORFT AF SNÆKOLLI: Lárentínus Ágústsson, SnjólaugTinna Hansdótir, Dantel ÞórSveins- son, Arnar Steinn Hansson, Sveinn Hreinsson, Bjarki Sveinsson, Hans Kristjánsson og Björg Björnsdóttir með Hofsjökul i baksýn. SLAPPAÐ AF (FAÐMI FJALLANNA: Staðarhaldarar í Kerlingarfjöllum segja að Islendingar leiti frekar á fjöll þegar fer að líða á sumarið. Upplýsingarit um Vestfirði Á ferðum um Vestfirði er frétta- og þjónustublað fyrir ferðafólk sem leggur leið sína um Vestfirði. Árið 2003 er áttunda árið sem blaðið kemur út og er því dreift ókeypis um allt land. í blaðinu er að finna flestar upp- lýsingar sem ferðamenn þurfa á að halda þegar þeir ferðast um héraðið, kort og fræðslu. (blaðinu er sagt frá ýmsu áhugaverðu, eins og sögusýningu (síldarverksmiðj- unni í Djúpuvík og eyjunni Vigur í Isafjarðardjúpi. Þar er einnig að finna gagnlega samantekt yfir helstu söfnin á Vestfjörðum. Ferðafélaginn 2003 Ferðafélaginn 2003 (þróttafélag lögreglumanna, (SL og Umferðastofa sendu nýlega frá sér tuttugasta árgang af Ferðafé- laganum sem er upplýsingarit um ferðalög innanlands. Meðal efnis að þessu sinni eru öryggismál og notkun öryggisbúnaðar og greinar um sambúð akandi og ríðandi umferðar, ferðalög á hjóli og upp- lýsingar frá Landsvirkjun um að- gengi ferðarnanna að mannvirkj- um í eigu stofnunarinnar. Auk þess er að finna í Ferðafélaganum 2003, sem dreift er ókeypis, upp- lýsingar um áhugaverða staði um allt land og kort.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.