Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2003, Blaðsíða 24
24 TtLVeffA FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2003
Fólk - Helmilíð í Dægradvöi
Netfang: tilvera@dv.is
Simi: 550 5824 • 550 5810
1
Maggi og KK í
TÓNLIST: MAGGI EIRÍKS og KK
ætla að vera á ferðalagi um
landið í september og október.
Tilefnið er geisladiskur þeirra,
22 ferðalög, sem hefur selst í
um 12.000 þúsund eintökum
fram til þessa og stefnir í sölu-
met ef ferðalagið heldur svona
áfram. Ferðalagið hefst í Þórs-
mörk í hádeginu á morgun.
Með í för verður kvikmynda-
Þórsmörk
tökulið sem stendur að heim-
ildamyndatöku um ferðina.
Stefnt er að því að frumsýna af-
raksturinn í haust. Á 22 ferða-
lögum eru vel valin íslensk
dægurlög sem eiga það sam-
eiginlegt að vera í uppáhaldi í
ferðalögum. Inni í umslaginu
má finna texta sem og gítargrip
við lögin þannig hægt er að
grípa í gítarinn og taka undir.
Sæmundur á Kjarvalsstöðum
Á morgun kl. 14
verður opnuð á
Kjarvalsstöðum
sýning á verkum
myndhöggvarans
Sæmundar Valdi-
marssonar. Verk
Sæmtmdar hafa
náð miklum vin-
sældum meðal
þjóðarinnar fyrir sérstakan stíl.
Trémyndir sínar vinnur listamað-
urinn úr rekaviðardrumbum og
sýna þær ævintýraverur huldu-
heima sem standa landsmönnum
nærri í gegnum þjóðtrú og sagna-
minni. I tengslum við sýninguna
verður efnt til námskeiðs í tré-
skurði 5. október f samstarfi við
Skógrækt rikisins. Sýningin stend-
ur til 12. október.
Gult Ijósfar
Sýning Birgis Sigurðssonar, Gult
ljósfar, verður opnuð klukkan 20 í
kvöld að Hafnargötu 2 í Reykjanes-
bæ. Hluti af sýningunni er hljóð-
verk Odds Garðarssonar. Sýningin
verður opin frá 14-22 á morgun og
frá 14-18 á sunnudag. Sýningin
stendur aðeins þessa helgi. Sýn-
ingin er sú fyrsta af fjórum ljósfara-
sýningum. Hver sýning er sérstakt
verk en saman mynda þær eina
heild: guiur, rauður, grænn og blár.
Hljóðverk verður samið fyrir hverja
sýningu. Ljósfarið er farartæki gula
ljóssins á ferð þess um himingeim-
inn en hefur hér stuttan stans.
Fæturnir titra
Listamaður Gallerí Kambs að
í þessu sinni er listakonan Hulda
| Vilhjálmsdóttir.
Hulda útskrifaðist frá Listahá-
skóla íslands árið 2000. Síðan hefur
! hún haldið sjö einkasýningar.
j Listakonan segir um sýninguna:
i „Titillinn að sýningunni, Fæturnir
| titra, gerist þegar við erum ástfang-
í in, skilningarvitin verða stjómlaus,
: við verðum næm fyrir náttúrunni,
| og það verður þannig að fjallið
i Hekla titrar og gýs, kannski af ást
| og ótta. Sýningin fjallar um konu,
i fjall, böm og náttúm mannsins,
i blossandi og ólgandi. Þetta em til-
i finningaverk og ljóðræn í senn.“
Við opnunina leikur Geir Harðar-
son ljúfa hausttóna og Elísabet Jök-
ulsdóttir flytur fmmort ljóð,
Vængjahurðina. Sýningin stendur
til 5. október.
Gallerí Sævars Karls
Svanborg Matthíasdóttir opnar
málverkasýningu í Galieríi Sævars
Karls á morgun kl. 14.
Svanborg útskrifaðist frá Jan Van
Eyck Akademi í Hollandi 1987.
Hún hefur haldið nokkrar einka-
sýningar og tekið þátt í mörgum
samsýningum, bæði heima og er-
lendis. Áhrifa Svanborgar gætir
víða þar sem hún sjálf er frábær
málari og hefur kennt myndlist
undanfarin ár í Myndlista-og
handíðaskólanum, svo og Listahá-
skólanum.
Yfirlitssýning
I Listasafni Reykjanesbæjar f
Duushúsum, Duusgötu 2, verður
opnuð í dag kl. 17 yfirlitssýning á
verkum Stefáns Geirs Karlssonar.
Stefán Geir lærði plötu- og ketil-
smíði á sínum tíma og útskrifaðist
sem sldpatæknifræðingur árið
1973. Hann hefur fengist við
myndlist í 25 ár og er einkum
þekktur.fyrir skúlptúra sem unnir
em undir áhrifum popplistar. Sýn-
ingin stendur til 19. olctóber og er
opinn alla daga frá 13-17.
Landslag
Á morgun kl. 13 opna myndlist-
armennimir Anna Sigríður Hróð-
marsdóttir, BirgirRafn Friðriksson,
Jóhannes Dagsson, Ólafur Sveins-
son og Sigurveig Sigurðardóttir
sýningu í Safnahúsinu á Húsavík
undir yfirskriftinni Landslag. Eins
og yfirskriftin gefur til kynna er við-
fangseftúð hefðbundið í myndlist
en jafnframt síungt og allaf til end-
urskoðunar. Ekki er um að ræða
neina íyrir fram ákveðna heildar-
stefriu innan hópsins heldur hefur
hver um sig frjálsar hendur. Nálg-
un listmannanna er því jafn ólík og
þeir em margir. Sýningin stendur
til 14. september.
Gallerí verður málverk
Á morgun kl. 17 opnar Kristinn
Pálmason málverkasýningu í Gall-
erí Skugga á Hverfisgötu 39. Verk
Kristins er unnið sérstaldega inn í
rými gallerísins á þann hátt að
málað er beint á veggi og glugga.
Verkið felur í sér tilraun til að um-
breyta sjálfu galleríinu í málverk og
hefur þetta áhrif á skynjun sýning-
argesta; afstaða þeirra til verksins
sem áhorfanda breytist því að
segja má að þeir verði hluti af sjálfu
verkinu. Sýningin stendur til 21.
september. Gallerí Skuggi er opið
alla daga nema mánudaga kl.
13-17.
Ryk og töfratákn
Á morgun kl. 15 verða opnaðar i
tvær sýningar í Listasafni ASÍ. f Ás- |
mundarsal og Gryiju verður opnuð :
sýning Ingu Jónsdóttur, Ryk, en í j
Árinstofú sýning á verkum Kristins ;
Péturssonar, Töfratákn.
Inga Jónsdóttir fæddist 1953 og í
lauk framhaldsnámi frá Academie :
der Bildenden Kúnste, í Múnchen i
1992. Á sýningunni RYK em þrí- j
víddar- og myndbandsverk, ljós-
myndir og teikningar. Kristinn Pét-
ursson (1896-1981) er huldumað-
ur í íslenskri myndlist. Kristinn var
heimspekilega sinnaður, hreifst að
listkenningum Kandinskys um
óhlutbundna myndlist, kynnti sér
sálfræði og draumakönnun. Hann
fékkst við höggmyndágerð, mál-
verk og svartlist. Sýningamar
standa til 12. október.
Endurmenntun Háskóta ísland fagnar
tuttugu ára afmæti sínu nú í haust.
Umfang og starfsemi stofnunarinnar
hefur margfaldast á þessum árum og
nemendafjöldi farið úrsextíu og fimm
fyrsta árið upp í rúm tíu jpúsund. í dag
er Endurmenntun HÍ fjölsóttasti skóli
landsins með yfir fjögur hundruð
námskeið í boði.
„Ég treysti mér ekki að segja hvað
veldur þessum vinsældum," segir
Kolbrún Erla Matthíasdóttir, mark-
aðstjóri hjá Endurmenntun Há-
skóla íslands. „Ég tel þó að fólk hafi
áttað sig á að stofnunin sé að bjóða
upp á vönduð og góð námskeið á
góðu verði. Við höfúm líka verið að
bjóða upp á ókeypis ömámskeið i
tengslum við afmælið og þau hafa
vakið mikla athygli."
Aukinn áhugi á námi
Að sögn Kolbrúnar hafa vinsæld-
ir námskeiða hjá Endurmenntun
aukist gríðarlega frá því að þau fór
fyrst á stað. „Fyrsta haustið, 1983,
skráðu sig sextíu og fimm en árið
1999, þegar mest var, sóttu tólf þús-
und fjögur hundmð og þrír nám-
skeið hjá okkur." Kolbrún segist
ekki vita hversu margir komi til með
að skrá sig í haust. „Við emm rétt
farin af stað.“
Kolbrún segist halda að vinsældir
námskeiðanna eigi sér margar or-
sakir. „Við emm að bjóða upp fjöl-
breyttasta úrvalið af þeim sem
bjóða upp á svipuð námskeið. Þetta
em námskeið á háskólastigi og í
raun ódýr miðað við gæðin. Hug-
myndir fólks um endurmenntun
hafa breyst mikið sfðustu tvo ára-
tugina. Áður fyrr þótti það feimnis-
mál að sækja slík námskeið og talið
veikleikamerki en í dag sýnir það
styrk. Áhugi fólks á að bæta mennt-
un sína hefur líka aukist samfara
í Ráðhúsi Reykjavíkur á morgun
verður námsstefna sem höfðar til
þeirra sem hafa áhuga á listsköpun
í nýjum miðlum jafnt og þeirra sem
vilja skoða nýjar leiðir í námsefnis-
gerð, tengdar Völuspá og menning-
ararfinum almennt. Fjallað verður
um gagnvirka miðlun með hliðsjón
af nýju verki ensku fræði- og lista-
konunnar, Maureen Thomas.'
í kvikmynd sinni nálgast
Maureen Völuspá, Hávamál og
Snorra-Eddu á nýjan hátt og endur-
vekur munnmælahefðina í gegnum
nýja miðlun. Vigdís Finnbogadóttir
opnar námsstefnuna. Maureen
Thomas flytur fyrirlestur um rann-
sóknir og vinnu sem liggur að baki
auknum kröfum í samfélaginu.
Margir vinnuveitendur ætlast
einnig til að starfsfólk sitt sæki
ákveðið mörg námskeið á ári til að
bæta árangur sinn í starfi og kynn-
ast nýjungum. Auk þess er mikið af
fólki sem fer á námskeið vegna þess
að það hefur áhuga á viðfangsefn-
inu."
„Ég treysti mér ekki að
segja hvað veldur þess-
um vinsældum,"
Fleiri konur en karlar
„Það er alls konar fólk sem sækir
námskeiðin og á öllum aldri. Stærsti
hópurinn er á aldrinum þrjátíu og
sex til fimmtíu og fimm ára og
kynjadreifingin er svipuð og í Há-
skólanum, sextíu og íjögur prósent
konur og þrjátíu og sex prósent
Rúnaspá Völu. Þá verður Media-
Desk með kynningu á styrkjakerfi í
Evrópu og Pia Vigh, aðalráðgjafi
Norrænu ráðherranefndarinnar,
greinir frá þróun margmiðlunar-
sjóðs á Norðurlöndum.
Eftir hádegi verða pallborðsum-
ræður þar sem fram koma fræði-
menn og listafólk sem unnið hefúr
við gerð gagnvirkra verka. Annars
vegar verður fjallað um konur, listir
og tækni og horft á hvernig ný tækni
hefur verið nýtt af konum. Hins
vegar verður fjallað um jaðartungu-
mál og menningu og hvemig tölvu-
listtækni hefur opnað nýja mögu-
leika.
Þá gefst námsstefnugestum kost-
karlmenn." Að sögn Kolbrúnar hef-
ur kynjahlutfallið verið að breytast
undanfarin ár. „Fyrstu árin vom
það aðallega karlmenn sem sóttu
námskeiðin en í seinni tíð hafa kon-
urnar sótt f sig veðrið og em nú í
meirihluta." Kolbrún segir að hátt
hlutfall karla fyrstu árin skýrist lík-
lega af því að þá var mikið um nám-
skeið sem tengdust tækni og hent-
uðu hefðbundnum karlafögum.
Þegar Kolbrún er spurð hvort fólk
með framhaldsskólamenntun sé
duglegra en aðrir að sækja endur-
menntunarnámskeið segist hún
ekki telja að svo sé. „Það fer eftir
námskeiðunum. Sum námskeið em
hönnuð fyrir fólk með ákveðna
menntum og í sumum tilfellum em
forkröfúr. Flest námskeiðin em þó
þannig að allur almenningur getur
skráð sig og haft gagn af.“
ur á að skoða Rúnaspá Völu og
reyna sjálfir hvernig sögupersónan
Vala getur spáð fyrir þeim og bmgð-
ið ljósi á gamla visku sem á erindi til
fólks nú á tímum. Einnig gefur að
líta verk 5 norrænna margmiðlun-
arlistamanna og fræðifólks.
Sýningin á Rúnaspá Völu stendur
til 21. september nk. en opnunar-
daginn verða tónleikar sem nefnast
Söngvar Völu. Það er söngkonan og
lagahöfundurinn Karina Gretera frá
Litháen sem flytur þar frumsamda
tónlist ur Rúnaspá Völu ásamt ís-
lenskri hljómsveit. Þetta em einu
tónleikarnir sem hljómsveitin held-
ur á þessu ári og em einungis opnir
námsstefriugestum.
Endurmenntun Háskóla Islands:
Ný tækifæri í gagnvirkri margmiðlun:
Völuspá og menningararfurinn